Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
✝ Gyða Þor-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. maí 1935. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 17. ágúst 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Sigríður Krist-
mundsdóttir, f. í
Bolungarvík 22.
júní 1903, d. 22. maí
1988, og Þorsteinn Baldvin Sig-
urðsson, f. á Borgarhóli á Seyð-
isfirði 21. október 1900, d. 3. maí
1983. Bræður Gyðu voru Hall-
dór Randver Þorsteinsson, f.
1924, d. 1982, og Kristmundur
Andrés Þorsteinsson, f. 1926, d.
1989. Hinn 5.10. 1957 giftist
Gyða Gunnari Hjaltested, f.
25.4. 1935, d. 27.11. 2008. For-
eldrar hans voru Guðríður S.
2) Lóa Sigríður Hjaltested, f.
2.8. 1958, maki Sigurður Ingi
Sigurgeirsson. Börn þeirra Sig-
urgeir, maki Þóra Ágústa Úlfs-
dóttir, dóttir þeirra Lóa Katrín.
Gyða Björk. 3) Erlingur
Hjaltested, f. 20.1. 1960, maki
Birna Katrín Sigurðardóttir.
Börn þeirra Halla Karí og Atli.
Dóttir Atla og Jónínu Birg-
isdóttur Kamilla Hjaltested.
4) Helga Hjaltested, f. 19.11.
1962, maki Elvar Jóhann Inga-
son. Börn þeirra Gunnar Ingi,
Anna Lilja og Linda Katrín.
Gyða útskrifaðist sem gagn-
fræðingur frá Austurbæjarskól-
anum. Hún fór snemma út á
hinn almenna vinnumarkað. 17
ára að aldri réðst hún til starfa í
París sem vinnukona og barn-
fóstra á heimili íslensku sendi-
herrahjónanna og var þar í tvö
ár. Gyða starfaði sem þjónn á
Hótel Sögu um tíma, vann hin
ýmsu þjónustu- og afgreiðslu-
störf og rak eigin brauðstofu í
nokkur ár.
Gyða verður jarðsungin frá
Áskirkju í dag, 1. september
2016, kl. 15.
Hjaltested, f. 24.4.
1909, d. 23.4. 2003,
og Erlingur Hjalte-
sted, f. 10.1. 1907,
d. 15.4. 1987. Börn
Gyðu og Gunnars
eru: 1) Halla Hjalte-
sted, f. 19.4.1957.
Maki Guðjón Þór
Guðjónsson. Dóttir
þeirra er Auður Ýr
Guðjónsdóttir,
maki Gunnar Stef-
ánsson. Dætur Auðar eru Halla
Guðný Sigurðardóttir og Dagný
Ósk Sigurðardóttir. Dóttir Höllu
og Stefáns Dagfinnssonar er Ír-
is, maki Kjartan Freyr Jónsson.
Dætur þeirra eru Karen Júlía,
Hugrún Inga og Þórey Vala.
Sonur Guðjóns og Áslaugar Sig-
urðardóttur er Guðjón Guð-
jónsson, maki Valdís Rán Sam-
úelsdóttir.
Tengdamóðir mín, Gyða Þor-
steinsdóttir, andaðist 17. ágúst
sl. á áttugasta og fyrsta aldurs-
ári.
Í raun var Gyða farin frá
okkur fyrir mörgum árum þeg-
ar sá illvígi sjúkdómur Alz-
heimer tók öll völd og Gyða
hvarf okkur smám saman inn í
þoku óminnisins.
Í dag kveðjum við Gyðu með
söknuð í hjarta þótt sambandið
hafi rofnað fyrir löngu verðum
við að minnast Gyðu eins og
hún var upp á sitt besta og í
fangi barna, tengdabarna,
barnabarna og eiginmanns í
Sæviðarsundi 11.
Gyða var að eðlisfari glaðvær
og létt í lund og alltaf stutt í
brosið og hláturinn og naut hún
þess að vera í góðra vina hópi
enda voru margar góðar veislur
haldnar í Sæviðarsundinu hjá
Gunnari og Gyðu.
Jafnvel hin venjulega sunnu-
dagssteik varð alltaf veisla þar
sem vandað var mjög til mat-
argerðarinnar og léttur og góð-
ur andi sveif yfir borðum er
stórfjölskyldan kom saman.
