Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 23

Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 ✝ Björgvin Krist-ófersson fædd- ist í Reykjavík 20. mars 1928. Hann lést á Landspítalan- um 17. september 2016. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. 21.4. 1890, d. 25.9. 1948, og Kristófer Krist- ófersson, f. 8.2. 1895, d. 7.8. 1957. Björgvin var yngstur þriggja systkina: Björn, f. 5.1. 1919, d. 22.12. 2008, og Ólöf Sigríður, f. 29.8. 1921, d. 1.9. 1943. Björgvin giftist 17. júlí Tengli við rafvirkjastörf, meðal annars við uppbyggingu raf- kerfis á Þórshöfn, Kópaskeri og Vopnafirði og uppbyggingu nýs frystihúss á Vopnafirði. Árið 1960 hefur hann svo störf hjá umboðsmanni Schind- lers við uppsetningar og teng- ingar á lyftum fyrir fjölbýlishús sem þá risu ört í Reykjavík, svo sem í Sólheimum, Ljósheimum og víðar. Hann tók við umboði fyrir Schindler-lyftur. Árið 1990 var fyrirtækið (Björgvin Kristófers- son hf.) sameinað lyftudeild Héðins auk þess sem Schindler í Noregi keypti 51% hlut í fyr- irtækinu. Hann starfaði þar við lyftuþjónustu og viðgerðir auk þess að vera framkvæmdastjóri til sjötugs. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju í dag, 28. sept- ember 2016, klukkan 15. 1954 Ragnheiði S. Jónsdóttur, f. 18.7. 1927. Barn Björg- vins og Ragnheiðar var Ólafur, f. 10.11. 1961, d. 3.2. 2005. Björgvin hóf nám í rafvirkjun hjá Rafmagni undir handleiðslu Giss- urar Pálssonar raf- virkjameistara. Hann lauk námi í rafvirkjun hjá Tengli undir handleiðslu Sigurðar Þorvalds- sonar sem var rafvirkjameistari þess fyrirtækis. Hann vann í nokkur ár hjá Það var árið 1959 að við tvær vinkonur, 19 ára stelpuskjátur, dvöldum ásamt fleira fólki í viku í Þórsmörk. Flestir gistu í skála Ferðafélags Íslands þar sem þau hjón Hróðný og Jóhannes úr Kötlum réðu ríkjum. Ein hjón gistu í tjaldinu sínu á flötinni, það voru Ragna og Björgvin sem voru að halda upp á fimm ára hjúskaparafmæli sitt. Undir góðri stjórn Jóhannes- ar var gengið um fjöll og firnindi og smátt og smátt fór hópurinn að kynnast. Á þessari viku tókst með okkur góður og traustur vinskapur sem haldið hefur æ síðan. Við áttum eftir að ferðast mikið saman um landið, fara í útilegur, fjallgöngur, veiðitúra og ýmislegt annað. Þegar maður hugsar til baka þá hrannast upp minningarnar. Sláturgerð á haustin, laufabrauðsbakstur fyr- ir jólin, þá komu vinir saman og hjálpuðst að, oftast á heimili þeirra á Fornhaganum og í Sæ- viðarsundinu. Svo voru haldin þorrablót með heimalöguðum mat sem fleiri lögðu til. Björgvin hafði mikinn áhuga á laxveiði og áttu þau hjón það sameiginlegt. Það var gaman að heyra þau segja veiðisögur. Þau ferðuðust einnig mikið innan- lands og utan og voru fróð um það sem þau upplifðu. Í sérstöku uppáhaldi var Sviss þar sem þau áttu góða vini, fóru þau margar ferðir þangað og höfðu frá mörgu að segja. Hann hlúði að heimilinu þeirra meðan heilsan entist, vildi hafa alla hluti í lagi. Þar voru þau samtaka hjónin, þau áttu yndislegt heimili sem öllum stóð opið, enda vinmörg. Þau eignuðust einkasoninn Ólaf, mikinn sólargeisla. Hann var mikill selskapsmaður og vildi halda veislur með mörgu fólki. Ekki stóð á foreldrunum sem vildu gera allt fyrir drenginn sinn. Ólafur lést árið 2005. Nú þegar Björgvin hefur farið í sína síðustu ferð, þá er mér of- arlega í huga hvað gott var að leita til hans ef eitthvað fór úr- skeiðis hjá mér. Hann var góður fagmaður og vissi oftast hvað var að, hvort sem um rafmagn var að ræða eða jafnvel gamla bílinn minn sem ekki fór í gang. Einnig þegar hann birtist óvænt á tröppunum hjá mér með lax sem hann hafði verið að veiða. Já, það er margs að minnast á langri leið. Seinna þegar Jón var kominn til sögunnar var honum tekið opnum örmum og varð hann einnig mikill vinur þeirra. Við höfum alla tíð verið í miklum samskiptum og deilt gleði- og sorgarstundum í lífi okkar, eins og við værum tengd fjölskyldu- böndum, svo traust er þessi vin- átta. Nú sér Ragna á bak lífsföru- naut sínum til 62 ára. Hún er sterk og dugleg kona. Við biðjum henni Guðs blessunar. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson) Við Jón þökkum Björgvini samfylgdina og trúum því að hann hafi hitt Ólaf sinn. Ásta Breiðdal. - áður en silfurþráðurinn slitn- ar og gullskálin brotnar og skjól- an mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn, og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann (Prédikarinn, 12, 6-7) Nú hefur silfurþráðurinn slitnað og Björgvin í „næsta húsi“ er farinn frá okkur til að sameinast almættinu að nýju og hitta þar fyrir þann sem honum var dýrmætastur í lífinu, soninn Ólaf Björgvinsson. Samband þeirra feðga var einstakt, fallegt og sterkt. Í sumar þegar Björg- vin og Ragna héldu upp á 60 ára brúðkaupsafmæli sitt og við ræddum saman og minntumst liðinna tíma, sem auðvitað tengd- ust syninum, sagði Björgvin að Ólafur hafi kennt sér svo margt og gert sig að betri manni með sínum einstaka húmor, stríðni og heiðarleika. Hann sagðist hlakka til að hitta hann á ný og ekki yrði svo langt þangað til. Á þessum tímamótum hélt Björgvin stutta ræðu og mér finnst í dag, þegar ég hugsa til baka, að þá hafi hann verið að kveðja okkur. Ég kynntist Björgvini ung að árum þegar hin svokallaða „Lengja“, Sæviðarsund 68-76, var í byggingu. Björgvin og Ragna voru að byggja húsið númer 76 og foreldrar mínir við hliðina númer 74. Þarna eignað- ist ég nýja fjölskyldu, fjölskyld- una í „næsta húsi“, þau Björgvin, Rögnu og son þeirra hann Ólaf, sem var mér upp frá því sem bróðir. Hann kallaði mig alltaf Halldóru systur. Þegar við kynntumst var eins og við hefð- um alltaf þekkst og með okkur tókust tengsl og vinátta sem vart er hægt að lýsa með orðum. Á yngri árum dvaldi ég löngum stundum hjá fjölskyldunni í „næsta húsi“ þar sem við Ólafur lékum okkur saman og alltaf var gott að leita til Björgvins þegar eitthvað bjátaði á. Hann var hag- leiksmaður, nákvæmur og úr- ræðagóður. Í minningunni gat hann lagað nánast allt og hann hafði þolinmæði fyrir forvitinni stelpu úr næsta húsi. Eftir að barnsskónum var slit- ið og ég flutt að heiman voru allt- af sterk tengsl við „Lengjuna“, sérstaklega við þau Rögnu og Björgvin. Árlegt sumargrill var hápunktur sumarsins og einnig áramótaboðið á 76. Þar tóku Ragna og Björgvin vel á móti gestum sínum. Ég fylgdist með þeim og þau sömuleiðis með mér og minni fjölskyldu. Þau sam- glöddust mér þegar fjölskyldan stækkaði og vildu fá fréttir af því hvernig mér og mínum vegnaði. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast Björgvini og fjölskyldunni í næsta húsi. Þar fékk ég að kynn- ast því að við erum öll einstök og að margbreytileiki fólks gerir til- veruna bæði fallegri og verðugri samverustað. Ég bið góðan Guð um að styrkja hana Rögnu mína í „næsta húsi“ á þessum tímamót- um og er þess fullviss að feðg- arnir munu taka á móti henni þegar að því kemur að hennar silfurþráður slitnar. Halldóra Björnsdóttir. Góður og kær vinur, Björgvin Kristófersson, er horfinn yfir móðuna miklu. Við kynntumst, þegar við vor- um meðal frumbyggja í Sævið- arsundi á árunum 1985-1986, en þá byggðum við okkur raðhúsa- lengju ásamt þremur öðrum öð- lingum. Þarna bjuggum við sam- an í aldarfjórðung og styrktust vináttuböndin með hverju árinu. Í miðjuhúsunum voru pappírs- búkarnir Kári, viðskiptafræðing- ur, Björn, verslunarmaður og undirritaður, verkfræðingur, en á báðum endum lengjunnar voru þessir afburða iðnmeistarar, Gísli, vélvirki og listamaður og Björgvin rafvirkjameistari og lyftusérfræðingur. Björgvin var mjög sjálfstæður og hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig hann vildi hafa hús þeirra Rögnu. Ekki urðu nein ágreiningsefni út af því, en frek- ar var að við dáðumst að þeim breytingum, sem hann gerði og miðuðust við að gagnast hans starfi og rekstri. Sambúðin í lengjunni var einstök og sam- vinnan og vináttan, sem þar þró- aðist var eitthvað sem maður hefði alls ekki viljað missa af. Í sameiginlegum framkvæmdum komu fljótt fram útsjónarsemi