Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 ✝ Kristján Frið-bergsson fædd- ist í Reykjavík 5. júní 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Friðberg Kristjánsson frá Hellisandi, f. 1. febrúar 1905, d. 10. september 1989, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Ísa- firði, f. 23. nóvember 1906, d. 15. ágúst 1984. Systkin Kristjáns eru: Geir, f. 2.1. 1932, d. 19.2. 1997, Edda Bakke, f. 23.3. 1941, og Guðni Gils, f. 1.7. 1945. Kristján kvæntist árið 1953 Hönnu G. Halldórsdóttur, f. 28. september 1931, d. 24. mars 1992. Kristján og Hanna eign- uðust tvo syni. Þeir eru: 1) Guðni G. Kristjánsson, f. 5.9. 1953, kvæntur Kirsten B. Lar- sen, f. 27.12. 1949. Börn þeirra eru: a) Karl Jóhann, f. 26.3. 1981. b) Anna Brödsgaard, f. 18.8. 1982, maki Klaus Aspli. Þau eiga tvö börn. c) Sonja Brödsgaard, f. 21.2. 1985, maki Birgir W. Óskarsson. Þau eiga tvö börn. d) Kristína Guðrún, f. 24.3. 1987, maki Aaron Pelto- 1963 dvöldu þau hjónin í Kaup- mannahöfn þar sem Kristján var við nám og störf. Eftir heim- komu frá Danmörku starfaði Kristján hjá Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur og Fanga- hjálpinni Vernd og kynntist vel högum fjölskyldna sem bjuggu við erfiðar aðstæður. Árið 1964 festu Kristján og Hanna kaup á öllum húsum á jörðinni Kumb- aravogi við Stokkseyri og réð- ust í gagngerar endurbætur á húsakosti. Þar settu þau á fót fjölskylduheimilið Kumbaravog árið 1965 fyrir börn sem vegna fjölskylduaðstæðna gátu ekki dvalið hjá eigin foreldrum. Árið 1975 stofnsettu þau dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Stokkseyri. Ásamt starfseminni á Kumbaravogi stofnuðu Hanna og Kristján dvalarheimilið Fell í Skipholti 21 í Reykjavík. Árið 1970 stofnsettu þau innflutn- ings- og framleiðslufyrirtækið Baldur sf. sem Kristján rak fram á síðasta dag, hin síðari ár ásamt Unni. Kristján var alla tíð virkur í söfnuði Sjöunda dags aðventista og fékk ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín að atvinnu- og félagsmálum á Stokkseyri. Kristján stofnaði Menningarsjóð Kumbaravogs árið 1990 sem veitti fjármuni til ýmissa góðgerðarverkefna til stuðnings börnum, ásamt því að styðja ungmenni til náms. Útför Kristjáns verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 12. ágúst 2016, klukkan 13.30. nen, þau eiga eitt barn. d) Hanna Lilja, f. 17.6. 1991. 2) Halldór J. Krist- jánsson, f. 13.1. 1955, kvæntur Kar- ólínu F. Söebech, f. 5.4. 1964. Börn þeirra eru: a) Hanna Guðrún, f. 10.9. 1989, b) Krist- ján Guðmundur, f. 19.9. 1991. Auk sona sinna tóku Hanna og Krist- ján mörg börn í fóstur á árnum 1965 til 1972 og gengu mörgum þeirra í foreldrastað er fram liðu stundir. Þann 1. maí 1996 kvæntist Kristján eftirlifandi eiginkonu sinni Unni Halldórsdóttur, f. 3. september 1941. Börn Unnar frá fyrra hjónabandi eru Lamont Halldór Murdoch, f. 1966, Ann Heiðrún Negladuik, f. 1968, William Björn Leví, f. 1970, John Todd Murdoch, f. 1974. Unnur á þrjú barnabörn. Kristján ólst upp við ýmis störf til sjávar og sveita en eftir að hann kvæntist Hönnu stofn- uðu þau heimili, fyrst í Reykja- vík en síðar í Vestmannaeyjum þar sem Kristján sinnti versl- unarstörfum. Á árunum 1961 til Komið er að því að kveðja tengdaföður minn í hinsta sinn. Frá fyrstu stundu eignaðist ég vin í Kristjáni. Hann bauð mig svo einlægt velkomna í fjölskylduna. Kristján var heilsteyptur einstaklingur. Hann axlaði ábyrgð ungur og aðstoðaði meðal annars móður sína að reka heimilið þegar faðir hans, Friðberg fékk berkla og