Gyða var einstaklega hand-
lagin húsmóðir, hvort sem það
var að sauma gardínur eða
brúðarkjól, flísaleggja, bólstra
húsgögn eða jafnvel að hlaða
arinninn á heimilinu, það var
ekkert mál fyrir Gyðu.
Síðustu starfsárin rak Gyða
Smurbrauðsstofuna Gleym-
mér-ei í Hátúninu. Gyða naut
þess að starfa við eigin rekstur
og lék allt í höndum hennar er
varðaði skreytingar og útlit á
þeim veisluföngum sem hún
framleiddi.
Tengdafaðir minn, Gunnar
Hjaltested heitinn, reyndist
Gyðu sinni ákaflega vel í veik-
indum hennar, sinnti henni af
kostgæfni og alúð og hélt henni
heimili í Sæviðarsundinu allt
þar til hann veiktist sjálfur af
krabbameini sem leiddi hann til
dauða í nóvember 2008.
Það var í miðjum veikindum
Gunnars að Gyða fékk pláss á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar
sem hún dvaldi síðustu átta ár
ævi sinnar. Umönnun starfs-
manna á Sóltúni var til fyr-
irmyndar.
Að ferðalokum vil ég þakka
ykkur, kæru tengdaforeldrar,
fyrir samfylgdina í lífinu, í
huga mínum sé ég ykkur nú
svífa inn í eilífðina dansandi
saman eins og þið nutuð svo
mjög í lifanda lífi undir seið-
andi söng Ellu Fitzgerald við
undirleik Dukes Ellington.
Elvar Jóhann Ingason.
Mig langar að minnast Gyðu
með nokkrum orðum. En ég
get ekki hugsað um Gyðu án
Gunna, fyrir mér voru þau eitt.
Gyða og Gunni voru stór partur
af uppvaxtarárum mínum.
Mamma og pabbi og Gyða og
Gunni byggðu æskuheimili
mitt, Sæviðarsund 11. Við fjöl-
skyldan bjuggum á efri hæðinni
og þau ásamt börnum sínum á
neðri hæðinni, ég var yngst í
hópnum.
Það var mikill samgangur á
milli hæða, við vorum eins og
ein stór fjölskylda. Oftast var
opið á milli hæða og naut ég
þess að geta farið niður til
Gyðu og Gunna nánast hvenær
sem er og alltaf var ég velkom-
in.
Ég hef oft hugsað um það
eftir að ég varð fullorðin hvað
þau í raun tóku mér vel og
leyfðu mér að koma inn á heim-
ili sitt nánast á öllum tímum
sólarhringsins. Valsa þar um
eins og þetta væri mitt heimili.
Gyða var falleg kona, ljósa
hárið alltaf fallega greitt, alltaf
fín í tauinu. Hún var ekki há í
loftinu, hún var alltaf í hæla-
skóm, inniskórnir hennar voru
líka með hælum og það fannst
mér mjög merkilegt. Ég hlakk-
aði alltaf til í desember því þá
fór ég niður og fékk loftkökur
hjá Gyðu, hún vissi hvað mér
fannst þær góðar. Gyða var
mikil saumakona.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar Helga, yngsta dótt-
ir hennar, var að fara að gifta
sig, Gyða sat í borðstofunni og
saumaði brúðarkjólinn og ég
fékk að fylgjast með henni við
saumaskapinn dag eftir dag, ég
fylgdist með efninu verða að
fallegum brúðarkjól. Vá hvað
mér fannst hún mikill snilling-
ur.
Ég man að nokkrum sinnum
vantaði mig prjóna fyrir handa-
vinnuverkefni í skólanum, alltaf
átti Gyða til prjónana, geymdi
þá í sérstöku boxi í efri skáp í
eldhúsinu. Hún leyfði mér bara
að sækja þá í skápinn. Svona
get ég haldið áfram að rifja upp
góðar minningar frá uppvaxt-
arárum mínum í Sæviðarsund-
inu.
Þau hjón Gyða og Gunni eiga
alltaf stóran part í hjarta mínu,
mér þótti og þykir undur vænt
um þau. Mér finnst mjög erfitt
að geta ekki fylgt Gyðu þennan
síðasta spöl í dag, en hugur
minn er hjá henni og fjölskyldu
hennar.
