Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 9 9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sKoðun Bolli Héðinsson skrifar um búvörusamninga. 13 Menning Húsgagnasmiður, innanhússarkitekt og átta barna móðir. 26 lÍfið Vegan lífsstíllinn ryður sér til rúms . 32 plús 2 sérblöð l fólK l MarKaður *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á SKRAUT FYRIR BÆJAR- HÁTÍÐIR MenntaMál Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála- ráðherra, hefur ákveðið að flytja kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða til Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands var talinn hæfastur til að taka að sér námið samkvæmt matsnefnd Ríkiskaupa sem annaðist ferlið. Lögregluskóli ríkisins hefur verið lagður niður og mun nám í lögreglu- fræðum verða fært upp á háskólastig. Ákveðið var að fela Ríkiskaup- um að finna framkvæmdaaðila á háskólastigi sem gæti tekið við lög- reglunáminu eftir að ákveðið var að færa það á háskólastig. Sett var á laggirnar matsnefnd og skiluðu þrír umsækjendur tilkynningu um þátttöku. Háskóli Íslands skoraði hæst hjá matsnefnd, Háskólinn á Akureyri kom annar og Háskólinn í Reykjavík var þriðji. „Að mínu mati uppfyllti Háskólinn á Akur- eyri vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Einnig tel ég aðstæður við Háskólann á Akureyri til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á námið,“ segir Illugi. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það fagnaðarefni að lögreglunáminu verði fundinn staður á Akureyri. „Við sendum inn metnaðarfulla þátttökuyfirlýsingu og erum í stakk búin að hefja innritun nú þegar. Við vitum að það er mikill áhugi fyrir náminu,“ segir Eyjólfur. sveinn@frettabladid.is Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning námsins. Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ravi Rawat giftust í Skálholti í gær. Þeim hafði í tvígang verið synjað um leyfi til að gifta sig þar sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók vottorð um stöðu Ravi sem einhleyps manns ekki gilt. Ragnheiður segir daginn hafa verið yndislegan. „Við erum í skýjunum með að þetta hafi loksins fengið að ganga í gegn og erum búin að vera umkringd ástvinum okkar í dag,“ segir hún. Fréttablaðið/Ernir Að mínu mati uppfyllti Háskólinn á Akureyri vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglu- menntunar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra félagsMál „Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deild- um og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskól- anum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar, segir færri börn nú vera í miðbænum þar sem fasteigna- og leiguverð hefur hækkað. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gist- ingu. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. - gar / sjá síðu 6 Börnum fækkar í miðborginni Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri Miðborgar 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 5 3 -7 5 F C 1 A 5 3 -7 4 C 0 1 A 5 3 -7 3 8 4 1 A 5 3 -7 2 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.