Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 45
21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ÞRASS Maður nokkur var tekinn höndum í Bandaríkj- unum á dögunum fyrir að vinda sér upp á svið á tón- leikum þrasskónganna í Slayer og sulla munnvatni yfir Tom Araya, söngvara og bassaleikara sveitarinnar. Svo- leiðis gera menn ekki! Við þetta rifjast ugglaust upp fyr- ir ýmsum sagan af því þegar Slayer túraði í árdaga með átrúnaðargoðum sínum í enska frumþrassbandinu Ve- nom. Téðum Araya var þá mál að kasta af sér vatni í rút- unni eftir eitt giggið en var nokkuð við skál og rataði ekki á dolluna. „Klósettið er hér, lagsi!“ gall þá í hinum ógurlega Cronos, forsprakka Venom, um leið og hann galopnaði munninn. Við skulum láta lesendum og ímyndunarafli þeirra eftir að geta sér til hvað gerðist næst. Þekki þeir ekki söguna. Skyrpti á Araya Tom Araya, söngvari Slayer. AFP SJÓNVARP Aðdáendur hinna geysivinsælu bandarísku framhaldsþátta Shameless þurfa að bíða mun skemur eftir sjöundu seríunni en fyrri seríum, en fyrsti þátturinn verður frumsýndur vestra 2. október. Fastlega má reikna með því að Stöð 2, sem sýnt hefur þættina hérlendis, hefji sýningar mjög fljót- lega eftir það. Fram að þessu hafa Shame- less-seríurnar hafið göngu sína í janúar. Sem fyrr verða þættirnir tólf talsins. Upplýst hef- ur verið að nokkrir nýir karakterar bætist í hópinn, þeirra á meðal Yvan, faðir hinnar tápmiklu Svetlönu sem smeygði sér fimlega inn í hjónaband Kevs og V í síðustu seríu. Shameless handan við hornið Vel fór á með V og Svetlönu í síðustu seríu. Showtime Ný sex þátta heimildasería eftir Mikael Torfason hefur göngu sína á Rás 1 í dag, laugardag, kl. 10.15. Serían heitir Sendur í sveit og fjallar um heimsókn Mikaels á þá sex bæi sem hann var sendur á í sveit þegar hann var krakki. „Mér skilst að ég sé eitt af síðustu börn- unum sem náðu í rassgatið á þeirri hefð að vera send í sveit á sumrin til að læra að vinna og lenda ekki í því að verða borgar- barn,“ segir hann. Mikael var sendur í sveit á sex bæi yfir tíu sumur. Fyrsti bærinn var Drangshlíð undir Eyjafjöllum, þegar hann var sex ára, og þann bæ heimsækir Mikael í fyrsta þættinum. „Í Drangshlíð var ég í sveit hjá Oddnýju Björgu Hólmbergs- dóttur og Jóni Guðmundssyni. Oddný var sjálf send í sveit fyrst fjögurra ára og lærði snemma að líf íslenskrar alþýðu er hart og erf- itt stundum. Ég hafði ekki heyrt í Jóni og Oddnýju í 36 ár því ég hafði hengt neikvæðar tilfinningar við það að hafa verið sendur í sveit. Ég hafði verið veikur lengi Mikael Torfason rithöfundur var eitt af síðustu börnunum sem send voru í sveit. Með honum er Sesar sem fór með í heimsóknina í Drangshlíð. Morgunblaðið/Styrmir Kári NÝIR ÚTVARPSÞÆTTIR EFTIR MIKAEL TORFASON Heimsækir býlin sem hann var á og átti erfitt með að ná utan um þessa hörku. Það var því ótrúlegt að fá að hitta Jón og Oddnýju aft- ur,“ segir Mikael. Hann segir Jón og Oddnýju hafa verið ung og blönk þegar hann var hjá þeim í sveit. Seldu til dæmis Skóda fyrir bindivél og farið var í kerru á sautjánda júní skemmtun í Skógum. „Við komum rykug og skítug á samkomuna, börnin að sunnan, og hefðum betur sleppt því að fara í bað á undan.“ Í þættinum í dag segja Jón og Oddný Mikael sögu sína en með ótrúlegri þrautseigju hafa þau lif- að af okurvexti og fjandsamlegt umhverfi, að hans sögn. „Þau fluttu um tíma í bæinn og bjuggu á gistiheimili og báru út Fréttablað- ið og ruslpóst til að halda býlinu en í dag reka þau 38 herbergja hótel í Drangshlíð.“ MOGGAKLÚBBURINN Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Hvernig fæ ég afsláttinn? Til að fá afsláttinn þarf að fara inn á moggaklubburinn.is og smella á „Operugala um sumar“. Þá opnast síða þar sem þú klárar miðakaupin með afslætti. Allar nánari upplýsingar á www.pearls.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA 25% AFSLÁTTUR Á ÓPERUGALA UM SUMAR Í HÖRPU Á þessum tónleikum beinum við athygli okkar að sögu óperunnar á Íslandi. Fjórir einsöngvarar og píanisti flytja fjölbreytta óperutónlist, bæði innlenda og erlenda auk þess sem ýmsum fróðleik um óperuflutning á Íslandi verður gaukað að áhorfendum. Flytjendur eru; Lilja Guðmundsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, Egill Árni Pálsson tenór, Kristján Jóhannesson baritón og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari. Tónleikar: 10. 17. og 24. júlí og 7. og 14. ágúst.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.