Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 26
Bláberjaostakaka
Fyrir 10-12
200 g gróft hafrakex eða speltkex (úr heilsubúð)
50 g múslí (án viðbætts sykurs)
2,5 msk. kókosolía
5 msk. hreinn appelsínusafi (eða meira eftir
þörfum)
500 g Philadelphia Light (rjómaostur en ekki
smurostur)
250 g hreint skyr
3 stór egg
3 msk. hlynsíróp eða agavesíróp
2 tsk. vanilludropar (úr heilsubúð)
100 g fersk (ekki frosin) bláber eða 3 msk. blá-
berjasulta, án viðbætts sykurs
200 g grísk jógúrt með 0% fitu
200 ml bláberjasulta án viðbætts sykurs
Botn: Setjið kexið og múslíið í matvinnsluvél og mal-
ið alveg þangað til það er orðið að dufti og setjið í
skál. Dreypið kókosolíunni og appelsínusafanum yfir
með teskeið og hrærið vel þar til rakt (ekki blautt).
Bætið meiri appelsínusafa við ef þið teljið þurfa.
Klæðið 26 cm bökunarform (með lausum botni) með
bökunarpappír (þannig að hann fari upp á brún). Setj-
ið mulninginn í botninn og þrýstið vel niður. Bakið við
150°C í 20 mínútur.
Fylling: Setjið í hrærivélarskál Philadelphia Light-
ostinn, skyrið, eggið, agavesírópið og vanilludropana.
Hrærið í 10 sekúndur eða þangað til fyllingin er silki-
mjúk.
Bætið bláberjunum varlega saman við og hrærið
þangað til berin hafa dreifst vel en ekki þannig að kak-
an verði fjólublá. Ef þið notið 3 msk. af sultu, hrærið
þá aðeins með gaffli og gætið þess sérstaklega að
hræra ekki of mikið.
Takið botninn úr ofninum, kælið í um 10 mínútur
og hellið fyllingunni svo út í.
Bakið við 150°C í ca. 40-45 mínútur. Potið varlega í
miðju kökunnar og ef hún er hlaupkennd, bakið hana
þá í 10 mínútur í viðbót. Kakan stífnar svo þegar hún
kólnar. Ef hún dökknar má breiða álpappír yfir.
Slökkvið á ofninum og leyfið ostakökunni að kólna al-
veg inni í honum (gjarnan yfir nótt).
Þegar ostakakan er orðin köld, smyrjið þá jógúrt-
inni yfir og leyfið kökunni að standa í ísskáp eins lengi
og þið getið, allt að 2 tíma ef það er mögulegt, helst
lengur.
Því næst skal setja afganginn af bláberjasultunni of-
an á. Smyrjið varlega svo að jógúrt og sulta blandist
ekki saman. (Ástæðan fyrir því að gott er að láta jóg-
úrtina stífna ofan á kökunni í dálítinn tíma).
Frá cafesigrun.com.
200 g fínmalað spelt
100 g kalt smjör
50 g flórsykur
1 ½ tsk. lyftiduft
3 eggjarauður
1 tsk. vanilluextract
ca. 500 g frosin bláber
MARENGS
3 eggjahvítur
120 g ljós púðursykur
Hitið ofn í 150 gráður með blæstri.
Setjið allt innihaldið í bökubotninn
(allt nema bláberin) í hrærivélarskál
og hnoðið saman þar til deigið líkist
blautum sandi. Ef ykkur finnst deigið
of þurrt getið þið bætt við ca. 1 tsk. af
vatni og hrært aðeins áfram. Hellið
deiginu í bökuform og þrýstið því í
formið.
Hellið
frosnum
berj-
unum yfir
botninn.
Þeytið
eggjahvít-
urnar og syk-
urinn saman þar
til vel stíft (3-5 mín-
útur) og dreifið því svo
jafnt yfir berin. Bakið í um
það bil 35-45 mínútur eða þar
til berin eru farin að krauma í hlið-
unum og marengsinn orðinn fallega
gullinn. Berið bökuna fram volga.
Frá eldhusperlur.com (breytt uppskrift frá
Leiðbeiningastöð heimilanna).
Bláberjabaka
með marengs
Getty Images/iStockphoto
Bláber í
öll mál!
Nú þegar berjatíðin er hafin er tilvalið að nýta bragð-
góðu og hollu bláberin í dásamlega rétti. Gott er að sulta
fyrir veturinn eða galdra fram girnilegan eftirmat um
helgina. Nokkrir íslenskir matgæðingar deila með
okkur dýrindis uppskriftum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Bláber eru stútfull af hollustu. Þau innihalda steinefni, trefjar og víta-
mín eins og C-vítamín og E-vítamín, sem eru andoxunarefni. Svo eru
þau einnig hitaeiningasnauð, en í 100 g eru aðeins 60 hitaeiningar.
Hvað er í bláberjum?MATUR
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
10 dl bláber
1 dl mórber
2-4 msk. kókospálmasykur eða sæta að eigin vali
safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk. hreinn sítrónusafi úr
flösku
1 vanillustöng
1 kanilstöng
½ tsk. túrmerik eða 1-2 cm bútur fersk rót
nokkur korn sjávarsalt
væn msk. chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn
Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum,
mórberjunum, sætunni, vanillustönginni, kan-
ilstönginni, túrmerikrótinni og nokkrum salt-
kornum.
Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið
í 1-2 mín., lækkið undir pottinum og hrærið möl-
uðu chiafræjunum út í og látið malla þar til sultan
byrjar að þykkna.
Takið af hellunni og látið standa í smástund.
Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultu-
krukkur sem eru alveg þéttar með gúmmíteygju.
Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er
gott að nota malaðan kanil og vanilluduft eða
-dropa, allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir
pott og maukað.
Frá maedgurnar.is.
Bláberjasulta
200 g bláber, fersk eða frosin
5 msk. agavesíróp
1 vanillustöng
1 tsk. sítrónusafi
50 ml eplasafi eða annar hreinn ávaxtasafi
Setjið bláber, agavesíróp, sítrónusafa og epla-
safa í lítinn pott. Látið suðuna koma upp og leyf-
ið þessu öllu að malla í nokkrar mínútur. Skerið
vanillustöngina eftir endilöngu og skafið van-
illufræin úr stönginni með oddinum á litlum
hnífi. Leyfið stönglinum að sjóða með bláberj-
unum.
Merjið berin aðeins með litlum gaffli og hrær-
ið vel.
Látið sósuna malla í 10 mínútur. Fjarlægið
vanillustöngina. Berið sósuna fram heita með
t.d. heitum bökum, kökum eða ís. Gott er að
hafa í huga að hægt er að nota sósuna í alls kyns
drykki. Hún geymist í meira en viku í ísskápnum
og hana má frysta og hita upp síðar.
Frá cafesigrun.com.
Heit bláberja-
og vanillusósa