Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 43
21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Ármúla 24 • S: 585 2800 Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Úrval útiljósa Geimferjuáætlunin var sett í gang,“ segir Patrick og útskýrir að þetta sé dæmigert í bæjum þar sem aðeins er einn stór aðalatvinnuveitandi. Aðdáandi Tsjekovs „Það hljómar kannski hræðilega og hálfniðurdrepandi en sögurnar eru annaðhvort um fólk sem kemur illa fram við aðra, og reynir svo að afsaka sig, eða fólk sem er virkilega að reyna að breyta rétt en klúðrar því,“ segir hann og hlær. „En ég sé það bara þegar ég horfi til baka, það var alls ekki ætlunin.“ Fyrsta sagan gerist árið 1969, þeg- ar fyrsta geimfarið var sent til tungls- ins. „Ég horfði á það frá stéttinni fyr- ir framan húsið heima hjá mér. Myndin framan á bókinni er einmitt tekin á þessari stundu. Þar sést kona á bláum kjól sem við höldum að sé amma mín. Hún var á staðnum og þetta er mjög líkt henni.“ - Sérðu sjálfan þig sem mjög amer- ískan höfund, út frá uppeldi þínu? „Já... en ég er mikill aðdáandi Tsje- kovs. Mér finnst mikill húmor í smá- sögunum hans en svo enda þær alltaf hálf dapurlega. Í raun finnst mér við smásagnahöfundar sífellt vera að reyna að feta í fótspor hans. Ef þú ert bandarískur og skrifar smásögur var aðaláhrifavaldur þinn án efa undir áhrifum frá Tsjekov. Flannery ÓCon- nor og Raymond Carver eru t.d. þeir sem hafa haft mest áhrif á mig, og Tsjekov hafði mikil áhrif á þau bæði.“ Magnað að gefa út unglinga Þrjár af bókum Patricks eru ung- lingabækur og sem ritstjóri hjá One Story-tímaritinu gefur hann líka út unglingasögutímaritið One Teen Story. „Unglingabókmenntir skipta mjög miklu máli því lengi voru ekki til nein- ar bækur sem fjölluðu um hvað það var í rauninni að vera unglingur. Frank og Jói og Nancy Drew voru lít- ið að pæla í því. Ég held líka að það sé ástæðan fyrir því að margt fullorðið fólk les unglingabækur. Þetta eru bækur sem það hefði viljað lesa á sín- um tíma. Fyrsta unglingabókin mín, The Saints of Augustine, skipti mig miklu máli persónulega. Ég vildi endilega skrifa bókina sem mig langaði að lesa sem unglingur. Sú bók fjallar ekki bara um það að koma út úr skápnum heldur líka um mjög sterkan vinskap milli samkynhneigðs stráks og gagn- kynhneigðs stráks. Hún fjallar um foreldra sem þurfa að samþykkja börnin sín, og um fólk yfirhöfuð sem þarf að endurmeta hvað skiptir það mestu máli í lífinu. Slík bók var ekki til þegar ég var unglingur. Síðan hef ég skrifað tvær unglingabækur í við- bót en efast reyndar um að þær verði fleiri.“ Patrick er þó síður en svo búinn að gefa unglingana upp á bátinn, því að mánaðarlega ritstýrir hann One Teen Story, sögu um unglinga og hvað það er að vera unglingur. Fjórum sinnum á ári eru höfundurinn unglingur. „Það er mjög gaman að ritstýra unglingunum, og miklu auðveldara en ég hélt, þeir eru svo opnir og duglegir. Svo er bara eitthvað magnað við það að vera að gefa út verk 16 ára unglings og senda til 15 þúsund áskrifenda, því það bregst ekki að umboðsmaður hef- ur samband við mig um leið og vill vinna með viðkomandi höfundi.“ Vill kynnast íslensku bókafólki - Geta Íslendingar sent þér sögur? „Já, það geta allir sent mér sögur, bæði í One Story og One Teen Story. Það þarf bara að fylgja reglunum sem má finna á heimsíðunni okkar.