Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
BREGSTU VIÐ,
EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST
AF OFBELDI, EÐA FINNST
ÞÉR ÞÆGILEGRA
AÐ LÍTA UNDAN?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Aðeins 5 verð
Algjört verðhrun
Útsölulok
1.000.-
2.000.-
3.000.-
4.000.-
5.000.-
Str. 36-56
Fylgist með okkur á facebook
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Nýjar
vörur
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun
UndirfötSundföt
Náttföt
ÚTSALAN
ER HAFIN
30–60%
afsláttu
r af
völdum
vörum
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
TAX FREE
af öllum snyrtivörum út ágúst
Tíu umsækjendur eru um embætti
prests í Grafarvogsprestakalli
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Embættið veitist frá 1. september
n.k. Séra Guðrún Karls Helgudótt-
ir, sem gegndi embættinu, hefur
tekið við embætti sóknarprests við
sömu kirkju.
Umsækjendurnir eru: Anna Þóra
Paulsdóttir, guðfræðingur, Arnór
Bjarki Blómsterberg guðfræð-
ingur, séra Fritz Már Berndsen
Jörgensson, dr. Grétar Halldór
Gunnarsson, séra Jón Ásgeir Sig-
urvinsson, María Gunnarsdóttir
guðfræðingur, séra Páll Ágúst
Ólafsson sóknarprestur á Stað-
arstað, séra Sigfús Kristjánsson
sóknarprestur í Hjallasókn í Kópa-
vogi, séra Stefán Már Gunn-
laugsson sóknarprestur á Vopna-
firði og Sylvía Magnúsdóttir
guðfræðingur.
Frestur til að sækja um embættið
rann út 8. ágúst sl. Matsnefnd um
hæfni til prestsembættis mun velja
þrjá til fimm hæfustu umsækjend-
urna og kýs kjörnefnd prestakalls-
ins síðan prest úr þeim hópi. Kjör-
nefnd prestakallsins er skipuð 29
einstaklingum auk prófasts sem
leiðir störf nefndarinnar. Biskup Ís-
lands skipar í embættið í samræmi
við niðurstöðu kosningar kjör-
nefndarinnar.
Í Grafarvogsprestakalli er ein
sókn, Grafarvogssókn, með rúm-
lega 18.000 íbúa og eina kirkju,
Grafarvogskirkju. Til viðbótar við
starfsstöð safnaðarins í Grafar-
vogskirkju er kirkjuselið í Spöng
þar sem fram fer fjölbreytt starf yf-
ir vetrartímann. sisi@mbl.is
Tíu sækja
um Graf-
arvoginn
Morgunblaðið/Sverrir
mbl.is
Tvær freigátur úr fastaflota Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) koma
hingað til lands í dag og munu skipin
leggjast að bryggju við Skarfabakka
í Reykjavík. Samkvæmt upplýsing-
um frá Landhelgisgæslu Íslands er
um að ræða þriggja daga heimsókn.
Skipin verða opin almenningi
Herskipin nefnast ESPS Mendez
Nunez, frá Spáni, og NRP Alvares
Cabral, frá Portúgal. Hið fyrrnefnda
er eitt af flaggskipum herskipaflota
Atlantshafsbandalagsins.
Líkt og svo oft áður mun almenn-
ingi gefast kostur á að sækja freigát-
urnar heim og kynnast búnaði þeirra
og lífinu um borð. Verða skipin opin
áhugasömum á morgun, laugardag-
inn 13. ágúst, og einnig á sunnudag
frá klukkan 10 til 12 og aftur milli
klukkan 15 og 19 sömu daga.
Fastaflotinn vinnur sem fjölþjóð-
leg flotadeild í nokkra mánuði í senn.
Ljósmynd/NATO
Freigáta ESPS Mendez Nunez er
annað þeirra skipa sem koma.
Hluti fastaflota Atlantshafs-
bandalagsins kemur í dag