Morgunblaðið - 01.09.2016, Side 18

Morgunblaðið - 01.09.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau tíðindi bár-ust í gær aðhugbúnaðar- fyrirtækið Plain Vanilla væri að loka skrifstofum sínum á Íslandi og að öllu starfsfólki þess, 36 að tölu, yrði sagt upp. Þetta eru dapurleg tíðindi, ekki aðeins fyrir starfsmennina og aðra sem að fyrirtækinu koma, heldur fyr- ir íslenska hugbúnaðargeirann, þar sem góðar vonir höfðu verið bundnar við vöxt fyrirtækisins. Ástæða lokunarinnar mun vera sú að forsendur fyrir rekstrinum hafi brugðist þegar bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hætti við framleiðslu á spurningaþáttum byggðum á QuizUp-appinu, sem hefur verið flaggskip Plain Van- illa-fyrirtækisins. Þessi tíðindi hafa, þótt óvænt séu, átt sér vissan aðdraganda. Fyrr í sumar bárust fregnir af uppsögnum hjá fyrirtækinu, sem hafði vaxið hratt vegna vel- gengni QuizUp-appsins, en það varð fljótlega að vinsælasta spurningaappinu sem snjall- símanotendum stóð til boða. Engu að síður var það von flestra að fyrirtækið myndi ná að rétta úr kútnum, ekki síst þegar gengið var til samstarfs- ins við NBC. Fallið er hátt, þar sem ekki eru liðin nema um þrjú ár frá því að eigendum Plain Vanilla var boðið að selja fyrirtækið fyrir um 12 milljarða íslenskra króna. En þannig er stundum gangur- inn í viðskiptum; fyrirtæki sem eina stundina standa styrkum fót- um þurfa að gefa eftir þá næstu. Þó að tíðindin séu neikvæð þessa stundina fyrir ís- lenska hugbúnaðar- geirann þurfa þau ekki að vera það til frambúðar. Þess þekkjast ótal dæmi, jafnvel hér innan- lands, að tiltölulega stór fyrir- tæki í þessum geira líði undir lok. Önnur hafa þá iðulega fyllt í skarðið, oftar en ekki skipuð starfsfólki sem öðlast hafði reynslu og verkvit af þeim frum- kvöðlafyrirtækjum sem áður höfðu mátt lúta í gras. Þó að stundum gefi á bátinn, og jafnvel sé siglt í strand, er engin ástæða fyrir það hæfi- leikaríka fólk sem starfaði að Plain Vanilla hér á landi að ör- vænta. Og það getur verið stolt af því verki sem þegar hefur ver- ið unnið, því að árangurinn hefur á marga mælikvarða verið mikill. Leikur fyrirtækisins hef- ur farið hæst á vinsældalistum víða um heim og vaxið á köflum hraðar en sum þekkt risafyrir- tæki á hugbúnaðarsviðinu. Þá má ekki gleyma því að á meðan fyrirtækið óx upp hér á landi kom talsvert fé inn í landið frá erlendum fjárfestum. Þeir sem að þessum árangri unnu munu án efa finna kröftum sínum annan farveg fljótlega. Þá munu þeir búa að gagnlegri reynslu þó að ekki hafi allt farið á þann veg að þessu sinni sem björtustu vonir stóðu til. Starf Plain Vanilla hér á landi á síðustu árum var síður en svo unnið fyrir gýg} Fremur kaflaskil en sögulok Í sumar hafa reglu-lega borist fregn- ir af hinni skelfilegu Zika-veiru, sem herjað hefur á Bras- ilíu og önnur ríki Suður-Ameríku. Veiran þykir skæð, þar sem hún berst milli manna með moskítóflugum og getur valdið alvarlegum veik- indum í taugakerfinu, auk þess sem hún leggst á börn í móður- kviði og veldur fósturskaða og jafnvel fósturláti. Í vikunni urðu þáttaskil, þar sem ljóst er að veiran hefur nú numið varanlega land í Banda- ríkjunum, sér í lagi í Flórída. Leggst þar ýmislegt saman, til dæmis að þar er kjörlendi fyrir moskítóflugur, sem bera veiruna, nánast í miðjum stórborgum eins og Miami. Hátt í 50 manns hafa greinst með smit í Flórída og má gera ráð fyrir að tilfellum fjölgi ört þar til helsti árstími mosk- ítóflugunnar er liðinn, sem verður í október. Á sama tíma var staðfest að Singapúr glímir nú við Zika- faraldur, en þar hafa rúmlega áttatíu manns smitast af veirunni. Vekur það ugg, þar sem borgríkið er ein helsta fjármálamið- stöð Suðaustur-Asíu, og gæti veiran átt greiða leið þaðan víða um stærstu álfu heims. Til að bæta gráu ofan á svart tilkynnti sóttvarnastofnun Bandaríkjanna í gær að það fjár- magn sem