Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að
afrískir skógarfílar, sem eru í út-
rýmingarhættu, eiga miklu færri
afkvæmi en talið var og að það tæki
þá tæpa öld að fjölga sér nógu mik-
ið til að þeir yrðu jafnmargir og ár-
ið 2002 ef yfirvöldum tækist að
stöðva ólöglegar veiðar sem hafa
stuðlað að mikilli fækkun fílanna.
Skógarfíllinn er mun minni og
dekkri en afríski gresjufíllinn.
Skögultennur skógarfílsins eru
beinni, vaxa niður og geta orðið svo
langar að þær nái niður á jörðu,
ólíkt skögultönnum gresjufílsins
sem eru framstæðari. Skógarfílar
lifa í láglendisregnskógum í Ka-
merún, Mið-Afríkulýðveldinu,
Vestur-Kongó, Gabon og Austur-
Kongó.
Talið er að skógarfílar hafi verið
vel á aðra milljón þegar þeim tók að
fækka, að sögn George Wittemyer,
aðstoðarprófessors við ríkisháskóla
Colorado og meðhöfundar skýrslu
um rannsóknina.
Fækkaði um 65%
Í skýrslunni kemur fram að
skógarfílum fækkaði um 65% á ár-
unum 2002 til 2013. Talið er að þeir
hafi verið um 500.000 árið 1993 og
um 100.000 árið 2013. Fækkunin er
rakin til ólöglegra veiða og skógar-
eyðingar. Veiðiþjófarnir selja kjöt-
ið og skögultennurnar, eða fílabein-
in.
Þekking vísindamanna á skógar-
fílum hefur verið miklu minni en á
gresjufílum vegna þess að erfiðara
er að stunda rannsóknir í regn-
skógunum en á gresjum Afríku.
Rannsóknin leiddi í ljós að
skógarfílar eiga miklu færri af-
kvæmi en gresjufílar. Skógarfílkýr
verður yfirleitt kynþroska um tutt-
ugu ára gömul og ber kálfi á fimm
eða sex ára fresti. Frænkur hennar
á gresjunum verða oftast kyn-
þroska aðeins tólf ára gamlar og
bera á þriggja eða fjögurra ára
fresti.
Vísindamennirnir segja að
skógarfílar geti svo fá afkvæmi að
það taki þá a.m.k. 90 ár að verða
jafnmargir og þeir voru árið 2002
ef hægt verður að stöðva ólöglegu
veiðarnar.
Skógarfílar eru mjög mikilvægir
fyrir vistkerfi regnskóganna. Þeir
sjá m.a. um að dreifa fræjum
margra trjátegunda sem taka til sín
koltvísýring úr andrúmsloftinu.
bogi@mbl.is
Heimild:WWF/NationalGeographic/Elephantdatabase.org
Þekkt búsvæði fíla
Hugsanleg búsvæði
Kamerún Mið-Afríku-
lýðveldið
Austur-Kongó
Gabon
V-Kongó
Lönd þar sem skógarfílar eiga heimkynni
1993
2013
500.000
100.000
Áætlaður fjöldi
Er minni en afríski
gresjufíllinn
Skógarfíllinn
í Afríku
Skógarfíll
Fjölga sér miklu
hægar en talið var
Ný rannsókn á skógarfílum í Afríku
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Öldungadeild þingsins í Brasilíu sam-
þykkti í gær að svipta Dilmu Rouss-
eff embætti forseta landsins vegna
ásakana um að hún hefði gerst sek
um lögbrot. Þar með lauk þrettán ára
valdatíma Verkamannaflokksins,
sem hefur átt undir högg að sækja
vegna efnahagsóstjórnar og spilling-
armála.
Dilma Rousseff var kjörin forseti
Brasilíu, fyrst kvenna, í október 2010
eftir að Luiz Inacio Lula da Silva
hafði valið hana sem eftirmann sinn.
Hún var ákærð til embættismissis
fyrr á árinu fyrir að hagræða ríkis-
reikningum í því skyni að leyna mikl-
um fjárlagahalla áður en hún var
endurkjörin forseti í mjög tvísýnum
kosningum árið 2014. Hún neitar sök
og segir embættissviptinguna jafn-
gilda valdaráni.
