Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 - hin heimsþekktuBeta verkfæri og fyrirtækjavörur fást núáhagstæðu verði hjá Iðnvélum Þú getur treyst Beta Morgunblaðið/Ófeigur Nafnlausa hljómsveitin F.v. Skúli Gíslason, Sara Mjöll Magnúsdóttir, Ævar Örn Sigurðsson og Sara Blandon. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Sara Blandon, prestsdóttirin íLaugalandsprestakalli íEyjafjarðarsveit, var að-eins tólf ára þegar hún fór að syngja opinberlega við undirleik föður síns, séra Hannesar Blandon, á ýmsum skemmtunum fyrir norð- an. Og það voru engir sálmasöngvar. „Pabbi gerði texta við gömul rokklög sem hann „lét mig syngja“, en sjálfur spilaði hann á gítar og raddaði. Við hæddumst líka að sveit- ungum okkar og þóttum vera nokk- uð fyndin og með svo gott atriði að um aldamótin var okkur boðið að skemmta á Íslendingahátíð í Norð- ur-Dakóta í Bandaríkjunum, hvorki meira né minna,“ segir Sara, sem söng helst lag Janis Joplin, Me and Bobby McGee, þegar hún fékk ein- hverju ráðið um lagavalið. „Annars var ég mest í grugginu á þessum tíma, Nirvana og Pearl Jam voru mínar sveitir.“ Þótt tónlistarsmekkur þeirra feðgina hafi ekki alveg farið saman, ber ekki mikið á milli núna, a.m.k. ekki þegar Monica Zetterlund á í hlut. Á dagskrá Jazzhátíðar Reykja- víkur kl. 17 í dag stígur Sara ásamt nýstofnaðri – og enn nafnlausri – hljómsveit á Budvarsviðið í Hörpu og syngur nokkur lög sem þessi rómaða söngkona Svía er frægust fyrir. Knæf og kná „Pabbi og Emilía Baldursdóttir, fyrrverandi íslenskukennari minn, gerðu íslenskan texta við lögin. Þau eru engir viðvaningar, þýddu til dæmis söngleikinn Superstar hérna um árið,“ upplýsir Sara. Hennar uppáhaldslag úr smiðju Zetterlund er Vad en liten gumma kan gno sem tvíeykið þýddi sem Knæf og kná. Spurð nánar út í textana segir Sara þá fremur dónalega. Var Monica þannig? „Hún ýjaði að ýmsu, en pabbi og Emilía bættu um betur.“ Presturinn sjálfur? „Við eigum öll okkar svörtu hlið- ar,“ svarar Sara og viðurkennir að púkinn í sér hafi bara gaman af. Nýja hljómsveitin er auk Söru skipuð þeim Skúla Gíslasyni, trommuleikara, Ævari Erni Sigurðs- syni, kontrabassaleikara, en þau út- skrifuðust öll frá Tónlistarskóla FÍH í vor, og Söru Mjöll Magnúsdóttur, píanóleikara, sem á eitt ár í útskrift. Þau stilltu í fyrsta skipti saman strengi sína fyrir Zetterlund- tónleikana og hafa æft nokkuð stíft undanfarið. „Við erum að þreifa fyrir okkur, meiningin er að halda þá víðar bæði í Reykjavík og einnig fyrir norðan, en minn gamli skóli, Tónlist- arskóli Eyjafjarðar, styrkti mig til að gera þessa dagskrá.“ Þótt Sara hafi framan af verið ákveðin í að læra söng, hætti hún nánast að koma fram og syngja um alllangt skeið. „Mig vantaði sjálfs- traust og ákvað bara að söngur væri ekkert fyrir mig,“ segir hún. „Ár- mann Guðmundsson í Ljótu hálfvit- unum taldi mér hughvarf og árið 2005 stofnuðum við ásamt Lofti S. Loftssyni hljómsveitina A Band on Stage, sem tróð upp með hléum í samtals sjö ár.“ Hringlandaháttur Söru er engin launung á að kvíðaröskun og þunglyndi hafi sett strik í reikninginn hvað söng- konudrauma hennar áhrærði. „Mér leið ekki vel, var með mikinn sviðs- skrekk sem lýsti sér eins og raun- veruleg flensueinkenni, en nú er ég komin á fín lyf sem hjálpa mér.