Morgunblaðið - 28.09.2016, Side 33

Morgunblaðið - 28.09.2016, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Sýningunni Til- urð Errós 1955- 1964 lýkur í Hafnarhúsi á morgun. „Sýn- ingin spannar mótunarár lista- mannsins, marg- slungið og glæsi- legt tímabil í list hans og evrópskri listasögu, þegar hann fyrstur lista- manna skapar það sem nefnt hefur verið „samklippimálverk“. Á sýn- ingunni kemur fram hvernig Erró smám saman hverfur frá express- jónískri myndgerð og fer að vinna með samklippimyndir (collages) sem hann síðan málar eftirmyndir af á léreftið,“ segir í tilkynningu. Sýningu lýkur Erró AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Þann 9. september síðastliðinn rann upp stund sem ég hafði beðið. Satt best að segja hafði ég beðið þess- arar stundar frá því í lok júní 2013 en þá sá ég Nick Cave and the Bad Seeds á sviði í fyrsta og eina skiptið í tónleikasögu minni. Þeir tónleikar voru í kjölfar útgáfu plötunnar Push the Sky Away sem náði ekki að snerta við mér í fyrstu og ég var við það að missa áhugann. Tónleikarnir blésu aðdáun minni þó byr undir báða vængi og ég var aftur stokkinn um borð í aðdáendarútuna. En þá að umfjöllunarefninu sjálfu. Nýjasta plata Nick Cave and the Bad Seeds heitir Skeleton Tree. Hún er 16. hljóðversplata hljóm- sveitarinnar og 22. hljóðversplata Nick Cave. Þá eru ekki taldir tug- irnir af plötum þar sem hann hefur komið að. Svo hefur hann samið hljóðmyndir og tónlist fyrir kvik- myndir og leikverk, t.a.m. upp- færslu Vesturports á Woyzeck, og gefið út bækur. Ég held satt best að segja að Nick Cave sé með afkasta- meiri listamönnum samtímans. Það eitt og sér væri efni í allnokkra pistla og því læt ég hér við sitja. Áhrifarík kvikmynd Ég hafði í huga að rita plötu- dóm sem myndi birtast helst daginn eftir útgáfu plötunnar og var búinn að setja mig í stellingar nokkrum dögum fyrir útgáfu. Kvöldið fyrir útgáfu sá ég hinsvegar One More Time with Feeling, heimildarmynd- ina sem gerð var um upptökuferli plötunnar. Það er fáum orðum um það að fara að þegar ég sá myndina setti mig algjörlega hljóðan. Innra með mér fóru alls kyns tilfinningar á kreik og sjónarhorn mitt á plötuna snarbreyttist. Í miðju upptökuferl- inu varð nefnilega sá harmleikur að sonur Cave, Arthur, hrapaði fyrir björg og lést, í Ovingdean, nærri Brighton, á Englandi. Arthur var 15 ára gamall. Ég var satt best að segja meira eftir mig eftir þessa mynd en eftir jarðarför fólks sem ég þekkti í lifanda lífi, slíkur var áhrifamátt- urinn. Erfið nálgun Útgáfudag plötunnar lét ég hana vera fram á kvöld. Ég hafði Reyndu aftur, með innlifun Drungalegur Nick Cave hefur gjarnan þótt dimmur í tón- og textasmíðum en í þetta skipti tók einlægnin við, svo sem eins og gefur að skilja. beðið spenntur eftir því að hlusta á hana í vinnunni en kvikmyndin fékk mig til að bíða þar til platan fengi óskipta athygli. Ég hlustaði á hana. Ég sat í korter með heyrn- artólin á eyrunum í þögn, svo hlust- aði ég á hana aftur. Aftur varð ég agndofa. Ég endurupplifði sorgina sem hafði heltekið mig kvöldið áð- ur og vissi ekki alveg hvað mér átti að finnast. Það fyrsta sem ég tók eftir var að fæst lögin enduðu. Þau stöðvuð- ust bara stuttu eftir að textinn klár- aðist, voru ósköp endaslepp. Það næsta sem ég hjó eftir var naum- hyggjan. Það var aldrei að heyra að menn væru að reyna of mikið á sig. Útsetningarnar voru einfaldari en oft áður og textarnir öðruvísi. Cave sagði sjálfur í myndinni að öllu jöfnu væri hver texti margend- urskoðaður og ekkert væri sungið inn án þess að hann væri fyllilega sáttur við það. Á þessari plötu hefði hann hinsvegar þurft að vera sátt- ur af öðrum ástæðum. Í þetta skipt- ið var það innblásturinn sem skipti mestu máli. Að þessu öllu sögðu er Skele- ton Tree bara enn ein platan í stóru safni Nick Cave. Hún er nokkuð sérstæð og mætti jafnvel segja að hún styngi örlítið í stúf. Fyrstu tvö lögin hafa að geyma stærstu út- setningarnar. Strengjakvartettinn í „Jesus alone“ vekur sæluhroll í ein- faldleika sínum og textinn er hart- nær eins beinskeyttur og hugsast gæti frá Cave. „Girl in Amber“ þyk- ir mér dásamlegt lag. Laglínan gengur fullkomlega upp í hljóma- ganginn og sársaukinn lekur úr textanum og söngnum. það er eitt- hvað sem kveikir í dramatíkinni hjá mér. „Magneto“ er kannski ekki aðgengilegasta útsetningin á plöt- unni en aftur kemur dramatíkin í textanum og hífir lagið upp á ann- að plan sem gerir lagið þess virði að minnast á það. Lokun á sorgarferlinu Hæst þykir mér risið á plöt- unni þegar kemur að útfararsálm- inum sjálfum, „Distant Sky“. Bara við það að slá þessi orð inn hrísl- aðist gæsahúð upp og niður hand- leggina og bakið. Textinn er svo ótrúlega hreinskilinn og fallegur „Let us go now, my only comp- anion. Set out for the distant sky“ syngur danska sópransöngkonan Else Torp meðan Cave sakar aðra um lygar þess efnis að mikilvægir hlutir myndu lifa lengur en maður sjálfur. Útsetningin er hreinn og klár sálmur, orgel, bjöllur og strengir, og ég tárast enn þegar laginu lýkur allt í einu og sé fyrir mér sviplegan dauðdaga Arthurs og sorgina í augum foreldranna. Plötunni er svo lokað með titillag- inu. Þar fær maður á tilfinninguna að lífið sé að komast í réttar skorð- ur og lagið deyr út á orðunum „And it’s alright now“. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta vonar- neisti í svartnætti erfiðleikanna og ég vænti þess að Nick Cave og Su- sie Bick muni standa þetta áfall af sér. Mun þessi plata teljast til meistaraverka Nick Cave and the Bad Seeds? Það veit ég ekki. Ég mun hinsvegar sækja í þessa plötu um ókomna tíð þegar eitthvað bját- ar á og sækja mér styrk í bataferli föður í sorg. » Á þessari plötuhefði hann hinsvegar þurft að vera sáttur af öðrum ástæðum. Í þetta skiptið var það innblást- urinn sem skipti mestu máli. Stórar og rúmgóðar 4ra hesta kerrur á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16” felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerrurnar fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is BRIDGET JONES’S BABY 5:20, 8 EIÐURINN 6, 9, 10:30 KUBO 2D ÍSL.TAL 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.