Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Við lifum í heimi,
þar sem allir verða
eldri, allir geta
veikst. Sjúkdómar
geta verið misalvar-
legir. Fyrir óheppna
getur sjúkdómur
ásamt meðfæddri
fötlun valdið örorku.
Ég lýsi því yfir að ef
einhver hefur áhuga á
málefnum fólks sem
minna má sín í þessu samfélagi,
býð ég upp á ýmsar lausnir .
Til að byrja með þarf að breyta
því kerfi sem notað er þegar laun
eru samþykkt. Til þess þarf að
fara eftir erlendri fyrirmynd. Fyr-
irbæri eins og ASÍ eru í raun og
veru úrelt kerfi. Sjálfur er ég ekki
kunnugur því hvernig farið er að
erlendis, en þangað þarf að leita
til að setja upp betra kerfi.
Það sem verður að gera er að
minnka skattbyrði og skera niður
í ríkisrekstri. Ef eitthvað þessara
efna höfðar til þín eða þinna er ég
sá aðili sem þú ættir að kjósa.
Ég er hægra megin í Sjálfstæð-
isflokknum, kannski frekar gam-
aldags.
Ég hef sjálfur kynnst af eigin
raun erfiðleikum þeim sem marg-
ur maðurinn þarf að glíma við.
Lengi vel var ég greindur með
sjúkdóm sem síðar kom í ljós að
var vitleysa. Í þeim sporum þurfti
ég á velferðarkerfi okkar að halda.
Þar kynntist ég vel þeirri þrek-
raun sem fólk þarf að ganga í
gegnum til að ná rétti sínum.
Þetta er hægt að laga með einka-
væðingu starfsemi Trygginga-
stofnunar ríkisins,
þannig að starfsfólk
sé gert ábyrgt í
starfi; starfi það ekki
samkvæmt bestu
vinnubrögðum verði
hægt að reka það. Á
þann veg skilar það
betri þjónustu og
bætir afköst starfs-
manna. Fyrir örfáum
árum brotnaði ég á
ökkla, myndaður var
svokallaður staurl-
iður. Ég hefði getað sótt bætur
hjá ríkissjóði, allt að milljón krón-
ur, en slíkt stríðir gegn minni
pólitísku sannfæringu. Lífsmottó
mitt er „ekki spyrja hvað landið
þitt getur gert fyrir þig heldur
hvað þú getur gert fyrir landið
þitt“. Þessi tilvitnun er að sjálf-
sögðu í engan minni mann en
JFK.
Ég skora á þig sem ert flokks-
bundinn sjálfstæðismaður að kjósa
mig í komandi prófkjöri en ég
mun láta öll þjóðþrifamál til mín
taka, ekkert verður skilið eftir, ég
er öðruvísi kandídat í prófkjörinu.
Nýr valkostur sem stendur með
þér.
Pólitísk
sannfæring mín
Eftir Sindra
Einarsson
Sindri Einarsson
» Þar kynntist ég vel
þeirri þrekraun sem
fólk þarf að ganga í
gegnum til að ná fram
rétti sínum.
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
og sækist eftir 5. sæti.
Eldri borgarar eru
margbreytilegur
hópur og sem betur
fer eru margir
heilsuhraustir og
fullir starfsorku á
efri árum. Mikil
fjölgun eldri borgara
á næstu árum og
áratugum kallar á
samtal við þennan
hóp um hvernig lífs-
gæði og þátttaka þeirra í sam-
félaginu verður best tryggð.
Sveigjanleg starfslok og hluta-
störf á seinni hluta starfsævinnar
ættu að vera sjálfsögð réttindi
fyrir þennan hóp því sumum
hentar að draga smám saman úr
vinnu meðan aðrir kjósa að hætta
að vinna þegar fullum lífeyris-
réttindum er náð.
Ég vil endurskoða forsendur
grunnlífeyris og afnema skerð-
ingu á bótagreiðslum vegna at-
vinnutekna lífeyrisþega og ör-
yrkja að fullu.
