Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
✝ Hanna Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 27.
mars 1952, yngst
þriggja systra.
Hún lést 24. ágúst
2016 á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi eftir erf-
iða baráttu við
krabbamein.
Foreldrar henn-
ar voru Kolbrún
Einarsdóttir fiskvinnslukona, f.
1918, d. 2003, og Sigurður
Hannesson viðskiptafræðingur,
f. 1921, d. 1983. Elst þeirra
Hanna fluttist ásamt fjöl-
skyldu sinni til Kanada ung að
aldri og bjó þar í um sex ár.
Kom til baka um tíu ára ald-
urinn og bjó mestan part af
sínu lífi í Reykjavík. Hanna
vann við ýmis störf um ævina,
frá ræstingum til sjómennsku.
Lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti ár-
ið 1994. Hóf svo nám við Há-
skóla Íslands og útskrifaðist úr
lagadeild árið 2001. Síðustu
tólf ár ævi hennar starfaði hún
sem fulltrúi hjá Sýslumann-
inum í Reykjavík ásamt að
sinna fjölmörgum sjálfboða-
liðastörfum, þar á meðal hjá
Samhjálp, SÁÁ og Rauða
krossinum.
Úför Hönnu fer fram frá
Fíladelfíu-kirkjunni í dag, 1.
september 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
systra var Sjöfn
Sigurðardóttir, f.
1942, d. 2011, og
Guðlaug Sigurð-
ardóttir, f. 1947.
Hanna átti sjálf
fjögur börn, þau
Kristján Þór, f.
1968, Sigurð Frey,
f. 1982, Bjarndísi
Hrönn, f. 1984, og
Tanyu Kristrúnu,
f. 1986. Barnabörn
Hönnu voru fjögur talsins, þau
Styrmir Þór, Kolbrún París,
Hanna Mist og Elías (fæddist
andvana 2016).
Elskulega móðir okkar er nú
fallin frá og hennar verður sárt
saknað. Við hér samankomin
að gera það sem okkur finnst
hvað erfiðast, að kveðja móður
okkar.
Veikindi hennar bar brátt að
og ekkert okkar undirbúið fyrir
þann erfiða tíma sem framund-
an var og er. Þrátt fyrir veik-
indi hennar sýndi hún ótrúleg-
an styrk, æðruleysi og
samkennd við erfiðar aðstæður
og var stutt í húmor og gleði.
Hún var okkur ekki síður mik-
ill styrkur í veikindum sínum.
Var það lýsandi dæmi hvernig
hún lifði, reyndi ávallt að sýna
öðrum styrk þrátt fyrir eigin
erfiðleika og áföll. Kenndi okk-
ur að gefast aldrei upp og var
baráttukona fram á síðustu
stundu.
Mamma fór eigin leiðir og
var engri lík. Dugnaður hennar
var óbilandi, og kláraði nám ein
með öll sín börn. Var mikill
dýravinur og mátti lítið aumt
sjá.
Strax á unga aldri tók hún
að sér heimilislaus dýr, móður
sinni til mæðu. Sýndi það
hversu stórt hjarta hún hafði.
Mamma tók að sér þá sem
minna máttu sín, var móðir fyr-
ir fleiri en okkur, þar sem hún
tók að sér vini okkar og var
heimili hennar opið þeim sem
þurftu á að halda. Vann sjálf-
boðavinnu og nýtti menntun
sína til aðstoðar í m.a. kvenna-
ráðgjöfinni, á meðferðarheim-
ilum og sjálfboðastarf hjá
Rauðakrossinum.
Mömmu féll aldrei verk úr
hendi. Vann við fiskvinnslu,
stundaði sjómennsku og ýmis
verslunarstörf og skúraði sig í
gegnum námið eins og hún orð-
aði það sjálf.
Að námi loknu opnaði hún
lögmannsstofu í Reykjavík, en
fór svo að vinna hjá Sýslu-
manninum í Reykjavík og vann
þar til æviloka. Hún var mikil
húsmóðir, dugleg heima við og
var listakokkur. Eyddi miklum
tíma í garðinum, sá um flest
viðhald eigna sinna og reyndi
allt sjálf. Þegar hún keypti sér
nýja eign reif hún út eldhúsið
og baðið, endurinnréttaði ásamt
því að flísaleggja mála o.fl.
Hún hafði ýmis áhugamál og
fékk margar dillur í gegnum
tíðina. Stundaði hestamennsku
af kappi um tíma, var mikið
náttúrubarn og ræktaði m.a.
jurtir, bjó til krem, sína eigin
heilsusafa og bakaði eigið
brauð.
Mamma fór í reikiskóla og
lagði stund á tarot-lestur. Hafði
mikinn áhuga á yfirnáttúrlegum
fyrirbærum og þótti næm á
þann heim. Ein af uppáhalds af-
þreyingu hennar var að horfa á
sönn sakamál og hrollvekjur.
Það er erfitt að horfast í
augu við það að þú sért farin.
Lífið verður ekki það sama án
þín.
