Fréttablaðið - 24.08.2016, Page 29

Fréttablaðið - 24.08.2016, Page 29
Söngskólinn í Reykjavík býður upp fjölbreytt söngnám fyrir fólk á öllum aldri, allt frá 11 ára byrjend- um til nemenda sem stefna að út- skrift sem einsöngvarar eða söng- kennarar. Garðar Cortes stofnaði skólann árið 1973 en hann nam á sínum tíma við tónlistarháskóla í Bret- landi. Frá upphafi hefur því Söng- skólinn verið í samstarfi við The Associated Board of the Royal Schools of Music í Bretlandi að sögn Ásrúnar Davíðsdóttur, að- stoðarskólastjóra Söngskólans. „Þaðan koma því prófdómar- ar tvisvar á ári og meta frammi- stöðu nemenda okkar. Söngskól- inn er miðsvæðis í borginni, í eigin húsnæði að Snorrabraut 54, og þar iðar allt af lífi og söng frá morgni til miðnættis því skólinn rekur einnig eigin tónleikasal sem nefn- ist Snorrabúð.“ Almennt nám við skólann skipt- ist í grunnnám, miðnám og fram- haldsnám og síðan er boðið upp á háskólanám, sem skiptist í ein- söngvara- og söngkennaranám en langflestir söngkennarar á Íslandi hafa hlotið menntun sína í Söng- skólanum í Reykjavík. „Námið er deildaskipt og í unglingadeild, sem ætluð er 11-15 ára nemend- um, kynnast nemendur undir- stöðu í réttri raddbeitingu. Þar kynnast þeir líka alls konar tón- list en þó einkum léttri tónlist, t.d. söngleikjatónlist, sem er vinsæl hjá þessum aldurshópi, ekki síst þar sem einnig er lagt upp úr leik- rænni þjálfun, dansi og hreyfing- um með tónlistinni.“ Ungviðið blómstrar Auk þess býður söngskólinn upp á ýmis námskeið, t.d. helgar- námskeið fyrir kóra, söngnám- skeið utan venjulegs vinnutíma og ýmis meistaranámskeið. „Þar má helst nefna meistaranámskeið sem Kiri te Kanawa, ein þekkt- asta söngkona samtímans, hefur oft haldið hér. Um miðjan sept- ember munu Regine Köbler, söng- kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg, og Marcin Koziel, pí- anóleikari við sama skóla og við Kammeroper Wien og Theater an der Wien, halda meistaranám- skeið í Söngskólanum.“ Ásrún segir afar mikilvægt fyrir alla sem vilja syngja að læra frá grunni að beita rödd- inni rétt. „Misbeiting getur vald- ið varanlegum raddskemmdum. Það er svo mikilvægt að gera sér grein fyrir að það skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar maður vill helst syngja, t.d. dæg- urlög, söngleikjalög, óperettu- eða óperusöng. Þeir sem velja sér söng sem atvinnu þurfa að vera tilbúnir að söðla um og taka þátt í ýmsum sönguppá komum ef þeir ætla að gera sönginn að ævistarfi. Þetta hef ég oft feng- ið staðfest frá söngvurum sem numið hafa við skólann og byggt á þeirri tækni. Þeir eru ávallt svo þakklátir fyrir að hafa grunn- þekkingu og tækni til að byggja á, út á hvaða braut sem þeir fara í söngnum.“ Hún segir námið veita nem- endum ómælda gleði og byggja upp sjálfstraust þeirra. „Ung- viðið okkar bókstaflega blómstr- ar hér og það kemur greinilega fram á tónleikum og í söngleikja- uppfærslum sem deildin held- ur minnst tvisvar á vetri. Það ánægjulega hefur nú gerst, að tölu- vert hefur fjölgað í hópi drengja sem sækja um nám við skólann og verður verkefnaval sniðið að því.“ inntökUpróf standa yfir Margir af fyrrverandi nemend- um Söngskólans eru orðnir stór nöfn í söngvaraheiminum og er Kristinn Sigmundsson sennilega þekktastur þeirra allra að sögn Ásrúnar. „Í haust bætist nýtt nafn í þessa söngvaraflóru þegar nem- andi frá Söngskólanum stígur á svið í Scala-óperunni í Mílanó. Það er Kristín Sveinsdóttir sem mun syngja þar fyrst íslenskra söngkvenna. Einnig hafa margir af okkar þekktustu söngvurum, á léttara sviðinu, hafið söngnám hér í Söngskólanum og má þar nefna Emiliönu Torrini, Eivöru Pálsdótt- ur, Sigríði Thorlacius, Svavar Knút og Kristjönu Stefánsdóttur.“ Nú næstu daga fara fram inn- tökupróf við Söngskólann sem allir umsækjendur þreyta. „Þar er hlustað eftir því hvort röddin er óskemmd og með góða þroska- möguleika, gott tóneyra þarf að vera til staðar og önnur undirbún- ingsmenntun hjálpar auðvitað til, þótt hún sé ekki skilyrði fyrir inn- töku í Söngskólann í Reykjavík.“ Nánari upplýsingar má finna á www.songskolinn.is. Það er svo mikil- vægt að gera sér grein fyrir að það skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar maður vill helst syngja, t.d. dægurlög, söngleikjalög, óperettu- eða óperusöng. Ásrún Davíðsdóttir Tvær rísandi stjörnur úr Söngskólanum: Jóna G. Kolbrúnardóttir (t.v.) og Kristín Sveinsdóttir. Jóna var með tónleikaröð heima í sumar og Kristín mun stíga á svið í haust í Scala-óperuhúsinu í Mílanó, fyrst íslenskra kvenna. nám sem veitir ómælda gleði Söngskólinn í Reykjavík kynnir Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1973 og býður upp á fjölbreytt söngnám fyrir fólk á öllum aldri. Auk þess er boðið upp á ýmiss konar námskeið fyrir hópa og einstaklinga. Inntökupróf standa nú yfir. Innritun Skólaárið 2016-2017 w w w .s on gs ko lin n. is H 5 52 7 36 6 so ng sk ol in n@ so ng sk ol in n. is HáskóladeildFram hald sdei ld Ungli ngade ild Miðdeild Grunn deild Söngskólinn í Reykjavík Þjóðlag asöngu r Dægurlög Söngleikir Óperur Íslen sk o g erlen d sö nglö g Eitthvað! fyrir alla! ☞ • Söngnámskeið Unglingadeild Grunnnám Miðnám Framhaldsnám Háskólanám • Söngtækni Söngtúlkun Tónfræði Hljómfræði Tónheyrn Nótnalestur Tónlistarsaga • Einsöngur Samsöngur • Söngtúlkun á tónleikasviði • Söngtúlkun með hreyfingum • F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 5M i ð V i k U D a g U r 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ s k ó l a F ó l k 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -9 3 9 C 1 A 5 3 -9 2 6 0 1 A 5 3 -9 1 2 4 1 A 5 3 -8 F E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.