var á sjúkrahúsi í mörg ár. Vinnu- dagar Kristjáns voru oft mjög langir og ekki var hann verkkv- íðinn. Hann gekk í öll þau störf sem þurfti. Það er líka alveg ótrúlegt hvað það voru fjöl- breytt verkefnin sem hann tók sér fyrir hendur. Hann skilaði góðu ævistarfi. Hann tók sig ekkert of alvar- lega, hafði húmor fyrir öllu en hann gat verið þrjóskur ef hann þurfti. Afahlutverkið átti vel við Kristján. Hann hafði endalausa þolinmæði á þeim vettvangi og veigraði sér ekki við að sækja afastrákinn sinn og bjóða hon- um í bíltúr til að létta undir á annasömu heimili. Eins sýndi hann Hönnu, sonardóttur sinni mikla hlýju og það voru ekki fáir dúkkuleikirnir sem hann tók þátt í. Það eru líka óteljandi skipti sem hann reyndi eins vel og hann gat að aðstoða hana við að greiða Barbie-dúkkunum og voru þær ekki fáar sem þurfti að greiða. Þegar sonur okkar og nafni hans, Kristján, greindist ein- hverfur var afinn fljótur að bjóða fram alla sína aðstoð. Hann bauð Kristjáni með sér hvert sem hann fór, þrátt fyrir erfiða hegðun hans og reyndi á allan hátt að auðvelda okkur fjölskyldunni lífið. Fyrir það verð ég honum ávallt þakklát. Tengdafaðir minn dvaldi oft hjá okkur eftir fráfall Hönnu, konu sinnar. Við fjölskyldan bjuggum þá í London og það var ekki hægt að hugsa sér betri sambýling. Hann var duglegur að sinna börnunum og aðstoða við upp- eldið en var fljótur að draga sig í hlé þegar við átti. Tengdafaðir minn var hins- vegar ekki sá þolinmóðasti þeg- ar kom að verslun á nauðsyn- legum hlutum eins og jakkafötum og strigaskóm. Þá taldi hann mig alltaf fara lengstu leiðirnar og skildi ekki af hverju þurfti að fara í fleiri en eina búð eftir sama hlutnum. Mikið sem hann var nú samt ánægður með nýju strigaskóna sem hann gekk um í Wimble- don daglega, sér til heilsubótar. Af jakkafatakaupunum var hann stoltur. Allavega eftir á. Það var gaman að ferðast með Kristjáni og ferðuðumst við með Kristjáni og Hönnu um alla Evrópu. Í þessum ferðum okkar var margt skoðað og mikið hlegið. Þau voru bæði svo áhugasöm um allt og fróðleiks- fús. Tengdafaðir minn var pabbi margra barna og góð fyrir- mynd. Hann kenndi börnunum sínum öllum, að vinna væri dyggð og menntun væri nauð- synleg. Það verða margir góðir eiginleikar hans sem munu lifa áfram. Ég kveð tengdaföður minn, Kristján, full þakklætis um allt sem hann gerði fyrir mig, fjöl- skylduna mína og fyrir allt sem hann kenndi okkur. Blessuð sé minning Krist- jáns. Karólína Fabína Söebech. Afi minn var alveg einstakur maður sem mér þótti afar vænt um. Vegna fjarlægðar voru stundirnar sem við áttum sam- an sjaldgæfar en þeim mun dýrmætari fyrir vikið. Heim- sókn mín til afa var með mínum allra mestu uppáhaldsdags- krárliðum í hverri Íslandsferð seinustu ára. Ég á eftir að sakna þess mjög að spjalla við hann, heyra sögur um hans áhugaverða líf og njóta hans dásamlegu nær- veru. Í hvert sinn sem ég sá hann færðist innilegt bros yfir andlit hans, stráksleg augun með prakkaraglampanum fylltust gleði og það leyndi sér svo sannarlega ekki hvað honum þótti innilega vænt um mig. En ef það hefði einhver vafi leikið á því, þá var hann samt alltaf viss um að hafa ítrekað orð á því hversu afskaplega gott hon- um þætti að sjá mig og hversu mikið hann kynni að meta stundirnar með mér. Kærleikur, góðvild og um- hyggja þóttu mér ávallt ein- kenna afa. Afi og hugsjónir hans veittu mér mikinn inn- blástur í lífinu og hjálpuðu mér frá unga aldri að líta út fyrir sjálfan mig og hugsa um leiðir til að vera öðrum til