Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 24

Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 ✝ Sveinbjörg El-ísabet Helga- dóttir fæddist á Ísafirði 19. janúar 1929. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 2. ágúst 2016. Hún var dóttir hjónanna Helga Finnbogasonar sjó- manns og verka- manns á Ísafirði, f. 9. júní 1885, d. 21. mars 1969, og Sigurrósar Finnbogadóttur húsmóður, f. 19. ágúst 1888, d. 24. júlí 1967. Sveinbjörg ólst upp á Ísafirði í stórum syst- kinahópi. Systkin hennar eru: Guðmundína Jóhanna, f. 12.1. 1911, d. 2.7. 1964, Jón Elías, f. 15.7. 1912, d. 2.2. 1998, Sig- urbjörn Gestur, f. 19.10. 1915, d. 10.6. 1916, Sigríður Frið- gerður, f. 10.12. 1918, Finn- björg Ásta, f. 27.6. 1921, d. 1956. 3) Guðrún Lovísa fé- lagsfræðingur og háskólakenn- ari, f. 16.6. 1958. Maki Torbjørn Sand, verkfræðingur, f. 12.1. 1954. Sonur þeirra Atle Guð- björn, nemi, f. 15.4. 1995. Börn Torbjørns af fyrra hjónabandi og stjúpbörn Guðrúnar eru Torstein byggingafræðingur, f. 11.6. 1980, Synnøve hjúkrunar- fræðingur, f. 30.9. 1983, og Ing- rid menningar- og stjórnmála- fræðingur, f. 3.4. 1985. 4) Sigurrós textílfræðingur, f. 22.12. 1959. Maki William Gísli Keyser ljósmyndari, f. 8.6. 1957. Sonur þeirra Carlton Hlynur arkitekt, f. 13.9. 1980. Sveinbjörg lauk prófi frá gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1946 og frá Húsmæðraskól- anum Ósk á Ísafirði árið 1952. Frá því að börnin komust á legg vann Sveinbjörg við af- greiðslustörf þangað til hún fór á eftirlaun árið 1996. Hún bjó lengst af á Seltjarnarnesi, flutti í Safamýri við eftirlaunaaldur en átti heima hin síðustu ár í Hæðargarði 35. Útför Sveinbjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 12. ágúst 2016, klukkan 15. 10.7. 2005, Þor- steinn Helgi, f. 14.7. 1925, d. 19.5. 2011, Samúel, f. 7.3. 1927, d. 27.7. 1997, Soffía Sig- urlína, f. 25.1. 1930, Sigurborg, f. 22.1. 1932, Elías Gunnar, f. 29.5. 1935, d. 14.8. 1992. Nú eru einungis Sigríður, Soffía og Sigurborg á lífi. Sveinbjörg giftist árið 1953 Sigurði Jón- assyni bakarameistara og síðar múrara frá Siglufirði, f. 2.3. 1928, d. 29.8. 1977. Börn þeirra eru: 1) Þórunn íslenskufræð- ingur og rannsóknarlektor, f. 14.1. 1954. Maki Guðmundur Hálfdanarson prófessor, f. 1.2. 1956. Sonur þeirra Sigurður Jónas kerfisstjóri, f. 20.2. 1979, d. 4.4. 2016. 2) Helgi Jónas pípulagningameistari, f. 20.7. Yndislega móðir mín, Svein- björg Elísabet Helgadóttir, lést á Landspítalanum 2. ágúst síð- astliðinn. Hún var Ísfirðingur, en flutti ung til Reykjavíkur. Þar kynntist hún pabba, Sig- urði Jónassyni, og bjuggu þau lengst af á Seltjarnarnesi með okkur systkinin: Þórunni, Helga Jónas, Guðrúnu Lovísu og Sigurrósu. Mamma var sjálfstæð, hreinskilin, stolt og ákveðin. Hún vildi allt fyrir aðra gera, en ekki láta hafa neitt fyrir sér. Hún varð ekkja aðeins 48 ára, þá með fjögur ungmenni á heimilinu. Hún tókst á við lífs- ins ólgusjó með bjartsýni og jafnaðargeði. Mamma var dugnaðarforkur og einstaklega lagin í höndun- um. Myndir sem hún teiknaði á yngri árum hanga á vegg heima. Ljósmyndir af okkur systkinunum í fötum sem hún hannaði, prjónaði og saumaði sýna handlagni hennar og elju- semi. Man