Morgunblaðið - 01.09.2016, Page 1

Morgunblaðið - 01.09.2016, Page 1
F I M M T U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  204. tölublað  104. árgangur  BURT ÚR BÆNUM MEÐ HÓPINN FRÁBÆR FERÐATILBOÐ TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA OKKAR INNANLANDS OG LÍKA TIL FÆREYJA Nánari upplýsingar á hopadeild@flugfelag.is eða í síma 570 3075 DAGUR FUNDURFOLKSINS.IS TÍSKAN INNBLÁS- IN AF ÚKRAÍNSK- UM ÚTSAUM GENGIÐ ÓHAG- STÆTT ÞYRLU- ÞJÓNUSTU SIGURÐUR SKOÐ- AR GAMLA TÆKNI MEÐ NÝRRI TÆKNI VIÐSKIPTAMOGGINN OPNAR SÝNINGU Í BERG 30ÞJÓÐBÚNINGUR 12 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik fékk fljúg- andi viðbragð í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi. Íslenska landsliðið lagði landslið Sviss mjög sannfærandi, 88:72, í Laugardalshöll. Forskot íslenska liðsins var 22 stig að loknum fyrri hálfleik eftir framúrskarandi leik í tveimur fyrstu leikhlutunum, 47:25. Svissneska landsliðið náði að minnka muninn niður í átta stig í síðari hálfleik. Nær komst það ekki og íslenska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. Næsta viður- eign Íslands í keppninni verður við Kýpurbúa ytra á laugardaginn. » Íþróttir Morgunblaðið/Eggert Með yfirhöndina frá upphafi til enda Draumabyrjun í fyrsta leik í undankeppni EM Slæm fjárhagsstaða grunnskóla Reykja- víkur getur ýtt undir að þeir skólastjórar sem eigi rétt til eftirlauna samkvæmt 95 ára reglunni fari mun fyrr á þau en ella. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson hætti sem skólastjóri Foldaskóla í Reykjavík um síðustu áramót þegar hann hafði heimild til að fara á eftirlaun. Hann segir að ástandið í fjármálum skólans og borgarinnar hafi hjálpað til við að taka þá ákvörð- un. „Ég hafði ekki á samviskunni að draga enn frekar saman í stuðningi og sérkennslu. Ég vildi ekki fara út í slíkt,“ segir Krist- inn, sem er nú starfsmaður Skólastjóra- félags Íslands. Töluverðar mannabreytingar hafa verið hjá skólastjórum í borginni að sögn Krist- ins. „Menn hafa verið að hætta og ég veit að þessi staða hefur spilað þar inn í. Stöð- ugar niðurskurðarkröfur geta ýtt undir að þeir sem hafa rétt til eftirlauna fari mun fyrr á þau en þeir ætluðu vegna þess að þeir eru orðnir þreyttir á þessu basli,“ segir Kristinn. ingveldur@mbl.is Fara fyrr á eftirlaun  Skólastjórar þreytt- ir á fjárhagsbaslinu Vitlaust gefið » Fjárhagsstaða grunnskóla virð- ist vera einna erfiðust í Reykja- vík. » Borgin styðst við löngu úrelt úthlutunarlíkan. MEkki skammtað rétt í skólana »6  „Það má færa fyrir því rök að kannski hafi peningastefnan verið eitthvað aðeins of hörð en fyrir því eru góð- ar og gildar ástæður,“ segir Már Guðmunds- son seðlabanka- stjóri. Hann segir þær aðstæður geti hæglegast skapast að vextir hér á landi verði svipaðir og hjá ná- grannalöndum. „Nú erum við að nálgast það að Ísland sé hreint eignarland; eigi meira í útlöndum en landið skuld- ar,“ segir Már í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Kannski aðeins of hörð peningastefna Már Guðmundsson  Tilvist innlendra sjálfstæðra fjöl- miðla er ekki sjálfsagður hluti af tilverunni og kominn er tími til að Alþingi geri breytingar á löggjöf til að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta segja talsmenn fimm sjálfstæðra fjölmiðla í aðsendri grein í Morgun- blaðinu í dag. Þeir ætla að minna á þegar engar útsendingar sjónvarps voru á fimmtudögum með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í sjö mínútur frá kl. 21.00. »20 Ekkert sent út milli kl. 21.00 og 21.07  „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki laga- legar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar flugsamgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í aðsendri grein til blaðsins. Að hans mati getur annað ekki talist for- svaranlegt en að „rifta hinum ólögmæta samningi“ og myndi það „vonandi marka umskipti í baráttunni“ um völlinn. »19 Riftun samnings yrði umskipti í baráttunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.