Elsku Halla, Lóa, Elli, Helga
og fjölskyldur, ég votta ykkur
innilegar samúðarkveðjur og
langar í leiðinni að þakka fyrir
öll árin í Sæviðarsundinu. Hvíl í
friði, elsku Gyða.
Svava Björg
Þorsteinsdóttir.
Gyða
Þorsteinsdóttir
✝ Aldís Dúa Þór-arinsdóttir
fæddist 23. sept-
ember 1921 í
Reykjavík. Hún lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 23. ágúst
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Benedikt
Þórarinn Dúason, f.
19.5. 1895, d. 19.8.
1976, og Theodóra
Oddsdóttir, f. 8.11. 1898, d. 20.4.
1980. Systkini Dúu eru: Ásgeir, f.
27.10. 1922, látinn, Brynja, f. 4.9.
1924. Ása Hafdís, f. 28.8. 1928,
látin.
Fyrri eiginmaður hennar var
Sigtryggur Flóventsson, f. 20.2.
1916, d. 1974. Þau skildu. Dóttir
dóttir og Guðni Snær Davíðsson.
Seinni maður hennar var
Baldur T. Eiríksson. f. 14.6. 1913
á Ísafirði, d. 13.8. 1988.
Börn hans af fyrra hjónabandi
Birgir (látinn), Kristín, m. Jó-
hannes Friðriksson, Daníel, m.
Þórleif Alexandersdóttir, Elsa,
m. Ólafur Matthíasson, Anna
Þóra, m. Magnús Ólafsson, Eirík-
ur, m. Erna Árnadóttir
Dúa fluttist til Siglufjarðar
þegar hún var 19 ára gömul,
ásamt foreldrum og systkinum.
Hún starfaði fyrst við Herter-
vigs-bakarí, síðan í Apóteki
Siglufjarðar og loks á Sýslu-
skrifstofunni áður en hún fluttist
ásamt Baldri til Akraness. Þar
vann hún á Skrifstofu Akranes-
kaupstaðar til starfsloka. Árið
2002 flutti hún til Hafnarfjarðar
og síðustu æviár sín dvaldi hún á
Hrafnistu Hafnarfirði.
Útför Aldísar Dúu fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 1. september 2016, og hefst
athöfnin kl. 15.
þeirra er Unnur
Sigtryggsdóttir, f.
4.8. 1945. Eigin-
maður hennar er
Ásgrímur Ingólfs-
son, f. 27.2. 1944.
Synir þeirra eru
Sigtryggur Ás-
grímsson, f. 2.3.
1964. Ívar Ásgríms-
son, f. 11.5. 1965,
eiginkona hans er
Björk Sigurjóns-
dóttir og börn þeirra Alex Óli Ív-
arsson, Arnór Bjarki Ívarsson,
Sigurjón Unnar Ívarsson og
Hanna Lára Ívarsdóttir.
Davíð Ásgrímsson, f. 9.10.
1977, sambýliskona hans er
Ragnheiður Kristinsdóttir og
börn þeirra Áslaug Rún Davíðs-
Kæra amma.
Eftir nær áratugsbaráttu við
erfið veikindi hefur þú loks fund-
ið frið.
Við þessi tímamót í lífi okkar
settumst við dóttursynir þínir
niður og rifjuðum upp kynni
okkar af þér. Fljótlega kom í ljós
að Skaginn var okkur öllum
mjög hjartfólginn og þá sérstak-
lega minningar um stóra túnið
fyrir utan heimili þitt á Mána-
götunni. Þar var hægt að koma
saman og spila fótbolta og auð-
vitað voru snúrustaurarnir not-
aðir sem mörk.
Eini gallinn var að ef menn
vönduðu sig ekki þá þurfti að
senda afa Baldur niður í Sem-
entsverksmiðju að sækja bolt-
ann.
Annað sem kom fljótlega upp í
umræðunni voru bíltúrar um all-
an Borgarfjörð og jafnvel lengra
ef afi Baldur var í stuði. Keyrt
var um stóran hluta Vesturlands
og fróðleikurinn sem þið sögðuð
okkur um fjöll og firnindi hefur
fylgt okkur öllum í gegnum æv-
ina.
