Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
12. ágúst 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.59 119.15 118.87
Sterlingspund 153.87 154.61 154.24
Kanadadalur 90.94 91.48 91.21
Dönsk króna 17.764 17.868 17.816
Norsk króna 14.321 14.405 14.363
Sænsk króna 14.003 14.085 14.044
Svissn. franki 121.57 122.25 121.91
Japanskt jen 1.1692 1.176 1.1726
SDR 165.32 166.3 165.81
Evra 132.13 132.87 132.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3108
Hrávöruverð
Gull 1344.55 ($/únsa)
Ál 1646.0 ($/tonn) LME
Hráolía 44.92 ($/fatið) Brent
Flutningsgetan ekki vandamál
„Það sést af nýtingu strengja
Farice að gagnaflutningsgetan er
fjarri því að vera vandamál og að er
ekki ástæða til að fjölga sæstrengj-
um vegna gagnamagns,“ segir Óm-
ar Benediktsson. Hann segir að ef
standi til að fá risa í notkun gagna-
vera á borð við Google, Apple,
Facebook, Microsoft eða Amazon,
sé ólíklegt að þau myndu setja upp
gagnaversstarfsemi hér nema að til
staðar væru fleiri strengir.
„Hins vegar myndu þeir reisa svo
stór gagnaver að það væri ekki næg
orka til í landinu til að starfrækja
þau.“ Hann segir að þá þurfi að gera
hvort tveggja, reisa virkjanir og
leggja sæstreng.
Fleiri tengingar selja betur
„Ef litið er fram hjá þessum stóru
fyrirtækjum þá á það að sjálfsögðu
við að því fleiri tengingar því betra.
Það er auðveldara að selja staðsetn-
ingu undir gagnaver með sex teng-
ingum en þremur,“ segir Ómar. „En
ekki má gleyma að það kostar mikið
að leggja svona streng og það kann
að laða fleiri að, en við höfum bara
ekkert fast í hendi með það.“
Verðlagning hamlandi þáttur
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
bendir á að þriðji hamlandi þáttur-
inn í vexti gagnavera sé verðlagn-
ingin á gagnaflutingum. Hann segir
að innan Samtaka iðnaðarins þekki
menn dæmi um að mánaðarverð á
10 gígabita gagnaflutningi frá
Reykjavík til London sé fjórum til
fimm sinnum hærra en á sams kon-
ar gagnaflutningi frá Osló til Frank-
furt. Ef dæmi sé tekið af 100 gíga-
bita flutningi þá geti munað ríflega
40.000 evrum á gagnaflutningi frá
Íslandi en sambærilegur gagna-
flutningur frá einhverju hinna land-
anna á Norðurlöndum.
Ómar Benediktsson segir að sam-
anburður á verði sé snúinn og verði
að vera sanngjarn. „Ef við skoðum
gagnafluting með streng frá Norð-
ur-Noregi til Amsterdam er verðið
áþekkt og frá Íslandi til Amster-
dam. Samanburðurinn þarf að vera
sanngjarn. En ef miðað er við verð-
lagningu milli helstu tengistöðva í
Evrópu er verð á gagnaflutningi til
Íslands mun hærra.“
Nýr strengur nauðsynlegur
Almar Guðmundsson segir að
Samtök iðnaðarins telji að grunn-
skilyrðum vaxtar gagnaversiðnaðar
á Íslandi verði ekki mætt nema með
tilkomu gagnasæstrengs sem rek-
inn væri af nýjum aðila á markaði.
„Þannig væri losað um einokunar-
stöðu á markaðnum og tryggt að
verð færðist nær því sem eðlilegt
teldist í nágrannalöndum.“
Innan við 5% nýting
íslenskra sæstrengja
AFP
Gagnaflutningar SI telja að skilyrðum vaxtar gagnaversiðnaðar hér verði
ekki mætt nema með tilkomu sæstrengs sem rekinn væri af nýjum aðila.
Segir verð á gagnaflutningum sambærilegt miðað við legu
Farice
» Á og rekur FARICE-1 sæ-
strenginn milli Seyðisfjarðar
og Skotlands með grein sem
liggur til Færeyja.
» Á og rekur DANICE-
sæstrenginn sem liggur frá
Landeyjum á Suðurlandi til
Danmerkur.
» Hjá fyrirtækinu starfa 7
manns.
» Er í eigu íslenska ríkisins,
Arion banka og Landsvirkjunar
og eru eignahlutföll milli aðila
nokkuð jöfn.
Ómar
Benediktsson
Almar
Guðmundsson
BAKSVIÐ
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
„Nýting þeirra tveggja strengja
sem Farice er með í rekstri er innan
við 5%“, segir Ómar Benediktsson,
framkvæmdastjóri Farice.
Í frétt í ViðskiptaMogganum í
gær kom fram að það væri mat
Samtaka iðnaðarins að Ísland væri
ekki samkeppnishæft þegar kæmi
að því að nýta mikil vaxtartækifæri
sem uppi væru í gagnaversiðnaði.
