Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 25
ríkt og farsælt, en hún bar harm sinn í hljóði. Annað sem ég sá fljótt í fari Sveinu var mikið öryggi og verksvit. Ég minnist þess enn að snemma á búskaparárum okkar Þórunnar ákváðum við hjónaleysin að gera upp lítið sófasett, en áklæðið var orðið slitið. Hvor- ugt okkar er sérlega handlagið, en við töldum okkur þó trú um að okkur yrði ekki skotaskuld úr því að klæða settið upp á eigin spýtur. Þegar allt var komið í óefni leit Sveina við og tók yfir verkið. Mér er enn fersk í minni aðdáun mín á öruggum handtökum tengda- móður minnar þegar hún sneið áklæðið á stóla og sófa eins og útlærður bólstrari. Fyrir henni var þetta ekkert mál. Rúmu ári eftir að við Þórunn hófum sambúð eignuðumst við einkason okkar sem var skírður Sigurður Jónas eftir afa sínum. Naut snáðinn ömmuástarinnar óspart frá fyrstu tíð, því að hún leit iðulega eftir drengnum á meðan foreldrarnir voru upp- teknir við próflestur eða annan lærdóm. Söknuður hennar var því sár þegar við tókum okkur upp og fluttumst til Bandaríkj- anna með Sigga þriggja ára. Sveina var okkur þó áfram stoð og stytta þótt fjarlægðin á milli okkar væri mikil. Naumt skömmtuð námslán voru reikn- uð í íslenskum krónum og eftir stöðugt gengisfall var virði hýr- unnar sem barst að heiman lítið þegar leið á námsárið. Komu sér þá vel rammíslenskar lopa- peysur sem Sveina prjónaði af listfengi og Þórunn seldi fyrir vestan. Var það stuðningur sem um munaði þegar þröngt var í búi. Kynni mín og Sveinu styrkt- ust verulega þegar við bjuggum hjá henni á Seltjarnarnesinu um tveggja ára skeið á náms- árunum. Eru mér minnisstæðar stundir sem við tvö áttum sam- an í eldhúsinu á Lindarbraut- inni þar sem hún rifjaði upp minningar, ekki síst frá æsku- árunum á Ísafirði. Var hún sögumaður góður og hafði glöggt auga fyrir hinu kímilega í lífinu. Síðan þá hefur alltaf stafað sérstakri birtu frá Ísa- firði í huga mínum. Tengdamóðir mín var af kyn- slóð Íslendinga sem nú týnir óðum tölunni. Hún ólst upp í stórum hópi systkina á kreppu- árunum, en þótt efnin væru ekki mikil þá reyndist uppeldið í foreldrahúsum henni gott veganesti í lífinu. Vinnusemi, sjálfstæði, nægjusemi og metn- aður fyrir hönd barnanna voru allt gildi sem hún hafði í háveg- um. Hún tók áföllum í lífinu af æðruleysi og flíkaði ekki til- finningum sínum og um leið og hún ætlaðist aldrei til mikils af öðrum sér til handa þá var hún ávallt reiðubúin til að rétta öðr- um hjálparhönd ef með þurfti. Það er sárara en tárum taki að kveðja tengdamóður mína aðeins nokkrum vikum eftir lát sonar míns. En örlögin verða ekki umflúin. Megi þau bæði hvíla í friði. Guðmundur Hálfdanarson. Í dag kveð ég elskulega ömmu mína, Sveinbjörgu Elísa- betu Helgadóttur. Ég ólst upp í Bandaríkjunum og sá því ömmu ekki eins oft og ég hefði óskað. Ein af mínum fyrstu minn- ingum um ömmu eru frá því þegar hún dvaldi hjá okkur í Bandaríkjunum og leit eftir mér í sumarfríinu frá skólanum þegar ég var 6 ára. Á meðan foreldrar mínir voru að vinna laumuðumst við amma stundum til að búa til kastala úr sófanum, stólsessum og teppum, en flýttum okkur svo að taka allt saman áður en pabbi og mamma komu heim. Sjálfsagt hefur fullorðna fólkið hlegið að þessu, en mér fannst kastalaleyndarmálið okkar ömmu ofsalega spennandi. Dýr- mætar minningar eru frá sumr- um þegar ég fékk að fara til Ís- lands aleinn. Þá gat ég leikið mér á æskuslóðum móður minnar, í fjörunni og á skóla- lóðinni á