Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 27

Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 27
en þá fór hún á kvenlækningadeildina og starfaði þar til ársins 2013 þegar hún hóf störf sem ljósmóðir á með- göngu- og sængurlegudeildinni. Hún hefur að auki unnið með hléum á fæð- ingarvakt Landspítalans. Auk ljós- móðurstarfa er Hilda verkefnisstjóri á kvenna -og barnasviði og stunda- kennari við hjúkrunarfræðideild HÍ. „Ég er að vinna að verkefni sem snýst um að auka samveru barns og móður eftir erfiða fæðingu. Núna þurfa börnin að fara á vökudeild ef þau þurfa tímabundið eftirlit en við erum að vinna að því að koma með þá þjónustu til foreldra og barnsins þannig að ekki þurfi að rjúfa samveru þeirra sem er svo mikilvæg. Það er mikið hjartans mál að þessi þjónusta verði fljótlega að veruleika en þetta er samvinnuverkefni vökudeildar, fæðingarvaktar og meðgöngu- og sængurlegudeildar.“ Hilda sat í stjórn Lífs styrktar- félags kvennadeildarinnar frá 2011- 2014, er í stýrinefnd fagráðs ljós- mæðra á Landspítala og situr í kjör- nefnd Ljósmæðrafélags Íslands. Öflugur fyrirlesari Árið 2010 stóð Hilda að málþingi um bólusetningar gegn HPV- veirunni sem veldur krabbameini í leghálsi. Öllum þingmönnum var boð- ið til málþingsins og þeim sent fræðsluefni um eðli og alvarleika HPV-faraldursins. Stuttu síðar voru sett lög á Alþingi um að bólusetja skyldi allar 12 ára stúlkur á Íslandi, þeim og fjölskyldum þeirra að kostn- aðarlausu. „Ég er mjög stolt af þessu verkefni og hef haldið fyrirlestra um það,“ en Hilda hefur flutt marga fleiri fyrirlestra, m.a. um kynlíf eftir fæð- ingu. „Í vor hlotnaðist mér sá heiður að fá að halda erindi á ráðstefnu félaga ljósmæðra á Norðurlöndum sem haldin var í Gautaborg en erindið fjallaði um vellíðan ljósmæðra og lækna í vinnu á kvennadeild Land- spítalans sem byggðist á lokaverkefni mínu til MS-prófs í mannauðs- stjórnun. Mér hefur verið boðið að fjalla um verkefnið á ráðstefnu al- þjóðasamtaka ljósmæðra sem haldin verður í Toronto í Kanada næsta sumar. Áhugamál mín snúast fyrst og fremst um samveru með fjölskyld- unni, góðar stundir í litla sumarhús- inu okkar í Borgarfirði, ferðalög og lestur góðra bóka.“ Fjölskylda Eiginmaður Hildu er Jóhannes Viggósson, f. 29.6. 1954, rannsókn- arlögreglumaður. Foreldrar: Viggó Guðmundsson, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 12.5. 1927, d. 2.1. 1998, og Hulda Jóhannesdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 23.8. 1931, d. 7.11. 1996. Börn: Þórný Athena Jóhannes- dóttir, f. 2.1. 2004, og Arna Maren Jó- hannesdóttir, f. 26.8. 2005. Bróðir: Birkir Friðfinnsson, f. 29.7. 1982, sjúkraþjálfari í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinnur Knútur Daníelsson, f. 5.5. 1954, verkfræð- ingur og forstjóri Alvarrs ehf. í Reykjavík, og k.h. Arna Þorvalds, f. 21.8. 