Starfræktir eru þrír sæstrengir
tengdir Íslandi. Þeir eru Danice,
Farice-1 og Greenland Connect.
Fram kom í fréttinni að ráðgjafar-
fyrirtækið BroadGroup hefði birt
skýrslu á síðasta ári þar sem gagna-
versiðnaður á Norðurlöndum var til
umfjöllunar.
Í skýrslunni er bent á slaka stöðu
Íslands og að landið sé sér á báti
með fjölda sæstrengstenginga.
Jafnframt kom fram að auk fjölda
tenginga væru tveir aðrir þættir
sem teldust hamlandi fyrir vöxt
gagnaversiðnaðar hér á landi. Þeir
þættir eru gagnaflutningsgeta teng-
inganna sem til staðar eru og verð á
gagnaflutningi eftir strengjunum.
Landsbankinn hagnaðist um 8 millj-
arða króna á öðrum ársfjórðungi sem
er 2 milljörðum meiri hagnaður en á
öðrum fjórðungi í fyrra. Samtals
nemur því hagnaður bankans á fyrri
helmingi ársins 11,3 milljöðrum
króna, en til samanburðar var hagn-
aðurinn 12,4 milljarðar á fyrstu sex
mánuðunum í fyrra.
Á öðrum ársfjórðungi var virðis-
breyting útlána jákvæð um 2 millj-
arða króna en hún nam 0,2 milljörð-
um á sama fjórðungi í fyrra. Hreinar
vaxtatekjur jukust um 1,2 milljarða
og þjónustutekjur hækkuðu einnig
lítillega á milli ára, en aðrar rekstrar-
tekjur lækkuðu. Arðsemi eigin fjár á
öðrum ársfjórðungi var 12,4%.
Þjónustutekjur jukust um 15%
Á fyrri helmingi ársins námu hrein-
ar vaxtatekjur alls 17,6 milljörðum
króna og hækkuðu um 9% frá sama
tíma í fyrra. Hreinar þjónustutekjur
námu 3,9 milljörðum og hækkuðu um
14,7% frá sama tíma í fyrra, sem að
sögn bankans skýrist af auknum við-
skiptum og auknum tekjum af eign-
astýringu.
Aðrar rekstartekjur minnka nokk-
uð frá fyrra ári og námu 4,4 milljörð-
um á fyrri árshluta, samanborið við
7,3 milljarða á sama tímabili í fyrra,
sem að sögn bankans skýrist af minni
hagnaði af hlutabréfum.
Arðsemi eigin fjár var 8,6% á fyrri
árshelmingi en var 10,4% á sama
tímabili í fyrra.
Rekstrarkostnaður jókst um 1,6%
milli ára. Að því er fram kemur í af-
komutilkynningu hækkaði launa-
kostnaður í takt við kjarasamninga á
meðan annar rekstrarkostnaður
lækkaði um 4,5%.
Heildareignir Landsbankans í lok
júní námu 1.110 milljörðum króna og
hafa dregist saman um tæpa 9 millj-
arða frá áramótum. Eiginfjárhlutfall
var 28,9% í lok júní sem er vel um-
fram 21,8% eiginfjárviðmið FME.
,,Rekstrarárangur fyrstu sex mán-
uði ársins og aukin markaðshlutdeild
bankans sýna að Landsbankinn er á
réttri leið við innleiðingu á stefnu þótt
enn sé verk að vinna,“ er haft eftir
Steinþóri Pálssyni bankastjóra í af-
komutilkynningu.
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankastjóri Steinþór segir
Landsbankann á réttri leið.
Landsbankinn með
11,3 milljarða hagnað
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
AFSLÁTTUR ÁTÓNLEIKA
SECRET SWING SOCIETY
Í HÖRPU 14. ÁGÚST KL. 15.00
Hljómsveitin, sem leikur og syngur gamaldags
sveiflutónlist, var stofnuð í Amsterdam og
hefur hún spilað mikið í tónleikasölum, úti
á götum, mörkuðum og síkjum borgarinnar.
Hljómsveitina skipa þeir Andri Ólafsson
kontrabassi og söngur, Grímur Helgason klarinett
og söngur, Guillaume Heurtebize gítar, banjó og
söngur, DominykasVysniauskas trompet og söngur,
KristjánTryggvi Martinsson pianó, harmónikka og
söngur. Sérstakur gestasöngvari á þessum
tónleikum verður Kristjana Stefánsdóttir.
Hægt er að kaupa miða með því að fara inná:
http://bit.ly/moggaklubburSS
og í síma 528 5050 eða framvísa
Moggaklúbbskorti í miðasölu Hörpu.
Fullt verð frá 3.200 kr.
MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.400 kr.
Secret Swing Society
Kristjana Stefáns
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
MOGGAKLÚBBUR
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á