Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 14
Michelle Carter vann til gullverðlauna í kúluvarpi í Ríó og gerði
sig og föður sinn um leið að fyrstu feðginunum til að vinna til
verðlauna á Ólympíuleikum í einstaklings-
grein en hann vann til silfurverðlauna á
leikunum 1984 og er þjálfarinn hennar
í dag.
Michelle Carter hefur bæði þurft
að glíma við lesblindu og ADHD og
segir glímuna við það hafa kennt sér
að með vilja og vinnu sé allt hægt.
Carter er lærður förðunarmeistari
og það vakti athygli að ólíkt flest-
um keppendum var hún mikið
máluð og með gerviaugnhár
þegar hún keppti. Hún segir
að það að líða vel með sjálf-
an sig skipti máli þegar
maður keppir og hún hafi
því ákveðið að vera
eins og hún er vön.
Hún hefur líka verið
talskona líkamsvirð-
ingar og sagt að Ól-
ympíuleikarnir þurfi
að sýna konum að það
sé ekki til ein tegund af heil-
brigðum líkama – sjálf sé hún 117
kíló en heilbrigð og flott.
Suður-Afríkumaðurinn
Wayde van Niekerk vann
ekki aðeins til gullverðlauna
í 400 metra hlaupi í Ríó
heldur sló hann um leið 17
ára gamalt heimsmet Mich-
aels Johnson.
Í áhorfendaskaranum
fagnaði ein eldri kona áber-
andi mikið; 74 ára gamall
þjálfari hans, Ans Botha, og
telja margir að hún eigi afar
stóran þátt í sigri Niekerk
sem átti í nokkrum erf-
iðleikum árin áður en hún
tók við þjálfun hans 2012
þar sem hann var meðal
annars alltaf að meiðast.
Niekerk segir Botha hafa
gert sig agaðan og einbeittan með því að
vera afar strangur þjálfari. Móðir Wayde
van Niekerk var sjálf mikil hlaupakona og
það sem hindraði hana í að komast á Ól-
ympíuleika var aðskilnaðarstefna yfirvalda í
Suður-Afríku.
WAYDE VAN NIEKERK
Hinn 23 ára gamli Wayde van Niekerk
er afar trúaður viðskiptafræðinemi og
á Twitter skrifaði hann: „Jesús gerði
þetta“ eftir að hann sló heimsmet
Michaels Johnson.
AFP
Þakkar þjálfaranum
Ans Botha fylgist með Wayde van Niekerk reima á sig
hlaupaskóna en Niekerk segir Botha aldrei láta sig komast
upp með neina vitleysu og hann eigi henni mikið að þakka.
RIO 2016
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
Bretinn Mohamed Farah hlaut þriðja ólymp-
íugull sitt á ferlinum þegar hann vann 10 km
hlaupið og það þrátt fyrir að hafa dottið í
hlaupinu og þurft að vinna upp tíma. Hann er
kominn í úrslit í 5.000 km hlaupi sem fer
fram í dag, sunnudag, en í undanúrslitum
þess hlaups hrasaði hann aftur en komst
samt áfram.
Farah er ekki maður sem gefst upp og
þekkir vel að þurfa að hafa fyrir lífinu. Hann
fæddist í Sómalíu en ólst einnig upp í Djibútí.
Faðir hans var breskur ríkisborgari sem hafði
verið á ferðalagi í Austur-Afríku, hitt móður
Farah og úr því stutta ævintýri varð Farah til.
Þegar Farah fluttist til Bretlands til föður
síns, átta ára gamall, hafði hann hlaupið en í
þeim tilgangi að forðast átök og borgarastríð
í heimalandi sínu. Hann talaði enga ensku
þegar hann kom til Bretlands og lenti meira
að segja einu sinni í slagsmálum vegna mis-
skilnings þegar hann reyndi að gera sig skilj-
anlegan. Hann gerði leikfimikennara sína
fljótt gapandi sem sáu hvílíkur hæfi-
leikamaður var þarna á ferð. Mohamed Fa-
rah hefur verið útnefndur besti íþróttamað-
ur sem Bretar hafa átt fyrr og síðar. Hann er
mikill mannvinur og stofnaði góðgerðarsjóð
undir eigin nafni fyrir nokkrum árum.
MOHAMED FARAH
Mo Farah eins og hann er kallaður kemur í mark í Ríó og gerir hjarta með
höndunum, sem er einkennandi fyrir hann. Hann er 33 ára gamall.
AFP
Hljóp undan
átökum
Hinn 31 árs gamli bandaríski sund-
kappi Michael Phelps hefur unnið til
flestra verðlauna á Ólympíuleikunum
hingað til og hreppt fimm gull og eitt
silfur.
Phelps var vatnshræddur sem barn
og til að vinna bug á hræðslunni lét
mamma hans hann aðeins synda bak-
sund til að byrja með. Og þar, á bak-
inu, komu hæfileikar hans strax í ljós.
Það var þó strax ljóst að hann yrði í
meiri vandræðum með sjálfan sig í
skólastofunni og níu ára gamall var
hann greindur með ADHD en hann
átti erfitt með einbeitingu og sam-
skipti við önnur börn. Móðir hans,
sem fékk gjarnan að heyra að Michael
gæti ekki þetta og hitt, vildi sanna fyr-
ir umheiminum að sonur hennar gæti
allt sem hann vildi og hélt vel utan um
hann. Sjálf var hún kennari og þegar
hann vildi ekki lesa rétti hún honum
íþróttasíðurnar úr dagblöðunum.
Í sundlauginni átti hann líka í erf-
iðleikum með hegðun sína og ef hann
kom seint í mark þrykkti hann sund-
gleraugunum sínum lengst út í laug-
ina. Móðir hans sagði honum að hér
eftir myndi hún gefa honum merki frá
bakkanum ef hann væri að sýna af sér
óíþróttamannslega hegðun. Hún
myndaði bókstafinn C á bakkanum
með höndum sínum – „compose yo-
urself“ – eða náðu stjórn á þér. Líkami
Phelps er sagður kjörinn fyrir góðan
sundhraða; hans langi búkur og hend-
ur en fremur stuttu fætur hjálpi til við
að auka hraðann. Í þessum agaða
íþróttamanni eru miklar þversagnir.
Phelps hefur tvisvar verið tekinn fyrir
að aka undir áhrifum áfengis og verið
settur í sex mánaða keppnisbann
vegna þess. Árið 2009 var hann mynd-
aður þar sem hann reykti maríjúana.
MICHAEL PHELPS
Michael Phelps er
talinn besti sund-
maður sem heim-
urinn hefur alið af
sér. Hann æfir alla
daga, líka á jólunum,
en hefur einnig átt í
erfiðleikum með
sjálfan sig og sýnt af
sér óábyrga hegðun.
AFP
Þurfti að ná stjórn á sér
MICHELLE CARTER
Michelle Carter er 30 ára
gömul og gengur undir
nafninu „skot-dívan“.
AFP
ADHD kenndi
að allt er hægt