ég eftir nágrannakonum sem báðu um munstrin. Út- saumur lék í höndunum á henni, sem sést m.a. á dúkum, púðum og gardínum sem hún bróderaði, prjónaði og heklaði. Fyrir nokkrum árum málaði hún jólamyndir á postulínsboll- astell handa okkur. Mér er það ráðgáta hvernig henni tókst að koma öllu þessu í verk. Ekki voru allar ákvarðanir okkar systkina henni í vil. Verður mér hugsað til þess að við fórum öll í nám erlendis um svipað leyti og hvatti hún okkur til fararinnar þótt söknuðurinn yrði sár. Ég ílengdist í Noregi, en hún tók strax einstaklega vel á móti eiginmanni mínum og börnum hans. Brúðkaups- veislan var haldin í heimahúsi undir handarjaðri mömmu, og leið nýju norsku fjölskyldunni vel hjá henni. Minningin um gleði hennar og yngsta barnabarnsins, Atla, er þau púsluðu og spiluðu Ol- sen Olsen og Svarta Pétur yljar um hjartarætur. Heimsóknir mömmu til okk- ar voru ánægjulegar enda hafði hún yndi af ferðalögum og nýrri reynslu. Hún var ætíð reiðubúin að aðstoða okkur, t.d. kom hún og gætti Atla fyrir okkur á meðan við biðum eftir leikskólaplássi. Ég er henni innilega þakklát fyrir allan stuðning. Á 85 ára afmælisdaginn fékk hún sér til undrunar spjald- tölvu í afmælisgjöf. Eftir fáeina daga var hún búin að læra að nota hana, með góðri hjálp frá dóttursonum sínum. Var hún eftir það daglega á fésbók, lagði kapal, skoðaði fjölskyldu- myndir og talaði við fjölskyld- una á Skype. Margs er að minnast: Hún bakaði bestu vöfflur í heimi, draumtertan hennar á jólunum bráðnaði í munni, útilegurnar með henni og pabba eru eft- irminnilegar sem og ferðirnar í sumarbústaðinn fyrir austan fjall. Ég minnist með gleði kennsl- unnar og aðstoðarinnar við saumaskap og prjóna, göngu- túranna, stundum í ausandi rigningu og roki, til að hressa mig við í próflestri, sláturgerð- ar á Íslandi, jarðarberjatínslu í Noregi. Allar sögurnar og allir brandararnir. Brosið hennar. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Góðu minningarnar um mömmu munu ávallt búa í hjarta okkar og gefa okkur styrk á erfiðum stundum. Við kveðjum þig með söknuði, elsku mamma, tengdó, amma. Hvíl í friði. Guðrún, Torbjørn og börn. Kynni okkar Sveinu, tengda- móður minnar, hófust fyrir hartnær fjórum áratugum þeg- ar ég og Þórunn, elsta dóttir hennar, hófum búskap. Þetta var síðla hausts 1977, en þá hvíldi dimmur skuggi yfir fjöl- skyldunni. Tengdafaðir minn hafði látist um sumarið langt fyrir aldur fram eftir harða baráttu við krabbamein. Strax við fyrstu kynni urðu mér persónuein- kenni Sveinu ljós – sorg hennar var djúp, enda hafði hjónaband þeirra Sigurðar verið bæði ást- Sveinbjörg Elísa- bet Helgadóttir ✝ Gísli Guð-mundsson fæddist á Næfra- nesi í Dýrafirði 4. nóvember 1919, en fjölskyldan fluttist í Hjarðardal í Dýra- firði þar sem hann ólst upp. Hann lést 1. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Hermannsson, bóndi og kennari, og Guðrún Gísladóttir, húsfreyja. Gísli var þriðji í röð átta systkina sem öll eru látin, þau voru: Jóhanna, Guðbjörg, Vilborg, Hermann, Rósa og tvíburabræðurnir Sig- urður og Þorsteinn. Þær Jó- hanna og Guðbjörg voru dætur fyrri konu Guðmundar, Vilborg- ar Eirnýjar Davíðsdóttur. Gísli kvæntist þann 16. júní 1951 Valborgu Waage Ólafsdóttur, f. 11. nóvember 1914, d. 17. maí 1994. Þau eignuðust þrjú börn: Ólaf, f. 21. október 1950, d. 24. júní 1962, Guðrúnu Þórunni, f. 19. sept- ember 1953, og Vé- stein, f. 19. janúar 1956, d. 13. desember 1958. Guðrún Þórunn er gift Ingiberg Magnússyni og eru synir þeirra Vésteinn, Ólafur og Magnús Gísli. Fyrir átti Valborg einn son, Guðmund Ágúst Hákonar- son. