Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Fjöllistamaðurinn Ketill Larsen hefur nóg að gera. „Ég verð aðnota hæfileikana,“ segir hann og vísar til þess að hann leikienn Tóta trúð og Sindra sæfara fyrir utan jólasveinana þegar líður að jólum. „Ég er til í hopp og hí,“ syngur hann og leikur við hvern sinn fingur. Ketill segist vera uppfullur af hugmyndum. „Ég er með hólf í hausnum á mér, hugmyndabanka, sem þrýtur aldrei. Það er ekki amalegt að eiga svona skáp fullan af gullpeningum. Það er alveg sama hvað er tekið, alltaf kemur eitthvað nýtt og nýtt. Gullgerðar- skápur þykist ég vita að hann heiti.“ Fyrir tveimur árum hélt Ketill upp á áttræðisafmælið og komst að því að það er enginn vandi að blása til veislu. „Þá ákvað ég að hafa þrisvar sinnum afmælisveislu. Veislur númer tvö og þrjú verða við ákveðin tækifæri. Málið er nefnilega það að ef maður er kátur og glaður er alltaf veisla í hálsakoti og í hjartanu og í sálinni.“ Ketill nýtur þess að vera vinamargur. Hann segir að bíllinn sé las- inn og þá fái hann bara einkabílstjóra til þess að skutla sér í bæinn og aftur heim. „Ég er fílhraustur,“ segir hann og þakkar það að hann fái ekki alla krankleika á sama degi. „Þetta dreifist á árið eða eins og segir í máltækinu, það ber ekki allt upp á sama dag.“ Ketill nýtir hádegið meðal annars til þess að semja ljóð. „Nú er ég að búa til ljóð um nöfn á pólsku,“ segir hann og bendir á hvernig eigi að segja froskur, súpa, bakarí og skorsteinn á pólsku. „Ég er alltaf eitthvað að brasa, stofna félög og klúbba. Sumir klúbbar eru bara í kollinum á mér og ég er alltaf úti að aka.“ steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Golli Afmælisbarn Ketill Larsen á 80 ára afmælinu fyrir tveimur árum. Alltaf veisla í hálsa- koti og hjartanu Ketill Larsen fjöllistamaður 82 ára Ú lfhildur Rögnvaldsdótt- ir fæddist í Haganesi í Mývatnssveit, S-Þing. 1. september 1946, og bjó þar fyrstu fimm árin. „Foreldrar mínir og við systur fluttum svo til Akureyrar en ég var í sveit hjá afa og ömmu í Haganesi öll sumur fram yfir fermingu.“ Úlfhildur varð gagnfræðingur 1963, var síðan í Kaupmannahöfn 1963-1964 og lærði þar gluggaútstill- ingar og auglýsingateiknun. Úlfhildur vann í verslun og í banka á Akureyri til 1975. Fór þá í Nordisk folkehögskole í Genf í Sviss og starf- aði eftir það í 24 ár hjá Lífeyrissjóðn- um Sameiningu (nú Stapi lífeyris- sjóður) Var þar í hálfu starfi og vann á sama tíma einnig við ræstingar hjá Akureyrarbæ. Frá 1999 til 2002 var hún í starfi hjá Neytendasamtökunum og Sjó- mannafélagi Eyjafjarðar, bauðst þá framkvæmdastjórastarf hjá FVSA (Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni) og varð svo kjörin formaður þess félags til aðal- fundar árið 2015. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir eftirlaunaþegi – 70 ára Fjölskyldan Úlfhildur og Hákon ásamt börnum og barnabörnum heima í garðinum um síðustu helgi. Nýtur lífsins og þakk- lát fyrir góða heilsu Tvær kjarnakonur Úlfhildur ásamt Vilhelmínu Lever (eftir Aðalheiði Ey- steinsdóttur) sem var fyrsta konan sem kaus til sveitarstjórnar á Íslandi. Elma Finnlaug Þorsteins- dóttir og Franzisca Gunnarsdóttir héldu tombólu í Hléskógum og söfnuðu 3.832 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Púlserandi Invertertækni sem gerir alla suðuvinnu svo miklu betri Rafsuðuvélar Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.