Morgunblaðið - 28.09.2016, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
MARC O’POLO STORE
Kringlan Shopping Center
Kringlan 4–12
Reykjavik
Nú er skólastarfið
hafið enn einu sinni og
gamall kennari finnur
enn einhverjar yljandi
tilfinningar í öldnum
huga. Hugurinn
hvarflar enn til horf-
inna stunda þegar
reynt var að hafa áhrif
á ungar, ómótaðar sál-
ir en um árangur þess
munu aðrir dæma. Eitt
af því sem ég brýndi fyrir nem-
endum mínum var að varast hvers
konar eiturefni, tóbak sem áfengi
með þeirri áréttingu að aldrei hefði
ég hitt neinn sem sæi eftir því að
vera bindindismaður en ótalda sem
hefðu harmað það að hafa hafið
neyzlu með oft hinum geigvænleg-
ustu afleiðingum.
Þegar ég las stórmerkilegt viðtal
við Hörð Jóhannesson aðstoðarlög-
reglustjóra í Fréttablaðinu á dög-
unum þótti mér það ljúf skylda að
vekja athygli á þessum aðvörunar-
orðum Harðar, þessum sönnu
reynsluorðum hans. Það er engin
yfirborðsreynsla heldur byggð á
daglegu starfi, daglegri baráttu við
ógnvalda fíkniefnanna og hræðileg-
um afleiðingum þeirra. Hann fjallar
um orsakir og afleiðingar afbrota
ýmiss konar og segir réttilega að
refsingar séu ekki eina lausnin og
undir það tek ég sannarlega. En
Hörður þreytist ekki á að nefna að
áfengisneyzla hafi mikil og eyðileggj-
andi áhrif á barnæskuna: „Það er
verið að kenna dópinu um allt og
áfengið fær einhvern veginn að flæða
um allt. Það líður ekki hálfur sólar-
hringur hér án þess að við sinnum
einhverju sem er bein afleiðing
áfengisneyzlu. Mjög oft fer hún fram
á versta stað, inni á heimilum fólks.
Þar er fólk sem líður illa, fast í að-
stæðum sem það ræður ekki við. Þar
erum við að eyðileggja æskuna.“
Þökk sé Herði að kveða svo skýrt að
orði mælandi af reynslubrunni. Þetta
eru einmitt nú í upphafi skólaárs orð
í tíma töluð.
Svo sannarlega hefur náðst veru-
legur árangur á grunnskólastigi í
þessum efnum, æ vax-
andi fjöldi þar hafnar
áfenginu sem og öðrum
fíkniefnum og virkilegt
gleðiefni er það okkur
öllum sem unnum heil-
brigði til sálar og lík-
ama. En svo segja þeir
sem bezt til þekkja að
þegar á framhalds-
skólastigið kemur þá
snúist þetta við, þá fari
æ fleiri að nýta sér
„frelsið“ margumtalaða,
enda óspart haldið að fólki að áfengið
sé saklaus gleðigjafi og gengur svo
langt að fólk á löggjafarþingi okkar
vill að áfengi sé unnt að kaupa við
hliðina á mjólkinni. Þetta fólk hefur
greinilega ekki spurt Hörð Jóhann-
esson um ágæti áfengisins, er greini-
lega ekki heldur í sambandi við þann
bitra virkileika sem blasir hvarvetna
við og Hörður er af fullri hógværð en
ákveðni að lýsa. Svo ánægjulegur
sem árangurinn er af forvarnar-
starfinu þá er það mikið áhyggjuefni
ef hann skilar sér ekki áfram á frek-
ari mótunarárum.
Átaks þar er greinilega þörf og
þar er hlutur foreldranna ótvírætt
stærstur, en samræmt átak allra
verður að koma til. Og gleymum því
ekki að áfengisneyzla er oftast upp-
haf annarrar neyzlu, þar hefi ég um
dæmin deginum ljósari og skyldi
vissulega munað eftir. En fyrst og
síðast eru þessar línur ritaðar í verð-
ugu þakklæti til Harðar frá okkur
sem störfum í IOGT, Bindindissam-
tökunum á Íslandi. Megi fleiri slíkir
vitna um vandann og þá viðurstyggð
sem hann hefur í för með sér.
Veitt skal
verðug þökk
Eftir Helga
Seljan
Helgi Seljan
» Svo ánægjulegur
sem árangurinn er
af forvarnarstarfinu þá
er það mikið áhyggju-
efni ef hann skilar sér
ekki áfram á frekari
mótunarárum.
