Morgunblaðið - 12.08.2016, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðskipta-þvinganirgagnvart
Rússlandi voru ekki
vel hugsaðar á sín-
um tíma. Þýðing-
armest er, þegar
slíkar ákvarðanir eru teknar, að
binda þær við raunhæf mark-
mið. Engum dettur í hug að
raunhæft sé að ætla að Rússland
„skili Krím“ á næstunni.
Raunsæismenn telja að í því
sambandi sé hollt að horfa á
næstu 2-300 árin. Það er æði
langur tími, a.m.k. fyrir við-
skiptaþvinganir.
Að auki voru ráðamenn í Evr-
ópu og Bandaríkjunum með sér-
þarfir í viðskiptaþvingunum og
leituðust við að klæðskerasauma
þær þannig, að áhrifamestu
þjóðirnar slyppu sæmilega frá
þeim. Ekkert samráð var haft
við Ísland um þessar þvinganir,
og þátttakan ekki rædd hér á
landi fyrr en þær voru orðinn
hlutur. Ekki var einu sinni rætt
við yfirvöld hér, þegar skilaboð
gengu á milli skrifstofumanna
um að ætlast væri til að Ísland
tæki þátt í viðskiptaþvingunum.
Allt var þetta óhönduglegt.
Frændur okkar í Færeyjum
hafa haft frítt spil, sem er
reyndar ágætt og sanngjarnt.
Hins vegar er jafn óeðlilegt að
þess hafi ekki verið gætt frá
byrjun að skerfur Íslands yrði
ekki eins ósanngjarn og reynd-
ist.
Bretar eru enn bundnir í
ESB. En augljóst er orðið, að
eftir því sem framkvæmd út-
göngu verður ofar á þeirra blaði,
taka þeir að hugsa á sjálfstæðari
brautum í utanríkismálum.
Sagt hefur verið frá því að
Theresa May, forsætisráðherra,
hafi beðið um samtal við Pútín
forseta og fast sett þar fund með
honum. Boris Johnson, utanrík-
isráðherra Breta, hefur einnig
rætt við Sergei Lavrov, starfs-
bróður sinn í
Moskvu. Eftir þessi
samtöl hefur John-
son sagt op-
inberlega að óhjá-
kvæmilegt sé að
auka þíðu í sam-
skiptum við Rússa.
Þetta er að gerast um leið og
Tyrkland, næst mesta herveldi
NATO, ef kjarnorkuvopn eru
talin frá, hefur óvænt hallað sér
að Pútín forseta. Ástandið í
Tyrklandi er þrungið spennu
eftir að hluti tyrkjahers reyndi
að ræna völdum. Erdogan for-
seti hefur fjöldann með sér,
hvað sem verður, og gengur
mjög hart fram í kjölfar þess að
valdaránið var brotið á bak aft-
ur. Sjálfsagt er að lýðræðislegt
ríki taki mjög fast á þegar vegið
er að tilveru þess. Það er nánast
kraftaverk þegar að óvopnaður
almenningur nær að stöðva
valdarán hers. Valdaráns-
mönnum verður að refsa harka-
lega. En um leið og sigri tyrk-
nesku þjóðarinnar yfir
landráðamönnum er fagnað er
vonast til að forsetinn og fylg-
ismenn hans kunni sér hóf og
stilli sig um að seilast lengra en
má, svo þeir valdi ekki sjálfir
lýðræðinu skaða til lengri tíma.
Enn sjást ekki merki þess að
hófs verði gætt. Þvert á móti.
Viðbrögð vestrænna leiðtoga
við valdaránstilrauninni voru
svo sérkennileg og klaufaleg að
á þá er lítt hlustað í Tyrklandi
um þessar mundir. Enn er ekki
vitað hvort forsetarnir tveir hafi
rætt viðskiptaþvinganirnar á
fundum sínum í Moskvu. En
ekki er það ólíklegt. Heimildir
þvingana þarf að endurnýja
reglulega. Ástæðulaust er að
ætla að Erdogan forseti verði
léttur í taumi þeirra í Brussel og
Berlín, enda er mikilvægt fyrir
hann að koma viðskipta-
samböndum við Rússland í rétt
far á ný.
Enginn er lagnari að
grípa færi sem gefst
en Pútín forseti
Rússlands}
Er afstaða til Rússa
að batna?
Þá er meirihlutiAlþingis búinn
að láta undan
ósanngjarnri og
óeðlilegri kröfu
minnihlutans um
kosningar í haust. Að auki hef-
ur hann orðið við fráleitri kröfu
minnihlutans um að dagsetning
verði nefnd við upphaf þings.
Stjórnarmeirihlutinn er með
öðrum orðum búinn að afsala
sér stjórn þingsins og gefa eftir
stjórnarskrárákvæði um kosn-
ingar.
