Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Ljós í miklu úrvali Höfuðljós, hjólaljós, húfuljós og yfir 40 gerðir af vasaljósum Led kastarar í miklu úrvali frá 5.995 7.999 Halogen kastarar 2x500W á fæti frá 285 Vélamenn Landgræðslunnar fylgjast grannt með fréttum af jarðskjálftum í Kötlueldstöðinni í Mýr- dalsjökli. Þeir eru að vinna á Mýrdalssandi, á svæði sem líklegast er að jökulflóð færi yfir í eldgosi. Magnús Ingi Gunnarsson vélamaður segir að þeir muni einfaldlega forða sér í burtu, um leið og Katla bærir á sér. Ekki sé um annað að ræða en að skilja öll tækin eftir á sandinum og aka sem leið liggur til Vík- ur. „Mér finnst öll svona vélavinna skemmtileg,“ segir Magnús Ingi um melsláttinn, þegar hann hafði losað poka sláttuvélarinnar á vörubílspall. Haustið er upp- skerutíminn og þá reynir mikið á vélamennina og tækin sem þeir hafa. Þeir slá ekki einungs melgresið heldur afla einnig lúpínu- og grasfræs í Gunnarsholti. Þeir eru með fimm öflugar dráttarvélar og heimasmíðaðar sláttuvélar. Magnús segir að þær hafi reynst vel í gegnum tíðina. Fylgjast vel með Kötlu VÉLAMENN Á MÝRDALSSANDI Sláttur Melgresið er nokkuð hátt eftir gott sumar en fræin ekki tiltakanlega stór. Magnús Ingi Gunnarsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það lítur vel út með uppskeruna, myndi ég telja,“ segir Magnús Ingi Gunnarsson, véla- maður hjá Landgræðslu ríkisins. Hann er þessar vikurnar með samstarfsmönnum sínum að afla melfræs á Mýrdalssandi, í kappi við haustveðrin. Fimm öflugar dráttarvélar eru fyrir sláttu- vélunum sem slá melgresið. Fjórar þeirrar eru með sláttuvélar á gálga út frá hliðinni og ein er með sláttuvél framan á. Allur búnaðurinn er heimasmíðaður í Gunnarsholti enda var ekki unnt að fá slíkar vélar erlendis þegar Land- græðslan byrjaði að vélvæða melskurðinn. Melgresið bindur sandinn og myndar hóla og hæðir. Því er ekki hægt að koma við hefð- bundnum kornþreskivélum. Áður var melurinn handskorinn. Vélamennirnir fylla því vörubílspall daglega og flytja í Gunnarsholt þar sem afrakstur dags- ins fer í gegn um rafdrifna þreskivél í fræverk- unarstöðinni og áframhaldandi vinnslu. Varabirgðir nauðsynlegar „Við notum melfræið í sandfokssvæði lands- ins, meðal annars á Mýrdalssandi og fyrir norðan. Við notuðum mikið melfræ við Skaftá eftir jökulhlaupið í fyrra og höfum notað það í uppgræðslu í Bakkafjöru, við Landeyjahöfn,“ segir Garðar Þorfinnsson, héraðsfulltrúi Land- græðslunnar. Hann segir að vegna mismun- andi uppskeru á milli ára og óvæntra verkefna eins og við Skaftá sé nauðsynlegt fyrir Land- græðsluna að eiga frábirgðir, umfram árlega notkun. Melfræið er ein af forsendum þess að Land- græðslan geti sinnt því hlutverki sínu að binda verstu sandfokssvæðin. Engin planta er öflugri en melurinn við slíkar aðstæður. Í haust var byrjað á því að slá mel í landi Hallgeirseyjar en meginöflunarsvæðið er þó á Mýrdalssandi. Þar hefur mel verið sáð í stórar rákir sem nýtast vel til frætöku. Landgræðslan ber tilbúinn áburð á sumar rákirnar til að auka uppskeruna. Vélamennirnir eru nú að ljúka þriðju vikunni í melslættinum og Árni Eiríks- son, aðstoðardeildarstjóri í fræverkunarstöð- inni í Gunnarsholti, vonast til að hægt verði að slá út næstu viku. Vélamennirnir eru að slá í kappi við vindinn og haustveðrin. Vegna góðrar sprettutíðar í sumar er melurinn töluvert á undan í þroska, miðað við meðalár, og er kornið farið að losna. Það fýkur úr í vindi og minna fer í poka sláttu- vélanna. Minni þörf fyrir lúpínufræ Melfræið er þurrkað í gámum í fræverk- unarstöðinni, hreinsað og síðan húðað til að þyngja það. Þá er það tilbúið til notkunar næsta vor. Það getur lent á Mýrdalssandi eða öðrum sandfokssvæðum, á svipuðum slóðum og það var tekið. Árni áætlar að uppskera haustsins verði um 10 tonn af fullunnu og hreinsuðu fræi. Starfsmenn Landgræðslunnar afla einnig lúpínufræs og grasfræs og verka í stöðinni. Lúpínan er slegin með kornsláttuvél í ná- grenni Gunnarsholts. Árni reiknar með að verkað verði um eitt tonn af lúpínufræi. Notk- un hennar hefur minnkað mikið. Hún er nú ein- göngu notuð til að loka landgræðslusvæðum sem grædd hafa verið upp með lúpínu. Sama aðferð er notuð við öflun grasfræs. Það er slegið á ökrum í Gunnarsholti. Þar er eink- um um að ræða beringspunt og túnvingul. Tún- vingullinn er af íslensku afbrigði sem talið er duglegra en innflutt og ræktunin er einnig vel samkeppnisfær í verði við innflutta vöru. Sama er að segja um beringspuntinn, hann er dýr í innkaupum. Aðrar grastegundir sem notaðar eru við landgræðslu eru keyptar erlendis frá. Grasfræið er notað í landgræðslu og í verkefnið Bændur græða landið. Árni segir að fræverkunin gangi vel. Ekki hafi verið miklar rigningar á frætökutímanum. Fræið sé því þurrara en oft áður og þurrkunin taki styttri tíma. Losun Vélamennirnir losa úr pokum sláttuvélanna á vörubílspall. Afrakstur dagsins er einn fullur pallur sem verður að 5-9 fullum fiskikerum af hreinsuðu og þurrkuðu fræi. Slá í kappi við veðurguðina  Fræöflunargengi Landgræðslunnar að störfum á Mýrdalssandi  Afrakstur haustsins er 10 tonn af melfræi auk lúpínufræs og grasfræs  Melurinn er undirstaða uppgræðslu á sandfokssvæðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Melskurður Melgresið safnar að sér sandi og myndar hóla í rákum á Mýrdalssandi. Þarf að nota öflugar dráttarvélar með sérsmíðuðu tæki til að safna fræjunum sem eru svo þurrkuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.