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 12. ágúst 2016, klukkan 13. Enginn veit með vissu hve- nær maðurinn með ljáinn ber að dyrum. Jafnvel þó æviárin séu orðin talsvert fleiri en í meðallagi kemur heimsóknin oft á óvart. Þannig er í tilfelli Gísla Guðmundssonar sem í dag er kvaddur við ferðalok. Þó ljóst væri á síðustu mánuðum að verulega dró úr líkamlegu atgervi hans, benti margt til þess að seiglan ætti eftir að fresta skilnaðarstundinni enn um sinn. Andlegt ásigkomulag hans var allt til síðustu stundar ótrúlega gott; stálminnugur, skilningsríkur og fræðandi. Gísli var afburða hagleiks- maður og hafði einstakt verk- vit. Þeir þættir nýttust honum í ævistarfi hans öllu og einnig í tómstundastarfi eftir að eftir- launaaldri var náð. Bókband, útskurður og ýmiskonar tré- smíði urðu þar hans aðalvið- fangsefni. Verk sem eftir hann liggja á þessu sviði eru allt í senn vönduð, listræn og gerð af mikilli alúð og útsjónarsemi. Gísli var mikill náttúruunn- andi og hafði yndi af ferðalög- um, einkum innanlands. Hann aflaði sér mikils fróðleiks á sviði jarðfræði, grasafræði og sögu lands og þjóðar. Á ferða- lögum var hann óþreytandi að miðla þekkingu sinni til sam- ferðamanna. Fjölmargir eiga Gísla eflaust margt að þakka fyrir hjálpsemi af ýmsu tagi, fáir þó meira en undirritaður, sér í lagi á þeim árum er fjölskylda mín var að koma sér upp þaki yfir höfuðið eins og amstrið er oft kallað. Efnahagurinn bauð ekki upp á annað en að aðkeypt vinnuafl væri notað í lágmarki. Þá bar það oft við að tengdapabbi var kominn að útidyrunum fyrir all- ar aldir á frídögum og spurði hvort ekki ætti að nota daginn í að gera eitthvað af viti. Hann var auk þess ekkert venjulegt vinnuafl því á nær öllum sviðum sem húsbyggingu varðar reynd- ist hann sérfræðingur á grunni verkvits síns og fágætrar út- sjónarsemi. Á allra síðustu árum eftir að Gísli hætti að aka gat ég end- urgoldið að einhverju leyti greiðasemina með því að aka honum milli staða eftir þörfum. Jafnvel við svo hversdagslegt tilefni naut ég þess að verða vitni að því hvernig hann las í umhverfi sitt, t.d. veðurútlit o.fl. Hann var mikill áhugamaður um sígilda tónlist og fagurkeri í þeim efnum fram í fingurgóma. Sérstakt dálæti hafði hann á Vetrarferðinni eftir Schubert og einkum í flutningi Kristins Sigmundssonar. Með Gísla er fallinn í valinn mikill höfðingi, hugsanlega af síðustu kynslóð alhliða fjölfræð- inga í alþýðustétt. Meðal ljúfustu minninga sem ég á um Gísla eru svipmyndir frá heimsóknum hans til okkar Guðrúnar og barnabarna hans, þar sem við bjuggum á jaðri þéttbýlis og sveitar. Þá hvarf hann oft og tíðum drykklangar stundir, hafði lagst til svefns í skógarrjóðri eða á skjólsælum grasbala. Maðurinn í landinu – landið í manninum. Ingiberg Magnússon. Þegar ég var krakki fannst mér afi minn