Að vísu er enn sá fyrirvari á,
að þingið fari ekki í algert upp-
nám og verði óstarfhæft. Katr-
ín Jakobsdóttir mótmælti fyr-
irvaranum
samstundis og kall-
aði hann hótun,
sem er athyglisvert
í ljósi þess að
stjórnarandstaðan
hefur hótað því að lama þingið
verði ekki látið undan kröfum
hennar.
Hvort skyldi það nú verða
stjórn eða stjórnarandstaða
sem hefur betur í því tafli sem
framundan er á Alþingi? Rík-
isstjórn sem stillir sjálfri sér
upp við vegg eftir að hafa málað
sig út í horn er ekki líkleg til að
standast þrýstinginn sem
stjórnarandstaðan bíður ólm
eftir að fá að setja á hana.
Stjórnin hefur fært
stjórnarandstöðunni
flest vopn í hendur}
Hvor ætli hafi betur nú? F
ríverzlunarviðræður Evrópusam-
bandsins og Bandaríkjanna, sem
staðið hafa yfir frá árinu 2013,
eru nánast í frosti. Eftir þrjú ár,
fjórtán fundalotur og hundruð
funda ber enn vægast sagt mjög mikið á milli í
viðræðunum. Fátt virðist benda til þess að þær
eigi eftir að skila sér í fríverzlunarsamningi og
jafnvel þó að það takist að lokum mun það
vafalítið taka mörg ár enn ef ekki áratugi.
Tímaramminn vegna viðræðnanna hefur
ítrekað verið framlengdur. Síðast var rætt um
að viðræðunum yrði lokið fyrir næstu áramót.
Síðustu fréttir herma að engar líkur séu á að
það gangi eftir. Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, hafði vonast eftir því að viðræðunum
yrði lokið áður en hann lætur formlega af emb-
ætti í byrjun næsta árs. Sem er ekki að fara að
gerast.
Hvort arftaki hans mun halda viðræðunum áfram er
alls óvíst. Forsetaframbjóðandi repúblikana, Donald
Trump, hefur talað gegn fríverzlunarsamningum og alls
ekki er víst að Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata,
leggi áherzlu á að ljúka viðræðunum við Evrópusam-
bandið þó að hún sé langtum líklegri til þess að halda þeim
áfram en Trump miðað við málflutning þeirra til þessa.
Verði hins vegar áframhaldandi áhugi á því hjá banda-
rískum stjórnvöldum að semja um fríverzlun er jafnvel
talið líklegt að Bretar landi fríverzlunarsamningi við
Bandaríkin á undan Evrópusambandinu eftir að þeir segja
skilið við sambandið. Þegar eru hafnar óform-
legar viðræður á milli bandarískra og brezkra
embættismanna um mögulegan viðskipta-
samning eftir að Bretland er komið úr Evr-
ópusambandinu sem gert er ráð fyrir að gæti
orðið árið 2019. Viðræðurnar gætu orðið tals-
vert auðveldari. Ekki þyrfti til að mynda að ná
samkomulagi á milli 28 ríkisstjórna eins og í
tilfelli sambandsins.
Háttsettir bandarískir embættismenn hafa
látið hafa eftir sér að ákvörðun brezkra kjós-
enda að yfirgefa Evrópusambandið kalli á
ákveðna endurskoðun á forsendum fríverzl-
unarviðræðnanna á milli sambandsins og
Bandaríkjanna. Vera Bretlands í Evrópusam-
bandinu hafi enda verið stór ástæða fyrir því
að bandarísk stjórnvöld hafi talið rétt að hefja
viðræðurnar.
Hins vegar hafa fréttir einnig borizt af því að bandarísk-
ir embættismenn sjái fríverzlunarviðræður við Bretland
sem leið til þess að setja aukinn þrýsting á Evrópusam-
bandið að ljúka við viðræður sambandsins við Bandaríkin.
Slíkt myndi án efa setja ákveðinn þrýsting á Evrópusam-
bandið. Hins vegar yrði klárlega enn áhrifameira ef
Bandaríkjamenn hæfu strax fríverzlunarviðræður við
EFTA í stað þess að bíða þar til samið hefur verið við Evr-
ópusambandið eins og þeir hafa talað um. Ekki þyrfti að
bíða til 2019 eða lengur til að hefja slíkar viðræður form-
lega. Sé pólitískur vilji fyrir hendi gætu þær hafizt síðar á
þessu ári. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Fríverzlun við Bandaríkin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Makríll sem gengur inn ífiskveiðilögsögu Íslandser hluti af evrópskamakrílstofninum. Því er
enginn sérstakur íslenskur stofn til.
Þetta eru niðurstöður rannsókna ís-
lenskra og norskra fiskifræðinga.
