Fréttablaðið - 24.08.2016, Side 24
Ingi Rúnar Eðvarðsson tók í sumar við stöðu deildarfor-seta viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Enginn háskóli hefur á að skipa stærri viðskiptafræðideild en rúm-
lega 1.400 manns voru við nám í
deildinni síðastliðinn vetur. Nú í
haust hefja rösklega 400 manns þar
nám. Þar af eru 222 nemar í meist-
aranámi en 210 í grunnámi. Ingi
Rúnar settist niður með blaðamanni
Markaðarins og sagði frá starfsemi
deildarinnar, möguleikum við-
skiptafræðinga á atvinnumarkaði
og sýn sinni á íslenskt viðskiptalíf
eins og það er í dag.
Tækifæri eftir meistarapróf
Ingi Rúnar segir þá sem ljúka meist-
araprófi í viðskiptafræði í dag eiga
ágæta möguleika á vinnumarkaði.
En að B.Sc. próf sé fyrst og fremst
góður grunnur. „Það er grunnur sem
ekki veitir vinnu eftir námið en það
er meira svona undanfari,“ segir Ingi
Rúnar. Hann segir að atvinnumögu-
leikarnir fari bæði eftir stöðunni á
vinnumarkaði hverju sinni en líka
því á hvaða sviði nemendur hafi
menntað sig.
„Við verðum vör við að þeir sem
hafa lokið hjá okkur mannauðs-
stjórnunarnámi og markaðsfræði
fá ágætis störf hjá ýmsum fyrirtækj-
um.“ Ingi Rúnar segir að þeir sem
fara í meistaranám í fjármálum sæki
helst í fjármálafyrirtækin en þeir
sem fara í stjórnun og stefnumótun
geti verið með mjög víðan grunn.
Þeir geti farið í fyrirtæki um land
allt og gerst millistjórnendur, verk-
efnastjórar, gæðastjórar og síðan
tekið að sér að stjórna fyrirtækjum
af öllum stærðum og gerðum. „Þann-
ig að það fer svolítið mikið eftir því á
hvaða sviði þú ert búinn að mennta
þig hvaða atvinnutækifæri bíða þín,“
segir Ingi Rúnar.
„Almennt finnst manni eins og
vinnumarkaðurinn sé að taka við
sér,“ segir Ingi Rúnar. Þetta megi sjá
í því að nemendur eigi auðveldara
með að finna vinnu en áður og að
aðsókn í viðskiptafræðinám og
annað háskólanám sé að minnka.
Fyrst eftir hrunið, þegar efnahags-
lífið var í lægð, hafi aftur á móti
margir sótt í háskólanám til að bæta
stöðu sína.
Þú ert í rauninni að segja að staða
efnahagslífsins hafi áhrif á aðsókn
að viðskiptafræðinámi? „Hún gerir
það og hefur gert mjög lengi. Þegar
kreppir að þá eru margir sem fara
inn í námið og inn í háskólana til að
bæta stöðu sína. Þegar hún batnar
þá dregur aftur úr aðsókninni. Ég
held að það sé þannig með alla við-
skiptaháskólana. Ég er ekki búinn að
kynna mér tölurnar en mig grunar
að það sé niðurstaðan,“ segir Ingi
Rúnar.
Í tengslum við bankahrunið var
mikið rætt um siðferði í viðskiptum.
Hefur það haft áhrif ánámið? „Já,
bæði hafa verið stofnuð ný nám-
skeið, en síðan er þetta líka komið
miklu meira inn í allar kennslu-
bækur,“ segir Ingi Rúnar. Í öllum
kennslubókum séu nú kaflar um
viðskiptasiðferði og um stjórnar-
hætti. „Það er orðið miklu meira um
þetta fjallað og þetta er orðið hluti
af náminu. Sem var alls ekki áður,“
segir hann. En bætir við að einnig sé
fjallað meira um umhverfisábyrgð
og samfélagslega ábyrgð.
Ingi Rúnar segir að eftir banka-
hrunið sé fólk orðið gagnrýnna á
viðskiptalífið og viðteknar venjur
og hefðir. Fólk sé ekki eins blint á
það sem er að gerast í atvinnulífinu
og það var áður. „Í skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis var kvartað
yfir því að fjölmiðlar og háskólar
hefðu svolítið sofnað á verðinum og
ég held að núna sé meiri gagnrýni.“
Hvernig horfir þú sjálfur á við-
skiptalífið í dag? „Ég held að það
sé mjög margt jákvætt að gerast.
Skuldir ríkisins lækka eftir upp-
gjörið. Það er hagvöxtur, það eru
miklar breytingar, atvinnuleysið
er að minnka. Og við sjáum að
það eru ákveðin þáttaskil sem eru
að eiga sér stað,“ segir Ingi Rúnar.
Undirstöðu atvinnuvegirnir séu nú
þrír; sjávarútvegur, áliðnaður og
ferðaþjónusta og síðasta greinin
hafi vaxið mjög hratt.
Þurfum að horfa fram veginn
Ingi Rúnar telur þó að Íslendingar
verði að skoða betur hvert þeir ætli
að stefna í atvinnulífinu. „Við erum
að mennta mjög mikið af fólki í
íslenskum háskólum en er það að
nýtast í atvinnulífinu? Það er eitt
af því sem ég held að við þyrftum
að skoða betur.“ Hann bendir á að
núna sé meginvöxturinn í bygg-
ingageiranum og ferðaþjónustu.
„Hvað eigum við þá að gera við alla
þessa háskólaborgara sem virðast
ekki nýtast þarna? Þarna virðist
mér vera ástæða til að skoða frekar,“
segir Ingi Rúnar. Og bætir við að í
framhaldinu þurfi Hagstofan og
aðrir aðilar að skoða fólksflutn-
inga úr landi, hverjir það eru sem
Fleiri í framhaldsnámi en grunnnámi
Rösklega 400 manns hefja nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í haust. Fleiri eru í framhaldsnámi en grunnnámi. Forseti
viðskiptadeildarinnar segir að áherslan á siðferði í viðskiptum, umhverfisábyrgð og samfélagslega ábyrgð hafi aukist eftir hrun.
Ingi Rúnar Eðvarðsson bendir á að hagvöxtur sé drifinn áfram af byggingaframkvæmdum og ferðaþjónustu. Hann spyr hvað eigi að verða um háskólaborgarana. FRéTTablaðIð/GVa
Jón Hákon
Halldórsson
jonhakon@365.is 222
nemendur hefja
framhaldsnám núna í haust.
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R6 markaðurinn
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
5
3
-B
B
1
C
1
A
5
3
-B
9
E
0
1
A
5
3
-B
8
A
4
1
A
5
3
-B
7
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K