Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
✝ Bjarni Vil-mundarson
fæddist á Mófells-
stöðum 26. ágúst
1928. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akranesi 1. ágúst
2016.
Hann var þriðja
barn hjónanna Guð-
finnu Sigurðardótt-
ur og Vilmundar
Jónssonar. Eldri
voru þau Sigurjón vélsmiður, f.
19. júní 1925, d. 23. mars 1948,
og Margrét, f. 12. nóvember
1926, d. 30. nóvember 2013.
Yngstur barna Guðfinnu og Vil-
mundar var Þórður Mófells, f.
stöðum, fyrst með móður sinni
og síðar með systkinum sem fyrr
greindi. Hann sinnti ýmsum
trúnaðarstörfum. Hann átti sæti
í hreppsnefnd Skorradalshrepps
í röska fjóra áratugi og var for-
maður Ungmennafélagsins Ís-
lendings um árabil. Hann stýrði
sóknarnefnd Hvanneyrarkirkju í
áratugi og söng jafnframt í
kirkjukórnum. Bjarni var minn-
ugur, ættfróður og vel lesinn.
Hann var virkur félagi í Lions og
félagi í Karlakórnum Söng-
bræður frá stofnun hans og allt
þar til hann varð að hætta söng-
starfinu vegna heilsubrests.
Hann var einn af stofnendum Fé-
lags aldraðra í Borgarfjarðar-
dölum og studdi á sínu fé-
lagssvæði örnefnasöfnun fyrir
það félag. Bjarni var ókvæntur
og barnlaus.
Útför hans fer fram frá Reyk-
holtskirkju í dag, 12. ágúst 2016,
klukkan 14.
22. september 1931,
d. 31. júlí 2013.
Bjarni Vilmund-
arson og systkini
hans voru fjórði
ættliðurinn sem bjó
á Mófellsstöðum.
Föðurforeldrar
þeirra voru hjónin
Jón Þórðarson og
Margrét Einars-
dóttir.
Bjarni stundaði
nám í sinni sveit og síðar á
Reykjum í Hrútafirði. Slíkt nám
var þá ekki jafn sjálfsagt og nú
er. Námsdvölin var honum enda
ástfólgin og eftirminnileg alla
ævi. Bjarni var bóndi á Mófells-
Það var veturinn 1966. Frá
Hvanneyri hafði ég verið sendur
upp að Mófellsstöðum í Skorra-
dal með nýja mjaltavél sem þar
skyldi reynd. Á hverjum morgni
um viku skeið fór ég þangað,
mældi, vó og skráði flest sem við
mjaltirnar gerðist. Það var auð-
velt því öll vinnubrögð bræðr-
anna Bjarna og Þórðar, bænda
þar, voru öguð og fumlaus. Í fjós-
inu ríkti ró; aðeins suðið frá sog-
dælunni og sogskiptatikkið rufu
kyrrðina. Ég sá á kúnum að þær
töldu sig heppnar að eiga bás í
Mófellsstaðafjósi. Eftir mjaltir
var sest að morgunverði hjá móð-
ur þeirra bræðra, Guðfinnu hús-
freyju. Satt að segja man ég
þessar stundir eins og verið
hefðu á liðnum vetri. Hin kyrr-
láta hlýja umvafði allt, spjallað
var og spurt, frætt og fræðst. Að
vikunni liðinni fannst mér ég hafa
þekkt Mófellsstaðaheimilið frá
barnæsku minni.
Nú hefur nafni minn kvatt, síð-
astur heimilisfólksins á Mófells-
stöðum, er ég kynntist þarna um
veturinn. Leiðir okkar skárust
oft. Nafni tók mikinn þátt í fé-
lagslífi sveitar sinnar og héraðs
og hafði til þess alla burði; var
glaður og reifur þegar það átti við
en formfastur alvörumaður þá
svo þurfti. Honum voru því falin
ýmis ábyrgðar- og forystuhlut-
verk. Ég nefni helst ungmenna-
félag okkar, Íslending, sem hann
leiddi lengi á ungdómsárum sín-
um. Undir formennsku hans óx
það til þess þróttar að lifað hefur
góðu lífi síðan.