Lífeyrisréttindi eru mismun-
andi eftir því hvernig vinnu-
framlagi okkar er háttað á starfs-
ævinni og ennfremur er mikið
misræmi milli lífeyris opinberra
starfsmanna og starfsmanna á al-
mennum vinnumarkaði. Skerðing
á grunnlífeyri almannatrygginga
vegna atvinnuþátttöku eftir að
taka lífeyris er hafin eykur svo
enn á þetta misræmi milli lífeyr-
isþega vegna þess að greiðslur úr
lífeyrissjóðum skerðast ekki, ein-
ungis þær greiðslur sem koma
frá Tryggingastofn-
un.
Það velur sér eng-
inn að vera öryrki
Enginn velur sér
það hlutskipti vera
öryrki og það reynist
mörgum þungbært að
sætta sig við að vera
ekki fullur þátttak-
andi á vinnumarkaði.
Samfélagið á að
styðja við þessa ein-
staklinga með því að
tryggja þeim störf við hæfi hvers
og eins og gera þeim þannig
kleift að bæta lífskjör sín í stað
þess að refsa þeim fyrir að vinna
eins og gert er núna. Þátttöku á
vinnumarkaði fylgir kostnaður
svo sem að koma sér til og frá
vinnu, fatnaður og ýmislegt fleira
en lífsgæðin sem felast í því að
skila sínu framlagi eru mörgum
mikils virði. Við eigum að gera
sem flestum kleift að vinna og
bæta þannig lífsgæði sín.
Eldri borgarar og
öryrkjar njóti að
fullu atvinnuþátttöku
Eftir Helgu
Ingólfsdóttir
»Ég vil endurskoða
forsendur grunnlíf-
eyris og afnema skerð-
ingu á bótagreiðslum
vegna atvinnutekna líf-
eyrisþega og öryrkja að
fullu.
Helga Ingólfsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði og frambjóðandi í 2.-4. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Stjórnmálaflokkar og
stjórnmálamenn eiga
erfitt uppdráttar um
þessar mundir. Að ein-
hverju leyti geta þeir
sjálfum sér um kennt,
enda stefnumálin oft
óskýr og byggð á inni-
haldslausum frösum.
Sennilega þarf engin
stétt að þola jafnófyr-
irleitna umræðu og
stjórnmálamenn og þeir sem gefa sig
út fyrir að starfa fyrir stjórnmála-
flokka. Afleiðingin er sú að mannvalið
verður sífellt lakara og æ færri gefa
kost á sér í þessi störf.
Þetta er miður. Öflugir stjórnmála-
flokkar sem skipaðir eru forystu-
mönnum sem setja fram skýra stefnu
byggða á lífsviðhorfi sem felur í sér
ákveðið samræmi og samkvæmni,
skipta miklu máli fyrir lýðræðið. Það
er engin tilviljun að einræðisherrar
skuli byrja á því að banna stjórnmála-
flokka þegar þeir komast til valda.
Stjórnmálaflokkum og lýðræðinu
stendur þó ekki síður ógn af þeim
fjölmörgu lýðskrumurum sem hafa
sjálfa sig að hugsjón og sveiflast eftir
því hvernig vindar blása
á hverjum tíma. Með til-
komu netsins hafa áhrif
þeirra aukist. Sumir
þeirra trúa því jafnvel
að pólitískar skoðanir
þeirra séu fræði og vís-
indi, á sama tíma og
þeir fordæma alla
stjórnmálastarfsemi og
stefnumörkun á vett-
vangi þeirra. Þetta
minnir á að háskólar
kenndu hinn vís-
indalega sósíalisma sem
einhvers konar fræði á síðustu öld, þó
að öllu hugsandi fólki væri löngu ljóst
hvað hér væri á ferðinni.
Lýðræði og réttarríkið
Hið lýðræðislega réttarríki felur í
sér að allir séu jafnir fyrir lögunum,
viðurkenni eigið frelsi og annarra og
virði löglega teknar ákvarðanir valda-
stofnana samfélagsins. Lýðræði og
réttarríki er verðmæt eign sem tekur
langan tíma að byggja upp, en stuttan
tíma að skaða. Þegar þrengir að eða
mikilar sveiflur verða í samfélaginu
reynir á þanþol réttarríkisins. Þá er
mikilvægt að hafa öfluga málsvara
sem taka sér stöðu með grunngildum
réttarríkisins gegn lýðskruminu.