Það smit frá norðurameríska makríl-
stofninum sem komið hefur fram við
erfðarannsóknir er ekki meira í
makríl sem veiðist við Ísland en í
markríl sem veiðist annars staðar í
Evrópu.
Kenningar voru uppi um það hér
á landi fyrir nokkrum árum að
makríll sem veiðist á Íslandsmiðum
væri líkari norðuramerískum makríl
en evrópskum í útliti og voru settar
fram kenningar að hér væri sér-
stakur stofn. Vakti þetta mikla at-
hygli enda myndi það hafa pólitíska
þýðingu í viðræðum í makríldeilu Ís-
lendinga og Evrópuþjóða ef stofn-
arnir væru skiptir. Eftir að makríll
fór að veiðast við Ísland í miklum
mæli var hafin rannsókn á vegum
Matís, Hafrannsóknastofnunar, Há-
skóla Íslands og erlendra hafrann-
sóknastofnana á uppruna makrílsins.
Vísbendingar um blöndun
Fram kom í frétt Morgunblaðs-
ins í mars 2014 að fyrstu niðurstöður
þættu gefa vísbendingar um að
makrílgöngur í fiskveiðilögsögu Ís-
lands væru að hluta til af norður-
amerískum uppruna. Var það haft
eftir Sveini Margeirssyni, forstjóra
Matís.
Sveinn tekur fram, þegar rætt
er við hann nú, að ekki sé hægt að
segja að fundist hafi óyggjandi vís-
bendingar um þetta, með ströngustu
vísindalegu og tölfræðilegu aðferð-
um. Sjálfur telur hann að margt
bendi til verulegrar blöndunar á milli
makríls við Norður-Ameríku og Ís-
land en ekki hægt að segja til um
hversu mikil sú blöndun er.
Aðeins einn stofn
Norska sjávarútvegsblaðið Fisk-
eribladetFiskaren segir frá því í frétt
fyrr í vikunni að nú sé sannað að ekki
sé til sjálfstæður íslenskur makríl-
stofn og að makríll frá austurströnd
Norður-Ameríku blandaðist heldur
ekki íslenskum makríl. Haft er eftir
fiskifræðingunum Leif Nöttestad og
Guðmundi J. Óskarssyni, sem eru
sérfræðingar hafrannsóknastofnana
Noregs og Íslands í makríl, að aðeins
sé hægt að ræða um einn makrílstofn
í Norðaustur-Atlantshafi.
Hluti af evrópska stofninum
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri nytjastofnasviðs Hafrann-
sóknastofnunar, tekur undir sjón-
armið fiskifræðinganna sem
FiskeribladetFiskaren vitnaði til. Öll
gögn sem hann hafi séð bendi til þess
að makríllinn við Ísland sé hluti af
Evrópustofninum. Nefnir hann
göngumynstur og merkingar á
makríl. Makríll frá Bretlandi veiðist
hér og öfugt.
Alþjóðahafrannsóknaráðið og
Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðiráðið líta á makrílinn sem einn
stofn. Honum er raunar skipt í þrjá
hluta og er vesturstofninn lang-
stærstur en fiskveiðiráðgjöf miðast
við einn stofn.
Þorsteinn segir að í
erfðafræðirannsókninni
hafi komið í ljós að ákveðin
einkenni norðuramer-
íkumakríls væri að finna í
makríl hér. Þetta sé veikt
smit og það sé ekki
meira við Ísland en í
öðrum hlutum stofns-
ins. Ekki þurfi nema
einn og einn fiskur að
flandra á milli til að
framkalla þessi áhrif í
erfðunum.
Hafna kenningum um
sérstakan makrílstofn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Evrópskur eða amerískur? Hver sem skyldleikinn er hafa makrílveiðar
verið búbót fyrir þjóðarbúið. Skipverjar á Vigra RE leggja sitt af mörkum.
Makríll hefur gengið í sívaxandi
mæli á Íslandshaf, vestur í
Grænlandshaf og í norðanvert
Noregshaf á sumrin og fram á
haust. Er það talið tengjast
stækkun stofnsins, hlýnun sjáv-
ar og fæðuframboði á hefð-
bundnum ætisslóðum.
Makríll fór að veiðast sem
meðafli í síldveiðum fyrir Aust-
urlandi á árinu 2006. Beinar
makrílveiðar hófust árið eftir og
síðan hefur aflinn aukist með
aukinni útbreiðslu makríls við
landið.
Bráðabirgðaniðurstöður ný-
legs makrílleiðangurs Haf-
rannsóknastofnunar sýna ívið
meira magn og vest-
lægari útbreiðslu
makríls við Ísland en
í fyrra og er það
hæsta gildi síðan
athuganir hófust
árið 2009.
Auknar göng-
ur til Íslands
ÚTBREIÐSLA MAKRÍLS