Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
starfsmann?
Forsvarsmenn nýrra Erasmus-
plús samstarfsverkefna í leik-,
grunn- og framhaldsskólum skrif-
uðu í gær undir samninga við
Landskrifstofu Erasmus-plús á Ís-
landi. Styrkupphæðinni, tæplega
57 milljónum króna, var úthlutað
til tuttugu verkefna frá 18 skólum
víðs vegar um land. Hæsti styrk-
urinn, sem nemur tæplega sex
milljónum króna, rennur til
Menntaskólans í Reykjavík til
verkefnis sem varðar nýtingu
jarðefna og sjálfbærni í því sam-
bandi. Sigríður Árnadóttir jarð-
fræðikennari sér um verkefnið hjá
MR.
„Þetta er þriggja ára verkefni
sem felur í sér samstarf við fram-
haldsskóla í Ósló, bæði heimsóknir
nemenda og kennaraskipti síðar
meir. Fyrst koma nemendur úr
norska skólanum til landsins til að
fræðast um jarðhita, hvernig hann
er nýttur og hvernig hann tengist
legu Íslands. Okkar nemendur
fara síðan út til Noregs til að
fræðast um loftslagsbreytingar,
hvaða áhrif þær hafa á orkuöflun
eins og vatnsaflsvirkjanir og jarð-
sögulegt samhengi.“
Menningarfræðsla í senn
Jarðfræði og jarðsaga er hins
vegar ekki eina markmið sam-
starfsins heldur munu nemendur
kynnast fjölmenningarumhverfi í
Noregi.
„Skólinn í Ósló er í innflytjenda-
hverfi þannig að aðstæður eru
aðrar en í MR. Margir nemendur
eiga foreldra sem eru ekki norskir
að uppruna þannig að verkefnið
gengur líka út á að skoða mismun-
andi menningarheima og hvernig
maður vinnur úr árekstrum,“ seg-
ir Sigríður.
Morgunblaðið/Ásdís
MR Skólinn hlaut hæsta styrkinn að
þessu sinni, sex milljónir króna.
57 milljónir til 18 skóla
MR-ingar í samstarf við framhaldsskóla í Ósló
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Rebekka Rún Jóhannesdóttir, for-
maður stúdentafélags hjá Háskól-
anum í Reykjavík, segist óttast
það að andstaða fulltrúa stjórn-
arandstöðunnar á Alþingi geti
komið í veg fyrir að nýtt frumvarp
um Lánasjóð íslenskra náms-
manna (LÍN) verði samþykkt og
að mörg ár taki fyrir sambæri-
legar kjarabætur að komast á. Þó
að frumvarpið sé ekki fullkomið sé
það mikilvægt skref fyrir
hagsmunabaráttu stúdenta.
Búið að svara ákalli
Frumvarpið hefur tekið breyt-
ingum að undanförnu í meðförum
Allsherjar- og menntamálanefnd-
ar. Helsta breytingin er sú að í
frumvarpinu er
nú gert ráð fyrir
þeim möguleika
að námsstyrkir
verði greiddir út
meðfram námi í
stað þess að þeir
verði greiddir
þegar búið er að
skila inn náms-
framvindukröf-
um. Þá telur Re-
bekka aukinheldur að þrennt sé
mjög til bóta í þeim breytingum
sem orðið hafa á frumvarpinu í
meðförum þingsins. „Þar er búið
að svara mikilvægum athugasemd-
um okkar. Um þak á vöxtunum, að
doktorsnámið verði lánshæft, að
greiðslur af láni stöðvist verði fólk
fyrir veikindum og heimild til af-
skrifta,“ segir hún.
Rebekka segir stúdenta ekki
fullkomlega sátta við frumvarpið,
en að það verði aldrei nákvæmlega
eftir höfði þeirra að þessu sinni. Í
stóra samhenginu sé frumvarpið
mikilvægt skref. „Okkar hags-
munabarátta verður alltaf tekin í
litlum skrefum. Við munum halda
áfram að berjast fyrir því sem
viljum fá í gegn þó að frumvarpið
verði samþykkt í núverandi mynd
á þessu þingi,“ segir Rebekka.
Hætt við því að málið stöðvist
Hún segir hætt við því að málið
endi á byrjunarreit ef það stöðvist
í meðförum þingsins nú. „Og að
þetta geti stoppað á næstu árum
ef ekkert gerist núna. Það er
mjög leiðinlegt að þurfa að ýta
þessu í gegn núna á stuttum tíma
en við viljum frekar sjá svona
mikilvægar breytingar verða sem
fyrst þó að við munum halda
áfram að berjast fyrir hagsmun-
um okkar til framtíðar,“ segir Re-
bekka.
Óttast um afdrif LÍN-frumvarps
Andstaða stjórnarandstöðunnar gæti tafið málið um mörg ár Frumvarpið
ekki fullkomið en engu að síður mikilvægt skref segir formaður stúdentafélags HR
LÍN-frumvarp
» Meðal annars er gert ráð
fyrir því að nemendur fái styrk
meðfram háskólanámi sam-
kvæmt nýju LÍN-frumvarpi
menntamálaráðherra.
» Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar eru andsnúnir því að
frumvarpið verði samþykkt í
núverandi mynd á yfirstand-
andi þingi.