Seltjarnarnesinu að byggja kofa. Þá var gott að koma heim til ömmu eftir á og fá kleinur og vöfflur. Eftir að ég flutti til Íslands fyrir tíu árum kynntist ég ömmu betur. Við Siggi, frændi minn, heimsóttum ömmu flest- ar helgar í sunnudagskaffi. Við áttum margar skemmtilegar samræður við eldhúsborðið hennar ömmu og hlógum oft mikið. Til dæmis þegar við Siggi komumst að því að amma hafði mjög gaman af hasar- myndum eins og „Die Hard“ með Bruce Willis. Og það eftir að ég hafði keypt svo margar myndir gerðar eftir Jane Aus- ten-bókunum handa henni. Amma sagði okkur sögur frá uppvexti sínum á Ísafirði og frá mömmu og systkinum hennar, frænkum mínum og frænda á Seltjarnarnesinu. Hún hafði gott minni og sagði skemmtilega frá. Amma var listræn og vand- virk handavinnukona og það var alltaf gaman að sjá nýjustu verkefni hennar á eldhúsborð- inu, hvort sem það var útsaum- ur, hekl eða handmálað postu- lín. Hún sýndi líka alltaf áhugamálum og áföngum okkar Sigga áhuga. Siggi var mjög fær að eiga við tölvur og óþreytandi að hjálpa ömmu með tölvupóst og Fésbók, sem hún var mjög spennt fyrir. Þarna gafst henni tækifæri til að fylgjast með því sem var að gerast á meðal vina og ættingja. Nú eru þau bæði farin með svo skömmu millibili, frændi minn og vinur, Siggi Jónas, og elskulega amma mín. Ég sakna þeirra beggja og mun ávallt muna góðar stundir með þeim. Hvíl í friði, amma mín, og Siggi Jónas. Ykkar Carlton Hlynur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Innipútt og úti, opið kl. 11-12. Félagsheimili Gullsmára Tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10. Hárgreiðslu- stofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, Allir velkomnir! Garðabær Félagsvist FEBG kl. 13, bíll frá Litlakoti kl. 12 ef óskað er, frá Heinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að loknum spilum. Gjábakki Handavinna kl 9, félagsvist kl 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30 og kaffi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin er öllum opin og allir velkomnir, óháð aldri og búsetu, Sími 535-2720. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl.8.50, púttvöllurinn er opin, síðdegiskaffi kl. 14:30. Ferð á Reykjanesið 31.ágúst allir velkomnir með óháð aldri og búsetu, nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi í borðsal kl. 9.45, upplestur kl. 11, Bingó kl. 14, ganga með starfs- manni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl. 13.30. Skráning er hafin í "óvissuferð" sem farin verður fimmtudaginn 18. ágúst, en þá ætlum við að skoða listasafn Sigurjóns Ólafssonar og síðan í kaffi í Perlunni. Vöfflukaffi og kynningarfundur vegna vetrar- starfsins verður í Félagsheimili Seltj. fimmtudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dans í Stangarhylnum næsta sunnudag 14. ágúst kl. 20.00. Hljómsveit hússins leikur. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Til sölu Til sölu Af sérstökum ástæðum getum við hjá Sindra boðið nokkrar hurðir á mjög hagstæðu verði. Iðnaðarhurðir með öxulmótor. Stærð 4000x4800 mm 1 stk. Stærð 4320x4800 mm 2 stk. Stærð 4410x4800 mm 1 stk. Bílskúrshurð 2480x1920 mm 1 stk. Hafðu samband við Hlyn í síma 575-0044, netfang hlynur@sindri.is Til sölu 5 ha. eignarland á Suðurlandi. Verð 3,5 m. kr. Einnig Massey Ferguson, árg. '69, verð 165 þ. kr. Toyota Rav 4, árg. '01, verð 300 þús. kr. Toyota Yaris, árg. '04, 300 þ. kr. Rúmlega fokhelt 30 fermetra hús, verð kr. 1,8 m. Sjö fylfullar hryssur, verð 50 