Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 19
leitað að upplýsingum um þá staði sem eru mun fleiri en hann óraði fyrir. „Ég byrjaði að halda þessum upplýsingum til haga á tíunda áratugn- um út frá bókum, blöðum og tímaritum sem ég á sjálfur í mínum fórum. Mér hefur alltaf þótt forvitnilegt að kíkja á prentstaði í bókum, ekki síst þeim bókum sem komu út fyrir aldamótin 1900. Þetta áhugamál datt upp fyrir hjá mér um tíma eftir að ég kom hingað austur en núna seinustu árin hef ég byrjað á þessu aftur af meiri þunga en áður,“ segir Svanur. Það endaði með útgáfu bókar, „Prent- smiðjueintök – prentsmiðjusaga Íslands“, sem kom fyrst út 2014 og aftur endurbætt í fyrra. Ekki er ólíklegt að þriðja útgáfa komi út innan tíðar en sitthvað hefur bæst við af upplýsingum undanfarna mánuði. Auk íslenskra prentsmiðja hefur Svanur rannsakað sérstaklega danskar prentsmiðjur sem prentuðu bækur á íslensku frá 1850 og fram yfir aldamótin 1900. Sitthvað hefur komið upp úr krafsinu og Svanur sýnir mér til dæmis nokkur tölublöð af menningarritinu Suðurlandi sem prentað var á Eyrarbakka snemma á síðustu öld. „Þessi út- gáfa markaði tímamót en Suðurland var stofnað til að auka veg menningarinnar hér um slóðir,“ segir Svanur en ritstjóri og ábyrgðarmaður var Oddur Oddsson gullsmiður. „Ég heimsótti í vor fólkið sem býr í húsinu, þar sem prentsmiðjan var. Þau eru að gera húsið upp og hafa fundið eintök af Suðurlandi milli þilja. Þetta er stór- merkilegt mál og ég á eftir að rannsaka það bet- ur ef mér endist aldur til,“ segir Svanur. Fengið ómetanlega hjálp Þessi prentsmiðja mun hafa farið víða. Hóf starfsemi sína í Reykjavík sem Aldar- prentsmiðja Jóns Ólafssonar 1897 en var síðar á Eyrarbakka, Selfossi og bænum Haga í Flóa en endaði í Vestmannaeyjum. Stöðugt bætist við skráninguna. 130 prent- staða er getið í seinni útgáfu bókarinnar en Svanur getur best trúað því að alla vega hundr- að staðir hafi bæst við síðan og fjöldinn gæti jafnvel slagað í 300 þegar allt er talið. „Ég hef fengið ómetanlega hjálp við skráninguna frá Þorsteini Jakobssyni, prentara í Reykjavík, Rúnari Sigurði Birgissyni, fornbókasala í Kola- portinu, og Ragnari Guðmundssyni bókasafn- ara og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.“ Athygli vekur að nýjasta tækni er í liði með Svani. Hann býr að forláta tölvu á skrifstofu sinni og dvelst þar löngum stundum. Hann sýn- ir mér eitt og annað í tölvunni og eftir nokkra stund sprettur fíll skyndilega fram og valhopp- ar yfir skjáinn. Svanur hlær að þessu og segir að þetta sé vinsamleg áminning til sín um að standa upp frá tölvunni og hreyfa sig. „Sonur minn fann þetta forrit og fannst upplagt að setja það upp hérna hjá mér. Maður á það til að gleyma sér.“ Hann brosir. Músarmotta Svans vekur líka athygli en hana prýðir enginn annar en erkispæjarinn Sherlock Holmes eða Skerjaláki úr Hólmi. Hefur fylgt tölvuþróuninni Svanur tók tæknina í sína þjónustu meðan hann vann hjá FBM. „Það var erfitt að fá menn til að fylgja tækninni og fyrsta tölvan var hálf- partinn neydd upp á formann félagsins á þeim tíma,“ rifjar hann upp sposkur. „Ég vann mikið á tölvu meðan ég var hjá félaginu og keypti mér snemma tölvu sjálfur. Ætli megi ekki segja að ég hafi fylgt þróuninni síðan,“ segir Svanur sem er virkur bloggari, er á Facebook og hvaðeina. Hann stofnaði meira að segja og heldur utan um hóp prentara og annarra áhugamanna um prentlist á Facebook. Alls um 270 manns. Svanur hlær þegar ég upplýsi að ég hafi heyrt að hann stundi einnig blaðburð á morgn- ana. „Það get ég nú varla sagt,“ segir hann. „Fréttablaðið er ekki borið heim, heldur skilið eftir í kassa hér í grenndinni og við skiptumst nokkur á því að dreifa því hér í götunni. Viku í senn. Það er hressandi að vakna snemma og gott fyrir heilsuna að fara út og hreyfa sig. En blaðbera get ég þó ekki kallað mig með góðri samvisku.“ Það kemur svo sem ekki að sök. Næga getur hann víst borið titlana. Prentsmiðir á Morgunblaðinu að störfum við svokallaða setjaravél á síðustu öld. Svanur Jóhannesson bókbindari með tölu- blað af Suðurlandi frá árinu 1911. Blaðið var prentað á Eyrarbakka. Morgunblaðið/Þórður 21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.