uppbygg- ingar og aðstoðar. Ég leit alltaf mikið upp til afa og þegar við áttum í sam- ræmdu prófunum að skrifa rit- gerð um okkar hetju skrifaði ég um afa minn. Hann skilaði svo mörgu góðu frá sér út í heim- inn og ekki síst dásamlegri framtíðarkynslóð af sterkum, klárum og góðum einstakling- um. Hann ól upp minn uppalanda og heilsteyptari einstakling er vart hægt að finna. Ég er afar þakklát að mörg jákvæð persónueinkenni og góð gildi afa lifa enn í syni hans, pabba mínum, og halda þannig áfram að vera hluti af mínu daglega lífi. Minning afa míns mun halda áfram að vera kraftur sem hvetur mig áfram í að leita leiða til að gefa af sjálfri mér og vera samfélagi mínu og um- hverfi til góðs. Hugur minn er með ættingj- um á Íslandi á þessum erfiðu tímum og ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur yfir hafið. Hanna Guðrún. Okkur langar í fáum orðum að minnast fósturpabba okkar, Kristjáns. Þegar farið er að rifja upp tímann sem við höfum þekkt hann þá er margt skemmtilegt sem hægt er að segja frá. Hann var alltaf hress og kát- ur maður. Hann hafði gaman af að gantast við fólk. Þegar hann heilsaði ungum konum eða stúlkum var oft smellt kossi á hönd. Við munum eftir fallegum kvöldum þar sem hann spilaði fótbolta við okkur krakkana á túninu heima að Kumbaravogi. Að fá að fara með pabba til Reykjavíkur í innkaupaferðir var eitthvað sem við flest sótt- umst eftir. Þá var öruggt að keyptur var ís á leiðinni og jafnvel pylsa í höfuðborginni. Þetta þótti okkur vera mikil til- breyting þar sem yfirleitt voru ekki nammidagar, heldur var nammi oftast nær aðeins á hátíðisdögum. Pabbi unni tónlist, og fannst mjög gaman að syngja. Hvort sem var óperusöngur eða sálmasöngur, hann söng af lífi og sál og gat alveg jafnast á við hina stóru söngvara. Það var ekki leiðinlegt að eyða kvöld- unum heima við eldhúsborðið og fylgjast með þegar ættingj- arnir úr Vestmannaeyjum voru í heimsókn og hlátrasköllin heyrðust um allt hús. Jafnvel síðustu árin þegar hann var orðinn veikur og rúm- fastur þá var hann samt alltaf hress og jafnvel kátur. Þakklátur var hann ef maður hringdi eða kíkti við hjá honum og þótti vænt um að fá börnin og barnabörnin um jólin en það var orðinn nokkuð stór hópur. Við þökkum fyrir tímann á Kumbaravogi síðan 1972 og að fá að verða hluti af hans fjöl- skyldu sem einnig er orðin okk- ar fjölskylda. Linda, Gísli og Sigurborg. Við fráfall góðs vinar er eðli- legt að horft sé um öxl og við það leitar hugurinn til margra ánægjulegra samverustunda þar sem mér fannst ég oftar vera þiggjandi en veitandi í þeirri vináttu. Við Kristján kynntumst fyrst þegar ég var nemandi á Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi en þau Hanna Halldórsdóttir voru þar um tíma ásamt sonum sínum tveim, Guðna og Halldóri. Kristján og Hanna löðuðu alla að sér með sinni léttu lund og hlýlega viðmóti og það voru mikil forréttindi að eignast þau að vinum. Það var augljóst þeim sem kynntust þeim að markmið þeirra í lífinu var að láta gott af sér leiða og það varð hvatinn að því að þau settust að á Kumb- aravogi, Stokkseyri, þar sem þau settu á stofn barnaheimili til þess að hlúa að börnum sem þurftu öryggi, hlýju og samstað vegna erfiðra aðstæðna sem þau höfðu búið við. Kristján og Hanna voru sam- hent og lögðu mikið á sig til að börnunum liði vel og flest þeirra hafa haldið tryggð við þau bæði meðan Hönnu naut við og Kristján alla tíð síðan. Þegar börnin uxu úr grasi tók við næsta verkefni þeirra hjóna sem var að hlúa að eldra fólki