Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.09.2016, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta verður svolítið sérstakt þar sem við erum að fara að spila fjór- hent á píanó, maður heyrir það ekk- ert mjög oft á tónleikum,“ segir pí- anóleikarinn Þóra Kristín Gunnarsdóttir en hún efnir til fernra tónleika ásamt Anda Krye- ziu, í hádeginu á morgun í Hofi á Akureyri, 3. september í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit, 4. sept- ember á Eskifirði og 10. september í Hannesarholti í Reykjavík. Sam- kvæmt tvímenningunum er hug- myndin á bak við tónleikana að tefla saman fjölbreyttum verkum skrif- uðum fyrir fjórhentan píanóleik. Stærsta verkið sem verður flutt er hin þekkta Fantasía í f-moll eftir Franz Schubert. Þá verða einnig leikin tvö léttari verk, Petite Suite eftir Claude Debussy og Ma mére l’Oye eftir Maurice Ravel. Samskiptafærni mikilvæg „Við munum spila þessi þrjú þekktu verk sem eru öll samin fyrir fjórhent píanó. Fantasía eftir Schu- bert hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum mjög lengi. Hún er mjög dramatísk og hittir mann beint í hjartastað með sínum inni- legu og tilfinningaþrungnu tónum. Svo langaði okkur að tefla á móti andstæðum, tónlist í léttari kant- inum. Þar erum við með Ravel og Debussy,“ segir Þóra Kristín sem er Akureyringur í húð og hár. „Það hefur sína kosti og galla að spila fjórhent. Það eru náttúrlega tveir hljóðfæraleikarar að deila einu hljóðfæri og það sést ekki oft. Mað- ur þarf því að vera rosalega sam- taka og sammála um allt. Nálægðin er mjög mikil þar sem við sitjum hlið við hlið og getum fundið fyrir hreyfingum hvor annarrar. Það er nauðsynlegt að við hlustum á hvor aðra og séum opnar fyrir hugmynd- um. Þetta snýst líka svolítið, eins og allt annað samspil, um að vera með góða samskiptahæfileika,“ segir Þóra Kristín sem fluttist til Luzern í Sviss árið 2011 til að stunda tón- listarnám með Yvonne Lang sem aðalkennara. Auk námsins í Sviss sækir hún tíma til Katia Veekmans í Hollandi, og hefur tekið þátt á ýmsum Masterclass-námskeiðum og meðal annars komið fram á tón- leikum í Sviss, Svíþjóð og Belgíu. Það var í Luzern sem hún kynntist Kryeziu sem kemur frá Kosovo en hún hefur einnig stundað háskóla- nám í píanóleik og tónsmíðum í Sviss frá árinu 2011. Kryeziu hefur unnið ýmsar keppnir í heimalandi sínu sem og á Ítalíu. Ásamt því að njóta velgengni sem tónskáld kem- ur hún reglulega fram á tónleikum. Núverandi píanókennari hennar er Konstantin Lifschitz. Dúóið komið til að vera „Þetta eru í rauninni fyrstu tón- leikarnir okkar saman en við höfum verið í sama náminu í um tvö ár. Það hefur verið mjög áhugavert og spennandi að fara í svona náið sam- spil áns þess að hafa leikið saman áður. Við erum mjög góðar vinkon- ur og það hefur hjálpað mikið en við erum hins vegar mjög ólíkir per- sónuleikar. Hún frá Kosovo og kem- ur með blóðheita sprengikraftinn frá Balkanskaganum á meðan ég er kannski rólegri og íhugulli týpa. Það opnar ótrúlega margar dyr að hafa þessa fjölbreytni en við höfum að mestu þurft að mætast á miðri leið,“ segir Þóra en hún kveður per- sónuleik þeirra skína í gegn í hljóð- færaleiknum. „Við erum sem sagt í masters- námi í Sviss, sem er blanda af pí- anóleik og píanókennslu en Anda er reyndar auk þess í tónsmíðanámi. Hún er að gera það mjög gott sem tónskáld og er mjög fjölhæf tónlist- arkona. Við munum báðar halda út að tónleikunum loknum og útskrif- ast úr náminu í janúar. Ég hugsa að við munum halda áfram þessu fjór- henta dúói í framtíðinni, það var allavega planið,“ segir hún að lok- um. Fjórhent og framandi  Þóra Kristín og Anda Kryeziu efna til fernra hljómleika  Leika verk eftir tónskáldin Schubert, Debussy og Ravel Samspil Píanóleikararnir Þóra Kristín og Anda Kryeziu kynntust í Sviss þar sem þær stunda tónlistarnám. Í tilefni Ljósanætur opnar Lista- safn Reykjanesbæjar sýninguna Framtíðarminni í listasal Duus safnahúsa í dag kl.18. Um er að ræða samsýningu fjögurra lista- manna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Inga- rafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. „Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í lista- verkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðl- arnir sem þau vinna með eru þó af- ar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður- innsetning og vídeóverk,“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jó- hannsdóttir og verður hún ásamt listamönnum með leiðsögn um sýn- inguna sunnudaginn 2. október kl. 15. Sýningin stendur til 6. nóv- ember og er safnið opið alla daga milli kl. 12 og 17. Framtíðarminni á Ljósanótt Gróður-innsetning Eitt verkanna sem sjá má á sýningunni í Reykjanesbæ. Skelin nefnist myndlistarsýning sem Linn Björklund opnar í Veður og vind á Hverfisgötu 37 í Reykja- vík. „Föt, klæði og efnisbútar sem tengjast heimilinu á einhvern hátt eru uppistöður veggja skeljarinnar. Verkið fjallar um að tilheyra ákveðnum stað og festa rætur. Skelin er samanþjappaður hvers- dagsleiki, ljóðrænn og nýstárlegur arkitektúr,“ segir í tilkynningu. Gestir og gangandi geta gægst inn í lítið einkarými sem komið hefur verið fyrir í glugganum. Sýningin stendur til 1. október. Skelin í Veður og vind á Hverfisgötu Guðað Gestir og gangandi geta gægst inn í lítið einkarými í glugganum. Nýjar vörur - Haust 2016 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Hlynur Hallsson og Gunnar Kr. Jón- asson taka á móti gestum í Lista- safninu á Akureyri í dag kl. 12.15 og fræða þá um sýningu Gunnars, Formsins vegna, sem var opnuð um síðustu helgi. Sýningarstjóri er Joris Rademaker. „Myndlist Gunnars Kr. einkennist af slagkrafti og þunga sem birtist með fjölbreyttum hætti. Hann hefur t.d. teiknað biksvartar blýsólir og logskorið stálblóm. Undanfarin misseri hefur Gunnar notað fislétt og viðkvæmt hráefni til myndgerðar – pappír – sem hann mótar, sker, lit- ar og raðar saman uns tilætluðum áhrifum er náð. Í spennunni milli formrænnar tján- ingar listamanns- ins annars vegar og hráefnisins sem hann notar hins vegar, er feiknarleg orka,“ segir í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að myndlist- arferill Gunnars spannar þriðjung aldar og hefur hann víða komið við. Hann býr og starfar að list sinni á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um Formsins vegna í dag Gunnar Kr. Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.