Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 8
Jafnréttismál  Kynbundinn launa- munur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikk- ar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjöl- far barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Insti- tute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barns- fæðingar eða það að vera á barns- fæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldr- inum, en svo eykst hann úr tíu pró- sentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð. Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tutt- ugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi  að meðal- tali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá. „Bilið milli tímakaups mennt- aðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrsl- unnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldu- myndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um  tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur nei- kvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnu- markaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frum- varp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. saeunn@frettabladid.is Börn auka launamun Í Bretlandi eykst launamunur kynjanna úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú pró- sent í kjölfar barneigna. Barneignir virðast einnig hafa neikvæð áhrif á launa- mun kynjanna á Íslandi. Almennt hækka barneignir laun karla en ekki kvenna. Launamunur kynjanna er að meðaltali átján prósent í Bretlandi. FréttaBLaðið/Getty 40 35 30 25 20 15 10 5 0 -5 0 5 10 15 20 ✿ launamunur kynjanna eftir fæðingu fyrsta barns La un am un ur (% ) Ár fyrir/eftir fæðingu fyrsta barns Heimild: IFS Fyrir fyrsta barn eftir fæðingu fyrsta barns Það er óhætt að fullyrða að barns- fæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Dýraverndarsamtökin Villikettir hafa farið þess á leit við bæjarfélög víðs vegar um landið að gerður verði samningur við samtökin um geldingu villikatta. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri Villi- katta, segir samtökin hafa látið framkvæma hátt í 400 geldingar á villiköttum síðustu þrjú ár. Eftir geldinguna sé dýrunum sleppt á ný. Markmiðið sé að hjálpa dýrunum á mannúðlegan hátt. „Með gelding- um hætta slagsmál vegna yfirráða, þá fækkar meiðslum,“ segir Arndís.  Þá hafi kettlingar fæðst um hávet- ur sem átt hafi litla lífsvon og drepist úr vosbúð á nokkrum vikum. „Við erum að koma í veg fyrir þessi skelfilegheit sem dýrin hafa farið í gegnum reglulega.“ Arndís segir allar geldingar framkvæmdar af dýralæknum. Samtökin hafi verið í samstarfi við fjölmarga dýralækna sem allir hafi verið tilbúnir að gefa vinnu sína. Arndís segir samtökin hafa alls staðar fengið jákvæð við- brögð við bóninni. Í bréfi sem Villikettir sendu ráða- mönnum Ísafjarðarbæjar segir að aðferðin hafi reynst spara sveitar- félögum fé sem annars hefði farið í kostnað vegna kaupa á þjónustu meindýraeyða. – ih Vilja samstarf um geldingu villikatta arndís Björg Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri Villikatta. 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 m i Ð V i K U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -B 6 2 C 1 A 5 3 -B 4 F 0 1 A 5 3 -B 3 B 4 1 A 5 3 -B 2 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.