og foringjaeiginleikar Björgvins. Hann var og einstaklega hjálp- samur og bóngóður. Leiðir okkar Björgvins lágu einnig saman viðskiptalega, ef svo má segja og var sú samvinna og samskipti ávallt mjög ánægjuleg. Björgvin rak umboð fyrir svissneskar lyftur, Schind- ler, sem síðar sameinaðist Héðni hf í „Héðinn Schindler lyftur“. Sótti ég oft tilboð í lyftur og lyftubúnað til Björgvins og samdi um smíði og afhendingu. Alltaf var mikil og gagnkvæm ánægja með þau viðskipti á milli Björgvins og skjólstæðinga minna. Vandvirkni og áreiðan- leiki voru innbyggðir eiginleikar hjá honum. Björgvin hafði bætandi áhrif á menn og málefni. Við hjónin sendum góðri vin- konu okkar, Rögnu, okkar inni- legustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Björgvins. Hjónaband þeirra var ætíð markað af ást og samhyggju. Almáttugur guð styrki hana í erfiðum veikindum. Svana Jörgensdóttir og Gunnar Torfason. Björgvin Kristófersson Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA JÖKULSDÓTTIR frá Núpi, Húnabraut 11, Blönduósi, lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri 16. september. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 30. september klukkan 14. Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði. . Gísli Jóhannes Grímsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Valgerður Soffía, Anna, Rannveig Lena, Árný Sesselja og Jökull Snær Gíslabörn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI SIGURÐUR SIGURÐSSON, Maríubakka í Fljótshverfi, verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 1. október klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. . Anna María Ólafsdóttir, Aðalsteinn Sigurðsson, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Edda G. Guðnadóttir, Bjarni Gestsson, Bjarki V. Guðnason, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Margrét I. Guðnadóttir, Tarkan Conger, Ólafur H. Guðnason, Sólveig Ólafsdóttir, Sigurður K. Guðnason, Steinunn H. Ómarsdóttir, Heimir Örn Guðnason og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA JÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 124, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar fimmtudaginn 22. september. Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju föstudaginn 30. september klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að leyfa Ási styrktarfélagi að njóta þess. . Jón Magnússon, Kristín Bergþóra Pálsdóttir, Sigurður Viggósson, Anna Jensdóttir, Magnús Jónsson, Halldóra Birna Jónsdóttir, Þormar Jónsson, Lenka Lipkova, Arnheiður Jónsdóttir, Þröstur Reynir Guðbergsson, Hafþór Gylfi Jónsson, Ásthildur Sturludóttir, Lilja Valgerður Jónsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Ásgeir Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR INGI ÓLSEN, Túngötu 12, Eyrarbakka, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. september. Útför hans fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 1. október klukkan 14. . Inga Kristín Guðjónsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Heimir Hjaltason, Þuríður Gunnarsdóttir, Friðrik Sigurjónsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Finnur Kristjánsson, Guðjón Gunnarsson, Kristjana Garðarsdóttir, Pétur R. Gunnarsson, Rut Björnsdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, AÐALGEIR GUÐMUNDSSON, Sandgerði, Glerárhverfi, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 23. september. . Sigrún Arnþórsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir mín, dóttir, systir og mágkona, SVANLAUG INGVADÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 30. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á styrktarsjóð Karenar Lífar, reikn.: 0327-18-950855, kt. 191207-3190. . Karen Líf Brynjarsdóttir, Arnrún Antonsdóttir, Ingvi Þór Sigfússon, Anton L. Ingvason, Guðrún Lýðsdóttir, Þórður G. Ingvason, Hrönn Brandsdóttir. Látinn er DR. JÓN ÞÓR ÞÓRHALLSSON, fv. forstjóri Skýrr, Akurgerði 31, Reykjavík. . Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.