Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is M.BENZ C 220d AVANTGARDE nýskr. 09/2015, ekinn 8 Þ.km, 170 hö diesel, sjálfskiptur (7 gíra). Íslenskt leiðsögukerfi, led ljós framan og aftan o.fl. Bíllinn er eins og nýr! Raðnr. 255217 TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr. stgr. Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is TIL BO Ð Mjög vel útbúinn, stórglæsilegur bíll! Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Frjáls fjölmiðun í ljósvaka á 90 ára af- mæli í ár. Ottó B. Arn- ar símfræðingur stóð að félagi um útvarps- stöðina H.f. Útvarp, sem hefði getað fagn- að afmælinu í ár ef hún hefði ekki orðið gjaldþrota árið 1928. Fyrsta frumvarp um útvarps- rekstur var samþykkt frá Alþingi sama ár og hið nýja félaga fékk að- stöðu í Loftskeytastöðinni á Melum til útsendinga fjórum árum á undan Ríkisútvarpinu. Gjaldþrotið varð sökum þess að Alþingi hafnaði beiðni um einkasölu á viðtækjum til að standa undir rekstri. Alþingi setti nokkrum ár- um síðar lög um útvarp í ríkiseigu og skyldi rekstur þess fjármagn- aður að hluta með viðtækjasölu. Í millitíðinni hafði reyndar annað einkafyrirtæki hafið rekstur norður á Akureyri. Arthur Gook, trúboði í söfnuðinum á Sjónarhæð, hóf út- sendingar trúarlegs útvarps í árs- lok 1927. Eitthvað virðist hið trúar- lega útvarp hafa farið út af sporinu því atvinnumálaráðherra hafnaði beiðni um að framlengja leyfi þess árið 1929 með því fororði að það hefði ekki haft leyfi til reksturs „gaman-útvarps“. Ríkisútvarpið var stofnað í kjöl- far þessara tilrauna einkaaðila og hóf útsendingar í skugga heims- kreppu árið 1930. Íslenska ríkið var með einkarétt á útsendingum út- varps allt þar til Bylgjan hóf út- sendingar 28. ágúst 1986 í kjölfar setningar nýrra útvarpslaga þáver- andi menntamálaráðherra, Ragn- hildar Helgadóttur. Þessi lög urðu ekki til í tómarúmi en í verkfalli op- inberra starfsmanna árið 1984 lok- uðust útvarps- og sjónvarpsstöðvar ríkisins. Einkaaðilar stigu þá fram og sýndu fram á tímaskekkju þess að þeim væri bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Fæstir sakna einkaleyfis Ríkis- útvarpsins og þótt ríflega 70% landsmanna horfi eða hlusti á RÚV á hverjum degi horfa nú ríflega 73% prósent þeirra einnig á einkarekna ljósvakamiðla á hverjum degi. Fjölmiðlar eru í stöðugri þróun. Það þarf lagaumhverfið líka að vera. Íslenskur fjölmiðlamarkaður er ekki eyland. Erlendir miðlar sækja okkur heim án þess að greiða hér skatta eða gjöld. Kvaðir sem settar eru á innlenda miðla ná ekki til þeirra. Auglýsingatekjur renna í auknum mæli úr landi og stór hluti þeirra til ríkisins í gegnum Rík- isútvarpið. Í kvöld ætlum við að minna not- endur ljósvakamiðla á gamla tíma með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur klukkan 21. Með því viljum við minna á að tilvist innlendra sjálfstæðra fjöl- miðla er ekki sjálfsagður hluti af til- verunni. Það er komið að Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrar- umhverfi og andrými, þannig að fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Sjálfstæðir fjölmiðlar eru ekki sjálfsagðir Eftir Arnþrúði Karlsdóttur, Ingva Hrafn Jónsson, Rakel Sveinsdóttur, Orra Hauksson og Sævar Frey Þráinsson » Í kvöld ætlum við að minna notendur ljósvakamiðla á gamla tíma með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur klukkan 21. Arnþrúður Karlsdóttir Arnþrúður Karlsdóttir fyrir hönd Út- varps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson fyr- ir hönd ÍNN, Rakel Sveinsdóttir fyrir hönd miðla Hringbrautar, Orri Hauksson fyrir hönd Símans, Sævar Freyr Þráinsson fyrir hönd 365 miðla. Ingvi Hrafn Jónsson Rakel Sveinsdóttir Sævar Freyr Þráinsson Orri Hauksson Hillary