Söngvinn var nafni og lagði
kór Hvanneyrarkirkju mikið og
traust lið um langt árabil, sem og
kirkjunni með öðrum hætti einn-
ig. Hann starfaði með Söng-
bræðrum, karlakór héraðsins, og
lagði sitt til glaðværðar í þeim
hópi óbundinn af bilum kynslóða.
Dáraskapur kann að vera að
minnast stundar eftir vorsam-
söng kórsins fyrir allmörgum ár-
um, víst í Dalabúð; gleði ríkti að
venju með misábyrgum sögum
og setningum. Í galsa stundar-
innar stakk nafni upp á því að ég
skrifaði um hann minningargrein
er sú stund kæmi, ef ritfær yrði
lengur en hann. Var okkur þó síst
endir lífs í hug á því kvöldi. Nú
efni ég það. Fúslega, því nafna er
gott að minnast og að Mófells-
stöðum var ætíð gefandi að koma.
Til hans sótti ég margan fróðleik;
hann var hvetjandi, hafði af miklu
að miðla, minnugur og glöggur og
sagði listavel frá. Nú síðast veitti
hann mér lið við samantekt
greinar um föðurbróður hans,
þjóðhagann Þórð blinda.
Ég kom síðast að Mófellsstöð-
um nú í vetur. Kraftar nafna voru
þá á þrotum; samt bauð hann mér
til stofu sem á skammri stund
fylltist af andblæ liðinnar tíðar
við samtal eins og löngum fyrr.
En þrótturinn þvarr skjótt og ég
leiddi hann inn að rúmi sínu þar
sem við kvöddumst. Mátti þá
minnast þess er hann gekk full-
frískur til búverka á Mófellsstöð-
um, elti uppi styggt fé um
Skarðsheiði og tók þátt í merkum
leikfimisýningum ungmenna-
félagsins í nýreistu félagsheim-
ilinu Brún.
Svo hleypur æskan unga segir
þar en nú er nafni allur. Mál er að
þakka margar samveru- og sam-
starfsstundir og áratuga vináttu.
Eftir situr ljúf minning, minning
sem yljar og svæfir mér skarkala
heimsins eins og stundirnar við
morgunverðarborðið um árið.
Hana er gott að eiga og maklegt
að þakka.
Bjarni Guðmundsson.
Það er dálítið sérstakt að setj-
ast niður á fallegu ágústkvöldi og
hugsa til þess að hann Bjarni á
Mófellsstöðum sé dáinn. Hann
sem var og hefur alltaf verið fast-
ur punktur í tilverunni allt frá því
ég fæddist. Hann var einhvern
veginn samgróinn landinu, Mó-
fellinu, Skarðsheiðinni og ein-
hvern veginn öllu hér í Skorra-
dalnum. Það verður skrítið að
geta ekki lengur lyft símtólinu og
hringt í Bjarna og spjallað bara
um daginn og veginn; veðrið,
kindurnar, kýrnar og bara bú-
skapinn almennt.
Það er margs að minnast þeg-
ar litið er til baka en oftast er það
svo að upp í hugann koma systk-
inin öll á Mófellsstöðum; Magga,
Þórður og Bjarni en þau bjuggu
lengi vel öll saman og unnu sam-
an sem eitt, voru samhent með
afbrigðum svo eftir var tekið.
Bjarni og Þórður voru einstak-
lega samhentir í búskapnum og
bjuggu vel og af myndarskap. Á
milli bæjanna Mófellsstaða og
Mófellsstaðakots ríkti mikil sam-
vinna og vinátta og var einstakt
fyrir okkur í Mófellsstaðakoti að
eiga þau systkinin fyrir nágranna
og bar aldrei þar skugga á, þvert
á móti.
Ég átti því láni að fagna að
starfa nokkuð í félagsmálum með
Bjarna og einnig að syngja með
honum í karlakórnum Söng-
bræðrum, þá fórum við saman á
bíl á æfingastað og var þá æv-
inlega gaman hjá okkur, bæði
spjallað og stundum sungið.