“ - En taka þátt í ritnámskeiðunum sem þið haldið? „Já, fólk alls staðar að úr heiminum tekur þátt í netnámskeiðunum okkar. Þá heldur kennarinn vídeófyrirlestur og setur fyrir verkefni á hverjum degi í eina viku, og fólk vinnur þau sjálft. Það er spjallþráður þar sem nemendur og kennarinn spjalla saman. Kennarinn svarar fyrir- spurnum en les ekkert af því sem nemendur eru að skrifa. Við höldum vikunámskeið á sumr- in, sem allir geta sótt um að taka þátt í. Svo erum við með fjögurra vikna námskeið, þar sem tíu manns hittast einu sinni í viku. En þá verða þátttak- endur auðvitað að vera á staðnum.“ - Geturðu ekki bara komið til Ís- lands og haldið ritnámskeið? „Jú, ég er meira en til í það!“ hróp- ar Patrick upp yfir sig, „Mér finnst dásamlegt að vera á Íslandi og vil fara þangað sem oftast. Ég vil líka al- veg endilega komast í samband við og kynnast bókafólki þar, svo að það yrði alveg fullkomið,“ segir Patrick, sem hlakkar til að eignast nýja vini á Ís- landi. patrickryanbooks.com www.one-story.com Patrick í hóp samkennara og aðstoðarfólks á nýafstöðnu sumarritnámskeiði, Summer Writers Conference. BÓKSALA 10. - 16. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Harry Potter & the Cursed ChildJ. K. Rowling 2 Vefur LúsífersKristina Ohlsson 3 NæturgalinnKristin Hannah 4 This is IcelandÝmsir höfundar 5 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 6 Con Dios - fermingarfræðslaÝmsir höfundar 8 Handbók um ritun og frágangÞórunn Blöndal 9 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar 10 Focus on Vocabulary 2Diane Schmitt 1 Vefur LúsífersKristina Ohlsson 2 NæturgalinnKristin Hannah 3 Ástarsögur íslenskra kvennaÝmsir höfundar 4 EkkjanFiona Barton 5 Ég fremur en þúJojo Moyes 6 VillibráðLee Child 7 Fimmta árstíðinMons Kallentoft 8 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 9 Bak við luktar dyrB.A. Paris 10 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante Allar bækur Íslenskar kiljur launanna vísar til: Not the Booker prize. Á svonefndum langlista verð- launanna sem kynntur var í vor voru hvorki meira né minna en 147 bækur, en á stuttlistanum, sem birt- ur var í vikunni, eru þær ekki nema sex: The Combinations eftir Louis Armand, The Less Than Perfect Legend of Donna Creosote eftir Dan Micklethwaite, Walking the Lights eftir Deborah Andrews, The Summer That Melted Everything eftir Tiffany McDaniel, Chains of Sand eftir Jemma Wayne og What Will Remain eftir Dan Clements, en þessar sex bækur urðu efstar í al- mennri atkvæðagreiðslu. Athygli vekur að bækurnar sex eru allar frá svonefndum óháðum útgefendum, þ.e. smáfyrirtækjum sem tengjast ekki einhverju stóru útgáfu- fyrirtækjanna sem eru að segja allsráð- andi í bókaheim- inum. Sigurvegari Booker- verðlaunanna fær að launum um sjö milljónir króna, en handhafi Not the Booker- verðlaunanna fær kaffikönnu með merki The Guardian. Könnuverðlaunahafar hingað til eru The Canal eftir Lee Rourke og Deloume Road eftir Matthew Hoot- on 2010 (fengu jafn mörg atkvæði), King Crow eftir Michael Stewart 2011, Tales from the Mall eftir Ew- an Morrison 2012, Life After Life eftir Kate Atkinson 2013, The Visi- tors eftir Simon Sylvester 2014 og 2015 hlaut Kirstin Innes könnuna fyrir Fishnet Eins og getið er skipta atkvæði lesenda máli, en einnig kemur dóm- nefnd, sem valin er úr hópi lesenda, að valinu. Öllum atkvæðum verður að fylgja stutt umsögn um viðkom- andi bók.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.