Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Óskum eftir bílum á skrá, mikil eftirspurn og góð sala! Árni Ágúst Brynjólfsson Indriði Jónsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á þessum slóðum er mun örari rýrnun en þekkst hefur síðan mæl- ingar á jöklum landsins hófust,“ seg- ir Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Austur við Sólheimajökul í Mýrdal hafa verið gerðar mælingar árlega og á næstunni verður staðan fyrir þetta ár tek- in út. Atburðarás síðustu ára er þó um margt at- hygliverð, því frá aldamótum hefur jökullinn gengið til baka um nærri einn kílómetra. Samkvæmt loftslagsbreytingum Þróun Sólheimajökuls, hop hans og bráðnun jökulhellunnar, hefur verið samkvæmt hitastigi og lofts- lagsbreytingum á undanförnum ár- um. Jökullinn styttist um 973 metra frá árinu 2000-2015 eða um 65 metra á ári að jafnaði. Ætla má að eitthvað bætist við undanhaldið í ár sem þá verður komið í meira en einn kíló- metra á sextán árum. – Þá hafa um 10 metrar á ári hverju bráðnað ofan af kápu jöklsins niður við sporð, en það er þó ekki mælt nákvæmlega. Stóra spurningin viðvíkjandi Sól- heimajökli nú er sú hvort fram séu komin áhrif af kuldatíð sumarið 2015. „Árið í fyrra er eina tímabilið það sem af er þessari öld sem jöklar landsins hafa bætt við sig, en ná- kvæmari mælingar ættu að svara frekari spurningum í því sambandi. Sumarhiti að undanförnu gefur þó tilefni til að ætla að bráðnun í ár sé nokkuð mikil. Annars eru óvissu- þættirnir margir. Nú hefur til dæm- is myndast lón framan við jökul- sporðinn og í það falla stórir jakar. Slíkt köllum við kelfingu. Jakarnir sem lónið brýtur af jöklinum og bráðna utan hans eru umfram þann toll sem loftslagið tekur,“ útskýrir Oddur. Sólheimajökull er skriðjökull sem gengur suður úr Mýrdalsjökli og frá honum fellur Jökulsá á Sólheima- sandi, en þar eru mörk Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna. Góð og greið leið er að jöklinum sem er orð- inn vinsæll ferðamannastaður. Einn- ig má nefna að í tilefni af Arctic Circle ráðstefnunni á Íslandi síðast- liðið haust fóru Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, austur að Sólheimajökli með þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að skoða aðstæður en þær þykja sérstaklega gott dæmi um breyt- ingar á landinu vegna hlýnunar and- rúmsloftsins en þeirra sér víða stað í veröldinni. Einn kílómetri er bráð- inn burt frá aldamótum  Breytingar við Sólheimajökul  Kápa jökuls þynnist ört Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sólheimajökull Fólk við sporð jökulsins sem styttist ört. Lónið sem myndaðist fyrir fáum árum breytist stöðugt. Oddur Sigurðsson Líðandi sumar hefur verið sólríkt en það og skýjafar ræður miklu um bráðnun jökla. Hitastig er sömuleiðis áhrifaþáttur og þá verður að tiltaka að hlýrra hefur verið á landinu í sumar, það sem af er, en í meðalári. Tími jöklabráðnunar nær yfirleitt langt fram í september og því getur margt gerst enn. Lengd sumarsins eða hvenær haustar með frosti og nýj- um snjó á jöklunum er líka ráðandi um bráðnun. Í fyrra fór leysingin á jöklunum seint af stað en varði svo út allan septembermánuð. Sum ár fer hins vegar að kólna í strax ágústlok. Haldist tíð mild áfram má gera ráð fyrir að sporður Sólheimajökuls haldi áfram að styttast og þynnast á lík- an hátt og verið hefur undanfarin ár. Bráðnun fram í september SÓL, SKÝJAFAR OG HITI RÁÐA ÞRÓUNINNI Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Launamenn fá greidda ýmsa styrki sem færa þarf inn á skattframtöl. Ef