Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 35

Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 35
farsæl í hverju því sem við tökumst á við. Fyrst er að hafa þekkingu á því sem þú fæst við, í öðru lagi að hafa skýra framtíðarsýn, í þriðja lagi að sýna heilindi í orðum og gjörðum, þá að hafa þor til að fram- kvæma á óvissutímum og síðast en ekki síst að hafa þrautseigju til að fylgja verkefnunum eftir. Ég hef alltaf verið sannfærður um að hægt sé að brjótast gegn því að lélegar fjárhagslegar og félagslegar að- stæður foreldra hafi áhrif á þroska barna í mótun. Ef það tekst sköpum við jákvæðara samfélag til fram- tíðar. Ég fékk aðstöðu til að setja þetta á oddinn bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ. Þar skipta vinnu- aðferðir í leikskóla og á fyrstu árum grunnskóla afar miklu.“ Hvað er svo framundan, Árni? „Verkefnið er áfram að virkja það besta í einstaklingum. Bryndís hefur tileinkað stóran hluta af störfum sín- um útgáfu mál- og lestrarþjálfunar- efnis sem ætlað er að stuðla að þessu. Það hefur nú færst yfir í mörg smáforrit, fyrst á íslensku og síðan á ensku. Þarna eru verkefni sem við vinnum nú saman að um leið og ég hef staðið með frumkvöðlum í uppbyggingu fyrirtækja, veitt ráð- gjöf til lítilla og stórra fyrirtækja og tekið þátt í framþróun verkefna í þágu alls almennings eins og raf- rænna skilríkja. Það er mjög ánægjulegt að hafa nú frelsi til að nýta þekkingu og áratuga reynslu af stjórnun og samskiptum við opin- berar stofnanir og atvinnurekstur með þessum hætti.“ Fjölskylda Kona Árna er Bryndís Guð- mundsdóttir, f. 25.3. 1959, M.A. í tal- meinafræði. Hún er dóttir Guð- mundar Egilssonar, fyrrverandi forstöðumanns Minjasafns RR, og k.h., Hervarar Guðjónsdóttur, fv. starfsmanns á Borgarspítalanum og formanns Félags heyrnarlausra. Börn Árna og Bryndísar eru Aldís Kristín, f. 19.4. 1980, lögmaður og athafnakona í Bretlandi, gift Ralph Firman kappakstursmanni; Védís Hervör, f. 8.7. 1982, tónlistarmaður, mannfræðingur og M.B.A., gift Þór- halli Bergmann, tónlistarmanni og lögmanni; Guðmundur Egill, f. 18.12. 1988, forritari; Sigfús Jóhann, f. 15.8. 1990, nemi í stafrænni mynd- gerð við SAE í Amsterdam. Barna- börnin eru orðin fjögur, Árni Stefán og Jóhann Vikar Bergmann og Klara Kristín og Arthur Árni Firman. Systkini Árna eru Þorsteinn Ingi, f. 4.6. 1954, prófessor í eðlisfræði við HÍ, forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar; Gylfi, f. 23.2. 1961, forstjóri Eimskips; Margrét, f. 19.7. 1963, innanhússarkitekt og frumkvöðull; Þór, f. 2.11. 1964, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans; Sif, f. 16.11. 1967, markaðs- og vefstjóri Félags- vísindasviðs HÍ. Foreldrar Árna: Sigfús J. John- sen, f. 25.11. 1930, d. 2.11. 2006, kennari og félagsmálastjóri í Garða- bæ, og Kristín Sigríður Þorsteins- dóttir, f. 27.5. 