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.
Ég hef lagt áherslu
á minn steinefna-
búskap meiri hluta
ævinnar. Til að fá þau
í sem réttustum hlut-
föllum tek ég inn dag-
lega fimm þaratöflur
eða Kelptöflur. Vatnið
í líkamanum er í raun
„sjór“ með uppleyst
steinefni. Lengi hef ég
velt fyrir mér joðinu
en ég tek fimmfaldan ráðlegan
skammt joðs eða 0,75 mg, þótt sífellt
sé verið að vara við of miklu joði.
Varðandi vítamín eru engin hætta á
að taka þau ótæpilega mikið nema
ein tvö og þá í rosamagni. Of lítið
veldur hins vegar skorteinkennum
og að lokum sjúkdómum. Þessu er
öðruvísi farið varðandi steinefnin, of
lítið veldur ýmsum skortseinkenn-
um en of mikið oftast eituráhrifum.
Þá er oft ansi stutt frá of litlu í of
mikið auk þess sem þau hafa áhrif
innbyrðis og því varasamt að taka
einstök steinefni í miklu magni í
lengri tíma. Þá má ekki gleyma að
þau frásogast misjafnlega. T.d. járn
lítið en joð yfir 50%. Steinefni frá
jurtaríkinu hafa farið þverrandi
vegna þess að tekið er meira frá
jarðveginum en sett til baka. Sjáv-
argróður hefur tök á að innihalda
meira af steinefnum en sjávar-
umhverfið og eru sjávardýr líka með
meira af steinefnum en landdýr. Joð
er talið til örsteinefna í næringar-
fræðinni þótt það sé málmleysingi í
frumefnayfirlitinu. Þótt joð fyndist
1811 var það ekki fyrr en 1924 að
farið var að setja KI (klíumjoðíð) í
matarsalt til að koma í veg fyrir joð-
skort sem lýsti sér í því að skjald-
kirtillinn blés út til að ná betur joði
úr blóðinu. Þetta var áberandi í
Ungverjalandi þar sem fólk hélt þá
án kúlu á hálsinum afbrigðilega!
Japanir ku hafa mjög lítinn skjald-
kirtil enda mikið joð í mataræðinu. Í
Bandaríkjunum var farið að setja
joð líka í brauð um 1960 en síðar
hætt og bróm illu heilli notað í stað-
inn því það tekur sæti joðs í horm-
ónunum. WHO hefur fyrir ekki
löngu síðan lýst því yfir að þrír millj-
arðar mannkyns hafi joðskort, sem
er talið nokkuð íhaldssamt því aðrir
telja hann vera minnst 75%. Bara í
Bandaríkjunum er talið
að 30-50% þjóðarinnar
líði joðskort.
Fyrir margt löngu
fundu menn út eða
ákváðu RDA-gildi fyrir
joð, gildi sem segir að
0,15 mg joðs sé lágmark
á dag til að skjaldkirtill-
inn fái sitt og það sem
furðulegt er, að talið er
hættulegt að taka inn
mikið meira því þá hætti
kirtillinn að starfa rétt.
Þetta virðist ekki stand-
ast í dag. Þótt 20-50 mg joðs séu
stöðugt í líkamanum stendur um-
frammagn stutt við. Joð er ekki
málmur, en þeir eru plúshlaðnir, joð
er neikvætt hlaðið. Það er sterkt ox-
andi efni og sótthreinsandi. Það
binst í nokkrum hormónum sem
myndast í skjaldkirtlinum og dreif-
ast til allra frumna líkamans. Horm-
ónar þessir stjórna hraða efnaskipt-
anna og orkuvinnslu líkamans. Um
skjaldkirtilinn streymir allt blóðið á
17 mínútum og eyðir joðið örverum
og bindur geislavirkni. En joð virðist
hafa fleiri heilsuáhrif því það á auð-
velt með að fara í gegnum frumu-
veggi og virkar sem frumueitur á af-
brigðilegar frumur eins og
krabbameins, drepur bakteríur og
sveppi og eyðileggur vírusa í líkama
okkar. Þá skolar það út kvikasilfri,
kadmíum, blýi, áli og gerir óvirkt
flúor og bróm sé nægt joð í blóðinu.
