Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 15

Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 AREX | Nýbýlavegi 8 (Portið) | Sími 860 55 65 | kamadogrill.is Kamado grill eru einstök þegar þú vilt ná fram því besta í matargerðinni. Möguleikarnir eru endalausir hvort sem þú ætlar að reykja, baka, grilla eða steikja. Kamado grill SÍÐSUMARSTILBOÐ á stóru KAMADO grilli Aukahlutir með tilboði: Yfirbreiðsla, pizzasteinn, lyfta fyrir pizzastein, auka eldunargrind, kjúklingastandur og skari. Fullt verð 210.790.- Verð nú 125.930.- með aukahlutum Aðeins 10 stk. Kamado heilsársgrill á þessu einstaka verði. 84.860.- afsláttur eða 40% Hægt að panta á kamadogrill.is Birkir Fanndal Mývatnssveit Nýbyggð heilsugæslustöð í Reykja- hlíð í Mývatnssveit var tekin í notk- un á miðvikudag. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð- isráðherra, klippti á borða ásamt Dagbjörtu Bjarnadóttur hjúkr- unarfræðingi til merkis um að stöð- in hefði verið opnuð. Fjölmargir heimamenn og gestir voru við athöfnina sem fram fór fyrir utan stöðina í blíðviðri. Að lokum var fólki boðið að skoða stöð- ina og þiggja veitingar. Fyrsta skóflustunga að heilsu- gæslustöðinni var tekin 27. júlí í fyrra. Má því segja að rösklega hafi verið að verki staðið þá loks að langþráður draumur fólksins í Mý- vatnssveit komst í framkvæmd. Húsið er timburhús, um 240 fer- metrar að stærð, með um 30 fer- metra opnu bílskýli. Arkitekt er Björn Kristleifsson. Ný heilsugæslustöð opnuð í Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal Formleg opnun Dagbjört Bjarnadóttir ávarpar viðstadda þegar heilsugæslustöðin var opnuð formlega. Saltfiskhátíðin í Ilhavo í Portúgal er sú stærsta sem haldin er árlega þar í landi. Búist er við rúmlega 200.000 gestum á hátíðina í ár sem stendur í fimm daga, 17.-21. ágúst nk. Ísland tekur þátt í hátíðinni í ár og skipu- leggur Íslandsstofa þátttökuna. Hjá Íslandsstofu hefur verið í gangi markaðsverkefni frá árinu 2013 sem gengur út á að kynna salt- aðar þorskafurðir á Spáni, Portúgal og Ítalíu en 23 fyrirtæki eru þátttak- endur í því verkefni. Markmið þess verkefnis er að treysta stöðu salt- aðra þorskafurða í Suður-Evrópu. Fram kemur í frétt á heimasíðu Íslandsstofu að Íslandi er boðin þátt- taka í hátíðinni á grundvelli vina- bæjartengsla Ilhavo og Grindavíkur. Kynningin snýst þó ekki eingöngu um saltfisk, heldur á einnig að kynna Ísland almennt, s.s. sem áfangastað ferðamanna og íslenska menningu. Ísland á saltfiskhátíð í Ilhavo í Portúgal Morgunblaðið/Ómar Saltfiskur Á markaði í Coimbra í Portúgal Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. sept- ember. Sérfræðingar með fjöl- breyttan bakgrunn ræða þar beit- armál á Norðurlöndunum og víðar. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Nor- rænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Norræni gena- bankinn, NordGen, stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Landgræðslu ríkisins. Fjallað er um málið á heimasíðu Landgræðslunnar og þar segir m.a.: „Æ meiri kröfur eru gerðar um sjálfbærni, þar með um sjálf- bæra nýtingu beitilands. Þess vegna dugir ekki lengur að hugsa eingöngu um afköst og hversu mik- ið sé hægt að framleiða hér og nú. Stjórn og stefnumótun í landbún- aðarmálum þarf að mótast af fleiru en því hversu mikið hægt er að framleiða. Þar er nefnd aðlögun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, beit og landeyðingu, verndun beit- arlandslags, beit og fæðuöryggi auk lagaumhverfis og stuðnings- kerfa beitarbúskapar.“ Sérfræðingar ræða ýmsar hliðar búfjárbeitar Morgunblaðið/Eggert Sumar Á beit í friðsælli náttúru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.