1930, fv. bankastarfs- maður. Úr frændgarði Árna Sigfússonar Árni Sigfússon Jóhann Marteinsson bóndi í Krossi í Mjóafirði Ingigerður Jóhannsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Gísli Jóhannsson verkamaður í Neskaupstað Páll Ólafur Gíslason bifreiðarstj. og verkam. í Eyjum Gísli Pálsson prófessor við HÍ Þorsteinn Þ. Víglundsson bæjarfulltr. og skólastjóri í Vestmannaeyjum Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir húsmóðir og bankastarfsmaður Jónína G. Þorsteinsdóttir húsfreyja Víglundur Þorgrímsson bóndi og bátsformaður á Krossi í Mjóafirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Suðurgarði Jón Guðmundsson bóndi í Suðurgarði í Eyjum Margrét Marta Johnsen verslunarmaður í Vestmannaeyjum Árni J. Johnsen kaupmaður í Vestmannaeyjum Lárus Johnsen kaupmaður í Eyjum Sigfús Maríus Johnsen bæjarfógeti í Eyjum og rith. Baldur Johnsen læknir Sigfús Jóhann Johnsen eðlisfræðingur og prófessor í Danmörku Anna Sigríður Johnsen húsfreyja í Danmörku Ríkarður Örn Pálsson tónlistar- maður og gagnrýnandi Sigfús J. Johnsen kennari og félagsmálastjóri í Garðabæ Ingibjörg Johnsen kaupmaður í Eyjum Árni Johnsen fv. alþingismaður Jóhann Jörgen Johnsen veitingamaður í Frydendal í Eyjum Anna Sigríður Árnadóttir húsfreyja og kaupmaður í Eyjum Oddur Árnason útvegsbóndi í Eyjum Jóhanna Þuríður Oddsdóttir húsfreyja í Reykjavík Anna Sigríður Björnsdóttir píanóleikari Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur Ari Eldjárn uppistandari Katrín Gísladóttir húsfreyja á Krossi Halldóra G. Sigurðard. húsfreyja í Fögruvöllum í Norðfirði Símon Guðjónsson skipstj. í Rvík Ólafur Haukur Símonarson rith. í Rvík Ármann Ólafur Sigurðsson skipstjóri í Hafnarfirði Kristján Ármannsson járnsmiður á Seltjarnar- nesi Hanna Birna Kristjánsd. fv. innan- ríkisráðherra Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir húsfr. í Neskaupst. og Rvík Sólveig Gísladóttir húsfreyja í Krossi ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Sigurgeir Kristjánsson varfæddur 30. júlí 1916 í Hauka-dal í Biskupstungum, Árn. Foreldrar hans voru Kristján Lofts- son, bóndi þar og síðar á Felli í sömu sveit, og k.h. Guðbjörg Greipsdóttir, dóttir Greips Sigurðssonar hrepp- stjóra í Haukadal. Sigurgeir varð búfræðingur frá Hvanneyri 1937, stundaði búnaðar- nám í Svíþjóð veturinn 1946-1947 og var bústjóri í Laugardælum 1942- 1950. Hann fluttist til Vestmanna- eyja 1950 og hóf störf hjá lögregl- unni í Vestmannaeyjum í ársbyrjun 1951, og starfaði sem lögregluþjónn til 1968. Var settur yfirlögreglu- þjónn um skeið. Sigurgeir var ráðinn forstjóri úti- bús Olíufélagsins hf. 1968, og starf- aði hann þar, þar til hann lét af störf- um vegna aldurs 1990. Bæjarfulltrúi var hann 1962-1982, varabæjar- fulltrúi 1956, 1958-1962, 1983, forseti bæjarstjórnar 1966-1975. Í bæjar- ráði var hann 1966-1982 og sat hann 786 bæjarráðsfundi. Sigurgeir sat tvívegis á Alþingi sem varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Suðurlandskjördæmi, árin 1968 og 1971. Hann átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins 1956-1980, í stjórn Sparisjóðs Vest- mannaeyja 1958-1991, og stjórnar- formaður 1974-1991. Hann sat í stjórn Herjólfs hf. í nokkur ár og í stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja og formaður þess um skeið. Hann sat í ritnefnd Fram- sóknarblaðsins um langt árabil. Sigurgeir var félagi í Rótarý- klúbbi Vestmannaeyja frá 1970 og forseti klúbbsins 1986-1987. Sigurgeir kvæntist 1947 Björgu Ágústsdóttur, f. 18.8. 1923, d. 30.9. 2005, dóttur Ágústs Sigfússonar bónda í Stóru-Breiðuvík, og síðar verslunarmanns í Vestmannaeyjum og k.h. Elínar Halldórsdóttur frá Búðarhóli í Landeyjum. Börn Sigurgeirs og Bjargar: Elín Ágústa, Kristján, Yngvi Sigurður og Guðbjörg. Sigurgeir lést 5.6. 