Morgunblaðið - 12.08.2016, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 1 6
Stofnað 1913 187. tölublað 104. árgangur
BOBO STENSON
OG FÉLAGAR Í
NORÐURLJÓSUM
HALDA
BERJADAGA
Í 18. SINN
TÓNLEIKAR TIL-
EINKAÐIR MONICU
ZETTERLUND
FÖRUSVEINN 33 SARA BLANDON SÖNGVARI 12TÓNLEIKAR 30
Samkvæmt upplýsingum frá
Farice, sem rekur tvo sæstrengi við
landið, Farice-1 og Danice, er nýt-
ing þeirra innan við 5% af hámarks-
afkastagetu þeirra. Ómar Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri
Farice, segir að ef til standi að fá
hingað til lands gagnaver á vegum
Google, Apple eða annarra slíkra
risa í gagnaversnotkun nægi ekki
að leggja nýjan sæstreng. Slíkt kalli
einnig á nýjar virkjanir, því ekki sé
til næg orka í landinu til að starf-
rækja svo stór gagnaver. Ekki sé
nauðsyn á að fjölga strengjum sé
litið framhjá þessum stóru aðilum,
þar sem umframflutningsgeta sæ-
strengja við landið sé mikil. »16
Sæstrengir Farice
við Ísland vannýttir
Gagnaver Næg flutningsgeta til staðar.
Makríll sem
gengur inn í fisk-
veiðilögsögu Ís-
lands er hluti af
evrópska makríl-
stofninum. Því er
enginn sérstakur
íslenskur stofn
til. Þetta eru nið-
urstöður rann-
sókna íslenskra og norskra fiski-
fræðinga. Það smit frá norður-
ameríska makrílstofninum sem
komið hefur fram við erfðarann-
sóknir er ekki meira í makríl við Ís-
land en í markríl sem veiðist annars
staðar í Evrópu. »18
Makríllinn við Ísland
kemur frá Evrópu
Jón Birgir Eiríksson
Kristján H. Johannessen
„Við stefnum að kosningum 29. októ-
ber, að því gefnu að þetta gangi allt
saman upp,“ segir Sigurður Ingi Jó-
hannsson forsætisráðherra og vísar
til þess að ríkisstjórnin átti í gær
upplýsingafund með formönnum
stjórnarandstöðuflokkanna þar sem
kynnt voru áform um þingkosningar.
„Það er bunki af málum sem liggja
fyrir þinginu frá því í vor og er stór
hluti þeirra langt á veg kominn. En
svo eru einnig nokkur önnur mikil-
tími til stefnu. „Við ætlum að ljúka
mikilvægum málum. Þingið starfaði
með góðum hætti í vor og vænti ég
þess að svo verði áfram.“
Stór mál þarf að ræða í þinginu
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, segir mjög jákvætt
að búið sé að eyða óvissu um kosn-
ingar og að ríkisstjórnin hafi á fund-
inum sett fram dagsetningu.
„Við vorum ekki að samþykkja
einhvern málalista frá ríkisstjórn-
inni. Það er samþykkt starfsáætlun í
gildi upp á þrjár vikur, hvort henni
verður breytt þýðir frekara samtal.
En stór mál þarf auðvitað að ræða og
senda til umsagnar. Það þarf að
vinna vel í málum, einkum þeim sem
eru pólitískt umdeild. Það er nátt-
úrlega ekki nægur tími til að klára
hlaðborð ríkisstjórnarinnar þó að
þingstörf gangi eðlilega fyrir sig.“
Breytingartillögur að nýjum bú-
vörusamningi voru kynntar í gær.