Einnig voru heimsóknir þínar
í Hafnarfjörð ávallt efni tilhlökk-
unar, yfirleitt fylgdu ykkur litlar
en dýrmætar gjafir sem glöddu
lítil hjörtu.
Eftir að þú fluttir á Miðvang-
inn í Hafnarfirði þá var nú alltaf
opið hús fyrir langömmubörnin
þín og komu þau oft við á leið
heim úr skólanum og fengu sér
að borða og tóku oft í spil með
þér.
Það er með söknuð í hjarta
sem við kveðjum þig elsku
amma.
Sigtryggur Ásgrímsson,
Ívar Ásgrímsson og
Davíð Ásgrímsson.
Aldís Dúa, eða Dúa, eins og
hún var ævinlega kölluð, kom
inn í líf mitt þegar ég var á 15.
aldursári er hún varð sambýlis-
kona og síðar eiginkona föður
míns. Kynni okkar urðu þó ekki
mikil fyrr en við Magnús fluttum
til Akraness þar sem við bjugg-
um um skeið, en þangað höfðu
þau pabbi og Dúa flust frá Siglu-
firði. Á Svíþjóðarárum okkar
dvöldum við á Akranesi af og til í
leyfum og nutum þá gestrisni
Dúu og margvíslegrar aðstoðar
eins og endranær og æ síðan.
Dúa var glæsileg kona og
virðuleg í fasi. Hún hafði fág-
aðan smekk og bar hlýlegt heim-
ili þeirra pabba og síðar heimili
hennar í Hafnarfirði þess glögg
merki. Hún var vandvirk og ná-
kvæm í öllu sem hún tók sér fyr-
ir hendur og hafði einkar fallega
rithönd. Hún saumaði út og
heklaði sérstaklega fallega og er
ég svo heppin að eiga nokkur
stykki sem hún gerði.
Sjaldnast var komið að tóm-
um kofunum í samræðum við
Dúu, hún var víðlesin og vel að
sér um menn og málefni enda
ævisögur ofarlega á leslista
hennar. Hún fylgdist vel með
vinum og vandamönnum og í
samtölum kom fram hversu annt
hún lét sér um fjölskylduna,
ömmu- og langömmubörnin voru
henni æ ofarlega í huga.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Ég minnist Dúu með hlýju og
vil að leiðarlokum þakka fyrir
velvild í minn garð og fjölskyldu
minnar. Við sendum Unni, Ás-
grími, strákunum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur
okkar.
Anna Þóra Baldursdóttir.
Aldís Dúa
Þórarinsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARIA ELFRIEDE TÓMASSON,
Hávallagötu 45, Reykjavík,
andaðist fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin
fór fram í kyrrþey þann 26. ágúst
síðastliðinn.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug.
.
Geir R. Tómasson,
Reynir T. Geirsson, Steinunn J. Sveinsdóttir,
Elmar Geirsson, Sigríður Hjaltested,
Gunnar K. Geirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir, afi og bróðir okkar,
ÍVAR SVEINBJÖRNSSON,
lést 22. ágúst.
Útför hans verður gerð frá Neskirkju
mánudaginn 5. september klukkan 15.
.
Börn, barnabörn og systkini.
Eiginkona mín,
GUÐRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR,
lést 28. ágúst á heimili sínu, Hvammi
Húsavík. Hún verður jarðsungin frá
Húsavíkurkirkju laugardaginn 3. september
klukkan 14.
.
Þorsteinn Baldursson frá Bergi, Aðaldal.
FALLEGIR LEGSTEINAR
VERIÐ VELKOMIN
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
KYNNINGAVERÐ
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA JÓNÍNA INGVARSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 3. september klukkan 14.
.
Ingvar Bragi Hjartarson, Anna Kristín Jakobsdóttir,
Ingibjörg B.K. Hjartardóttir, Helgi Haraldsson,
Ólöf Matthíasdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför ástríks föður, tengdaföður, afa og
langafa,
GEIRS RAGNARS GÍSLASONAR
leigubílstjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og
stjórnenda á hjúkrunarheimilinu Grund.
.
Brynja Geirsdóttir, Sigurður Viðarsson,
Hanna M. Geirsdóttir, Arnbergur Þorvaldsson,
Svala Geirsdóttir, Vilhjálmur Hafberg,
Gísli Geirsson, Gurli Geirsson,
barnabörn og langafabörn.