Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
LESBÓK
SJÓNVARP Ríkissjónvarpið hefur á mánudagskvöldið
sýningar á nýrri spennuþáttaröð, Næturverðinum (The
Night Manager), sem byggð er á samnefndri sögu eftir
John le Carré frá árinu 1993 með Tom Hiddleston, Hugh
Laurie og Oliviu Coleman í aðalhlutverkum. David Farr
lagar söguna að samtímanum. Söguþráðurinn er á þann
veg að breskur næturvörður á hóteli í Kaíró dregst inn í
óvænta atburðarás þegar hann kynnist breskum auð-
jöfri sem reynist alþjóðlegur vopnasali.
Þátturinn hlaut alls tólf tilnefningar til Emmy-
verðlaunanna. Leikstjóri er Susanne Bier en sýningar-
rétturinn á þáttunum hefur verið seldur til hvorki meira
né minna en 180 landa. Atriði í þáttunum eru ekki við
hæfi barna.
Næturvörðurinn á RÚV
Tom Hiddleston og Olivia Coleman í hlut-
verkum sínum í Næturverðinum.
SJÓNVARP Önnur þáttaröð sketsaþáttanna
Þær tvær með leikkonunum Völu Kristínu
Eiríksdóttur og Júlíönu Söru Gunnarsdóttur
hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld, sunnu-
dagskvöld. Vala og Júlíana skrifa og leika
öll hlutverkin sjálfar en í þáttunum
bregða þær sér í gervi skrautlegra per-
sóna sem takast á við lífið og tilveruna
sem getur verið bæði skrítin og
skemmtileg. Fyrsta þáttaröðin mæltist
prýðilega fyrir og fróðlegt verður að
sjá hvernig stöllunum tekst upp að
þessu sinni. Þættirnir verða átta að
tölu.
Vala Kristín
Eiríksdóttir,
helmingurinn
af Þeim tveim.
Morgunblaðið/Ómar
Fram að þessu hefur hljóm-sveitin Skálmöld, sem leikurrokk í þyngri kantinum, ekki
oft verið nefnd í sömu andrá og
vögguvísur enda þótt sveitin hafi
löngum verið býsna vel kynnt í leik-
skólum þessa lands. Það mun nú
breytast enda eiga lögin níu á vænt-
anlegri hljóðversskífu sveitarinnar,
þeirri fjórðu í röðinni, það öll sam-
eiginlegt að vera vögguvísur. Sam-
hliða laginu gerði Skálmöld skondið
textamyndband sem tekið var upp í
Bjargarkrók við Skjálfandaflóa.
Þrátt fyrir titilinn er tónlistin af
sömu rót og áður, melódískt og
spriklandi þungarokk með vík-
ingablæ. „Þetta er sama hljóm-
sveitin,“ fullvissar Snæbjörn Ragn-
arsson, bassaleikari og textaskáld
Skálmaldar, mig um. „Skálmöld
mun aldrei taka neinar u-beygjur.
Það sem okkur sjálfum þykir ef til
vill vera þróun upplifa aðrir líklega
ekki sem neinar breytingar. Við
höldum okkur auðvitað ferskum, án
þess þó að fara of langt frá forminu.“
Skemmtileg andstæða
Hann segir vögguvísnahugmyndina
alls ekki nýja af nálinni. „Mig hefur
lengi langað að semja vögguvísur og
mátaði hugmyndina meira að segja
inn í sögurnar á hinum plötum
Skálmaldar. Andstæðan er svo
skemmtileg; að kalla hávaðasamt
þungarokk vögguvísur. Það er eitt-
hvað fallegt við það.“
Í upphafi sá Snæbjörn ekki fyrir
sér heila plötu með vögguvísum en
það breyttist. „Ég eignaðist barn
fyrir einu og hálfu ári og þessi plata
er undir beinum áhrifum frá því; ég
ætla ekki að reyna að fela það. Litla
dýrið á heilmikið í þessu öllu saman
og mér þykir strax orðið mjög vænt
um þessa plötu.“
Þá var þetta spurning um nálgun
og einu sinni sem oftar þegar Snæ-
björn var að blaða í norrænu goða-
fræðinni fæddist þessi hugmynd:
Hvernig ætli það sé að fara að sofa í
heimunum níu sem hermt er af í
þeim góðu fræðum?
