Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 19

Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Steypuvinna Sumarið er víða tími viðhalds og endurbóta og á það ekki síst við um götur og gangstíga og þegar ekkert er kústskaftið verða menn að bjarga sér. Golli Það eru ávallt mikil tíðindi þegar seðla- bankastjórar tala. Helstu tíðindi seðla- bankastjóra nútímans eru vaxtatilkynningar, ákvarðanir á stýrivöxt- um sem ákvarða vexti í öðrum viðskiptum í því samfélagi sem bank- arnir eiga að þjóna. Seðlabankar eru í raun ekki gamlar stofnanir. Þannig er elsti seðlabanki, eða þjóðbanki, ver- aldar talinn vera Sveriges Rigs- bank, stofnaður 1668 og lítið eitt eldri en Bank of England, sem var stofnaður 1694. Sennilega hefur Englandsbanki verið áhrifameiri í veraldarsögunni en Sænski rík- isbankinn, því Englandsbanki varð einn af helstu bönkum í veröldinni þegar London varð miðstöð heims- viðskipta í kjölfar Napóleons- styrjalda, sérstaklega ósigurs herja Napóleons í Waterloo 1815. Frægð- arsól Sænska ríkisbankans er þó mest nú um stundir vegna verð- launa, sem bankinn veitir á Nób- elshátíðum vegna framlags í hag- fræðivísindum. Það er fyrst árið 1853 að orðið seðlabanki kemur fyrir í íslensku máli. Það er í ræðu Páls Melsted konungsfulltrúa á Alþingi. Umræðu- efnið er „Mál um peningaskort“. Ákvarðanir og áhrif Það er orðin áleitin spurning hvort ákvarðanir seðla- bankastjóra um stýri- vexti hafa nokkuð að segja í litlum og opnum hagkerfum. Stýrivextir hafa fyrst og fremst áhrif á skamm- tímavexti. Þannig starfa Sænski rík- isbankinn og Danski þjóðbankinn á Evr- ópsku efnahagssvæði þar sem evra er áhrifa- mesti gjaldmiðillinn. Starfsvæði þessara banka er þó ólíkt stærra en starf- svæði Seðlabanka Íslands. Þessir bankar eiga það þó sameiginlegt að þeir starfa í opnum hagkerfum þar sem frjálst flæði fjármagns er ein af meginstoðum efnahagslífs. Þetta á ekki aðeins við um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, heldur einnig lánahreyfingar, skammtímahreyf- ingar og spákaupmennsku. Með spákaupmennsku er átt við fjármagnshreyfingar þar sem eini tilgangurinn er að ná hagnaði af vaxtamun og gengisbreytingum á skömmum tíma. Með því er til dæm- is átt við vaxtamunaviðskipti þar sem tilgangurinn er að hafa hagnað af vaxtamun milli tveggja mynta, til dæmis stýrivaxta á Íslandi, sem eru um 6% og á evrusvæði þar sem stýrivextir eru sem næst 0%. Þessi vaxtamunur er ekki áhættulaus, því gengisbreyting getur þurrkað ábata út. Auðvitað eru peningar nauðsyn- legur hlutur í þróuðu samfélagi. Peningar eru til viðskipta, til geymslu, og til lánaviðskipta. Þegar peningar eru til geymslu og lána- viðskipta er forsendan sú að jafn- virðis sé gætt í tíma og hóflegt gjald sé greitt fyrir leiguna yfir ákveðið tímabil. Fjölmyntaland Ísland er fjölmyntaland. Á Íslandi er opið hagkerfi með miklum utan- ríkisviðskiptum. Á síðasta ári voru vöru- og þjónustuviðskipti sem næst 50% af landsframleiðslu. Á árinu 2014 voru 273 fyrirtæki, þ.e. 1% af fjölda fyrirtækja, með 25% af sam- anlagðri veltu, með uppgjör í er- lendri mynt. Að auki voru vel flest fyrirtæki með lán í erlendri mynt og á erlendum vaxtakjörum. Þessi fyr- irtæki koma sér undan stýrivaxta- ákvörðunum seðlabankastjóra á