Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 32
TÍSKA
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
MENNINGARNÓTT MANIFESTO verður í Grýtunni, vinnustofum hönn-
uða og listamanna, dagana 18. til 21. ágúst að Keilugranda 1. Listafólk og
hönnuðir Grýtunnar hafa verk og listmuni til sýnis og sölu.
Listahátíð í Grýtunni
Hvernig myndir þú lýsa þínum
fatastíl?
Hann er frekar einfaldur með smá
tvisti. Annars er ég eiginlega alltaf í
gallabuxum og bol og pæli mest í
hvernig skóm og jakka ég er í.
Hvað heillar þig við tísku?
Hvað tískan er sífellt að breytast
og í takt við það sem er að gerast í
samfélaginu. Einnig hef ég gaman af
því að skoða hvað tískan er misjöfn
eftir borgum, þ.e.a.s þessi aukni fjöl-
breytileiki þar sem fólksfjöldinn er
meiri. Maður bíður alltaf spenntur
að sjá hvað kemur næst, þó svo að
maður fylgi tískunni ekki endilega
sjálfur þá er hrikalega gaman að
fylgjast með.
Einnig finnst mér áhugavert að
koma inn í samfélög sem hafa ákveð-
inn stíl án þess þó að hafa þann
stimpil að þau séu að fylgja ein-
hverri sérstakri tísku. Þetta sér
maður til dæmis í dreifbýli út um all-
an heim. Oft þykir fólki þessi hópur
vera hallærislegur en mér þykir
hann mjög áhugaverður og fæ oft
innblástur þaðan.
Hvernig skín þinn persónulegi stíll
í gegn í hönnun þinni?
Ég spái almennt mjög mikið í
smáatriðum í flíkum, mér finnst þau
mikilvæg og ætli það skíni ekki í
gegn í hönnun minni.
Hvaðan sækir þú innblástur?
Víðsvegar. Fyrir útskriftarlínuna
mína voru það aðallega persónur
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og
finnst áhugaverðar. Ég skoðaði
hvaðan þær kæmu og út af hverju
þær væru eins og þær eru, uppeldið,
fortíð þeirra og hvernig hún hefur
áhrif á þessar persónur og mann-
fólkið flest. Einnig skoðaði ég mis-
munandi tilfinningar sem koma upp,
sem á endanum mótuðu þessar per-
sónur, og skoðaði hvernig fólk styrk-
ist mismunandi í gegnum lífið.
Annars er það almennt mann-
fólkið sem mér finnst áhugavert.
Skrítið fólk, utangátta fólk, fólk sem
hefur ekki vit á því að það er ekki að
fylgja tísku, það er að segja er ekki
meðvitað um hverju það klæðist. Oft
á tíðum sé ég fólk sem leggur metn-
að sinn í að klæða sig á ákveðinn
hátt, eftir einhverskonar stefnu og
eða tísku, eða leggur áherslu á að
vera fríkað. En þetta fólk vekur ekki
áhuga minn endilega af því að það er
oft svo meðvitað um sjálft sig. Eyðir
jafn miklum tíma fyrir framan speg-
ilinn og hnakkinn sem það fyrirlítur.
Mér finnst fólk sem er ekki meðvitað
um sjálft sig, klæðir sig í föt nánast á
barnslegan hátt vera mjög áhuga-
vert. Ástæðan er að það hefur enga
fordóma og ég sæki innblástur minn
oft í svona fólk. Annars get ég enda-
laust fengið hugmyndir utandyra,
þarf ekki að vera í sveit, stórborg
frekar. En mismunandi fólk, sem er
helst ólíkt
mér, veit-
ir mér
mikinn
innblástur.
Hvaða tískutímarit lest þú?
Ég les aðallega V magazine, I-D
og Self Service.
Hver hafa verið bestu kaupin
þín?
Síðasta árið eru það Acne-skór
sem ég gjörsamlega elska, ann-
ars er það Schumacher-jakki
sem er algjör draumur. Satín-
efnið í honum er svo fallegt að
hann verður einhvern veginn
fallegur við allt, hef átt hann í
6 ár og er alltaf jafn ánægð
með hann.
Ætlar þú að fá þér eitthvað
fallegt fyrir veturinn?
Er í þeim fasa að einfalda
líf mitt og er því frekar að minnka
við mig í fötum en að bæta við.
Hvað hefurðu helst í huga þeg-
ar þú velur föt?
Efnin skipta mestu máli. Þau
verða að vera falleg. Svo finnst
mér mikilvægt að flíkin sé úr
sniði sem hentar mér og að lagt
sé upp með gott handbragð og
smáatriðin í flíkinni séu unnin
vel.
Hvaða þekkta andlit finnst
þér með flottan stíl?
Það eru svo margir
smekklegir. Hér á landi er
það Ragnhildur Gísladóttir ef
ég ætti að nefna eina; síðan ef
við förum út fyrir landstein-
ana er Emmanuelle Alt alltaf
hrikalega svöl og Iris Apfel.
Hvert er þitt eftirlætis-tísku-
tímabil og hvers vegna?
1930 – Tímabil þar sem konur
voru í vel sniðnum fötum, kven-
legum og mittið fór á réttan stað.
Einnig var dagklæðnaður einfald-
ari, jafnvel buxur. Fram að 1933
var mikil uppsveifla og því var
efnisval og fókus á smáatriði
mjög gott.
Guðrún Helga klæðist oftast
gallabuxum og leggur þá frekar
áherslu á jakka og skó.
Efnin skipta
mestu máli
Guðrún Helga Kristjánsdóttir fatahönnuður
er nýkomin heim af tískuvikunni í Kaup-
mannahöfn þar sem hún sýndi útskriftarlínu
sína í hönnunarkeppninni Designers Nest.
Guðrún Helga er með flottan stíl og sækir
meðal annars innblástur í ólík samfélög.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Guðrún
heldur upp
á stíl Iris
Apfel.
Ragnhildur Gísladóttir söngkona er töffari.
Morgunblaðið/Þórður
Úr út-
skriftarlínu
Guðrúnar
Helgu.
AFPLjósmynd/Baldur Kristjáns