Fréttablaðið - 24.08.2016, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Á síðasta kjörtímabili þrýsti vinstri stjórnin þeirri lagabreytingu í gegnum þingið að skylt yrði að fjölga borgarfulltrúum í
Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar úr
15 í að lágmarki 23 en í allt að 31.
Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og
hafa aldrei verið fleiri að einu kjörtímabili
undanskildu. Á kjörtímabilinu 1978-1982 var
ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en á
næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka
þeim aftur og hefur síðan ekki séð ástæðu til að
fjölga þeim aftur.
Engin ástæða er til að löggjafinn þvingi
borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa og að
stækka þannig kerfið. Nú eru um átta þúsund
kjósendur að baki hverjum borgarfulltrúa og
er það svipað hlutfall og tíðkast í höfuðborgum
Norðurlandanna.
Sigríður hefur því ásamt sjö öðrum þingmönn-
um lagt fram og mælt fyrir frumvarpi á Alþingi
sem afnemur þessa skyldu til fjölgunar borgarfull-
trúa. Frumvarpið bíður þess nú að verða afgreitt
úr nefnd til annarrar umræðu. Kjartan hefur ásamt
öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins flutt
tillögu um að borgarstjórn skori á Alþingi að
breyta umræddu lagaákvæði þannig að borgar-
stjórn hafi sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum
verði fjölgað eða ekki.
Í umsögn forsætisnefndar borgarinnar um frum-
varp Sigríðar er lagst gegn því. Vinstri flokkarnir í
borgarstjórn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og
Vinstri græn, styðja þar með að borgarfulltrúum í
Reykjavík verði fjölgað um a.m.k. 53 prósent.
Það vekur sérstaka athygli að vinstri flokkarnir
í borgarstjórn styðji með þessum hætti að Alþingi
taki ráðin af borgarstjórninni. En þar sem um er að
ræða útþenslu kerfisins þarf það ekki að koma á
óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgar-
fulltrúa með sérstakri velþóknun.
Vinstri menn vilja fjölga
borgarfulltrúum
Sigríður Á.
Andersen
þingmaður
Kjartan
Magnússon
borgarfulltrúi
Það vekur
athygli að
vinstri
flokkarnir í
borgarstjórn
styðji með
þessum hætti
að Alþingi
taki ráðin af
borgarstjórn.
Innrettingar
Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 577 1170
Fax 577 1172 • www.innx.is • innx@innx.is
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR AF HÁGÆÐA FATASKÁPAEFNI.
Ekki missa af þessu tækifæri!
Hægt að fá fataskápa í eik, hvíttaðri eik
og hvítu háglans.
Tilboð gildir út ágúst eða á meðan birgðir endast.
Að byrja í skóla er stór og mótandi við-burður í lífi sérhvers barns. Tími sem við deilum öll í minningunni en upp-lifum þó hvert og eitt með ólíkum hætti. Hvernig okkur líður, hvernig okkur er tekið og ekki síst hvernig við upplifum
okkur sjálf í þessu stóra og mótandi samfélagi sem
grunnskólinn er hefur mótandi áhrif um ókomna tíð.
Það liggur því mikið við fyrir skóla jafnt sem foreldra að
vel takist til.
Börnin sem eru að hefja skólagöngu sína eru auð-
vitað jafn ólík og þau eru mörg. Sum full af sjálfstrausti
og eftirvæntingu, önnur kannski lítil í sér og bangin
við þennan stóra heim og allt þar á milli. En við, sem
sendum börnin í skólann, tökum við þeim þar og
viljum auðvitað öll að þeim líði sem best, hljótum að
sjá sóma okkar í því að þau njóti þess atlætis sem þarf
til að blómstra við þessar nýju og framandi aðstæður.
Þannig er það ekki í dag því miður.
Samtökin Barnaheill Save the Children á Íslandi
standa um þessar mundir fyrir undirskriftasöfnun
til þess að þrýsta á að réttur barna til gjaldfrjálsrar
grunnmenntunar sé virtur á Íslandi. Staðreyndin er að
kostnaðurinn við að barn hefji skólagöngu getur verið
allt frá 400 kr. og upp í 22.000 kr. á hvert og eitt barn
samkvæmt úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þó svo einhverjum kunni að finnast að hér sé ekki um
stórar upphæðir að ræða, jafnvel þó svo horft sé til
hærri tölunnar, þá er það staðreynd að fyrir efnaminni
fjölskyldur getur svo sannarlega munað um minni
útgjöld. Í þessu er auðvitað fólgin gróf mismunum.
