Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 15
Hin tvítuga Simone Manuel segist hrærð yfir því að bandarísk börn af afrískum uppruna líti á hana sem rokkstjörnu. Sigur hennar er talinn stór fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum. eftir 21. öldinni var svörtum mein- aður aðgangur að sundlaugum í Bandaríkjunum og því kunnu heilar kynslóðir ekki að synda. Þetta er því risamál í Bandaríkj- unum, þar sem sund hefur verið íþrótt hvíta forréttindahóps- ins, og er vonast er til þess að svört börn um öll Bandarík- in þyrpist í sundlaugarnar. Sjálf segist Manuel taka því af auðmýkt að geta haft svo mikil áhrif. Afrek Simone Manuel, fyrstu bandarísku blökkukonunnar til að vinna gull í sundi á Ólympíu- leikunum, er talið munu hafa slík áhrif að fáir verðlaunahafar hafi fyrr eða síðar afrekað slíkt. Fleiri blökkumenn í Bandaríkjunum muni læra að synda. Árlega drukkna 3.500 Bandaríkja- menn og stærstur hluti þeirra er blökkumenn. Könnun frá 2010 sýndi að börn af afrískum uppruna kunnu mörg illa eða ekki að synda. Ástæðan er sögð meðal ann- ars sú að lengi fram SIMONE MANUEL Mikilvægasta afrekið AFP 21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hver mun nokkru sinni geta gleymt Shaunae Miller? Enginn hefur nokkru sinni séð hlaupara fara þessa leið að gullinu á Ólympíuleikunum en Miller dýfði sér bókstaflega í mark og lét sig falla fram yfir endalínuna. Fullkomlega löglegt en svo óvenjulegt að enginn sig- ur á Ólympíuleikum hefur vakið upp jafnmikil skrif, fréttaflutning og bolla- leggingar sérfræðinga. Miller tryggði sér þar með gull- verðlaun í Ríó en eitt aðalsmerki hlaupakonunnar er það að láta aldrei hugfallast. Til að mynda meiddist hún illa á hásin í undanúrslitum á Ólympíu- leikunum í London 2012 og lét þá hafa eftir sér að þau meiðsli væru bara smá- vegis bakslag fyrir ótrúlega endurkomu og stóð þar við stóru orðin. Móðir hennar er hennar helsta klappstýra og Miller segist varla muna eftir þessum lokametrum og ekki hafa áttað sig á sigrinum fyrr en hún lá í jörðinni og heyrði móður sína öskra, þá vissi hún að hún hefði unnið. SHAUNAE MILLER Shaunae Miller er 22 ára og líkt og sigurinn í 400 metra hlaupinu sýndi er hún þekkt fyrir að vera úrræðagóður persónuleiki sem lætur aldrei hugfallast. AFP Gefst aldrei upp Járnfrúin Katinka Hosszú fékk þetta viðurnefni fyrst í kín- versku dagblaði eftir að hún keppti í átta greinum á heims- meistaramótinu í sundi og vann medalíur í fimm þeirra. Hosszú, sem er ungversk, hefur keppt á öllum Ólympíu- leikum frá 15 ára aldri en hún er 27 ára í dag og virðist ekkert lát vera á ótrúlegum sigrum hennar. Hún er af sundfólki komin og var afi hennar líka mikill sund- kappi en sjálf er hún einnig lærður sálfræðingur og þykir afar öguð í sundlauginni og utan hennar. Á leikunum í ár vakti það mikla gremju þegar bandarískur fréttaþulur sagði að eig- inmanni hennar, sem þjálfar hana, mætti þakka afrek hennar en hún bað hann um að þjálfa sig eftir Ólympíuleikana 2012. Hún er ekki óvön því að fjölskyldumeðlimir þjálfi hana en afi hennar þjálfaði hana til 13 ára aldurs. KATINKA HOSSZÚ Sundkonan Katinka Hosszú er 27 ára gömul og hefur rakað saman verðlaunum frá unga aldri. AFP Ofuröguð járnfrú YUSRA MARDINI Sundkonan Yusra Mardini keppti í sérstöku liði flóttamanna á Ól- ympíuleikunum en hún er tvítug og vann hetjudáð á Miðjarðarhafi síðasta sumar á flótta sínum. AFP Þótt sýrlenska sundkon- an Yusra Mardini hafi ekki komist á verð- launapall á Ólympíu- leikunum kemst hún auðveldlega í félag ofur- hetja. Mardini bjargaði 20 manns sem voru á flótta frá Damaskus, um borð í bát sem varð vél- arvana á Miðjarðarhafi. Í þrjár klukkustundir synti Mardini með bát- inn í eftirdragi og náði landi á Lesbos, þaðan sem hún hélt svo til Þýskalands. Ofurhetjan sem náði í land en ekki á pall Elaine Thompson gerði það sem aðeins ein kona hefur gert síðustu 30 árin; vann bæði 100 metra og 200 metra hlaup á Ólympíuleikunum. Ótrúlegt en satt, þá var Elaine Thompson ekki afburðamanneskja í spretthlaupi á sínum yngri árum og fór ekki að setja met fyrr en hún fékk skólastyrk til að fara í háskóla þar sem hún breyttist úr meðalhlaupara í afburðamanneskju og í dag er hún fjórða fljótasta kona heims sem hefur nokkru sinni hlaupið á Ól- ympíuleikunum. Thompson ólst upp við mikla fátækt á Jamaíka, og urðu foreldrar hennar að gefa uppeldi hennar frá sér til móðurömmunnar. Amman hefur sagt í viðtölum að hún hafi lagt mikið upp úr því að geta alltaf gefið hlaupakonunni góðan kvöldmat og þrátt fyrir eigin fátækt hafi það gengið eftir en stundum hafi hún þurft að fá lánaðan pening til þess. Elaine Thompson er mjög náin móður sinni og hefur látið hafa eftir sér að hún ætli að reyna að hjálpa fjölskyldu sinni fjárhagslega nú þegar hún fer að fá pening fyrir hlaup sín. ELAINE THOMPSON Elaine Thompson ólst upp í mikilli fátækt á Jamaíka og hef- ur sagt að þegar hlaupin fara að skila tekjum ætli hún að að- stoða fólkið sitt fjárhagslega. AFP Áttu ekki fyrir kvöldmat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.