kostnaður er færður á móti þarf launamaðurinn ekki að greiða skatt af upphæðinni. Páll Kolbeins, hag- fræðingur hjá embætti Ríkisskatt- stjóra, fer yfir álagningu einstak- linga árið 2016 í nýútkominni Tíund, blaði embættisins. Fram kemur í grein Páls að árið 2015 fengu 25.468 manns rúma 2,5 milljarða í styrki vegna náms, rannsókna og vísindastarfa. Hér er um að ræða ýmiskonar endur- menntunar- og starfsmenntunar- styrki sem voru nú 150 milljónum hærri en árið 2014. Á móti styrkj- unum var dreginn frá kostnaður upp á tæpa 1,6 milljarða þannig að 955 milljónir voru skattlagðar, sem var um 47 milljónum meira en fyrir ári. Styrkjum fjölgar ört Þessir styrkir hafa aukist nokk- uð á undanförnum árum. Árið 2010 fengu 16.414 manns rúma 1,6 millj- arða í styrki til náms, rannsókna- og vísindastarfa en þá höfðu slíkir styrkir minnkað nokkuð í kjölfar hrunsins. Síðan þá hafa styrkirnir aukist um 57,7%. Styrkir að teknu tilliti til frádráttar sem má færa á móti þeim hafa hækkað um 64,7% frá árinu 2010. Ökutækjastyrkur er greiðsla frá vinnuveitanda til starfsmanna sem nota sína eigin bifreið í þágu vinnu- veitandans. Hér er ýmist um að ræða fasta greiðslu eða greiðslu fyrir hvern ekinn kílómetra sam- kvæmt akstursbók eða aksturs- skýrslu. Starfsmenn mega draga kostnað frá ökutækjastyrk ef bif- reið launþega hefur sannanlega verið notuð í þágu vinnuveitanda. Ferðir til og frá vinnu teljast hins vegar ekki til slíkra nota. Ef kostn- aðurinn er lægri en styrkurinn er mismunurinn skattlagður. Lægri greiðslur Vinnuveitendur greiddu 10,6 milljarða í ökutækjastyrk árið 2015 sem var 97 milljónum minna en ár- ið áður. Frá ökutækjastyrk voru dregnir rúmir 7,4 milljarðar, sem var 113 milljónum meira en árið áð- ur. Skattskyldur ökutækjastyrkur minnkaði því um 209 milljónir. Alls töldu 38.558 einstaklingar fram ökutækjastyrk, sem var 743 fleiri en í fyrra en 33.532 drógu frá kostnað á móti styrknum sem var 1.185 fleiri en á framtali í fyrra. Vinnuveitendur geta ýmist greitt kostnað af ferðum starfsmanna gegn framvísun reiknings eða greitt þeim dagpeninga til að standa straum af ferðakostnaði á vegum vinnuveitanda. Dagpening- ar hafa aukist nokkuð á undanförn- um árum allt frá árinu 2009 en árið 2014 minnkuðu þeir lítillega. Þeir jukust aftur árið 2015 en þá greiddu vinnuveitendur launa- mönnum 12,1 milljarð í dagpeninga sem var einum milljarði meira en árið áður. Dagpeningar jukust um 8,7% á milli ára og nú, samkvæmt framtölum 2016, fengu 26.346 framteljendur greidda dagpeninga, þ.e. 788 fleiri en fyrir ári. Kostnaður færður á móti Á móti dagpeningum má færa ferða- og dvalarkostnað sem laun- þegi hefur sannanlega greitt vegna ferða á vegum launagreiðanda. Frádráttur er færður á móti bróð- urparti greiddra dagpeninga og því er aðeins hluti dagpeninganna skattlagður sem hverjar aðrar launatekjur, segir Páll. Á framtali 2016 færðu 26.227 framteljendur samtals rúma 11,8 milljarða í frá- drátt á móti dagpeningum og því voru 303 milljónir skattlagðar sem laun sem var svipað og fyrir ári. Margs konar styrkir og bætur eru undanþegnar skatti, s.s. barna- bætur, ýmsar greiðslur almanna- trygginga, greiðslur úr sjúkrasjóð- um, happdrættisvinningar og heilsustyrkir, svo eitthvað sé nefnt. 2,5 milljarðar í námsstyrki  38.558 einstaklingar fengu greidda 10,6 milljarða í ökutækjastyrk í fyrra  12,1 milljarður greiddur í dagpeninga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílar Tugþúsundir launþega fá styrki til að reka ökutæki sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.