Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 6
Mikið hefur verið gagnrýnt af stjórnendum leikskóla og grunnskóla Reykjavíkurborgar að ofan á allar niðurskurðarkröfurnar hafi rekstrarhalli ársins 2015 þurft að fylgja inn í núverandi rekstrarár. Það geri stöðuna afar slæma. Af 64 leikskólum Reykjavíkurborgar báru 32 með sér rekstrarhalla á milli ára sem nemur samtals 74,5 m.kr, eða 2,3 milljónum kr. að meðaltali á leikskóla. Leikskólar sem fá afgang með sér yfir áramót eru fjórir og afgangur samtals 6,5 m.kr. eða 1,7 m.kr. að meðaltali. 26 leikskólar voru reknir án halla sam- kvæmt upplýsingum frá borginni. Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar var gert í ársbyrjun að spara um 670 m.kr. á árinu 2016. Af þessari hagræðingarkröfu þurfa leikskólar og grunnskólar að bera samtals 252 m.kr. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa hag- ræðingarverkefnin verið sambærileg hjá leikskólum og grunnskólum og snúa aðallega að innkaupum á vöru og þjónustu, þar með talið innkaupum á mat- vöru sem leitast verður við að mæta með samræmd- um innkaupaferlum. Aðalhagræðing skóla- og frístundasviðs, 408 m.kr., er fyrst og fremst á miðlæga liði, eins og miðlæg stöðugildi og hagræðingu í frístundaheimilum, lista- skólum, í samlegð í rekstri og samnýting húsnæðis. Þurfa ekki að spara við sig Slæmt fjárhagsástand leikskóla virðist vera bundið við leikskóla Reykjavíkur. Í nágrannasveitarfélög- unum Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi þurfa leik- skólarnir ekki að taka á sig halla fyrri árs ef einhver er og þar er gott hljóð í leikskólastjórum. Það helsta sem er að plaga leikskólastarfið í þeim sveitar- félögum er mannaráðningar. Eða eins og einn leik- skólastjóri orðaði það; „Þegar þensla er í þjóðfélag- inu bitnar það á leikskólunum.“ Ekki átti þó eftir að ráða inn í mörg stöðugildi fyrir veturinn. Hafnfirskur leikskólastjóri sagði að hún þyrfti allt- af að halda vel um budduna og vera skynsöm í rekstri en ekki þannig að það bitnaði á börnunum. Helst hefði verið sparað í viðhaldi húsnæðis en betur liti út með það núna með batnandi fjárhagsstöðu bæj- arins. Leikskólastjóri í Garðabæ, sem starfaði áður lengi í Reykjavík, sagði að þar væri mjög vel gefið miðað við í Reykjavík og að ekki þyrfti að spara við sig í sérkennslu né mat. Leikskólar taka með sér 75 milljón kr. frá fyrra ári  32 leikskólar í Reykjavík eru reknir með halla  Betra hljóð er í leikskólastjórum í nágrannasveitarfélögunum Morgunblaðið/Golli Þrýstingur Borgarstjóri ræðir við leikskólastjóra í ráð- húsinu í fyrradag. Þeir vilja ekki meiri niðurskurð. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Viltu styrkja liðið þitt? Team - Navigation er kröftug og skilvirk tveggja daga vinnustofa þar sem liðið nær sameiginlegri tengingu og kemur helstu verkefnum sínum í bullandi farveg g p g Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Úthlutunarlíkan sem er notað til að skammta fé til grunnskóla í Reykja- vík er löngu úrelt og kemur sér mjög illa fyrir stærri skóla að sögn Kristins Breiðfjörð Guðmundssonar, starfs- manns Skólastjórafélags Íslands og fyrrverandi skólastjóra Foldaskóla. Úthlutunarlíkanið hefur verið not- að frá því um síðustu aldamót og er því eldra en gildandi grunnskólalög og ný aðalnámskrá. Aldrei hefur náðst að leiðrétta líkanið, margar nefndir hafa verið settar í málið en breytingatillögur aldrei gengið fram. Kristinn segir að eftir hrun hafi að- eins verið krukkað í úthlutunarlíkan- ið og það hafi komið verr út fyrir stærri skóla. „Eins og staðan er í dag dreifir þetta reiknilíkan ekki fjár- magninu jafnt og eðlilega og því tel ég stærri skóla eiga erfiðara með rekst- ur. Fyrir hrun þurfu skólar í Reykja- vík oft að taka halla fyrra árs yfir á næsta rekstrarár en eftir alla þessa niðurskurði þá hefur það orðið mjög erfitt. Líka út af því að þetta er halli sem hefur skapast af óeðlilegum út- hlutunum með þessu gamla og úrelta reiknilíkani,“ segir Kristinn. Stefnt er að því að taka endurbætt reiknilíkan í gagnið 2018 samkvæmt heimildum Kristins og finnst mörg- um sú bið ansi löng. Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, tekur undir gagnrýni á úthlutunarlíkanið og segir það ekki skammta rétt inn í skólana. „Það þarf að laga það og bæta í. Skólarnir eru dýrir en ef þjón- ustustigið í Reykjavík á að vera gott þarf að setja í það peninga,“ segir Rósa. Lögboðin kennsla skert Bæði skólastjórnendur og grunn- skólakennarar í Reykjavík sendu frá sér ályktanir í vikunni þar sem lýst er yfir áhyggjum af þungri stöðu grunn- skólanna í borginni. Rósa segir að grunnskólakennarar finni það vel á eigin skinni að farið sé að þrengja verulega að og að þungt hljóð sé í þeim. „Bekkir eru að stækka og sér- kennsla að minnka, það er jafnvel verið að leggja niður nýbúadeildir og stoðþjónusta að minnka á sama tíma og við erum með skóla án aðgrein- ingar sem kallar á breiðari nemenda- hóp og meiri þjónustu. Lögboðin kennsla hefur jafnvel verið skert þar sem ekki er hægt að greiða fyrir af- leysingar,“ segir Rósa. Hún segir þetta haust byrja verr en síðasta haust. „Árið í fyrra var þungt og skól- arnir fóru yfir fjárhagsrammann og að þurfa svo að taka þann halla með sér yfir áramót er ekki til að vænka hag skólanna.“ Kristinn tekur undir þessi orð Rósu og segir að þegar eitt ár bætist við annað í þessari stöðu aukist erf- iðleikarnir, það hafi líka orðið töluvert miklar kostnaðarhækkanir við kjara- samninga kennara. Hætti frekar en að skera niður Formenn svæðisfélaga Skóla- stjórafélags Íslands funda á morgun og býst Kristinn við að þá verði farið yfir stöðu grunnskóla í landinu, en samkvæmt hans upplýsingum er fjár- hagsstaða grunnskóla einna erfiðust í Reykjavík. Kristinn var skólastjóri í Folda- skóla þar til um síðustu áramót þegar hann hafði heimild til að fara á eft- irlaun og valdi það. Hann segir að ástandið í fjármálum skólans og borg- arinnar hafi hjálpað til við að taka þá ákvörðun. „Ég hafði ekki á samvisk- unni að draga enn frekar saman í stuðningi og sérkennslu. Ég taldi mig ekki vilja fara út í slíkt,“ segir Krist- inn. Tölverðar mannabreytingar hafa verið á stöðu skólastjóra í borginni að sögn Kristins. „Menn hafa verið að hætta og ég veit að þessi staða hefur spilað þar inn í. Stöðugar niðurskurð- arkröfur geta ýtt undir að þeir sem hafa rétt til eftirlauna fari mun fyrr á þau en þeir hafi ætlað vegna þess að þeir eru orðnir þreyttir á þessu basli,“ segir Kristinn sem veit um einn fyrrum skólastjóra sem fór fyrr á eftirlaun en ella hefði gerst og gríp- ur nú í vinnu við dúkalagnir. Ekki skammtað rétt inn í skólana  Úrelt og ósanngjarnt reiknilíkan er notað til að skammta fé til grunnskóla Reykjavíkur  Skólastjór- ar ákveða að fara fyrr á eftirlaun vegna endalausra niðurskurðarkrafna  Eru orðnir þreyttir á baslinu Morgunblaðið/Eggert Morgunbla Í skólanum Endalausar niðurskurðakröfur á grunnskóla Reykjavíkur gera starf kennara og skólastjórnenda erfitt. Áskorun » Stjórn SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, skorar á borgaryf- irvöld að forgangsraða í þágu barna og grípa nú þegar til að- gerða til að ekki komi til alvar- legrar skerðingar á þjónustu í grunnskólum borgarinnar en skólarnir hafa þegar búið við of þröngan kost of lengi. Rósa Ingvarsdóttir Kristinn Breiðfjörð Stjórn Íbúðalánasjóðs staðfesti árs- hlutareikning sjóðsins fyrir fyrra hluta ársins í gær. Rekstarniður- staðan var jákvæð sem nemur 2.510 milljónum króna, en á sama tímabili í fyrra var 379 milljóna króna tap. Þessi viðsnúningur nemur því tæp- um þremur milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 6,45% borið saman við 5,46% í upp- hafi ársins, en langtímamarkmið sjóðsins er að það sé yfir 5%. Eigið fé í lok tímabilsins var 21.781 millj- ón króna en var 19.271 milljón í lok síðasta árs. Í lok tímabilsins voru 98% þeirra heimila sem eru í viðskiptum við Íbúðalánasjóð með lán sín í skilum og hafa vanskil minnkað verulega á milli tímabila. Þriggja milljarða króna viðsnúningur varð í rekstri Íbúðalánasjóðs á fyrri hluta ársins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.