Brynjar Níelsson gefur kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hann er
einn fárra stjórnmálamanna sem tal-
ar skýrt, er sjálfum sér samkvæmur
og mikilvægur málsvari fyrir þann
grundvöll sem Sjálfstæðisflokkurinn
byggir á. Brynjar hlaut á sínum tíma
yfirburða kosningu í formannskjöri
Lögmannafélagsins, þrátt fyrir eða
kannski vegna þess að hann hélt fram
sjónarmiðum réttarríksins á tímum
þegar reiðin og lýðskrumið stýrðu för
í samfélaginu.
Það er skynsamlegt fyrir kjós-
endur Sjálfstæðisflokksins að kjósa
þennan öfluga málsvara í 2. eða 3.sæti
í prófkjöri flokksins sem nú stendur
yfir og lýkur á laugardaginn.
Stjórnmálaflokkar,
lýðræði og réttarríkið
Eftir Helga
Sigurðsson » Þegar þrengir að eða
miklar sveiflur
verða í samfélaginu
reynir á þanþol rétt-
arríkisins. Þá er mik-
ilvægt að hafa öfluga
málsvara.
Helgi Sigurðsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þegar alþjóða-
samtök flugumferð-
arstjóra nýverið bentu
ISAVIA á að ástandið
hjá þeim væri orðið
svo alvarlegt að það
líktist kringumstæðum
sem leitt höfðu til
tveggja flugslysa sem
kostuðu 185 mannslíf,
þá ypptu yfirmenn
Isavia bara öxlum og
afþökkuðu alla aðstoð. Hættuleg
undirmönnun og þjálfunarleysi
flugumferðarstjóra virtist þannig
bara þeirra einkamál. Í stað þess að
borga strax samkeppnishæf laun til
að laða til sín sérfræðimenntaða
hæfa starfsmenn ílengdist kjara-
deilan sem olli miklum óþægindum
og hundruð milljóna króna tjóni fyr-
ir viðskiptavini. Svipað virtist upp á
teningnum þegar vopnaleitin kolféll
í prófunum og þegar reglulegar taf-
ir verða vegna ýmiss konar vand-
ræðagangs eða undirmönnunar.
Á meðan veldisvöxtur er í komu
ferðamanna og mikil vöntun á flug-
vallarþjónustu þá hefur megnið af
framkvæmdafénu farið í að um-
breyta verslunarrekstrinum með
tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir
viðskiptavinina sem ISAVIA virðist
sama um. ISAVIA var þó ekki sama
um Kaffitár sem þótti víst ekki
nægjanlega „alþjóðlegt“ fyrirtæki
og fyrirtækið er lítt fyrir að halda
upplýsingar um risnu yfirmanna.
Mesti vitleysisgangurinn er síðan
aðför ISAVIA að innanlandsfluginu
sem nú stefnir á Keflavíkurflugvöll í
óþökk allra viðskiptavina.
En af hverju er þetta svona? Af
hverju eru viðskiptavinir settir í
svona hættu og hvar er þjónustu-
lundin? Af hverju er komið svona
fram við eigið starfsfólk og af
hverju virðist meiri áhugi á að reka
verslun en að reka flugvöll?
Svarið liggur í eðli fyrirtækisins.
ISAVIA er ríkisfyrirtæki sem eru
fyrirtækjavæddar stofnanir reknar
meira á pólitískum forsendum en
markaðslegum. Skattgreiðendur
bera ábyrgðina á meðan ISAVIA
fær að starfa í algjörlega vernduðu
umhverfi með einokun yfir heilum
atvinnugeira. Þar sem ríkið hirðir á
endanum gróðann þá
er lítill hvati til að þróa
þjónustuna og skila
hagnaði. Vegna
ábyrgðarleysisins er
rík tilhneiging í að sóa
hagnaði í alls kyns
gæluverkefni, enda
liggja hagsmunir yf-
irmanna frekar í að
þjónka pólitískum vild-
arvinum en að þjón-
usta viðskiptavinina.
Heilbrigðir við-
skiptahættir þrífast
illa í slíku umhverfi og fyrir vikið
sitjum við upp með fábreytta en
dýra þjónustu og svifaseint rík-
isbákn sem bremsar af alla
framþróun í heilum atvinnugeira.