Til að svipta forsetann embættinu
þurftu tveir þriðju öldungadeildar-
innar, eða 54 þingmenn, að sam-
þykkja það. Svo fór að 61 þingmaður
greiddi atkvæði með embættissvipt-
ingunni og tuttugu á móti.
Lula í forsetaframboð?
Michel Temer, sem tók við forseta-
embættinu tímabundið í maí þegar
Rousseff var ákærð, á að gegna því út
kjörtímabilið sem lýkur 1. janúar
2019. Temer hefur verið leiðtogi mið-
hægriflokksins PMDB í fimmtán ár
en nýtur ekki mikillar lýðhylli.
Flokkurinn hefur lengi verið í odda-
stöðu á þinginu og verið þekktur fyrir
að haga seglum eftir vindi til að auka
pólitísk áhrif sín. Temer hefur nú
fært stjórnina til hægri í efnahags-
málum og nýtur stuðnings frammá-
manna í viðskiptalífinu en margir
fréttaskýrendur efast um að hann
hafi burði til að knýja fram þær efna-
hagsumbætur sem hann hefur lofað.
Þrátt fyrir embættissviptinguna
samþykkti öldungadeildin ekki að
banna Rousseff að gegna opinberu
embætti næstu átta árin eins og búist
hafði verið við. Hugsanlegt er því að
stjórnmálaferli hennar sé ekki lokið.
Rousseff hefur ekki verið sökuð
um að þiggja mútur eða draga sér
opinbert fé. Hún er hins vegar sögð
hafa reynt að hindra rannsókn á spill-
ingarmálum, meðal annars mútu-
greiðslum í tengslum við
ríkisolíufyrirtækið Petrobras,
stærsta fyrirtæki landsins. Rousseff
er á meðal þeirra sem eru talin bera
meginábyrgð á spillingunni vegna
þess að hún var stjórnarformaður
Petrobras á árunum 2003 til 2010
þegar mútugreiðslurnar keyrðu um
þverbak.
Forveri hennar í forsetaembætt-
inu, Lula da Silva, hyggst bjóða sig
fram í næstu forsetakosningum en á
yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu og
tilraun til að hindra rannsókn á
mútumálum Petrobras.
AFP
Valdarán? Dilma Rousseff í forsetahöllinni í Brasilíuborg eftir að hún var svipt forsetaembættinu í gær. Hún sagði
að Verkamannaflokkurinn myndi komast aftur til valda í landinu og sakaði andstæðinga sína um valdarán.
Rousseff svipt emb-
ætti forseta Brasilíu
Var þó ekki bannað að gegna opinberu embætti næstu árin
Nýr kafli hófst í bættum sam-
skiptum Bandaríkjanna og Kúbu í
gær þegar reglulegt farþegaflug
milli landanna hófst að nýju eftir
meira en hálfrar aldar hlé. Vél flug-
félagsins JetBlue lenti með 150 far-
þega á flugvelli í borginni Santa
Clara á Kúbu um klukkustund eftir
flugtak frá Fort Lauderdale á Flór-
ída í fyrsta áætlunarfluginu milli
landanna frá árinu 1961. Öllu áætl-
unarflugi milli landanna var þá
hætt vegna deilna ríkjanna í kalda
stríðinu eftir að kommúnistar kom-
ust til valda á Kúbu árið 1959. Að-
eins leiguflugvélar hafa flogið á
milli ríkjanna frá 1979.
Gert er ráð fyrir að alls verði
farnar um 110 flugferðir á dag milli
ríkjanna. Af um 3,5 milljónum
ferðamanna sem komu til Kúbu á
síðasta ári voru um 161.000 frá
Bandaríkjunum, um 77% fleiri en á
árinu áður. Búist er við bandarísk-
um ferðamönnum fjölgi enn meira
á næstu árum.
Bætt samskipti Bandaríkjanna og Kúbu
Fyrsta áætlunarflugið
í meira en hálfa öld
AFP