Allt sem þú kenndir okkur og
varst okkur. Allar góðu stund-
irnar, ferðalögin, kókkvöldin og
fleira.
Elskum þig.
Meira: mbl.is/minningar
Kristján Þór,
Sigurður Freyr,
Bjarndís Hrönn,
Tanya Kristrún.
Í dag kveðjum við kæra sam-
starfskonu og vinkonu eftir
stutta sjúkdómslegu. Það var
einungis fyrir tæpum þremur
mánuðum sem
Hanna kvaddi samstarfsfólk-
ið til að leita sér lækninga,
sagðist ekki verða lengi í burtu
og síst óraði okkur fyrir að hún
kæmi ekki aftur. Hún sendi
skilaboð um það sem þurfti að
gera í hennar málum og hvað
hún ætlaði sjálf að gera þegar
hún kæmi til baka.
Viðskilnaðurinn við verkefnin
og skilaboðin sem hún sendi
voru þó með ákveðnum und-
irtón og ekki laust við, eftir á að
hyggja, að þar hafi leynst grun-
ur um annað en sýndist.
Kraftur og dugnaður ein-
kenndi Hönnu alla tíð, það gust-
aði um hana á vinnustaðnum og
aldrei lognmolla í kringum
hana.
Húmorinn og glettnin ein-
kenndu hana og það var gott og
gaman að hlæja með Hönnu.
Sumir samstarfsmenn kynntust
þessu fram undir hið síðasta og
fengu frá henni sendingar sem
báru þess vitni – þú skilur hvað
við er átt Hanna.
Áhuginn fyrir þeim verkefn-
um sem hún sinnti hverju sinni
leyndi sér ekki, hún gekk til
verka sinna af miklum dugnaði
og vildi helst alltaf hafa hreint
borð, átti til að ganga nærri sér
við vinnu.
Sjálf sagðist hún þess vegna
helst þurfa að láta reka sig
heim í lok dags. Hanna fór ekki
leynt með væntumþykju sína til
vinnufélaga og vinnustaðarins,
þar leið henni vel. Í sjúkdóms-
legunni leyndi það sér heldur
ekki, hún var fram á síðasta
dag að fylgjast með og í raun að
fylgja eftir verkefnum.
Hanna las hlutina á sinn hátt
og var ekkert feimin við að
segja þá eins og þeir komu
henni fyrir sjónir, hafði sterkar
skoðanir og kom hreint fram.
Hún hikaði ekki við að gagn-
rýna það sem henni fannst að
mætti betur fara en lét á sama
hátt í ljós það sem henni þótti
vel gert, var hreinskilin og mað-
ur vissi alveg hvar maður hafði
hana, ef hún var ekki sammála
fór það ekki framhjá neinum.
Í lífsins ólgusjó gefur oft á
bátinn. Það tók oft í stýrið hjá
Hönnu þessari smágerðu, fín-
legu og fallegu konu. Hún var
hörð af sér og afstaða hennar til
lífsins einkenndist af því að ein-
blína alltaf á það jákvæða, sagði
oft að allir hefðu eitthvað til að
þakka fyrir. Hún hugsaði fyrst
og síðast um aðra, setti ekki
sjálfa sig í fyrsta sæti. Síðustu
vikurnar í lífi hennar mátti enn
heyra þessa afstöðu hennar til
lífsins, hún sagði eitthvað gott
koma út úr þessum aðstæðum
sínum. Hanna mín, þú mátt vita
að vel verður hugsað um það
sem þú baðst fyrir.
Þegar ljóst var að hverju
stefndi sýndi Hanna ótrúlegt
æðruleysi, hún virtist ganga til
móts við það sem koma skyldi á
sama skipulagða hátt og ein-
kenndi vinnubrögð hennar. Í
spjalli var hún yfirveguð, var
þrátt fyrir allt frískleg að sjá og
heyra stuttu fyrir endalokin og
sagðist sátt.
Hún ræddi um undirbúning
að brottför sinni og var líkt og
hún undirbyggi flutning eða
ferðalag.
Elsku Hanna, vinnustaðurinn
er tómlegur án þín og þín er
sárt saknað, en ferðalagið er
hafið – góða ferð, takk fyrir
samfylgdina og Guð geymi þig.
Börnum Hönnu, systur og
aðstandendum öllum vottum við
okkar innilegustu samúð.
Fyrir hönd samstarfsfólks
hjá Sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu,
Þuríður Árnadóttir.
Hanna
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Elsku Hanna mín, það er
erfitt að kveðjast en
mamma hefur tekið vel á
móti þér. Ég mun alltaf
sakna þín, elsku systir.
Blessuð sé minning ein-
stakrar perlu.
Þín systir,
Guðlaug.
Elsku Hanna, takk fyrir
hjálpina í gegnum tíðina og
takk fyrir allar góðu stund-
irnar. Ég á eftir að sakna
þín.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Kjartan Hansson.
✝ Sigurbjörn Eð-vald Þorbergs-
son fæddist 4. febr-
úar 1943 á Hólma-
vík. Hann lést á
hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð í
Kópavogi 2. ágúst
2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
rún Sigurjónsdóttir
húsfreyja, f. 1.
október 1916, d. 9. október
1981, og Þorbergur Jónsson, f.