Bjarni var afar léttur í skapi
og hafði unun af því að taka þátt í
félagsmálum sem hann sinnti vel
alla ævi.
Eins var það þegar ég kynntist
Fjólu og við eignuðumst börnin
okkar, þá tók Bjarni öllum vel og
vildi fylgjast með þeim í önnum
dagsins.
Aldrei fann ég fyrir aldursbili
á milli okkar á meðan heilsa
leyfði hjá Bjarna þó að 40 ár
skildu okkar að. Þegar ég var
krakki og síðar unglingur fannst
mér Bjarni alltaf tala við mig eins
og vin sinn, jafnvel eins og jafn-
ingja þó að ég hafi tæpast haft
innistæðu fyrir slíku.
Það er nú þannig að mörg at-
vik koma upp í hugann þegar litið
er til baka enda enda unnum við
margt saman, bæði smala-
mennskur og fleira og hóuðum
oft hvor í annan ef aðstoð þurfti.
Nú skilja leiðir og það er alltaf
sárt en svona er lífið, eina sem er
öruggt í lífinu er dauðinn.
Elsku Bjarni, hafðu þökk fyrir
allt. Hinstu kveðjur frá öllum í
Mófellsstaðakoti.
Jón E. Einarsson.
Með Bjarna Vilmundarsyni,
bónda á Mófellsstöðum í Skorra-
dal, lýkur búsetu fjögurra ættliða
sem setið hafa jörðina mann fram
af manni hátt á annað hundrað
ár. Að Mófellsstöðum komum við
systkinin smábörn, eitt af öðru.
Mér er minnisstæður fimm ára
afmælisdagurinn minn, hann átti
ég á Mófellsstöðum og hátt hló
Bjarni þegar ég sagði honum að
ég hefði stækkað svo mikið þenn-
an dag að nú næði ég upp fyrir
eldhúsborðið. Þetta atvik og ótal
fleiri segir margt um þá heimilis-
gleði sem einkenndi Mófells-
staðaheimilið.
Vilmundur var bóndinn á
heimilinu þegar ég var þar í sum-
ardvöl. Og einn vetur dvaldist ég
þar líka, 12 ára gömul. Aldrei
gleymi ég jólunum á Mófellsstöð-
um. Allt var svo hljóðlátt og fal-
legt, við opnuðum fyrst jólakortin
og svo jólagjafirnar. Þessi háttur
var hafður á vegna þess að einu
sinni hafði verið svo slæmt veður
fyrir jól að ekki var hægt að
koma gjöfunum til heimilisfólks-
ins fyrr en milli jóla og nýárs. „Þá
var gott að hafa kortin,“ sagði
Margrét, systir Bjarna. Eftir lát
foreldra þeirra Mófellsstaða-
systkina bjuggu þau saman fé-
lagsbúi. Í stofunni á Mófellsstöð-
um var silfurskjöldur uppi á vegg
og kom stundum í minn hlut að
fægja hann. Það var minningar-
skjöldur um Sigurjón, elsta bróð-
urinn, sem dó 23 ára gamall, öll-
um harmdauði. Félagsleg
auðlegð var mikil á Mófellsstöð-
um. Þar bjuggu öldruð föður-
systkini Bjarna allan sinn aldur
og eftirminnilegur er Þórður
Jónsson, þjóðhaginn blindi.
Bjarni var duglegur bóndi og
fyrirhyggjusamur. Leiðinlegt
fannst mér að fara í girðingar-
vinnu í rigningu en „þetta þurfti
að gera“, eins og Bjarni orðaði
það. Bræðrum mínum, Einari og
Kristjáni, voru annars fremur en
mér trúað fyrir ýmsum utan-
hússtörfum, ég var meira í heim-
ilisverkum með Möggu og Finnu.
Stoppaði í sokka og hlustaði á
óskalög sjúklinga á meðan. En
auðvitað tók ég fullan þátt í hey-
skapnum og rak kýrnar í sam-
vinnu við bræður mína og Ingi-
björgu Hrefnu Sverrisdóttur
frænku mína, sem einnig dvaldist
mörg sumur á Mófellsstöðum.
