Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 37

Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Ef þér finnst gengið á hlut þinn þá er það örugglega rétt hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er einhver óvissa í loftinu og því er hætt við að umræður um mikilvæg fjöl- skyldumál leiði til ruglings og deilna. Með góðri skipulagningu tekst þér að klára öll verkefnin sem þér voru falin fyrir frí. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Til þinna kasta kemur með mjög viðkvæmt einkamál. Stattu vörð um einka- lífið. Bilanir eða tölvuvandræði geta annaðhvort aukið álagið eða neytt þig til að gera hlé á vinnunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Orðum þarf að fylgja einhver at- höfn því annars missa þau marks. Láttu ekki æsa þig upp út af smámunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að reyna að bæta á ein- hvern hátt við menntun þína eða starfs- þjálfun á næstunni. Samband sem þú hef- ur efast um lengi fær þig til að endurskoða ýmislegt í þínu lífi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Afþreying og daður einkenna dag- inn hjá þér. Þér er ekki skemmt við fréttir sem þú færð. Þú færð stöðuhækkun ef þú biður um hana. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hvað varðar fjármálin, þá er allt á uppleið. Vinnufélagi kemur á óvart og fé- lagslífið hjá þér blómstrar þessar vikurnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú kemur að því að ein- hverjum verður ljóst hvert þú ert að fara. Notaðu skipulagshæfileikana til þess að sýna ást þína á skapandi hátt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur orðið fyrir von- brigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú gerir til annarra. Forðastu deilur, þær leysa ekki vanda þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú lendir í átökum um eitthvað heima fyrir í dag. Rausnarskapur þinn lað- ar að þér fólk sem á talsvert af öllu sem þú óskar þér helst. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leyfðu vinum þínum að sýna þér þakklæti fyrir það sem þú hefur fyrir þá. Að brosa leysir margt en ekki allt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að eðlisfari veistu nákvæmlega hver þú ert og hvert þú vilt fara. Hlutir sem eru spennandi núna þarfnast eft- irfylgni og mikillar vinnu. Síðasta laugardagsgáta var semendranær eftir Guðmund Arn- finnsson: Á ferðalagi fékk ég það. Fann það áðan greypt í svörð. Sá ég skunda ský með hrað. Skipi róið yfir fjörð. Guðrún Bjarnadóttir svarar „far- ið um landið“ og bætir við: Sem puttalingur fékk ég far, á Fitjum merkti leir með skó. Far á skýjum skondið var, á Skjálfanda á fari spjó. Hér er lausn Helga R. Ein- arssonar: Upp á borði ekkert var og ekkert rak á fjörurnar, svo læddist að mér lítið svar. Líklega er hér átt við far. Helgi Seljan svaraði með bestu kveðju í bæinn: Löngum var ágætt far að fá, farið í mold er eftir skó. Far á skýjunum flott ég sá, fari er róið vítt um sjó. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Með norðurleiðum fékk ég far, far í svörðinn greypt ég sá. Skýja þar of skrautlegt var skjótt mun farið landi ná. Og bætir við limru: Vísum flíkar Valdimar. Vinsæll og dáður alstaðar sá indælis piltur er ofurstilltur en óeirðarmaður um kvennafar. Segist síðan hafa bangað saman gátu um morguninn: Í viðmóti hlýja og vinsemd er. Velgengni líka stundum. Ástin, sem býr í brjósti þér. Blæjalognið á sundum. Á laugardag fyrir viku heilsaði Páll Imsland hinu þögla Leirliði í dumbungsupphafi helgarinnar: Nú er Leirinn í lamannna sessi. Þar lifandi hnígur ei vessi. Þetta ástand er leitt og orkar ei neitt. En Fjandinn er í sínu essi. Dagbjartur Dagbjartsson segir á Boðnarmiði að hann hafi rekist á þessa vísu undir afdráttarhætti „í gömlu góssi“. Semja ljóðin fljóðin fljót flétta hróður löngum. Ásmundur Orri Guðmundsson fann einn afdrátt eftir Eggert Loftsson: Svalur geltir, drjúpa dropar. Drósir hvarma bleyta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Með ráðninguna í farteskinu Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir SÍÐAST ÞEGAR HANN BROSTI SVONA VAR ÞEGAR HANN KEYPTI ÓDÝRA KATTAMATINN AF ÖLLUM ÞEIM SEM ÉG HEFÐI GETAÐ GIFST… ÞÚ GIFTIST HERRAMANNI! ÉG LAÐAST AÐ LJÓSKUM!ER ÞAÐ? HVAÐ GERIR ÞIG AÐ HERRAMANNI? MJÖG FLOTT ÞEGAR VERKIÐ YRÐI KLÁRAÐ YRÐI ÞAÐ HENGT UPP Á BESTA STAÐ Á ÍSSKÁPSHURÐINNI. „TAKTU EINA AF ÞESSUM MEÐ VATNI HÁLFTÍMA ÁÐUR EN ÞÚ VAKNAR Á MORGNANA.“ …að vera hjálplegur, ekki hæðinn Í þau örfáu skipti sem Víkverji fer ísjálfsalann í vinnunni lendir hann undantekningarlaust í miklum vand- ræðum. Í fyrra skiptið af tveimur sem hann lenti í nýverið fólst vanda- málið í því að sjálfsalinn neitaði að taka við peningum Víkverja. x x x Víkverji ákvað nefnilega með sjálf-um sér að greiða aldrei með korti í þessa sjálfsala heldur nota klink til þess. Þetta er liður í því að reyna að taka sig örlítið á í fjármál- unum og nota ekki kortið endalaust í einhvern óþarfa. Óþarfi telst í raun flest allt sem er í sjálfsalanum því þar er sykurinn í fyrirrúmi að und- anskildum samlokunum og tyggjóinu. Hið síðara er stundum al- gjörlega lífsnauðsynlegt, sér- staklega fyrir vinnufélaga Víkverja. x x x Í fyrstu tilraun vildi sjálfsalinn ekkisjá eina mynt með hundrað krón- um sem Víkverji setti staðfastlega aftur og aftur inn í raufina en alltaf kom sá hinn sami peningur út aftur. Jæja, hugsaði Víkverji með sér „ég þarf ekki að kaupa mér ropvatn í flösku á uppsprengdu verði.“ Þegar Víkverji ýtti á takka til að fá pen- ingana aftur til baka kom ekki öll smámyntin sem hann setti í raufina. Víkverji var snuðaður. x x x Daginn eftir hélt Víkverji ótrauðuráfram en ákvað í þetta sinn að freista þess að setja tvær 50 króna myntir í staðinn fyrir hundraðkall- inn sem sjálfsalinn gubbaði út úr sér. Sigri hrósandi greip hann gull- peningana sem hann fullvissaði sig um að væru ekki alveg splunkunýir heldur búnir til árið 1987 því hann taldi sjálfum sér trú um að það væri vænlegra til vinnings. Sjálfsalinn var ekki sama sinnis og vildi ekki sjá neina gullpeninga frá Víkverja heldur tók einungis við fjórum tíu króna peningum. Þegar Víkverji bað um að fá þessa peninga aftur til baka skilaði sjálfsalinn ein- göngu 10 krónum til baka. Sjálfs- alinn snuðaði Víkverja aftur. Í gremju sinni dró Víkverji fram vísa- kortið og pantaði sér súkkulaði sem datt ofan í hólfið og Víkverji át með samviskubiti. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn, til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín. (Sálm. 36:6) Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.