“ Eftir töluverðan hringlandahátt í nokkur ár áttaði hún sig á að þrátt fyrir allt ætti hún að leggja fyrir sig söng. „Þegar ég fluttist suður lauk ég stúdentsprófi að áeggjan kærasta míns, Hilmars Karls Arnarsonar. Síðan skráði ég mig til skiptis í hitt og þetta í Háskóla Íslands; frönsku, ensku, kvikmyndafræði og næring- arfræði, sem mér fannst reyndar mjög áhugaverð og reyndi við í tví- gang áður en ég gafst upp. Einhverra hluta vegna datt ég inn í snyrtifræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, síð- an lyfjatækni í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og árið 2001 innritaði ég mig í Tónlistarskóla FÍH, en hætti eftir önnina. Ég fór úr einu í annað, en gafst alltaf upp. Ferilskráin mín var orðin mjög skrautleg, enda leist fólki sem fékk hana í hendur ekkert á blikuna og var ekki spennt fyrir að ráða mig í vinnu.“ Sara viðurkennir að sér hafi ver- ið létt þegar hún fyrir ári var greind með ADHD, villumeldingu í hausn- um, eins og hún segir. „Greiningin skýrði þessa námsörðugleika mína. Söngkona sem er mikið fy Sara Blandon geislar af gleði og sjálfsöryggi þegar hún syngur djass, rokk, blús og hvaðeina fyrir fullum sal af fólki. Sviðsskrekkur sem lýsti sér eins og flensueinkenni háði henni þó um langt skeið og litlu munaði að hún gæfi söngkonudrauma sína upp á bátinn. Eftir þvæling úr einu náminu eða starfinu í annað fann hún að þrátt fyrir allt ætti hún að leggja fyrir sig söng. Gestir á tónleikum hennar og nýstofnaðrar – en nafnlausrar hljómsveitar –, sem tileinkaðir eru Monicu Zetterlund, í Hörpu í dag eru ábyggilega sama sinnis. Árið 1999 Feðginin Sara og Hannes taka saman lagið á góðri stund. Ég skellti mér á tónleikaum helgina, öllu heldurstórtónleika. Í Laug-ardalshöll var búið að troða inn 11.000 sálum með það eitt markmið að láta hljómsveitina Muse trylla sig. Nú segi ég troða en meina það ekki þannig að ég hafi verið í kremju. Ég hafði það fínt, aftarlega, nálægt vegg og neyðarútgangi sem er mjög mik- ilvægt fyrir mig og mína innilok- unarkennd. Ef fólki líður illa í troðningi á það ekki að troða sér. Einfalt. Allavega, Muse. Þetta er sveit sem ég bókstaflega lifði fyrir sem unglingur og var það hápunktur ævi minnar þegar ég sá þessa þrjá menn í troðfullri Laug- ardalshöll. En nú verður að við- urkennast að ég hef ekki haldið tryggð við sveitina í gegnum ár- in, fannst þetta „nýja stöff“ ekki alveg fyrir mig. En gott og vel, ég ákvað að fara, sjá gömlu vini mína og vonaði til guðs að þeir myndu spila eitthvað af þessu gamla sem þeir jú gerðu, en í takmörkuðu magni. Ég fagnaði því nú óspart en í hinum lög- unum gat ég bara far- ið á barinn. Ekki slæmt. En svo virtist sem ekki allir í salnum hefðu verið aðdáendur í hina fornu daga þegar Muse spilaði í Höllinni síðast. Sást það greini- lega þegar enginn í kringum mig söng með gömlu slög- urunum og svo heyrði ég ungan mann segja við vin sinn að Muse hefði sko ekkert orðið stór fyrr en svona 2008 í fyrsta lagi. Ég fuss- aði og sveiaði yfir þessu fólki, var að spá að segja eitthvað en hætti við. Það var ekki þeim að kenna að þau voru ekki töff ungling- ar eins og ég. Svo hafa afar fáir gaman af gömlu konunni sem segir að allt hafi verið betra í gamla daga. Ég gekk út úr Höllinni sátt við lögin fimm sem ég gat sungið með og út í sum- arnóttina, ánægð með mína menn. »Ef fólki líður illa ítroðningi á það ekki að troða sér. Einfalt Heimur Auðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.isf f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.