Sé skoðað joðát Japana sem hafa
lengstar lífslíkur þá er gefið upp að
60 milljónir þeirra neyti 13,8 mg joðs
á dag (fæst úr 4,6 g þurrkaðs þara)
eða næstum hundraðfalds ráðlagðs.
Sumir læknar hafa talið að allt að
750 mg joðs á dag sé skaðlaust flest-
um og því í raun engin efri mörk.
Bæði vírusar og geislavirkni geta
komið af stað stökkbreytingum og
þar með myndun krabbameina.
Nægt joð virðist nú talið geta komið
fyrirbyggjandi í veg fyrir myndun
m.a. brjósta-, blöðruhálskirtils- og
eggjastokkakrabbamein.
Það er því engin ástæða að óttast
joð og auðveldast að nota þaramjöl í
stað matarsalts og í súpur að hætti
Japana. Um leið fást nægir basar
fyrir jafnvægi á sýrustigum í lík-
amanum og öll steinefnin í réttum
hlutföllum.
Joð
Eftir Pálma
Stefánsson » Frumefnið joð þyrfti
að vera meira í mat-
aræðinu vegna fyrir-
byggjandi áhrifa þess á
heilsuna í sívaxandi
mengun á öllum sviðum.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Ég átti tal við mann
á förnum vegi um eilífð-
armálin svonefndu fyr-
ir skömmu. Tjáði ég
honum hversu litlu ég
væri nær eftir áratuga
grúsk á þessu sviði, er
hann spurði: Hvað
þurfa menn svo sem að
vita?
Ljóst er að af margs-
konar þekkingu og
upplýsingaflæði er nóg í þjóðfélaginu
í hinum margvíslegu fjölmiðlum og
þá ekki hve síst í netheimum. En
hvaða gagn er að því, ef menn kunna
ekki að lifa saman í sátt og samlyndi,
en þjálfa sig í því að búa til gjöreyð-
ingarvopn og aðra tækni sem ógnar
lífi og heilsu manna?
Hvers konar siðmenning er það,
sem kennir fólki að hlunnfara aðra
og græða á heilsuleysi samborgar-
anna? Varla getur það flokkast undir
góða siði og menningu. Sönn þekking
og menntun er svo einföld. Í Heilagri
ritningu stendur skrifað: „Hvað
heimtar Drottinn annað af þér en að
gjöra rétt og ástunda kærleika“
(Míka 6:8). Eldflaugafræði eða auð-
valdshagfræði eru ekki nefnd á nafn í
formúlu friðar og kærleika. Sönn
menntun og þekking til sköpunar
fyrirmyndar hamingjusamfélagi
gengur út á allt annað.
Kristur Jesús sagði
m.a.: „Ef þú vilt inn
ganga til lífsins, þá
haltu boðorðin“ (Matte-
us 19:17). Þau eru það
sem skiptir máli í sam-
félagi manna. Enda
sagði Guð, faðir mann-
kynsins, við mannanna
börn fyrir langa löngu:
„Varðveit þú og hlýð
öllum þessum boð-
orðum, svo að þér vegni
vel og börnum þínum eftir þig æv-
inlega, er þú gjörir það, sem gott er
og rétt“ (5. Mósebók 12:28).
Mér sýnist svo, að það geti verið
lykillinn að eftirsóknarverðu sam-
félagi manna í stað sundurlyndisins,
svikanna og þrætanna sem einkennt
hafa íslenskt samfélag til margra
ára. Ef menn færu eftir guðslögum
væri fljótt hægt að ráða bót á þessum
samfélagsmeinum. Megi svo verða.
Bót samfélagsmeina
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
»Hvers konar sið-
menning er það, sem
kennir fólki að hlunn-
fara aðra og græða á
heilsuleysi samborg-
aranna?
Höfundur er áhugamaður um
samfélagsmál og trúmál.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
FEB Reykjavík
Mánudaginn 26. september var
spilað á 11 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 248
Guðl. Bessason – Sigtryggur Karlss. 242
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 230
Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 226
A/V
Ormarr Snæbjss. Sturla Snæbjörnss. 253
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 246
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 241
Elín Guðmanns. - Friðgerður Benedikts. 224
Fimmtudaginn 22. september var
spilað á 12 borðum og urðu eftirtalin
pör efst í N/S:
Jón Þ. Karlss.- Björgvin Kjartanss. 262
Jón H. Jónsson – Bergljót Gunnarsd. 251