Rebekka Rún
Jóhennesdóttir
Akurey AK 10 var sjósett hjá Celiktrans-skipasmíða-
stöðinni í Istanbul í Tyrklandi í gær. Skipið er annar
ísfisktogarinn af þremur sem smíðaðir eru hjá tyrk-
nesku stöðinni fyrir HB Granda. Uppsjávarskipin
Venus NS og Víking AK voru smíðuð í sömu skipa-
smíðastöð.
Smíði Akureyjar hófst síðastliðinn vetur og er
heildarlengd 54,75 metrar. Klefar eru fyrir 17 manna
áhöfn. Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi H.
Böðvarssyni AK, verður skipstjóri á Akurey.
,,Smíðahraði þessa skips er talsvert meiri en á
Engey RE, sem senn verður tilbúin til afhendingar,
enda er um raðsmíði að ræða. Áætluð afhending á
Akurey er á fyrri hluta ársins 2017. Öllum frágangi
neðansjávar er lokið, eins og frágangi á botnstykkj-
um, skrúfubúnaði, stýri og fleiru. Þegar öllum frá-
gangi um borð verður lokið verður skipið klárt til
reynslusiglingar,“ er haft eftir Þórarni Sigurbjörns-
syni á heimasíðu HB Granda, en hann hefur haft
eftirlit með smíðinni.
Ljósmynd/HB Grandi/Þórarinn Sigurbjörnsson
Akurey AK 10 sjósett í Tyrklandi
Þjóðgarðsverðir í Vatnajökuls-
þjóðgarði hafa beint þeim fyrir-
mælum til gesta þjóðgarðsins að
þeir leiti leyfis hjá landvörðum
hyggist þeir fljúga drónum innan
marka þjóðgarðsins. Fram kemur á
heimasíðu þjóðgarðsins að þrjár
ástæður séu að baki þessari ákvörð-
un: Vernd náttúru (dýralífs) í þjóð-
garðinum, öryggi gesta og í þriðja
lagi markmið þjóðgarðsins um
gæðaupplifun gesta.
Stuðst er við 9. grein reglugerð-
ar um Vatnajökulsþjóðgarð, en
þjóðgarðsverðir og landverðir geta
veitt leyfi til notkunar dróna. Eins
eru veitt sérstök leyfi ef um vís-
indalegar rannsóknir er að ræða
eða sérstök myndatökuverkefni og
vakin athygli á því að lögregla og
björgunarsveitir þurfi ekki að leita
leyfis vegna löggæslu- og björg-
unarstarfa.
Morgunblaðið/RAX
Í þjóðgarði Ferðamenn við Vatnajökul.
Leyfi þarf fyrir
drónum í Vatna-
jökulsþjóðgarði
Harla ólíklegt er
að hægt verði að
standa við starfs-
áætlun þingsins
um þinglok á
föstudag í ljósi
þeirra stóru mála
sem til stendur að
afgreiða á yfir-
standandi þingi.
Þetta upplýsti
Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis, við upphaf
þingfundar í gær. Þetta hefði verið
niðurstaða fundar forsætisnefndar
þingsins. Brást hann þar við fyrir-
spurn frá Oddnýju G. Harðardóttur,
formanni Samfylkingarinnar, sem
kvaddi sér hljóðs undir liðnum
fundarstjórn forseta.
Einar sagðist þó vonast til þess að
úr þessu rættist á næstunni. Þannig
væri hægt að leggja mat á það hvaða
mál væru forgangsmál og hver ekki
og ná saman um það.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, tók einnig til máls og
benti á að þingstörf hefðu gengið vel
til þessa. Ekki hefði til að mynda
verið um málþóf að ræða. Hins
vegar væru aðeins þrír þingfundar-
dagar eftir.
Þingstörfum lýkur
tæpast í vikunni
Einar K.
Guðfinnsson
Orkustofnun, íslenska fyrirtækið Arc-
tic Green Energy og kínverska fyr-
irtækið Sinopec hafa undirritað sam-
starfssamning um samvinnu og
samráð á sviði jarðvarmarannsókna.
Samkvæmt samkomulaginu munu
samningsaðilar vinna saman á sviði
rannsókna og þróunar, þjálfunar jarð-
hitasérfræðinga og að auknum sam-
skiptum og samvinnu á milli íslenskra
og kínverskra aðila á sviði jarðvarma.
Í frétt á heimasíðu Orkustofnunar
kemur fram að Arctic Green Energy
og Sinopec hafi undanfarin 10 ár rekið
sameiginlega hitaveitu í Kína undir
nafninu Sinopec Green Energy Geo-
thermal (SGE). SGE hafi á þessum
tíma vaxið í að verða stærsta jarð-
varmahitaveita heims, með 163
varmaskiptastöðvar og 247 borholur í
rekstri.
Aðkoma Orkustofnunar að sam-
komulaginu feli í sér tækifæri fyrir ís-
lenska fagþekkingu í Kína enda mikill
uppgangur þar í landi, segir í frétta-
tilkynningu. Stofnunin hafi unnið að
uppbyggingu jarðhitaþekkingar í fjöl-
mörgum löndum, sérstaklega þó með
starfi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð-
anna, en hann er staðsettur hjá Orku-
stofnun. Frá Kína hafi t.d. 84 sérfræð-
ingar farið í gegnum sex mánaða nám
skólans auk ótal námskeiða sem hald-
in hafi verið þar í landi síðastliðin ár.
Samstarf
á sviði
jarðvarma
í Kína