Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 31

Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég var kominn út í lífið og fór úr einu verkefni í annað en mig langaði að gera eitthvað algerlega frá sjálf- um mér þar sem ég gæti leikið og sungið á gítar og tvinnað það allt saman,“ segir Bragi Árnason, leikari og söngvari, en hann stígur á sviðið í Tjarnarbíói á morgun, 13. ágúst, kl. 20.30 með sýninguna Barry and his Guitar. Miðaverð er 2.500 krónur og fer miðasala fram á midi.is Sýningin er aðeins sýnd í þetta eina skipti í Tjarnarbíói en Bragi hefur áður sett hana upp í London, í Mengi, á einleikjahátíðinni Act Alone á Suðureyri og á Edinborg- arhátíðinni Fringe í fyrra en þar fékk sýningin góðar viðtökur. „Grínævintýri úr stórborginni, stútfullt af skemmtilegum lögum, lit- ríkum persónum og einlægum boð- skap,“ segir í tilkynningu um sýn- inguna en Bragi leikur þar öll hlutverk, semur sjálfur handrit, lög og texta. Eigin saga úr stórborginni Bragi byggir persónurnar laus- lega á fólki og atburðum sem urðu á vegi hans á meðan hann dvaldist í London síðastliðin átta ár. Þar út- skrifaðist hann sem leikari frá Kog- an Academy of Dramatic Art í Lond- on 2010 og hefur síðan leikið í söngleikjum, leikhúsuppfærslum, kvikmyndum, stuttmyndum, sjón- varpsþáttum og tónlistarmynd- böndum bæði hér á landi og erlendis. „Sýningin er um ungan mann sem er mjög viðkunnanlegur en dálítið óöruggur með sig og heitir Barry. Hann er hjartagóður en líka smá klaufi og virðist koma sér í aðstæður fyrir slysni sem er ómeðvitað eitt- hvað sem hefði átt að gerast,“ segir Bragi en Barry vinnur á kaffihúsi í London en gengur með þann draum í maganum að verða poppstjarna. „Hann tapar sér oft í músíkinni og fær oft að spila á kaffihúsinu en þar eru margir litríkir karakterar sem koma við sögu,“ bætir Bragi við en svo gerist það að Barry lendir upp á kant við glæpagengi í borginni eftir að hafa óvart móðgað son glæpafor- ingjans. „Það á svo eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.“ Bragi segist hafa farið í gegnum fjölmargar hugmyndir að verkum áður en hann endaði á því að semja einleikinn um Barry. „Ég ákvað svo að lokum að gera eitthvað alveg skáldað – mína eigin sögu og væri þá nær sjálfum mér,“ segir hann en það hafi verið margar litlar hindranir á vegi hans þegar hann bjó í London og ýmis ævintýri sem hann hafi lent í. „Þetta er mikill frumskógur og mig langaði að búa til litla sögu sem væri með skírskotun í þetta daglega líf og amstur í bland við músík.“ Sýningin sé blanda af leikriti, söngleik og glæpasögu sem að sögn Braga eru skemmtilegar andstæður að vinna með. „Ég hef sagt það í gríni að þarna fari saman í hræri- graut tvær bíómyndir, Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Mary Poppins,“ segir hann hlæjandi. Stressið gerði vart við sig Einleiksformið er talið krefjandi fyrir hvern leikara en fyrir Braga var þetta ákveðin áskorun. „Ég vildi ríða á vaðið og gera þetta bara,“ seg- ir hann en viðurkennir líka að þegar hann fór fyrst að æfa sýninguna og sýna hana fólki þá hafi stressið gert vart við sig. „Ég var að fara á mið sem ég hef ekki prófað áður og vissi ekki hvernig þetta myndi virka.“ Í einleik stendur sýningin og fell- ur með leikaranum. „Þetta er mjög krefjandi og maður hleypur úr ein- um karakter í annan og þarf að passa sig að sagan verði skýr en samt hefur maður bara klukkutíma og þarf líka að passa að taka líka ein- læg augnablik þar sem maður hægir á,“ segir Bragi og minnist þess að þegar hann kom fram á Act Alone- einleikjahátíðinni á Suðureyri fyrir ári hafi hann rekist á bol með áletr- un eitthvað á þessa leið:. „Einleik- urinn er eins og vél sem þú stjórnar og það er í þínum höndum hvernig kvöldið fer.“ Tíu hlutverk á klukkutíma Hlutverkin í sýningunni eru um tíu talsins og eru sumir meira áber- andi en aðrir. „Þetta er ákveðin æf- ing og rosalega krefjandi,“ svarar Bragi aðspurður um það hvernig gangi að bregða sér í hlutverk tíu mismunandi persóna á klukkutíma. „Þú verður líka að hafa mjög skýran mun á einum karakter til annars svo fólk rugli þeim ekki saman.“ Þá getur það verið ruglandi að breyta um persónur svona ört en fara þurfi hægt í gegnum senurnar og slípa til áður en sýningin er sett á svið. „Svo er það bara gaman stund- um þegar ég fer í karakter en átta mig svo á að þetta er ekki alveg rétt og leyfi mér þá bara að bakka að- eins,“ segir hann léttur í bragði en þannig hafi einleikurinn líka uppi- standsbrag á sér á köflum. „Út vil ek“-persónuleiki Bragi sér fram á að halda sig á landinu í bili eftir átta ára dvöl í London en viðurkennir að hann sé mikil „út vil ek“-týpa í eðli sínu og ný ævintýri á framandi slóðum heilli hann mjög. Til greina kemur þó að sýna sýninguna á fleiri stöðum hér á landi. Skálduð sjálfssaga úr stórborginni  Bragi Árnason setur á svið einleik- inn Barry and his Guitar í Tjarnarbíói Einleikið Bragi fer með hlutverk tíu persóna í sýningunni en handritið, textana og lögin skrifaði hann sjálfur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.