þ. kr. stk. Deutz D-30 dráttarvél, árg. '64, verð 200 þ. kr. Uppl. í síma 865-6560. Óskum eftir Óskum eftir samstarfsaðilum (bændum) um allt land sem hafa yfir að ráða landi til leigu undir ferða- mannabústaði/náttúruþorp. Aðilum sem geta komið að þjónustu við ferðamenn við að upplifa íslenskt sveitalíf. Áhugasamir hafi samband á netfangið, isfold@gmail.com Til sölu Bása- og drenmottur, nótuð plast- borð, girðingastaurar og plastprófilar, margar stærðir. Útileiktæki, girðingar, gervigras og heildarlausn á leik- svæðum. Uppl. á vefsíðu Johannhelgi.is eða í síma 820-8096. Til sölu Til sölu prófíll fyrir dráttartaug. Markísa 2,9 m á breidd og stein- olíuofn fyrir sumarhús ásamt um 100 lítrum af steinolíu. Fæst á sanngjörnu verði gegn því að vera tekið niður. Uppl. í síma 866 5338. Til sölu 40 feta gámur, hærri gerðin, með 10 sérútbúnum lofttúðum, 5 m löngu milligólfi, 1,3 m frá neðra í efra gólf og 1,3 m frá efra gólfi og upp í þak. Ásett verð 650 þús. Uppl. í síma 820 5698. Til sölu Til sölu ca 200 rúllur af há og fyrra- slætti. Verð 7000 kr fyrir utan vsk. Uppl. í síma 894 1595 eða olikro@simnet.is Til sölu Sláttutraktor, 14 h Alpina, árg. 2012. Notaður 3 sumur. Sláttubr. 98 cm. Í góðu standi. Uppl. í símum 891 9316 og 847 6435. Verð 295.000 kr. Til sölu Til sölu Deuts-Fhar Dic Master 428 diskasláttuvél árg. 2008, vinnslu- breidd 2,80. Uppl. í síma 868 7136. Til sölu Nokkrar blendingskýr til sölu af Angus-stofni, með kálfum. Uppl. í síma 478 1830. Til sölu Erum með marga andarunga til sölu á Norðurlandi vestra. Verð kr. 1.000 pr. stk. Uppl. í síma 452 2757, Inga Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða á netfangið olisigur@gmail.com. Kaupi bláber, aðalbláber, krækiber, rifsber, einnig óskast aðgangur að berjalandi gegn greiðslu. Uppl. í síma 695-1008 eða snorri@reykjavikdistillery.is Óskum eftir að kaupa góða fiðlu í spuna. Erum í síma 849-4836 eða 437-1664. Netfangið: ritapall@simnet.is Bakkó, óska eftir bakkó fyrir traktor. Verðhugmynd 50 – 100 þús. Uppl. í síma 618-9717. Óska eftir dúnkrafsara og fjaðra- tínsluvél. Uppl. í síma 893-2928. Þjónusta Þjónusta Búslóða- og almennir flutningar hvert á land sem er. Vönduð vinnubrögð og fagleg þjónusta. Uppl. í síma 618-9462, Fannar. Ýmislegt Veiði Veiði Óska eftir að taka á leigu kornakur fyrir gæsaveiði á Suðurlandi. Sé um að verja akurinn í samstarfi við eiganda. Eggert gsm 856-5100. Vélar & tæki Vinnulyftur ehf. Eigum á lager nýjar skæralyftur frá Skyjack og bómulyftur frá Niftylift. eyvindur@simnet.is, sími 774 2501. Til leigu Til leigu beit fyrir hross á gömlum túnum í Borgarfirði. Stærð 30 hekta- rar. Uppl. í síma 775-4080. Færir þér fréttirnar mbl.is vélin skipti um mynd og rödd- ina í afa segja okkur frá öllu því merkilega sem fyrir augu bar. Það skipti engu máli þó mynd- irnar væru beint ofan í berja- lyng einhvers staðar eða af at- hyglisverðu skýjafari í Breiðholtinu – eða þó við vær- um búnir að sjá þær allar millj- ón sinnum áður. Það var alltaf einhver annar heimur sem varð til þarna í myrkrinu á gang- inum með afa og allt var gott. Ég gæti haldið áfram enda- laust. Talað um ömmupítsurnar í örbylgjunni og grjónagrautinn í hádeginu. Fjöruferðirnar og veiðiferð- irnar. Molasykurinn. Langaf- astrákana sem hann var svo ánægður með og spurði frétta af í hvert skipti. En þegar allt kemur til alls veit ég, og allir sem afa þekktu, að betri, fórn- fúsari og gáfaðri maður er vandfundinn. Hann var kannski ekki stærsti maður í heimi