„Tolkien stal náttúrulega þessari
níu heima pælingu á sínum tíma og
útfærði hana mjög fallega og ég fór
að velta fyrir mér hver munurinn
væri á hans dvergum og svartálf-
unum í goðafræðinni sem eru mun
óræðari fyrirbæri. Síðan fór ég að
ræða þetta við Jón Geir [Jóhanns-
son, trymbil Skálmaldar] þar sem
við sátum saman í flugvél og svei
mér ef hann negldi ekki síðasta nagl-
ann í þessa hugmynd, helvískur. Síð-
an lentum við einhvers staðar í út-
löndum og ég byrjaði að plotta
söguna. Þegar ég fór svo að svæfa
dóttur mína fór allt á flug í hausnum
á mér. Ég er mjög feginn að ég réðst
ekki í að útfæra þessa pælingu áður
en ég eignaðist barn; þá hefði kveð-
skapurinn orðið annar.“
Sex helvíti stór egó
Snæbjörn segir elstu riffin á plöt-
unni um tveggja ára gömul en þegar
menn settust markvisst niður til að
semja hafi ferlið gengið hratt fyrir
sig. „Þetta er alltaf tíma- og orku-
frekur prósess enda sex helvíti stór
egó sem þurfa að ná sameiginlegri
lendingu. Við erum hins vegar vanir
að vinna hratt og undir pressu og á
heildina litið gekk þetta ljómandi
vel. Eigum við ekki að segja að fæð-
ingin hafi verið heldur auðveldari en
oftast áður.“
Allir sex liðsmenn sveitarinnar
leggja til efni og Jón Geir trommu-
leikari á nú í fyrsta sinn riff á Skálm-
aldarplötu. „Jón Geir er mjög öfl-
ugur útsetjari en hefur lítið verið í
riffunum til þessa, einfaldlega þar
sem hann spilar bara á trommur og
trompet. Nú söng hann hins vegar
bara riffin fyrir Baldur [Ragn-
arsson] sem pikkaði þau upp á gít-
arinn.“
Engan bilbug er á Skálmöld að
finna og Snæbjörn staðfestir að
kappið sé svo mikið að menn séu
þegar farnir að hugsa um næstu
plötu. Áður en þessi er svo mikið
sem komin út. „Það er ægileg gleði
og hamingja í Skálmöld og hefur
alltaf verið. Heildin er rosalega
sterk, okkur finnst við alltaf vera að
byrja. Við stofnuðum þessa hljóm-
sveit til að spila þungarokk og það
erum við enn að gera. Auðvitað er
meira umleikis núna, ég ætla ekki að
ljúga því, kynningarmál, skipulagn-
ing og annað slíkt, en svo lengi sem
við höfum tíma til að spila og semja
er það allt í lagi.“
Virðing fyrir þungarokki
Snæbirni þykir gott að vera þunga-
rokkari á Íslandi í dag eftir all-
nokkra eyðimerkurgöngu. Gróskan
sé með nokkrum ólíkindum um þess-
ar mundir.
„Það voru rýrir dagar um tíma;
ætli senan hafi ekki lifnað við fyrir
um áratug. Fyrir það þótti maður
bara asnalegur og skrýtinn,“ segir
hann hlæjandi.
Spurður hvað hafi breyst talar
hann annars vegar um reglubundn-
ar tískubylgjur og hins vegar kunn-
áttu og metnað. „Það eru kannski
ekki allir með burtfararpróf í hljóð-
færaleik en kunnáttan og tónlist-
argáfan sem sett er í íslenskt þunga-
rokk í dag er eigi að síður ofboðsleg.
Það þykir ekkert tiltökumál í dag að
taka upp rafmagnsgítar og stefna að
því að verða fáránlega góður. Það
skiptir líka máli að kynslóðin sem
ólst upp við Iron Maiden og þessar
sveitir er komin til manns. Núna
hlustar fullorðið fólk á Iron Maiden
og ber virðingu fyrir þungarokki.
Meðan ég var barn hlustaði fullorðið
fólk bara á Bítlana og Stones og
þótti allt þaðan af harðara vera geð-
veikur hávaði. Það er liðin tíð að ein-
hver sjálfskipuð virtúósaelíta tali
niður til okkar þungarokkara og af-
skrifi okkur sem einhverja aukvisa.
Þetta á ekki bara við um
þungarokkssenuna.
Hipphoppsenan á Ís-
landi er til dæmis al-
veg brjáluð. Tugir af
hipphopp- og rapp-
sveitum að gera stór-
kostlega hluti. Það er
kannski ekki minn te-
bolli en ég fagna því
eigi að síður innilega.
Þetta styður hvort
annað.“
Skálmeldingarnir Baldur
Ragnarsson, Björgvin Sigurðs-
son og Snæbjörn Ragnarsson
í essinu sínu á tónleikum.
Morgunblaðið/Eggert
Skálmöld heldur tónleika á
hinu sögufræga sviði
skemmtistaðarins NASA á
laugardaginn eftir viku og lof-
ar Snæbjörn frumflutningi á
einhverju af nýja efninu þar.
Framundan er hins vegar út-
landaflakk og óvíst með frek-
ara tónleikahald hér í fásinn-
inu á þessu ári. Útgáfu-
tónleikar vegna Vögguvísna
Yggdrasils verða að líkindum
haldnir á fyrsta fjórðungi
næsta árs. Fyrir sitjandi
áhorfendur.
Hljómsveitin verður ytra
við tónleikahald um þessa
helgi og í október stendur
fyrir dyrum fjög-
urra vikna ferð
um Evrópu.
Auðn mun hita
upp fyrir Skálm-
öld á NASA.
„Meistaraband,“
að sögn Snæ-
björns sem sló í
gegn á Wacken-
hátíðinni fyrr í
sumar.
Leikur á
NASA um
næstu helgi
Sýna okkur í níu heimana
Víkingamálmbandið
Skálmöld sendi í vik-
unni frá sér Niðavelli,
fyrstu smáskífuna af
væntanlegri breiðskífu,
Vögguvísum Yggdras-
ils, sem kemur út í lok
næsta mánaðar. Þar er
hermt af níu heimum
goðafræðinnar.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þær tvær snúa aftur á Stöð 2