Ís- landi eða peningastefnunefndar bankans. Þegar forystumenn sveit- arfélaga eru spurðir um lántökur sveitarfélaga, vegna spurningar um bann við erlendum lántökum sveit- arfélaga, þá kemur í ljós að lán sem tekin eru á öllum árum nema einu frá árinu 2005, eru hagstæðari í er- lendum myntum, samkvæmt mynt- vog, heldur en lántökur í íslenskum krónum. Þá er átt við þau kjör sem eru á langtímalánum. Munurinn verður enn meiri þegar litið er á lán á hlaupareikningsvöxtum, en þeir vextir eru líklega hærri á Íslandi en í nokkru öðru þróuðu hagkerfi. Tvö hagkerfi Því má segja að á Íslandi séu tvö hagkerfi inni í fjölmyntahagkerfi. Annars vegar krónuhagkerfi sem al- menningur og smáfyrirtæki búa við og greiða háa vexti og hins vegar stærri fyrirtæki sem eiga þess kost að nota erlendar myntir með erlend- um vöxtum. Það kann að vera að fyrirtæki greiði hluta af vaxtamun til baka með gengistapi en njóta engu að síður ávinnings. Grein- arhöfundur veit að mikill fjöldi þing- manna virðir meira áhrifamátt pen- ingastefnu með háum vöxtum en frelsi í lánaviðskiptum. Hvað sem því líður má þó segja að opinber fyr- irtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur beiti snið- göngu við peningastefnu Seðlabank- ans með því að fjármagna sínar fjár- festingar með erlendum lánum. Sama er um samgöngufyrirtæki. Þau fjármagna sig nær eingöngu með erlendum lánum. Og þjóðin nýtur góðs af þessari sniðgöngu í verði á farseðlum. Hvað er til ráða? Von er að spurt sé: Hvað er til ráða? Snilldarhagfræðingar hafa talað um að svokölluð „verðtrygg- ing“ sé orsök alls böls. Með „verð- tryggingu“ er átt við að breytileiki vaxta sé ákvarðaður með hlutlægri mælingu. „Óverðtryggð lán“ eru undirstaða hamingju, en með „óverðtryggðum lánum“ er átt við lán þar sem breytileikinn er ákvarð- aður með útreiknuðum væntingum peningastefnunefndar Seðlabank- ans. Auðvitað er lausnarorðið stöð- ugleiki. Nærtækt er að spyrja hví erlendir aðilar vilja ekki kaupa ís- lenska banka. Svarið er tvíþætt. Er- lendir aðilar hafa ekki áhuga á við- skiptum með íslenska krónu. Og erlendir aðilar hafa nú þegar þau bankaviðskipti hér í landi, sem þeir hafa áhuga á. Þau viðskipti eru utan áhrifasvæðis Seðlabanka Íslands og utan skattlands fjármálaráðherra. Hin áleitna spurning verður þó ávallt: Getur sjálfstæð peninga- stefna með örmynt þrifist í opnu, ör- smáu hagkerfi? Þá er átt við önnur markmið en þau sem felast í stöð- ugleika og öryggi. Þau markmið eru meðal annars mynt í höftum og mjög þröng útlánastýring. Höft og útlánastýring eru annars tæki en ekki markmið. Jón og Arnas En ef til vill er það svo með svo- kallaða bjargvætti og heimaspá- menn í fjármálum, að þeim sé líkt ákomið og Jóni Marteinssyni sem fær mann sýknaðan, en drekkti hon- um í síkjum sama kvöldið. Þeir, sem heimaspámenn bjarga, verða glat- aðir fyrr en varðir. Minnumst orða Arnas Arnæus: „Það voru ekki mjölbætur sem ég æskti þessu mínu fólki og ekki hall- æriskorn, heldur betri verslun.“ Eftir Vilhjálm Bjarnason » „Það voru ekki mjöl- bætur sem ég æskti þessu mínu fólki og ekki hallæriskorn, heldur betri verslun.“ Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Sjálfstæð peningastefna í opnu hagkerfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.