en það var ekki annað hægt en að líta upp til hans. Ég dái runna sem roðna undir haust og standa réttir þótt stormana herði uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði. (Einar Bragi) Hvíldu í friði, afi minn. Þú átt það svo sannarlega skilið. Ólafur Ingibergsson. Minn kæri frændi og föður- bróðir, Gísli Guðmundsson, er látinn 96 ára að aldri. Gísli var Vestfirðingur, fæddist og ólst upp í Hjarðardal í Dýrafirði. Gísli var í alla staði merki- legur og mikilhæfur maður. Hann var afar vel greindur og afskaplega fróðleiksfús og afl- aði sér þekkingar um margvís- leg hugðarefni sem honum voru kær. Hann var mikill áhuga- maður um náttúru landsins hvort sem um var að ræða jarð- fræði, fuglafræði eða grasa- fræði. Hann kunni skil á hvers lags jarðmyndunum og þekkti fugla og blóm sem urðu á vegi hans. Hin magnþrungna vest- firska náttúra hefur efalaust mótað ungan manninn og fyllt hann þeirri miklu virðingu sem hann bar fyrir náttúrunni. Gísli unni alla tíð heimahög- unum og fór á hverju ári vestur í Dýrafjörð meðan heilsa hans leyfði. Faðir minn var yngstur systkinanna og ekki alinn upp með þeim. Eftir að þeir bræður fluttust báðir á höfuðborgar- svæðið og stofnuðu fjölskyldur varð vinátta þeirra og sam- gangur mikil. Þeir deildu sama áhuga á náttúrufræði og fóru oft saman í fræðsluferðir um landið. Ég var svo lánsamur að fá að fara með þeim í slíkar ferðir og þar kviknaði áhugi minn á náttúru landsins og þar kenndu þeir mér að bera virðingu fyrir land- inu og náttúru þess. Ég er þess fullviss að Gísli hefði lært náttúrufræði ef tæki- færi hefði gefist til. Gísli lærði vélvirkjun og járnsmíði og faðir minn fetaði í fótspor stóra bróður og gerði slíkt hið sama. Þeir unnu saman í mörg ár í vélsmiðju föður míns. Gísli var afar handlaginn maður og mik- ill smiður, hvort sem um var að ræða járn eða tré. Hann tók ætíð að sér flókn- ustu og vandasömustu verkefn- in í smiðjunni og var alla tíð af- ar eftirsóttur fagmaður. Þegar hann hætti að vinna þá sneri hann sér að handverki í tóm- stundum, batt inn bækur og skar út og smíðaði í tré. Allt fram á þetta ár mætti hann í Árskógana í Breiðholtinu og fékkst við útskurð og smíðar. Eftir Gísla liggja fjölmargir fal- legir munir sem bera vand- virkni hans og hagleik vitni. Líf Gísla var ekki alltaf dans á rósum, hann missti báða syni sína unga og síðar eiginkonu sína. Stoð hans og stytta var einkadóttir hans, Guðrún, og eiginmaður hennar, Ingiberg Magnússon. Þau hugsuðu alla tíð af mikilli hlýju og natni um Gísla og hann var svo heppinn að geta búið á eigin heimili til dauðadags. Gísli var afar frændrækinn og hringdi reglulega í mig þar sem við fórum yfir fréttir úr fjölskyldunni og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar. Gísli frændi var mér mikil fyr- irmynd, náttúruunnandi, rétt- látur mannvinur sem þoldi illa óréttlæti og misjöfnuð. Umfram allt var hann hjartahlýr og traustur einstaklingur sem allir gátu stólað á og vildu umgang- ast. Ég vil þakka Gísla frænda mínum fyrir allar ljúfar stundir sem ég átti með honum og sér- staklega fyrir gott og kært samband sem hann og Valborg kona hans áttu við foreldra mína og fjölskyldu. Við Þóra og fjölskylda sendum þeim, Gunnu, Ingiberg og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og biðjum um styrk þeim til handa. Blessuð sé minning Gísla Guðmundssonar Ragnar Þorsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Gísli Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.