1956, leikskólakennari í Reykja- vík. Úr frændgarði Hildu Friðfinnsdóttur Hilda Friðfinnsdóttir Signý Þórarinsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. á Kleif í Fljótsdal, S-Múl. Þorvaldur Guðjónsson brúarsmiður á Akureyri, f. í Kálfagerði í Eyjafirði Hrafnhildur Þorvaldsdóttir verkakona á Akureyri Reynar Hannesson stöðvarstjóri í Reykjavík Arna Þorvalds leikskólakennari í Reykjavík Fósturfaðir: Valdimar Sigurðsson Guðrún Guðbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Kolbeinsstöðum, Hnapp. Hannes Elísson verslunarmaður í Rvík, f. á Berserkseyri í Eyrarsveit, Snæf. Vala Valdimarsdóttir garðyrkjufræðingur í Reykjavík Anna Rósa Daníelsdóttir hjúkrunarfræðingur lengst af á Akureyri, bús. í Rvík Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir húsfreyja í Lambadal, f. í Alviðru í Dýraf. Bjarni Sigurðsson bóndi í Lambadal í Dýra- firði, f. í Botni í Dýraf. Ingibjörg Bjarnadóttir bóndi í Gnúpufelli Daníel Pálmason bóndi og hreppstjóri í Gnúpufelli í Eyjafirði Friðfinnur Knútur Daníelsson verkfræðingur og forstjóri í Reykjavík Anna Rósa Einarsdóttir Thorlacius húskona í Gnúpufelli, f. í Gnúpufelli Pálmi Jónas Þórðarson bóndi í Gnúpufelli, f. í Kambfelli í Djúpadal, Eyjaf. Á svölunum heima Hilda og eldri dóttirin, Þórný Athena. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Sveinn Tryggvason fæddist 12.ágúst 1916 í Reykjavík. For-eldrar hans voru Tryggvi Benónýsson, vélamaður í Tryggva- skála á Akranesi, síðar í Reykjavík, f. 11.4. 1894, d. 15.1. 1964, og k.h., Sveinsína Sveinsdóttir húsfreyja, f. 22.10. 1897, d. 21.8. 1959. Eftir gagnfræðapróf árið 1933, hóf Sveinn verklegt mjólkurfræðinám í Borgarnesi og á Akureyri til 1935. Þá settist hann á skólabekk í Statens Mejeriskole í Þrándheimi í Noregi og tók þaðan próf árið 1937. Sveinn var stöðvarstjóri í Mjólkurstöðinni í Reykjavík í eitt ár eftir heimkomuna. Þá gerðist hann mjólkurbússtjóri í Hafnarfirði til ársins 1942. Ráðunautur Búnaðar- félags Íslands var hann frá 1942 til 1947 og um skeið mjólkurbússtjóri á Sauðárkróki. Sveinn tók við fram- kvæmdastjórn Framleiðsluráðs landbúnaðarins árið 1947 og gegndi því starfi í 32 ár, eða til ársins 1979. Sveinn var fulltrúi Framleiðslu- ráðs í sexmannanefnd um árabil og var formaður Framleiðnisjóðs land- búnaðarins frá 1972 til 1980. Hann sat í framkvæmdanefnd Framsókn- arflokksins 1950-65, var fulltrúi Stéttarsambands bænda í stjórn Út- flutningssjóðs 1957-60, skrif- stofustjóri Búnaðarþings 1943-47 og ritari Bændasambands Norðurlanda 1951-57 og einn forseta þess 1957-80. Ritstörf: Mjólkuriðnaður á Ís- landi, 1947; Meðferð mjaltavéla, f. 1947, og Smjörgerð í heimahúsum, 1948. Sveinn skrifaði auk þess marg- ar greinar um landbúnaðarmál og var ritstjóri Árbókar landbúnaðar- ins 1964-80. Eiginkona Sveins frá 1.6. 1943 var Gerður Þórarinsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 22.9. 1919, d. 12.5. 2009. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kjartansson, kaupmaður í Reykja- vík, og k.h. Guðrún Daníelsdóttir, húsfreyja í Reykjavík. Börn Sveins og Gerðar eru Auður landslags- arkitekt og Þórarinn Egill, stöðvar- stjóri Matís á Egilsstöðum. Sveinn Tryggvason lést 16.8. 