Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 12
Hetjurnar sem eftir var tekið
Á Ólympíuleikunum í Ríó þetta sumar hafa nokkrir sigursælir íþróttamenn vakið meiri athygli en aðrir og í hugum margra eru
þeir hálfgerðar ofurhetjur leikanna. Fortíð þessara íþróttagarpa er eins ólík og þeir eru margir – sumir hafa ofuraga í forgrunni
en aðrir virðast láta mátulegt kæruleysi vinna með sér. Bróðurparturinn á þó sameiginlegt að hafa þurft að hafa fyrir lífinu, alast
upp í fátækt, glíma við námsörðugleika, ADHD og jafnvel stríð. Þau eiga það líka sameiginlegt að gefast aldrei upp.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
RIO 2016
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
hittir vini sína og fer út að dansa
þegar aðrir myndu mæta á æfingar.
Fjölskylda hans og vinir í Trelawny
á Jamaíka segja að hann hafi verið
svona frá því hann var strákur,
þessi gleði á vellinum sé sú sama og
hann sýndi fimm ára. Stóra spurn-
ingin að mati margra er; Ef Usain
Bolt myndi haga sér eins og flestir
íþróttamenn á Ólympíuleikunum;
æfa meira og slaka minna á – væri
hann þá ekki að gera enn ótrúlegri
hluti? Eða færi honum jafnvel að
ganga verr ef hann setti inn strang-
an aga og minna gaman?
Spretthlauparinn jamaíski Usain
Bolt er kallaður „fljótasti maður í
heimi“. Á þrennum Ólympíu-
leikum í röð hefur hann unnið 100
og 200 metra hlaup. Ef hann sigrar
4x100 metra boðhlaup um helgina
hefur hann náð níu gullverðlaunum
í frjálsum íþróttum en aðeins tveir
aðrir íþróttamenn hafa náð því.
Bolt er glaðlegur og glettinn og
tekur dansspor eftir sigra. Hann
hefur alla tíð nálgast íþróttina á
mjög afslappaðan hátt; er talinn
leyfa sér meira en margir íþrótta-
menn í hans stöðu þar sem hann
USAIN BOLT
Usain Bolt er 29 ára gamall
Jamaíkabúi, en fjölskylda
hans rekur litla mat-
vöruverslun í Trelawny.
Fleiri heimsfrægir hlauparar
hafa komið frá Trelawny.
AFP
Vinnur glettnin með?
eftir sér og nú í vor fékk hann aftur erf-
iðan vírus sem gerði það að verkum að
hann gat ekki tekið þátt í Evrópumeist-
aramótinu og margir voru efins um að
hann gæti tekið þátt í Ólympíuleikunum.
Þjálfari hans segist sjaldan hafa séð slíka
þrjósku hjá íþróttamanni, þar sem Whit-
lock æfði stundum með hita og tilheyr-
andi slappleika.
Fimleikamaðurinn Max Whitlock skilaði
Bretum fyrstu medalíunni á Ólympíu-
leikum í greininni í 108 ár, en alls vann
hann til tvennra gullverðlauna og einna
bronsverðlauna í Ríó. Ofurhetjan í
Whitlock er ekki síst athyglisverð fyrir
þær sakir að hann hefur þurft að berjast
við erfið veikindi. Árið 2015 fékk hann
einkirningssótt sem dró mikinn dilk á
MAX WHITLOCK
Max Whitlock, sem er 23 ára gamall, sagðist í viðtali vera feginn að einkirn-
ingssóttin hafi ekki rústað ferlinum eins og dæmi eru um í íþróttaheiminum.
AFP
Með hita á æfingum
„Við vitum öll að hún er frábær sundkona en
hún er enn betri manneskja,“ lét einn þjálfari
bandarísku sundkonunnar Katie Ledecky hafa
eftir sér, en Ledecky vann til fjögurra gull-
verðlauna á Ólympíuleikunum og setti nýtt
heimsmet í 800 metra skriðsundi. Þótt Ledecky
sé af afar ríkri og vel stæðri fjölskyldu, eigi með-
al annars föðurbróður sem er þekktur millj-
ónamæringur í New York, er fortíð föðurfjöl-
skyldu hennar þyrnum stráð. Föðurafi hennar
flúði til Bandaríkjanna frá Tékkóslóvakíu undan
kommúnismanum 1947 og ættingjar hennar
létu lífið í helförinni.
Sigrar Ledecky eru sagðir einstakir því hún er
hvorki sögð búa yfir sérstakri sundtækni sem
spyrni henni framar né njóti hún neinna sér-
stakra líkamlegra yfirburða og sé raunar fremur
lágvaxin og með of litlar hendur til að vera svo
góður sundmaður. Engum detti í hug að hún sé
einn besti íþróttamaður í heimi út frá því hvern-
ig hún líti út. Þetta sé hugarástand hennar; hún
syndi eins og hún sé að vinna sér inn fyrir fæði
og húsnæði. Það komi hins vegar heldur ekki
heim og saman við persónuleika hennar því hún
hugsi fremur um aðra fyrst; hlýleg og gefandi.
KATIE LEDECKY
Hin 19 ára gamla Katie Ledecky
starfar með ýmsum góðgerðar-
samtökum, meðal annars Bikes for
the World og Wounded Warriors.
AFP
Betri manneskja en sundkona
SIMONE BILES
Simone Biles, sem er 142 cm á hæð, er
fyrsta konan í 20 ár til að vera bæði ól-
ympíu- og heimsmeistari í fimleikum.
Aðspurð af hverju enginn hafi afrekað
það í 20 ár svaraði hún: „Ég fæddist
ekki fyrr svo ég gat ekkert gert í því.“
AFP
Mannslíkaminn á ekki að geta gert þetta
Í Íslendingasögunum er sagt frá
köppum sem stukku hæð sína. Hin
19 ára gamla Simone Biles stekkur
hins vegar tvisvar sinnum hæð sína
og það er það sem hefur gert áhorf-
endur og sérfræðinga um fimleika
orðlausa. Enginn vissi að þetta væri
hægt.
Því þótt hún hafi fengið fern gull-
verðlaun og brons eru það gólfæfing-
arnar þar sem hún getur nýtt þessa
gífurlegu hæð í stökkunum til að
gera hinar ótrúlegustu æfingar sem
kallast nú einfaldlega „The Biles“.
Simone Biles og systir hennar voru
ættleiddar af móðurafa sínum og
-ömmu þar sem foreldrarnir voru
fíklar. Móðir Biles hefur sagt í við-
tölum í vikunni að hún hafi verið
edrú í 9 ár og heyri í dóttur sinni á
nokkurra mánaða fresti. Biles er ein
þeirra fáu sem hlusta ekki á tónlist á
undan æfingum heldur kjaftar við vini
sína og slær á létta strengi.