Að sögn Jóns Gunnarssonar, for-
manns atvinnuveganefndar, er sátt
meðal allra flokka nema eins.
væg mál sem við leggjum áherslu á
að ljúka. Og til að það gangi upp þarf
þingið að starfa eitthvað áfram,
t.a.m. út september,“ segir Sigurður
Ingi. Spurður út í þau mál sem ríkis-
stjórnin vill einna helst ljúka fyrir
næstu þingkosningar svarar hann:
„Framhald séreignarsparnaðarins
og hvernig hann tengist möguleikum
fólks á að taka óverðtryggð lán;
frumvarp um verðtryggingar; afnám
fjármagnshafta; stjórnarskrármál
og nokkur önnur mál á borð við bú-
vörusamninga og tollasamninga.“
Að sögn Sigurðar Inga er nægur
Kosið gangi allt upp
Stefnt er að þingkosningum 29. október nk. Ríkisstjórnin vill ljúka ákveðnum
málum áður Samþykktum ekki málalista frá ríkisstjórninni, segir formaður VG
MFundað þar til málum lýkur »4
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
Úttektum á húsnæði með tilliti til
rakaskemmda og myglu hefur
fjölgað með þekkingu fólks á ein-
kennunum. Þetta segir Sylgja
Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri
Húss og heilsu, fagsviðs innan
verkfræðistofunnar EFLU, sem
rannsakar líðan notenda í bygg-
ingum. Á fagsviðinu eru 7 starfs-
menn og gera þeir nokkrar úttektir
á dag á heimilum, fyrirtækjum og
stofnunum.
„Við vitum í rauninni ekki tíðnina
á vandamálum en það er óhætt að
segja að þetta er of mikið eins og
ástandið er í dag,“ segir Sylgja.
Skortir fagleg vinnubrögð
Spurð hvort eitthvað sé sameigin-
legt með húsnæði þar sem myglu-
sveppir spretta upp vegna raka-
skemmda, segir Sylgja að það þurfi
að vanda byggingu og viðhald hús-
næðis. Í einhverjum tilfellum er það
líka íbúinn sem umgengst húsnæðið
ekki rétt, til dæmis með því að lofta
ekki út þegar móða safnast á rúður.
Mikilvægt er að bregðast skjótt
við leka og telur Sylgja að viðbrögð
séu ekki nógu góð. Einnig skortir
fagleg vinnubrögð þegar gert er við
hús þar sem mygla hefur komið upp.
„Það er verið að skilja raka-
skemmdir eftir út um allt. Við höfum
þurft að fara aftur í aðgerðir á hús-
um sem þegar er búið að gera við.“
Gera úttekt vegna myglu daglega
Morgunblaðið/Golli
Rakaskemmdir Bregðast þarf fag-
lega við slíkum skemmdum.
Rakaskemmdir og mygla finnast í mörgum íslenskum
húsum Mikilvægt að lofta út og bregðast skjótt við leka
Fyrir skólaárið 2016-2017 verða
ekki gefnir út sérstakir innkaupa-
listar fyrir nemendur í 1.-7. bekk
Álfhólsskóla í Kópavogi. Skólinn
sér um innkaup á öllum almennum
skólavörum fyrir nemendur í þess-
um bekkjum gegn 4 þús. kr. gjaldi á
hvern nemanda. Mikill munur er á
kostnaði foreldra á milli skóla en
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
segir að í Álfhólsskóla sé staðið sér-
staklega vel að þessum málum. »10
Mikill munur
eftir skólum
Ríkissjóður Íslands hefur fest
kaup á sumarhúsi Einars Jónssonar
myndhöggvara í Galtafelli í Hruna-
mannahreppi, en kaupverðið var 13
milljónir króna.
Sumarhúsið samanstendur af
tveimur fasteignum. Er annað hús-
ið 20 fm að stærð, byggt árið 1923
og kallast Slotið, en hitt húsið
byggði Einar árið 1931 og er það 14
fm og kallast Kotið. Sumarhús Ein-
ars verður nú hluti af húsasafni
Þjóðminjasafns Íslands. »10
Ríkissjóður eignast
Slotið og Kotið
Byggingarframkvæmdir við Reykjavíkurhöfn
eru komnar vel af stað, en ráðgert er að þar rísi
tvö hótel auk blandaðs verslunar- og íbúðar-
húsnæðis, Hafnartorgs. Unnið er í grunni hótels
við Austurbakka og hótel milli Tryggvagötu og
Hafnarstrætis er vel á veg komið. »6
Morgunblaðið/Ófeigur
Framkvæmdir við höfnina í blóma