og í þeim tilgangi stofnuðu þau dvalarheimilið Kumbara- vog sem þau ráku af sama dugnaði og sömu hugsjón og áður þar til Hanna lést langt um aldur fram. Kristján var alla tíð trúr þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða og styðja við bakið á þeim sem hann gat veitt ein- hverja aðstoð. Þeir eru ófáir nemendurnir sem hann studdi til náms og hafði í þeim tilgangi ásamt Hönnu stofnað sérstakan menningar- og líknarsjóð. Með seinni konu sinni, Unni Halldórsdóttur, hafði Kristján fundið lífsförunaut sem deildi sömu hugsjón og hann og lagð- ist á árar með honum í því að finna farveg þeirri löngun að miðla af sjálfum sér og sínu með þeim sem á þurftu að halda. Saman hafa þau unnið að hugsjón sinni með því að styðja við ungmenni sem til þeirra hafa leitað og í Búlgaríu og Rúmeníu komu þau á fót heilsuhæli og skóla. Það hafa verið forréttindi að eiga vináttu Kristjáns og fá að fylgjast með starfi hans í gegn- um árin. Nú er hlýlega handtakið hans, glettnin og skemmtilegar samverustundir að baki en áfram lifir minningin um traustan og góðan vin sem átti þá hugsjón að vera veitandi fremur en þiggjandi á lífsleið- inni. Við deildum þeirri trú að dauðinn væri svefn og að sá tími kæmi að höfundur lífsins vekti þá sem svæfu. Við Anna vottum Unni, son- um Kristjáns, fósturbörnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Guð blessi minn- inguna um minn góða vin. Ólafur Kristinsson. „Hann var drengur góður.“ Þannig var talað um menn til forna – menn sem voru traust- ir, tryggir, djarfir og hopuðu eigi af hólmi þó á reyndi. Þetta á við um Kristján. Hann var hugsjónamaður, vildi gera og gerði allt sem hann gat til að bæta kjör annarra, og mátti ekkert aumt sjá utan úr að bæta, því hann var mikill mannvinur. Sem smásvein hitti ég hann heima hjá vönduðum foreldr- um, sem gáfu honum gott vega- nesti út í lífið. Frá þeim tíma hefur vinátta okkar vaxið allt til andláts hans, því aldrei brást Kristján. Fyrir þessi löngu og góðu kynni þakka ég og kveð með virðingu. Kæru ástvinir, meðtakið innilegustu samúð okkar. Jón Hjörleifur, Sólveig og börnin öll. Kristján Friðbergsson ✝ AgnesSæmundsdóttir fæddist á Melstað í Staðahverfi 5. des- ember 1938. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja 4. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Sæmundur Kristjánsson frá Efra Hóli í Staðar- sveit, f. 23.5. 1910, d. 7.3. 2007, og Bjarnlaug Jónsdóttir frá Stað í Staðahverfi, f. 9.12. 1911, d. 20.9. 1972. Systkini Agnesar eru Elís Jón, f. 20.6. 1935, Krist- ín Þóra, f. 27.1. 1937, Jón Eyj- ólfur. f. 27.10. 1942, Ólafur Guð- jón, f. 20.11. 1949, Helgi Vilberg, f. 13.7. 1953. Agnes ólst upp á Melstað í Staðahverfi til 12 ára aldurs, en þá brann húsið á Melstað og fjölskyldan flutti til Grindavíkur í hús sem faðir hennar byggði. Húsið, sem var á Víkurbraut 50, fékk einnig nafnið Melstaður. Árið 1963 kynntist hún Vil- bergi Jóhannessyni frá Skaga- strönd, f. 24.7. 1941, d. 6.11. 2002. Foreldrar hans voru Jó- hannes Björnsson, f. 22.1. 1896, d. 14.6. 1977, og Dagný Guð- mundsdóttir, f. 24.7. 1907, d. 22.4. 2004. 3) Guðrún María, f. 13.9. 1976, gift Kristni Sørensen, f. 19.3. 1977. Börn þeirra eru: Vilberg Atli, f. 29.1. 2001, Friðjón Ingi, f. 20.3. 2010, og Agnes Eyvör, f. 23.11. 