1993. Merkir Íslendingar Sigurgeir Kristjánsson Laugardagur 90 ára Hjalti Jón Þorgrímsson 85 ára Ingibjörg Guðmannsdóttir Magnúsína Ólafsdóttir Petrína Kristín Steindórsdóttir Sigrún Sigurjónsdóttir Steingrímur Steingrímsson 80 ára Elsa Benediktsdóttir Lizzi D. Holmsted Baldvinsson 75 ára Elva Regína Guðbrandsdóttir Páll G. Guðmundsson 70 ára Alfreð Sigmarsson Ásgeir Halldórsson Ásgeir Ingi Eyjólfsson Jón Grettisson Kristinn Vignir Guðnason Sigþóra Oddsdóttir 60 ára Arinbjörn Friðriksson Árni Sigfússon Elín Jónasdóttir Elín Kristín Jóhannesdóttir Eyrún Magnúsdóttir Guðmundur Sölvi Karlsson Guðríður Sæunn Andrésdóttir Ísleifur Friðriksson Jakobína Ingibergsdóttir Jón Már Jakobsson Kristinn Ingibergsson Nína Edda Skúladóttir Ólöf Alfreðsdóttir Reynir Sigurður Gunnlaugsson Stefanía Gunnarsdóttir Steinvör A. Sveinbjörnsdóttir Sveinn Sæmundsson 50 ára Anna Jónsdóttir Anne Marie Gregersen Berglind Gear Bjarnadóttir Dieter Laurentius Ney Erla Baldursdóttir Ragnar Sævarsson Ragnheiður Á. Ingiþórsdóttir Raimondas Butkus Sigurður Örn Sigurgeirsson Svala Breiðfjörð Arnardóttir 40 ára Andrés Ívarsson Benedikt Zogaj Daníel Jónsson Elísabet Ágústsdóttir Erla Jóna Steingrímsdóttir Guðbjörg Inga Ágústsdóttir Gunnar Örvar Helgason Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir Hallur Þór Sigurðarson Haukur Ægir Ragnarsson Margrét Bryngeirsdóttir Orri Einarsson Oscar Bjarnason Óðinn Rafnsson Rebekka Óttarsdóttir Roderick Cantila Ycot Sonja Ukadóttir Vignir Jónsson Ölvir Gíslason 30 ára Audrius Kungys Birna Valdimarsdóttir Haraldur Ingi Bjarnason Lísa Tu Thi Pham Skúli Ingibergur Þórarinsson Valgarð Guðjónsson Sunnudagur 95 ára Sigurbára Sigurðardóttir 90 ára Ágúst Jóhannsson Ingunn Sigurðardóttir 85 ára Auður Ágústsdóttir Elísabet Þ. Kristjánsdóttir Valdimar Sigurður Gunnarsson Vigdís Þorsteinsdóttir 80 ára Eggert Jón Jónsson Geirlaug Egilsdóttir Gestur Janus Ragnarsson Guðmundur Arnfinnsson Júlíana S. Helgadóttir Sæmundur Pálsson 75 ára Franklín Benediktsson Gunnhildur Sigurðardóttir Ólöf Jóna Ingimundardóttir 70 ára Baldvin Björnsson Elín G. Sigurðardóttir Friðgerður Bjarnadóttir Guðbjörg Jónsdóttir Guðmundur Eiríksson Gunnar Hámundarson Hilmar Ívarsson Sigurður Arason Snjólaug Kristinsdóttir 60 ára Anna María Jóhannesdóttir Guðmundur Einarsson Guðmundur Sigurðsson Guðrún Halldóra Hjartardóttir Hanna Ingibjörg Birgisdóttir Herdís Guðmunda Eiríksdóttir Hlédís Sigurb Hálfdánardóttir Irina Troskova Jón Valur Arason Lech Zietek Víðir Jóhannsson 50 ára Arna Jóhannsdóttir Catherine Margaret Dodd Guðbjörg Linda Udengard Hafdís K. Finnbjörnsdóttir Hafrún Hermannsdóttir Hans Óli Rafnsson Helena Sjöfn Steindórsdóttir Hjörleifur Gunnlaugsson Hlynur Guðmundsson Sigurður Ingólfsson Víkingur Birgisson 40 ára Ármann Ásgeir Harðarson Ásta Nordgulen Þórarinsdóttir Heiðar Hannes Ólafsson Stefán Freyr Björnsson Steinunn Ingibjörg Jakobsdóttir 30 ára Alexander Hafþórsson Andrius Vareika Ísold Ingvarsdóttir Kristín Jónsdóttir Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir Margrét Sigríður Valgarðsdóttir Páll Ágúst Hallsson Sandra Ósk Grímsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Til hamingju með daginn 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.