Skattasvarthol í Vatnsmýrinni
Þegar horft er til Reykjavíkur-
flugvallarmálsins mætti halda mið-
að við framgöngu borgarinnar að
einhver gróðasjónarmið lægju að
baki. Fátt gæti þó verið fjær sanni,
því af því landi sem losnar við að
flugvöllurinn fer, þá er eingöngu
fyrirhugað að nýta um þriðjung
þess í íbúðabyggð. Restin er ætluð
fyrir ýmis ríkisstyrkt pólitísk gælu-
verkefni eða bara í opin græn
svæði.
Á Valssvæðinu sem borgin lét
breyta í byggingaland til að fjár-
magna fyrri íþróttastyrki sína til fé-
lagsins, þá eru stórhuga Valsmenn
þegar farnir að huga að næstu millj-
arðaframkvæmd. Knattspyrnuhöll
sem nær örugglega verður að hluta
fjármögnuð með skattfé. Í hinum
einkareknu Fluggörðum verða öll
mannvirki og starfsemi tekin eign-
arnámi fyrir vísindaþorp HÍ. Kostn-
aður skattgreiðenda af uppbygg-
ingu sambærilegrar aðstöðu annars
staðar hleypur á milljörðum. Í Vís-
indaþorpið verður einnig sturtað
milljörðum af skattfé. Þorpið mun
auk háskólastarfsemi hýsa ýmsar
opinberar rannsóknarstofnanir auk
nokkurra útvalinna fyrirtækja. Eitt
þeirra er verkfræðistofan Efla sem
er í bullandi innlendri samkeppni og
mun því taka öllum opinberum
stuðningi fagnandi.
Þó að einhverjir geti þannig
grætt á þessum forfæringum, þá
munu skattgreiðendur alltaf tapa
stórt. Framkvæmdagleði yfirvalda
á hinu ónumda svæði er það mikil að
meira að segja þó að flugvallar-
landið fengist frítt kæmi dæmið út í
mínus. Það eina sem takmarkar
eyðsluna er ímyndunarafl borgar-
fulltrúa. Þannig er borgin þegar
orðin hluthafi í hraðlest til Keflavík-
ur og með miklar áætlanir um að
þrengja götur borgarinnar með létt-
lestarkerfi. Hvort um sig eru verk-
efni sem munu kosta skattgreiðend-
ur hundruð milljarða.
Einkavæðum
flugvallarrekstur
Baktjaldamakkið á Reykjavík-
urflugvelli hefur verið það mikið að
frjálsu markaðsöflunum hefur ein-
faldlega ekki verið hleypt að. Ef
leyfð væri frjáls samkeppni um
flugvallarlandið, þá er ein landnýt-
ing sem mundi líklega slá allt út í
arðsemi. En það er einkarekinn
flugvallarrekstur. Lítill hagnaðar-
hvati ISAVIA og ríkisafskipta-
kreddur stjórnvalda hafa gert það
að verkum að ráðamönnum hefur
alveg yfirsést það augljósa. Það er
ekki að ástæðulausu að flugvöll-
urinn í miðbæ London er að stækka.
Einkarekin fyrirtæki elska að
græða. Vegna betri staðsetningar
og nálægðar við innanlandsflugið
væri vel hægt að rukka 5.000 króna
aukagjald á millilandaflug í Reykja-
vík sem mundi þýða 5 milljarða við-
bótargróða á hverja milljón far-
þega. Aukin umferð og bætt
tenging innanlands- og millilanda-
flugs mundi síðan hjálpa til við að
dreifa ferðamönnum betur um land-
ið og allir græða. Einkarekni flug-
völlurinn græðir, atvinnulífið græð-
ir og farþegarnir græða. Eina sem
þarf til er að yfirvöld hætti að flækj-
ast fyrir og vesenast í starfsemi
sem þau eiga ekkert erindi í.
Óhagkvæmasta framkvæmd
Íslandssögunnar?
Eftir Jóhannes
Loftsson »Einkareknir flug-
vellir myndu um-
bylta íslenskum flug-
samgöngum og tryggja
stöðu Reykjavíkurflug-
vallar til framtíðar.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er verkfræðingur og
frumkvöðull í stjórn Frjálshyggju-
félagsins.