stofnunin hefði fengið til þess að verjast sjúkdómnum myndi klárast fyrri hluta sept- ember. Bandarísk heilbrigðisyf- irvöld hafa brugðist við með því að færa til stofnunarinnar fjár- magn sem eyrnamerkt hefur ver- ið vörnum gegn öðrum sjúkdóm- um eins og ebólu og HIV. Ljóst er þó að slíkt mun ekki duga nema til skamms tíma. Því eru taldar töluverðar líkur á faraldri í Bandaríkjunum á næstu vikum, sem gæti náð alla leið frá Kaliforníu í vestri til New York-borgar í austri. Á meðan ekki er vitað meira um veiruna, varnir gegn henni og hugsanlegar aðrar smitleiðir hennar, gæti slík- ur faraldur haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir alla heimsbyggðina. Zika-veiran lendir í Bandaríkjunum og Singapúr} Ógnvaldur nemur land S kólastjóri í Hafnarfirði, Valdimar Víð- isson að nafni, dúkkar nú reglulega upp í sjónvarpi með þá hugmynd að leggja niður hefðbundið heimanám í grunnskólum. Ég tel afskaplega já- kvætt að Valdimar skuli loksins vera kominn á þessa skoðun. Ég var einmitt á sama tíma í sama grunnskóla og hann fyrir nokkrum árum. Þá var þetta sama baráttumál í gangi hjá okkur all- mörgum nemendum en við fengum ekki nokkra einustu hjálp frá Valdimari. Ég minnist þess ekki. Þvert á móti gekk hann iðulega í lið með starfsliði skólans í svo gott sem öllu sem laut að skólastarfinu. Gekk snemma með starfið í maganum. Mér fannst alltaf aug- ljóst að hlífa mætti manni við heimanámi, enda hafði maður lagt hart að sér í skólastofunni, en aldrei fékk þessi hugmynd nægilegan hljóm- grunn. Sérstaklega virtist það fara illa í kennara ef maður reyndi að taka þessa breytingu upp einhliða. Ég held því auk þess fram að ég hafi verið á undan minni samtíð í öðru máli sem snýr að mennta- og uppeldis- málum. Á síðustu misserum hafa ýmsir pólitíkusar kveikt á því að snjallræði væri að seinka klukkunni hérna á eyj- unni. Ég viðraði oft þessa hugmynd á skólaárunum en bæði grunn- og framhaldsskólar hófu iðulega kennslu á undarlegum tímum. Æ fleiri eru nú sammála um að þá sé enn nótt. Pólitíkusarnir eru hins vegar of ragir við al- mennilegar breytingar og vilja færa klukkuna um klukku- tíma til eða frá. Ég myndi halda að svona fimm tímar séu hæfilegur tími ef fara á í þessa vinnu á annað borð. Hér á hið sama við og með heimanámið að ekki er heiglum hent fyrir nemanda að breyta þessum reglum einhliða. Rúnar Vífils skóla- stjóri hlustaði ekkert á þennan málflutning og bauð bara upp á einkennilega röksemdafærslu um að gott væri að fara fyrr í háttinn. Auk þess hringdi Steina Hraunbergs heim og vakti mann ef maður tók ekki þátt í þessum skrípa- leik með óbreytta klukku og skólastarf nætur- innar. Þar sem ég er nú með menntamál til um- fjöllunar má ég til með að minnast á að Illugi Gunnars, hæstvirtur, vill nú gefa einkunnir í bókstöfum. Við Illugi þekkjum báðir mann sem gekk í Menntaskólann á Ísafirði á þeim tíma þegar einkunnir voru gefnar í bókstöfum. Þessum skemmtilega nemanda þótti fagið tjáning alveg sérlega leiðinlegt og áttaði sig ekki á tilgangi þess. Hann var á hinn bóginn alveg prýðilegur skopmyndateiknari. Í skyndiprófi í faginu ákvað hann að láta spurningarnar lönd og leið og gaf listamannseðlinu lausan tauminn í stað- inn. Tókst honum að rissa upp mjög nákvæma og skemmtilega mynd af kennaranum, þar sem hann sat grafkyrr og las bók meðan á prófinu stóð. Taldi okkar maður þetta sérlega vel heppnað og skilaði inn prófinu með myndinni á. Ekki eru til heimildir um neinn annan sem fengið hefur Ö á prófi í íslenskum framhaldsskólum, svo ég viti til. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Enginn er spámaður í eigin skóla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Nokkur samhljómur var umflest þau atriði sem lögðeru til í skýrslu starfs-hóps um endurskoðun á stefnu í vímuefnamálum. Ríkislögreglustjóri skilaði þó séráliti um tillögu þess efnis að af- nema fangelsisrefsingar fyrir vörslu neysluskammta. Eru þar m.a. sett fram þau rök að ekki liggi fyrir skil- greining á neysluskammti. Þá minnki skilyrðislaust afnám fang- elsisvistar fyrir vörslu neyslu- skammta áhættu þeirra sem bendl- aðir séu við umfangsmikil fíkniefnaviðskipti. Borgar Þór Einarsson, formað- ur nefndarinnar, segir að það sé hlut- verk þeirra sem semji nýtt frumvarp að skilgreina neysluskammt. Starfshópurinn var settur sam- an fyrir tilstuðlan Kristjáns Þórs Júlíussonar velferðarráðherra um endurskoðaða stefnu í vímuefna- málum og samanstóð af fulltrúum frá embætti landlæknis, SÁÁ, ríkislög- reglustjóra, geðsviðs Landspítala, Rauða krossi Íslands og velferðar- sviði Reykjavíkurborgar. Ráðherra skipaði Borgar sem formann nefnd- arinnar. Minnkar áhættu einstaklinga Ríkislögreglustjóri birti sérálit með athugasemd við tillögu nefndar- innar um að afnema beri fangelsis- refsingar fyrir vörslu neyslu- skammta. „Ekki getur það talist sérstakt markmið að refsa neyt- endum fíkniefna með fangelsisvist. Því fer fjarri. Hins vegar er það svo að hver sá sem býr yfir „neyslu- skömmtum“ kann að vera bendlaður við umfangsmikil fíkniefnaviðskipi sem lýst er í lögum. Skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnkar áhættu viðkomandi ein- staklings eða hóps að stunda slíka brotastarfsemi. Jafnframt ber að hafa í huga að neytendur ólöglegra fíkniefna eru iðulega um leið sölu- menn þeirra. Því er það svo að erfitt að gera þann skarpa greinarmun á neyslu annars vegar og hins vegar annarri meðferð og sölu fíkniefna sem að mati ríkislögreglustjóra kem- ur fram í skýrslu hópsins,“ segir m.a. í sérálitinu. Þá er vakin athygli á því að hvergi sé skilgreint hugtakið neysluskammtur í tillögunum og það skapi óvissu um framkvæmd lög- reglustarfa. Tillagan kalli því á nán- ari útfærslu. Afstöðubreyting Borgar segir aðspurður að hópurinn hafi verið meðvitaður um að lagaákvæði um að beita fangelsis- refsingum vegna vörslu neyslu- skammta hefði ekki verið beitt um langa hríð. Hins vegar væri um af- stöðubreytingu að ræða. „Núverandi lagatexti veitir möguleikann á því að beita fangelsisrefsingum. Með þess- ari breytingu erum við að taka út möguleikann á því að þeim verði beitt. Í dag virkar þetta þannig að ríkissaksóknari gefur út leiðbein- ingar um beitingu úrræðisins. En það kemur ekki fram í lagatextanum að ekki skuli beita fangelsisrefs- ingum fyrir vörslu neysluskammta. Ef þessu verður breytt í lagatext- anum þarf Alþingi að taka þá ákvörð- un aftur um að fangelsisrefsingum verði beitt. Um það snýst af- stöðubreytingin,“ segir Borgar. Varðandi skilgrein- ingu á neysluskammti segir Borgar hópinn ekki hafa verið að vinna að frumvarpi heldur til- lögum og að slíkar skil- greiningar verði á hönd- um þeirra sem vinni nýtt laga- frumvarp. Hvað felst í hugtak- inu neysluskammtur? Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefni Tillaga starfshóps er sú að fólk sé ekki sett í fangelsi fyrir vörslu neysluskammta. Vararíkissaksóknari segir slíkt ekki hafa verið gert lengi. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði í samtali við mbl.is í gær að til- laga starfshóps, um að afnema fangelsisrefsingu fyrir vörslu á neysluskömmtum af vímuefn- um, væri skrýtin. Ástæðan sé sú að fangels- isrefsing hafi hingað til ekki verið við lýði í slíkum málum heldur hafi sektum verið beitt. „Í mínum huga er þetta delluumræða. Fólk hefur ekkert verið fangelsað út af því einu að það sé með einhverja neysluskammta af fíkniefnum á sér,“ segir Helgi Magnús, að- spurður. Hann bendir á fyrirmæli frá ríkissaksóknara til ákærenda frá árinu 2009 um brot sem ljúka má með lögreglusátt. Þar er greint frá sektarheimildum vegna kannabisefna, am- fetamíns, LSD, MDMA og skyldra efna og kók- aíns. Telur um- ræðuna dellu VARARÍKISSAKSÓKNARI Helgi Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.