Margir fleiri úr ætt okkar voru
þar í sveit, fyrstur faðir minn,
Guðlaugur Maggi Einarsson, og
svo síðar nafni hans og sonarson-
ur.
Einnig nokkur börn mín,
lengst Ragnheiður Júníusdóttir
og síðar dóttir hennar Hrafnhild-
ur Ævarsdóttir. Öllu þessu ung-
viði var Bjarni fyrirmynd í einu
og öllu. Hann var orðvar maður,
stillti vel skap sitt, var gaman-
samur og sanngjarn. Verkhagur
var hann og hjálpsamur við sveit-
unga sína. Og heiðarleikinn var
hans aðalsmerki, jafnt innan
heimilis sem utan. Allt frá því ég
yfirgaf sveitaveruna 14 ára kom
ég gjarnan mörgum sinnum á ári
í heimsókn og kvaddi oftast Mó-
fellsstaði með tárum.
Nú er Bjarni minn horfinn.
Hann var trúaður maður og bið
ég honum guðs blessunar á fram-
andi slóðum. Eftir standa bjartar
minningar um góðvild og hlýju
sem aldrei gleymist okkur systk-
inunum þremur og öðru ættfólki
okkar. Fyrir hönd bræðra minna
og afkomenda minna, sem á Mó-
fellsstöðum áttu skjól mislangan
tíma, þakka ég af hrærðu hjarta
Bjarna fyrir allt það sem hann
lagði af mörkum á uppvaxtarár-
um okkar.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Með trega í huga sest ég niður
og skrifa nokkur kveðjuorð til
vinar míns og nágranna, Bjarna
Vilmundarsonar á Mófellsstöð-
um, sem lést á Akranesspítala að
morgni 1. ágúst sl.
Bjarni bar nafn afa míns,
Bjarna Péturssonar á Grund. Vil-
mundur, faðir hans, hafði verið
mörg ár vinnumaður á Grund, en
stóð fyrir búi á Mófellsstöðum
með móður sinni, Margréti Ein-
arsdóttur, frá 1917 þegar faðir
hans féll frá. Vilmundur tók al-
farið við búskap á Mófellsstöðum
1924, þegar hann kvæntist eigin-
konu sinni, Guðfinnu Sigurðar-
dóttur.
Afi Bjarni lést 8. ágúst 1928,
en þá áttu þau Vilmundur og
Guðfinna von á sínu þriðja barni
sem fæddist tæpum þremur vik-
um síðar þann 26. ágúst. Hann
var vatni ausinn og skírður
Bjarni.
Sama ættin hefur því setið Mó-
fellsstaði í 145 ár, eða frá því að
afi Bjarna, Jón Þórðarson, hóf
búskap 1871.
Bjarni var mikill félagsmála-
maður, og sem slíkur ómetanleg-
ur fyrir sveit sína og nágrenni. Í
fjölmörg ár stýrði hann Umf. Ís-
lendingi til margra góðra verka.
Hann stýrði sóknarnefnd Hvann-
eyrarkirkju í áratugi. Hann var
virkur í Lionsklúbbi Borgar-
fjarðar. Í kirkjukór Hvanneyrar-
kirkju söng hann í áratugi. Hann
var meðlimur í Karlakórnum
Söngbræðrum frá stofnun og
meðan heilsan entist. Hann var
hvatamaður og einn af stofnend-
um Félags aldraðra í Borgar-
fjarðardölum, og á þeim vett-
vangi mikill hvatamaður að
örnefnasöfnun félagsins á fé-
lagssvæðinu, og síðast en ekki
síst sat hann í hreppsnefnd
Skorradalshrepps í 41 ár. Þar
áttum við ánægjulegt samstarf í
40 ár, eða þar til hann gaf ekki
kost á sér lengur, árið 2006.
Af þeim vettvangi þakka ég
þér, Bjarni, fyrir frábært sam-
starf og stuðning bæði á góðum
og erfiðum tímum í sveitarstjórn.