Mismunun sem er ekki einvörðungu fólgin í mis-
góðum efnahag foreldranna með tilheyrandi álagi á
viðkomandi, heldur einnig í aðstæðumun barnanna.
Mismunun sem getur haft áhrif á upplifun þeirra af því
að byrja í skóla.
Barn sem skynjar að þessi tímamót feli í sér fjárhags-
legar byrðar fyrir heimilið og upplifir strax í upphafi
skólagöngunnar efnahagslegt misrétti í samanburði
við önnur börn nýtur þeirra daga ekki sem skyldi. Þessi
gjaldtaka getur hæglega leitt til vanmáttarkenndar og
óöryggis sem eru ekki góðir fylgifiskar inn í vonandi
langt og farsælt skólastarf. Skólinn á að vera staður
þar sem öll börn fá að njóta sín og blómstra á sínum
forsendum en þessi smánarlega gjaldtaka fyrir það sem
börnin þurfa til skólagöngunnar gengur þvert gegn
slíkum markmiðum.
Ísland er aðili að barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna og samkvæmt honum eiga öll börn rétt
á grunnmenntun án endurgjalds. Að bjóða börnin
velkomin og rétta foreldrum þeirra reikning eða inn-
kaupalista er augljóst brot á þeirri sátt. Brot sem ráða-
menn hafa valið að lögfesta til þess að reyna að létta
byrðina á þegar sveltu skólakerfi. Það er því full ástæða
til þess að hvetja bæði Alþingi og sveitarstjórnir til þess
að sjá til þess að látið verði af þessum ósóma. Hvetja til
þess að það verði tryggt í raun að öll börn njóti sama
réttar til náms án innkaupalista og reikninga og mæti
til skólastarfsins sem jafningjar á jafningjagrunni.
Innkaupalisti
Þessi gjald-
taka getur
hæglega leitt
til vanmáttar-
kenndar og
óöryggis sem
eru ekki góðir
fylgifiskar inn
í vonandi
langt og
farsælt
skólastarf.
fámennt í stjórnarliðinu
Fimm þingfundardagar eru þar
til þingi verður slitið og boðað til
kosninga. Ríkisstjórnarflokkarnir
töldu það gríðarlega mikilvægt
að halda áfram samstarfi inn í
haustið til að ljúka mikilvægum
málum eins og það var orðað á
sínum tíma. Hins vegar voru sex
þingmannamál á dagskrá í dag
og stóru mál ríkisstjórnarflokk-
anna hvergi sjáanleg. Í gær voru
til að mynda sautján þingmenn
stjórnarflokkanna sem mættu
ekki til vinnu eða rétt tæplega
helmingur þeirra. Til hvers að
halda þing ef engin eru málin og
menn mæta ekki í vinnuna?
Viðreisn safnar fólki
Pawel Bartoszek stærðfræðingur
og Þorsteinn Víglundsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, hafa
ákveðið að ganga til liðs við
Viðreisn og hyggja á framboð til
Alþingis. Er nokkuð áhugavert
að sjá að menn, sem beinlínis
hafa verið virkir þátttakendur
í Sjálfstæðisflokknum, skuli
stökkva af vagni flokksins og
ganga til liðs við evrópusinnaðan
flokk Viðreisnar. Skal ósagt látið
hvort þessar fréttir séu ástæða
þess að fjármálaráðherra hefur
verið einkennilega stuttur í
spuna í viðtölum hingað til. Hins
vegar verður erfitt fyrir Þorstein
Víglundsson að berjast fyrir hag
ungra barnafjölskyldna, rétt
eftir að hann gagnrýndi hækkun
fæðingarorlofs harðlega.
sveinn@frettabladid.is
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R12 s K o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
5
3
-9
D
7
C
1
A
5
3
-9
C
4
0
1
A
5
3
-9
B
0
4
1
A
5
3
-9
9
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K