1989. Merkir Íslendingar Sveinn Tryggvason 90 ára Guðmundur Friðriksson 85 ára Halldóra G. Júlíusdóttir Sigurður Guðmundsson Þórarinn A. Guðjónsson 80 ára Guðrún Ásgerður Jónsd. Jóhanna Guðmundsdóttir Óli Örn Tryggvason Reynir H. Oddsson Sæbjörg Eiríksdóttir 75 ára Ásgerður Ágústsdóttir Gréta Sigrún Tryggvadóttir Sigríður Margrét Sigurðard. Sigríður Þ. Sigurmundsd. Sonja O. Garðarsson 70 ára Birna Kristín Þórhallsdóttir Eiríkur Jónsson Guðni Ósmann Ólafsson Helga Hinriksdóttir Helga Óskarsdóttir Jóhann Geirharðsson Sigríður Ásta Örnólfsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Þorsteinn Thorlacius 60 ára Eva Barbara Valdimarsd. Hlynur Ólafsson Hreinn Jóhannsson Ingiríður B. Þórhallsdóttir Ingólfur Guðnason Lárus Halldórsson Linda Björk Magnúsdóttir Ragnheiður Gísladóttir Sigrún Ragna Kjartansd. Sigurbjörg Þráinsdóttir Sigurður Ringsted Stefán Magnússon Svana Hólmfr. Kristinsd. 50 ára Aðalbjörg Jónsdóttir Áslaug Björgvinsdóttir Berglind Gestsdóttir Berglind Gísladóttir Dagný Ingólfsdóttir Elvar Freyr Jónsteinsson Hallgerður Jónsdóttir Jón Kristinn Henriksen Júlía Björg Sigurbergsd. Marta Þórunn Hilmarsd. Róbert Gunnar Goldingay Sigurbjörn Kristján Einarss. Vítor M. dos Santos Braz 40 ára Alfreð Elías Jóhannsson Anna Lovísa Jónsdóttir Elínborg Guðmundsdóttir Hilda Friðfinnsdóttir Hilmir Víglundsson Hrund Ýr Óladóttir Ingvar Bjarnason Lukasz K. Jackowski Oddný Sturludóttir Rakel Sveinsdóttir Sara Dögg Árnadóttir Tryggvi Hofland Sigurðsson 30 ára Agnieszka M. Nakoneczna Andri Freyr Björnsson Benedikt Magnússon Daníel Línb. Alexanderss. Eva Sóley Sigfúsdóttir Guðni Þór Ólafsson Guðrún Hilmarsdóttir Gunnar Roy Guðmundsson Iwona Pasiewicz Kjartan Ágúst Valsson Maciej Józef Wawruszczak Ólafur Davíð Bjarnason Sindri Snær Jensson Snorri Már Guðmundsson Thelma Rut Ragnarsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Anna er frá Djúpa- vogi en býr í Reykjavík. Börn: Erlingur Snæþór, f. 1995, Aron Vignir, f. 2000, Jafet Egill, f. 2006, og Anna Karen, f. 2007. Systkini: Friðrik Auðunn, f. 1978, og Jón Oddur, f. 1984. Foreldrar: Jón Oddur Jónsson, f. 1955, gröfu- maður hjá Háfelli, og Hrönn Guðný Gunnars- dóttir, f. 1957, vinnur hjá Gæðabakstri. Anna Lovísa Jónsdóttir 30 ára Sindri er Reykvík- ingur, er eigandi fatabúð- arinnar Húrra Reykjavík og leikmaður hjá KR. Systkini: Sigurlaug Björk, f. 1983, Sigurvin Ellert, f. 1988, og Silja Marín, f. 1994. Foreldrar: Jens Líndal Ellertsson, f. 1961, um- sjónarmaður fasteigna hjá flugfélaginu Atlanta, og Elín Bára Birkisdóttir, f. 1959, sjúkraliði á Land- spítalanum. Sindri Snær Jensson 30 ára Kjartan er Hafn- firðingur, er starfsm. hjá Kirkjugarði Hafnarfj. og yfirþjálfari hjá Badmin- tonf. Hafnarfjarðar. Maki: Þórunn Eva Guð- bjargar Thapa, f. 1983, menntuð í viðburðastj. og ÍAK einkaþjálfari. Börn: Jón Sverrir, f. 2004, og Erik Valur, f. 2011. Foreldrar: Valur Einar Valsson, f. 1961, og Krist- ín Ólafsdóttir, f. 1962. Kjartan Ágúst Valsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.