vera stærsti mað- ur í heiminum. Það var eig- inlega ekki fyrr en ég var löngu vaxinn honum yfir höfuð sem ég áttaði mig á að afi var ekk- ert sérstaklega hávaxinn. Ekki svona miðað við það sem geng- ur og gerist. En svona leit ég svakalega mikið upp til afa míns þegar ég var krakki. Mér fannst hann raunverulega vera risastór og að hann hlyti að vera gáfaðasti maður í heimi. Hann þekkti nöfnin á öllum fjöllum, fuglum, blómum og þúfum og þreyttist aldrei á að reyna að kenna mér nöfnin á þessu öllu. Mér tókst að muna margt af því – annað ekki. Afi þekkti líka alla klassíska tónlist enda alltaf kveikt á Rás 1 í Asparfellinu. Og eftir að amma dó þá virtist engin ástæða til að hafa lágt stillt í græjunum. Bach, Verdi og allir þeir félagar mættu manni gjarna frammi á stigagangi löngu áður en maður kom inn í íbúðina. Afi hafði kveikt á út- varpinu fyrir alla blokkina. Það voru ófáar ferðirnar sem við bræðurnir fórum þvers og kruss um landið með afa og náttúrufræðifélaginu þegar við vorum börn. Við gistum í tjaldi, hituðum saxbauta úr dós á prímusnum og fylgdumst með afa benda út og suður og segja okkur hvaða trjátegund þetta væri, hvenær þetta hraun hefði runnið eða hvaða tröllskessa byggi þarna. Mig grunar reyndar að bræður mínir hafi ekki alltaf hlustað jafn stíft og ég en okkur fannst þessar ferðir stórkostlegar. Það allra stórkostlegasta samt sem afi gerði fyrir dótt- ursyni sína, þegar þeir voru litl- ir, var þegar hann dró fram sli- des-sýningarvélina. Ekkert var skemmtilegra en að sitja inni á myrkvuðum herbergisgangin- um og horfa á myndir sem afi hafði tekið (gjarnan beint ofan í jörðina af einhverjum plöntum eða mosa) og hlusta á suðið í sýningarvélinni, smellina þegar Gísli Guðmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálpsemi vegna andláts okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HALLDÓRU HJÖRTÍNU MÁRUSDÓTTUR, Bræðraborg, Hofsósi. . Sigurður Ingólfsson, Karen Bruun Madsen, Ingólfur H. Kristjánsson, Sigrún Hildur, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARITASAR INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Aðalstræti 20, Bolungarvík, áður húsfreyju í Miðdal. Starfsfólki á Sjúkrahúsi Ísafjarðar eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun. . Birgir Bjarnason, Guðný E. Birgisdóttir, Elías Þór Elíasson, Jónína Birgisdóttir, Lárus G. Birgisson, Hugrún A. Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, BRAGA ÞORSTEINSSONAR verkfræðings. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir einstaka umhyggju og umönnun. . Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson, Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson, Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir, barnabörn og langafadrengur. Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA H. LONG frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 9. ágúst. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á Blindrafélagið. . Jóhanna Long, Jónas H. Óskarsson, Hilmar Örn Jónasson, Björg Garðarsdóttir, Jónas H. Jónasson, Ingibjörg V. Ottósdóttir, Stefán H. Jónasson, Bergþór H. Jónasson, Dagný Geirdal og barnabarnabörn. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.