Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 31
2016 Gerpir - Bjargtangar 2014 Rifstangi - Kötlutangi 2012 Eystra horn - Hornbjarg 2010 Reykjanestá - Fontur Þórólfur svaf í tjaldi á hálendinu á leið sinni yfir landið. Hér hefur hann tjaldað við Holuhraun en sjá má Öskju í baksýn. einnig þarf að vaða yfir misdjúpar ár. Þórólfur gerir ekki mikið úr hættunum á leiðinni. „Ég gæti mögulega hafa flotið nokkrum sinn- um. En það reddaðist,“ segir hann og vill sem minnst um það tala. Kannski vegna móður sinnar sem bíður alltaf áhyggjufull heima þeg- ar hann er á ferðum sínum. Í ferð sumarsins gekk hann yfir Holuhraun. „Það er geðveikt þegar maður er búinn að því en hræðileg leið ef maður ætlar að stytta sér leið. Allt svo nýtt, laust og hvasst. Mikið af sprungum þar sem heitt loft kemur upp um. En skemmti- legt. Mæli samt ekki með því ef fólk er á hraðferð.“ Í sandi og ösku í 38 tíma Veðrið skiptir gríðarlegu máli í þessum ferðum. „Þetta er svo mik- ið happa og glappa á Íslandi,“ segir Þórólfur sem lent hefur í öllum veðrum og er öllu vanur. „Ég var veðurtepptur núna svona einn og hálfan sólarhring í Holuhrauni í tjaldinu. Áttin snerist og það var 20-25 á sekúndu. Það fylltist allt af sandi og ösku. Ég gat ekki tekið tjaldið niður af því ég var einn, þannig að ég beið bara. Síðan kom gluggi í klukktíma og ég náði að taka tjaldið niður og svo byrjaði að blása aftur. Það liðu 38 tímar frá því ég tók niður tjaldið og þar til ég komst í skálann í Kistufelli,“ segir hann en hann gekk nánast allan tímann með skíðagleraugu vegna sandblásturs. Á svona tímabilum, hugsarðu aldrei: rosalega langar mig heim undir sæng? „Nei. Aldrei. Ég held að ef mað- ur fer að hugsa þannig þá verði allt svo miklu erfiðara. Þá er maður fljótari að brotna. Þetta er 95% andlegt.“ Tekur ár að gleyma Þórólfur segist ekki vera að skipu- leggja næstu ferð en gæti hugsað sér að fara næst til útlanda að ganga. Hann segist vera búinn að kriss-krossa Ísland í þessum fjór- um ferðum. „Ég er búinn með þetta núna. Þetta er eins og breski fáninn yfir Ísland.“ Í síðustu ferð gekk hann rúm- lega 700 kílómetra en hann fór yf- irleitt í kringum 30 kílómetra á dag. Þá er annað hné hans laskað og þarf Þórólfur að ganga með hnéhlíf. „Ég er með ónýtt hné,“ segir hann og lætur það ekki stöðva sig. Hann er nú kominn til byggða og hyggst dvelja í siðmenningunni eitthvað áfram. Áður en hann fær fiðringinn aftur. „Það tekur mig svona ár að gleyma hvað þetta var hræðilegt,“ segir hann og brosir tvíræðu brosi. Að finna til smæðar sinnar á hálendinu í fegurðinni er heillandi. ’Mamma og pabbikomu og hittu migþegar ég kom niður íHrútafjörð. Það leið næstum yfir mömmu, það var svo vond lykt af mér. Þá var ég rek- inn í sturtu. Þegar Þórólfur notaði vöðlurnar fór hann í Converse-strigaskó yfir. Það má því segja að á helmingi leiðarinnar hafi hann gengið í þeim. Nokkrum sinnum á leiðinni gat Þórólfur gist í skálum. Við Einarsskála í Grágæsadal var gott að hvíla. 21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Yfir 100 bílar á staðnum Bíll með myndum selst betur Innisalur CHEVROLET Silverado 3500 hd high country. Árgerð 2016, Nýr bíll, dísel, sjálf- skiptur, 6 gírar, leður, lúga og fl. Lækkað Verð 9.100.000. Verð m/vsk 11.290.000. Rnr.115365. DODGE Ram 3500 laramie. Árgerð 2016, ekinn 11 Þ.KM, dísel, leður, lúga og fl. Sjálfskiptur. Lækkað verð 7.800.000. Verð m/vsk 9.680.000. Rnr.115242. FORD F350 lariat. Árgerð 2016, Nýr bíll, dísel, sjálfskiptur, leður, lúga. Lækkað verð 8.530.000. Verð m/vsk 10.580.000. Rnr.115367. FORD F350 platinum. Árgerð 2016, nýr bíll, dísel, sjálfskiptur, leður og fl. LÆKKAÐ verð 10.070.000. Verð m/VSK 12.490.000. Rnr.211448. FORD E350. Árgerð 2004, ekinn 55 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 9.980.000. Einn m öllu, tilbúinn hvert sem er. Rnr.115385. Læ kk að ve rð Læ kk að ve rð Læ kk að ve rð Læ kk að ve rð Opið: Mánudaga-föstudaga kl. 10-18, lokað á laugardögum í sumar Nú lækkum við verðið líka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.