22. ágúst 1906, d. 5. júní 1983.
Systkini hans eru: Erna Nielsen,
júlí 1911, d. 15. febrúar 1968.
Börn Sigurbjörns og Ernu eru:
1) Guðbergur S. Sigurbjörns-
son, sambýliskona hans er Heið-
veig Jónsdóttir, börn hans eru
Magnús, Sara Lind og Sólrún
Anna. 2) Elísabet H. Sigur-
björnsdóttir gift Gunnari Vagn-
syni, þau eiga börnin Ernu Guð-
rúnu, Sigurbjörn Eðvald og
Hrein Fannar. 3) Guðrún K.
Sigurbjörnsdóttir, sambýlis-
maður hennar er Erlendur Ein-
arsson, börn hennar Íris Ósk,
Unnur Lilja, f. 11. október 1989,
d. 12. apríl 1990, Jón Karel,
Anton Örn og Elísabet Ýr. 4)
Erna Karen Sigurbjörnsdóttir,
börn hennar eru Sólrún Lilja,
Róbert Aron og Eiður Máni.
Einnig eiga þau níu langafa- og
ömmubörn.
Sigurbjörn var jarðsunginn
frá Hjallakirkju 11. ágúst 2016.
f. 1934, Gísli Vil-
berg, f. 1936, d.
apríl 2011, Dag-
mar, f. 1939, Hall-
dór Hilmar, f. 1944,
Hörður Steinar, f.
1947, Rannveig, f.
1950, Ágúst Rúnar,
f. 1956.
Sigurbjörn
kvæntist Ernu Pet-
ersen Kragh, f. 22.
mars 1943, 14. des-
ember 1961. Foreldrar hennar
voru Klara Sigurðardóttir, f. 27.
júlí 1909, d. 26. desember 1996,
og Sigurður Meyvantsson, f. 27.
Elsku pabbi, það erfiðasta
sem ég hef gert um ævina var að
kveðja þig.
Hjartað mitt grætur yfir því
að ég fái ekki að hitta þig aftur í
okkar jarðneska lífi. Ég trúi því
og treysti að við hittumst á ný
þegar ég hef lokið mínu verkefni
hér.
Þann 2. ágúst kvaddi ég minn
besta vin og mína fyrirmynd,
minn kæra pabba, afa barnanna
minna og langafa ömmustelp-
unnar minnar.
Elsku pabbi, minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
Hvíldu í friði.
Þín
Erna Karen og fjölskylda.
Sigurbjörn Eðvald
Þorbergsson
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Snævar Jón Andrésson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti
undirbúnings og framkvæmd
útfarar ásamt vinnu við dánar-
bússkiptin. Við þjónum með
virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og
unnusti,
SIGURBJÖRN ÞÓRISSON,
Bjarmalandi 12, Reykjavík,
lést að heimili sínu 21. ágúst. Jarðsungið
verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 2.
september klukkan 15.
.
Þórir Rafn Halldórsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir,
Svava Kristín Þórisdóttir, Hjörvar Högnason,
Eva Sólveig Þórisdóttir, Jónas Thorlacius,
Tinna Þórisdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson,
Þórir Rafn Þórisson,
Margrét Ósk Brynjólfsdóttir.
Elskulegur bróðir okkar,
ÞORSTEINN JÓNSSON,
lést 24. ágúst. Útförin fer fram frá
Seljakirkju laugardaginn 3. september
klukkan 11.
.
Magnús Jónsson,
Halldóra Jónsdóttir,
Borghildur Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANDÍS HALLSDÓTTIR,
Sóleyjarima 1,
lést í faðmi ástvina á krabbameinsdeild
LSH laugardaginn 27. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 7. september klukkan 13.
.
Hrafnhildur Sverrisdóttir, Francisco Da Silva Chipa,
Ragnar Sverrisson, Elsa Petra Björnsdóttir,
Sigrún Ólafsdóttir, Skúli Lárus Skúlason,
Ragna Sverrisdóttir, Guðmundur Árnason,
Kolbeinn Sverrisson, Þóranna Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN S. VALGEIRSDÓTTIR,
Sundstræti 34, Ísafirði,
lést 23. ágúst á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Ísafirði og verður jarðsungin frá Ísa-
fjarðarkirkju laugardaginn 3. september klukkan 14.
.
Sesselja M. Matthíasdóttir, Kristján Hilmarsson,
Ómar H. Matthíasson, Guðný Guðmundsdóttir,
Ingibjörg M. Matthíasdóttir, Jökull Jósefsson,
Auður K. Matthíasdóttir, A. Ómar Ásgeirsson,
Vilhjálmur V. Matthíasson, Ásdís B. Pálsdóttir,
Guðmundur F. Matthíasson, Júlía M. Jónsdóttir,
Kolbrún Matthíasdóttir, Erlendur H. Geirdal,
Guðrún S. Matthíasdóttir
og aðrir aðstandendur.