Ég minnist þess ekki að skoðanir
okkar og áherslur hafi ekki farið
saman. Hafðu heila þökk fyrir öll
árin.
En betri nágranna en Mófells-
staðafólkið er ekki hægt að hugsa
sér. Margar ferðir, lengri og
skemmri, fórum við saman. Ekki
verða þær tíundaðar hér, en þær
sem standa upp úr, er Írlands-
ferð með Söngbræðrum, en það
var eina utanlandsferð Bjarna.
Síðan er ferð upp á Mófell með
þeim bræðrum Bjarna og Þórði
og Jóhanni Viðari, sem þá var í
Hvammi. Fórum við á vélsleðum,
færið gott og hratt farið yfir, en
stoppað á hátindi Mófells.
Alltaf voru þeir bræður, Bjarni
og Þórður, tilbúnir að hjálpa til,
ef aðstoða þurfti, og nágrannar
ósínkir að nýta sér greiðasemina.
Heimilisfólkið á Mófellsstöð-
um og Grund hefur alla tíð, í mínu
minni, verið sem ein fjölskylda,
þó óskylt væri, kom alltaf saman
á gleði- eða sorgarstundum, hjá
hvert öðru.
Ég kveð þig, kæri Bjarni með
miklum söknuði. Sveitin verður
ekki söm við fráfall þitt.
Davíð Pétursson.
Bjarni
Vilmundarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS ANDRÉSDÓTTIR,
Neðstaleiti 7, Reykjavík,
andaðist mánudaginn 1. ágúst á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Að hennar ósk hefur útförin farið fram í kyrrþey.
.
Ágúst Ásgeirsson, Nicole Ásgeirsson,
Þórhallur Ásgeirsson, Sigríður Þorbjarnardóttir,
Pétur Ásgeirsson, Katharina Knoche,
Sigurður Ásgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir,
Steinunn Ásgeirsdóttir, Gísli Karel Eggertsson,
börn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR,
Lóa,
Hnotubergi 21, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 6.
ágúst í faðmi fjölskyldu sinnar. Hún verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 15. ágúst klukkan 13.
.
Ingigerður Sigmundsdóttir, Sighvatur Kristjánsson,
Sigurgeir Sigmundsson, Kristín Arnarsdóttir,
Ólafur Þór Sigmundsson, Asefash Berhanu,
Margrét Sigmundsdóttir, Helgi Ásgeir,
Guðni Markús Sigmundsson, Sólveig Magnúsdóttir,
Oddný S. Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín og amma okkar,
MARGRÉT KRÖYER,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, 7.
ágúst. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 15. ágúst
klukkan 10.30. Blóm og kransar
vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Hlíð.
.
Elín Anna Kröyer,
Margrét Kröyer,
Þorsteinn Guðbjörnsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN GUÐBRANDSSON,
fv. héraðsdýralæknir,
Reynivöllum 12, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 9.
ágúst.
.
Þórunn Einarsdóttir,
Bertha S. Jónsdóttir, Pétur Guðjónsson,
Sigríður Jónsdóttir, Hjörleifur Þór Ólafsson,
Einar Jónsson,
Ragnhildur Jónsdóttir, Anton S. Hartmannsson,
Guðbrandur Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir,
Ingólfur R. Jónsson, Svanborg B. Þráinsdóttir,
Sveinn Þ. Jónsson, Selma Sigurjónsdóttir,
Brynhildur Jónsdóttir, Guðjón Kjartansson,
Matthildur Jónsdóttir, Hjörtur B. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sendum okkar innilegustu þakkir til
ættingja og vina nær og fjær fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts konunnar
minnar og móður okkar,
MARGRÉTAR ODDGEIRSDÓTTUR,
Dedu,
frá Hlöðum, Grenivík,
til heimilis að Hrauntungu 7, Kópavogi.
.
Grímur M. Björnsson,
Ragnheiður Þóra Grímsdóttir,
Björn Grímsson,
Lísbet Grímsdóttir,
V. Soffía Grímsdóttir,
Margrét Rósa Grímsdóttir,
Magnús Orri Grímsson.