Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 Kosið um framtíð flugvallarins Það er mikilvægt að ná þver-pólitískri sátt um framtíðReykjavíkurflugvallar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, en hann er einn flutningsmanna þingsályktunar- tillögu sem leggja á fram á næstu dögum um að halda skuli þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð Reykja- víkurflugvallar. „Bakvið þetta mál er þver- pólitískur áhugi enda mál sem varð- ar okkur öll þvert á flokka og búsetu. Þess vegna standa að þessari ályktun þingmenn flestra flokka og það sem fyrir okkur vakir er að kalla eftir afstöðu þjóðarinnar til flugvallarins. Fá endanlega og marktæka niðurstöðu um það hvort Reykjavíkurflugvöllur verður áfram miðstöð innanlands- og sjúkraflugs, líkt og hann hefur verið, eða hvort hann eigi að fara.“ Samkvæmt núgildandi aðal- skipulagi Reykjavíkur fer flugvöll- urinn úr Vatnsmýrinni endanlega árið 2024 en í sumar var þjónusta og öryggi flugvallarins skert með lokun neyðarbrautarinnar. Hluti af þingkosningum Æskilegt er að mati Þorsteins að kosið verði um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum en sam- kvæmt lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna er orðið of seint að leggja fram tillögu þess efn- is ef miðað er við að alþingiskosn- ingar fari fram 29. október. „Ég er efins um að það takist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins og alþingis- kosningar á sama tíma ef kjördagur 29. október stendur,“ segir Þor- steinn en hann telur heppilegra að kosið verði á sama tíma. „Því fylgir ákvæðið hagræði að kjósa á sama tíma og gengið verður til þingkosninga en hvort sem af því verður eða ekki er afstaða okkar skýr til þess að þjóðin fái að segja sína skoðun á framtíð Reykjavíkur- flugvallar.“ Ekki háð túlkun Kosning um framtíð Reykjavíkur- flugvallar bindur hvorki hendur Al- þingis né Reykjavíkurborgar þar sem um ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu væri að ræða. Þorsteinn segir því mikilvægt að niðurstaðan verði hafin yfir allan vafa. „Þess var sérstaklega gætt að spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu um flug- völlinn sé ekki háð túlkun. Niður- staðan verður að vera skýr.“ Spurður af hverju Alþingi taki ekki sjálft afstöðu til staðsetningar Reykjavíkurflugvallar segir Þor- steinn nú þegar liggja fyrir frum- varp Höskuldar Þórhallssonar, þing- manns Framsóknarflokksins, um færslu skipulagsvalds alþjóða- flugvalla til ríkisins. „Alþingi hefur vald til að grípa inn í þá atburðarás sem átt hefur sér stað vegna staðsetningar Reykja- víkurflugvallar. Niðurstaða þjóðar- atkvæðagreiðslu myndi hins vegar styrkja þingið í viðleitni sinni að beita sér í málinu eða láta það kjurt liggja, allt eftir niðurstöðu kosning- arinnar.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng og segir æskilegt að sameina fólk um farsæla lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Mannréttindamál „Vandinn er að finna leið til að sam- eina fólk um lausn varðandi flugvöll- inn en það hefur verið pólitískt ósætti og ólík sjónarmið innan allra flokka, sem hefur staðið því fyrir þrifum. Þess vegna hef ég alltaf horft til þess að þjóðaratkvæða- greiðsla myndi höggva á þann hnút,“ segir Ögmundur en hann segir skyldur höfuðborgarinnar vera miklar þar sem til hennar leiti fólk af öllu landinu í opinbera þjónustu sem sátt hefur verið um að staðsett sé í höfuðborginni. „Það varðar grundvallarmann- réttindi og jafnræði með þegnum landsins að hér sé jafn aðgangur að t.d. heilbrigðisþjónustu árið um kring enda var lögð áhersla á það í samskiptum rík- isins og Reykjavíkur- borgar að ekki kæmi til lokunar hinnar svo- kölluðu neyðarbrautar nema búið væri að tryggja opnun sambærilegrar brautar annars staðar á suð- vesturhorni landsins.“ Reykjavíkurflugvöllur á að víkja samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Þórður Þingmenn úr flestum flokkum ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar samhliða næstu þingkosningum eða um leið og mögulegt er. „Menn verða bara að horfast í augu við það að flugvöllurinn er ekki að fara neitt næstu áratugina,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en bent hefur verið á að ekki séu til fjármunir til uppbygg- ingar á nýjum flugvelli. „Meirihlutinn í borgarstjórn er að koma flugvallarmálinu í mikil vandræði en það er eins og hag þeirra sé best borgið með að hafa mikinn óróa í kringum þetta mál. Allar yf- irlýsingar um að flugvöllurinn sé að fara koma í veg fyrir fjár- festingar og uppbyggingu inn- anlandsflugs, sem er mjög slæmt því við þurfum að létta á álaginu á samgöngur í land- inu.“ Guðlaugur bendir jafnframt á að á sama tíma og gífurleg uppbygging sé á ferðaþjónustu í landinu fari ekkert til upp- byggingar á innanlandsflugi. Flugvöllurinn fer ekkert Guðlaugur Þór þórðarson Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Rangá og liðsmaður Hjart- ans í Vatnsmýri, segir þjóðar- atkvæðagreiðslu áhugaverða hugmynd. „Reykjavíkurborg, sem hefur keyrt þetta mál áfram, virðist ekki taka tillit til neins annars en hagsmuna bygg- ingarverktaka en ýtir öllu öðru til hliðar, eins og góð- um samgöngum og- sjúkraflugi. Þjóðar- atkvæðagreiðsla gæti því orðið til þess að fá endanlega niðurstöðu um framtíð Reykja- víkurflugvallar.“ Sjúkraflug treystir á Reykja- víkurflugvöll árið um kring. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Áhuga- verð hug- mynd Friðrik Pálsson „Það varðar grundvallarmannréttindi og jafnræði með þegnum landsins að hér sé jafn aðgangur að t.d. heilbrigðisþjónustu árið um kring“ Ögmundur Jónasson INNLENT VILHJÁLMUR ANDRI KJARTANSSON vilhjalmur@mbl.is Þorsteinn Sæmundsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.