Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 2
Ert þú mikill menningarsinni? „Já, ég myndi segja það. Á minni lífsleið samdi ég töluvert af ljóðum og leik- ritum sem fengu ávallt fínar viðtökur – bæði hjá almúganum og fólki af æðri stigum. Einhvern veginn grun- ar mig að þessi verk mín hafi haft allmikil áhrif á vestræna menningu, og að það sé jafnvel ástæðan fyrir því að verið sé að púkka upp á mig á Menning- arnótt 400 árum eftir að ég hvarf af sjón- arsviðinu.“ Hvernig líst þér á að fólk ætli að skrifa klippileikrit og -ljóð með orðunum þínum? „Mér líst hreint ekkert illa á það. Ég geri mér grein fyrir því að ef höfundarréttar hefði notið við á mínum tíma, þá hefði ég verið í vondum mál- um. Ég fékk söguþræði allra minna leikrita, nema tveggja, að láni hjá öðrum leikritahöfundum. Það er því allt í góðu mín vegna að fólk noti mitt efni. Mér skilst að fólk sé enn að endurtúlka og -skrifa verkin mín á alla kanta og vegu og ég verð að viðurkenna að ég hef nú lúmskt gaman af því.“ Hvað með að lög frá þínum tíma verði leikin á píanó á bókasafninu? „Það er mér auðvitað að meinalausu þótt ég þekki nú ekki til þessa hljóðfæris sem slíks. Við notuðum nú helst trompet, trommur og víólur af ýmsu tagi við uppsetningu leikritanna minna. En þetta eru sjálfsagt gullfallegar melódíur, svo það er um að gera að njóta þeirra.“ Treystir þú fólki til að semja sonnettur eins og ætlunin er? „Ja, það er ekki seinna vænna að kynna sonnettuformið fyrir ungum og upprennandi skáldum. Fyrir mér er þetta ástarljóðaformið og ef þau valda því ekki vel verður mun flóknara fyrir þetta unga fólk að tjá ást sína þegar þess mun gerast þörf í framtíðinni,“ fullyrðir William Shakespeare að lokum og vonast til að flestir sjái sér fært að mæta í Grófina þótt hann eigi sjálfur ekki heim- angengt þann dag. WILLIAM SHAKESPEARE SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Árið 2016 hefur ekki aðeins verið gott ár fyrir íslenska íþróttamenn, ís-lenskir íþróttalýsendur hafa líka farið mikinn. Skemmst er að minn-ast framgöngu Guðmundar Benediktssonar á Evrópumeist- aramótinu í knattspyrnu í Frakklandi sem var með þeim hætti að hann var hundeltur af heimspressunni í framhaldinu. Barst sá eltingaleikur meðal annars hingað inn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins. Úr því hnén synj- uðu Guðmundi þess á sínum tíma að verða heimsfrægur knattspyrnumaður er ánægjulegt að tungan hafi á endanum skilað honum á leiðarenda. Um nokkurra ára skeið höfum við Íslendingar búið að öðrum íþróttalýs- anda á heimsmælikvarða, Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem lýsir þessa dagana því sem fram fer í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Lýs- ingar hans eru raunar þeirrar nátt- úru að þær eru yfirleitt mun skemmtilegri en íþróttagreinirnar sjálfar; Sigurbjörn er til dæmis eini maðurinn í heiminum sem hefur fengið mig til að horfa á blakleik frá upphafi til enda. Það gerðist fyrir fá- einum árum en Sigurbjörn er jafn- vígur á blak og frjálsar. Ég hef að vonum reynt að fylgjast eins mikið og ég get með Sigurbirni í þessari lotu og hann hefur sann- arlega ekki brugðist traustinu. Það er alltaf jafnmikil músík í mínum eyrum þegar Sigurbjörn segir um keppanda sem birtist á skjánum: „Hann varð fimmti á heimsmeistaramóti unglinga 2011.“ Eða: „Hún varð fjórða á evrópumeistaramótinu innanhúss 2012.“ Bláókunnugt fólk sem inn- an við hálft prósent þjóðarinnar getur mögulega kannast við. En Sigurbjörn er með þetta allt á hreinu enda gekk hann í skóla með ýmsum keppendum. Mögulega man hann margt af þessu en hinu flettir hann bara upp. Sig- urbjörn Árni mætir nefnilega aldrei blaðlaus til leiks. Enda þótt kappið sé mikið – ég hef áður fullyrt á prenti að Sigurbjörn gæti gert tiltekt í heimahúsi æsispennandi – er aldrei langt í spéið. Þannig fór Sig- urbjörn að rifja upp í einni lýsingunni um daginn að hann saknaði sumra greina frá fyrri tíð. Eins og þegar keppt var í því að handsama svín sem mætti til atsins löðrandi í olíu eða öðru sleipiefni. Sá sem fyrstur náði svíninu hreppti gullið. Einar Örn Jónsson, meðlýsandi Sigurbjörns, færðist við þetta allur í aukana og harmaði brottfall þessarar greinar; hún hlyti að hafa verið skemmtileg. Þá gall í Sigurbirni: „Já, fyrir áhorfendur en ekki fyrir svínið!“ Ætli Usain Bolt hefði verið lík- legur til afreka í svínaatinu? AFP Ekki skemmtilegt fyrir svínið! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Enda þótt kappið sémikið – ég hef áðurfyllyrt á prenti að Sig-urbjörn gæti gert tiltekt í heimahúsi æsispennandi – er aldrei langt í spéið. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir Fullklædd frá toppi til táar. Nátt- fötum, sokkum, næstum því vett- lingum. SPURNING DAGSINS Í hverju sefurðu? Þórarinn Árnason Oftast bara engu. Morgunblaðið/Ásdís Guðný Eygló Baldvinsdóttir Ég sef í víðum bol og nærbuxum. Sigurður Gústafsson og son- urinn Gísli Berg Sigurðarson Nærbuxum. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Thomas COEX/AFP Borgarbókasafnið í Grófinni mun kl.13-22 á Menn- ingarnótt bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir gesti safnsins til að setja sig í spor leikrita- og ljóðskáldsins William Shakespeare sem á 400 ára dánarafmæli í ár. „Allt í góðu mín vegna“ Getty Images/Universal Images Gr

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.