2011. Agnes og Vilberg bjuggu á Melstað til ársins 1970 þegar þau fluttu í húsið sem þau byggðu sér að Heiðarhrauni 6. Þar bjó Agnes til ársins 2008, en þá flutti hún að Stapavöllum 8 í Reykjanesbæ. Árið 2007 kynntist Agnes Birni Þórð- arsyni frá Siglufirði, f. 25. mars 1939, og hófu þau sambúð árið 2013 að Stapavöllum 8. Agnes byrjaði ung að vinna við fiskvinnslu. Hún var svo lengst af heimavinnandi en tók að sér netaafskurð í skúrnum heima. Í nokkur ár var hún einnig að hausti í síldarsöltun og í sláturhúsi. Árið 1984 byrj- aði hún að vinna í Kaupfélagi Suðurnesja, síðan í versluninni Staðarkjöri. Síðustu árin vann hún á vistheimilinu Víðihlíð eða þar til hún hætti að vinna árið 2007. Agnes var lagin við alls- konar hannyrðir og saumaskap og liggja eftir hana margir fagrir munir. Áhugamálin voru mörg og stunduð af kappi svo sem stangveiði, útivera og íþróttaáhorf. Í seinni tíð tóku púttið og ferðir til suðrænna landa yfir. Agnes tók einnig virkan þátt í starfi eldri borg- ara. Útför Agnesar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 12. ágúst 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Agnes og Vil- berg hófu búskap 20. júní 1964 uppi í risi hjá foreldrum Agnesar á Melstað. 16. október 1965 giftu þau sig um leið og frumburð- urinn var skírður. Börn þeirra eru: 1) Bjarnlaug Dagný, f. 25.5. 1965, gift Ómari Björnssyni, f. 22.4.l 1961. Börn þeirra eru: Halldór Vilberg, f. 4.5. 1983, sambýliskona hans er Hildur Hlín Jónsdóttir, f. 4.10. 1983. Barn þeirra er Fannar Máni, f. 6.10. 2015. Ævar Örn, f. 8.5. 1987, dóttir hans er Elína Björk, f. 12.8. 2012. Sambýlis- kona Ævars Arnars er Þóra Kristín Þorkelsdóttir, f. 30.4. 1990. Fyrir á Þóra Breka Má, f. 16.3. 2011, og Hrafnhildi Krist- ínu, f. 8.9. 2014. Birkir Rafn, f. 10.5. 1992, sambýliskona hans er Elísabet Kristín Bragadóttir, f. 27.12. 1992. Barn þeirra er Emma Líf, f. 2.11. 2014. Elvar Þór, f. 28.6. 2000. 2) Jóhannes Guðmundur, f. 12.7. 1969, gift- ur Margréti Kristjánsdóttur, f. 25.9. 1969. Börn þeirra eru: Páll Valdimar, f. 7.7. 1997, Her- borg Agnes, f. 7.9. 1999, og Kristinn Vilberg, f. 27.3. 2002. Elsku besta mamma mín, ég sit hér og horfi yfir farinn veg og horfna tíma. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er kærleik- ur og ást, af því áttir þú nóg. Við urðum fljótt samrýndar og skild- um hvor aðra, oft meiri vinkonur en mæðgur. Þú varst svo dugleg og klár saumakona, það var sama hvað mér datt í hug að sauma þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér. Stundum varð ég svolítið pirruð yfir því hvað þú lagðir hart að mér að rekja upp og laga ef hlut- irnir voru ekki nógu góðir en þú sagðir alltaf: „Þú verður ekki ánægð með þetta ef þú lagar þetta ekki.“ Takk fyrir allt sem þú kennd- ir mér, elsku mamma, þó að margt hafi enn verið eftir. Þær voru ófáar stundirnar uppi á Heiðarhrauni þar sem við sátum og kjöftuðum eða vorum að sauma fram á nótt. Þá kom pabbi stundum fram og sagði: „Ætlið þið ekki að fara að sofa í hausinn á ykkur.“ Já, mamma mín, þú varst allt- af til staðar. Drengirnir mínir eru allir búnir að eyða miklum tíma með þér, ýmist ég með þá uppi í Grindó, þú hjá okkur eða þeir í pössun hjá ykkur pabba. Þeir fóru líka mikið með ykkur í veiðiferðir og höfðu mjög gaman af. Einnig er óskaplega gaman að rifja upp berjaferðirnar út á Reykjanes á haustin, það gat nú verið mikið fjör. Við eigum svo margar góðar minningar frá Kö- ben-ferðunum okkar þegar Hall- dór Vilberg og Hildur Hlín bjuggu þar. Þú fluttist svo á Stapavellina og mikið var ljúft hve stutt var þá orðið á milli okkar mæðgnanna, mín, þín og Dúnu. Þú varst strax svo dugleg að taka þátt í öllu starfi eldri borgara hér í Reykjanesbæ, Agnes Sæmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.