Clinton, for- setaframbjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum, sparar Norðurlöndunum ekki hrósyrðin í kosninga- baráttu sinni. Í þessum löndum fer saman til- tölulega frjálst at- vinnulíf, háir skattar og umfangsmikið vel- ferðarkerfi. Þar er jafnframt sterk lýðræðishefð, sam- kennd og öflugt réttarkerfi ásamt heilbrigðu efnahagslífi. Bandaríkin ættu því að taka norræna módelið sér til fyrirmyndar samkvæmt for- setaframbjóðandanum. Norræna módelið er víðar Það sem Hillary hefur ekki minnst á er að hið svokallaða norræna mód- el er ekki eingöngu við lýði á Norð- urlöndunum. Lönd eins og Frakk- land, Ítalía og Grikkland búa við sams konar kerfi. Af hverju notar hún þá ekki þau lönd sem dæmi um velheppnaða útfærslu á hinu skand- inavíska módeli? Sennilega vegna þess að staðan í þessum löndum er óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuld- ir, langvarandi atvinnuleysi og versnandi stöðu á flest- um sviðum. Ljóst er því að norræna módelið er ekki að virka í þessum ríkjum svo skýringanna á velgengni Norður- landaríkjanna í áranna rás er að leita annars staðar. Norðurlöndin áður fyrr Staðreyndin er sú að í samanburði við önnur vestræn ríki nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni áður en norræna módelið, eins og við þekkjum það í dag, var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vest- ræna heims. Skattar voru lágir, op- inberi geirinn lítill og velferðarþjón- usta miðaðist aðallega við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævi- líkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Menningin skýringarþáttur Það sem Norðurlandaríkin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er ekki hið marg- rómaða velferðarkerfi, enda svipar því mjög til þess sem þekkist í fjöl- mörgum löndum, heldur aðrir þætt- ir. Löndin hafa nefnilega þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungu- málið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Menning þessara samfélaga hefur lengst af byggst á vinnusemi, oft við erfiðar aðstæður, og ríkri ábyrgðarkennd. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur, sem dregur úr líkunum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Því hefur verið frið- samt í þessum löndum um langa hríð. Norrænir öflugir í BNA Það sem enn fremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgegni Norðurlandaríkjanna en háir skatt- ar og viðamikið velferðarkerfi er sú staðreynd að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum, þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er mun minna, laun miklu hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndum. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þátt- um fremur en umfangsmiklu vel- ferðarkerfi og ofursköttum. Norrænir minnka báknið Enn ein birtingarmynd þess að norræna módelið eigi síður upp á pallborðið nú en áður er að nú eru mið- og hægriflokkar við völd í öll- um Norðurlandaríkjunum, að Sví- þjóð undanskilinni. Í Svíþjóð var síðast við völd hægristjórn sem réð- ist í umtalsverðar skattalækkanir og setti hluta af menntakerfinu og heilbrigðisþjónustunni í einka- framkvæmd. Ekki er að sjá að sú vinstristjórn sem síðan tók við hafi sýnt áhuga á að snúa þeirri þróun við með afgerandi hætti. Hugsan- lega eru norrænir að stefna aftur til þess kraftmikla hagkerfis og blóm- lega samfélags sem til staðar var upp úr miðri síðustu öld þar sem frelsi og lágir skattar voru kjör- orðin. Norræna módelið – kerfið eða menningin? Eftir Guðmund Edgarsson » Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðs- drifnari löndum hins vestræna heims. Guðmundur Edgarsson Höfundur er málmenntafræðingur og kennari og stefnir á 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.