Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 29
Söngskólinn í Reykjavík býður upp fjölbreytt söngnám fyrir fólk á öllum aldri, allt frá 11 ára byrjend- um til nemenda sem stefna að út- skrift sem einsöngvarar eða söng- kennarar. Garðar Cortes stofnaði skólann árið 1973 en hann nam á sínum tíma við tónlistarháskóla í Bret- landi. Frá upphafi hefur því Söng- skólinn verið í samstarfi við The Associated Board of the Royal Schools of Music í Bretlandi að sögn Ásrúnar Davíðsdóttur, að- stoðarskólastjóra Söngskólans. „Þaðan koma því prófdómar- ar tvisvar á ári og meta frammi- stöðu nemenda okkar. Söngskól- inn er miðsvæðis í borginni, í eigin húsnæði að Snorrabraut 54, og þar iðar allt af lífi og söng frá morgni til miðnættis því skólinn rekur einnig eigin tónleikasal sem nefn- ist Snorrabúð.“ Almennt nám við skólann skipt- ist í grunnnám, miðnám og fram- haldsnám og síðan er boðið upp á háskólanám, sem skiptist í ein- söngvara- og söngkennaranám en langflestir söngkennarar á Íslandi hafa hlotið menntun sína í Söng- skólanum í Reykjavík. „Námið er deildaskipt og í unglingadeild, sem ætluð er 11-15 ára nemend- um, kynnast nemendur undir- stöðu í réttri raddbeitingu. Þar kynnast þeir líka alls konar tón- list en þó einkum léttri tónlist, t.d. söngleikjatónlist, sem er vinsæl hjá þessum aldurshópi, ekki síst þar sem einnig er lagt upp úr leik- rænni þjálfun, dansi og hreyfing- um með tónlistinni.“ Ungviðið blómstrar Auk þess býður söngskólinn upp á ýmis námskeið, t.d. helgar- námskeið fyrir kóra, söngnám- skeið utan venjulegs vinnutíma og ýmis meistaranámskeið. „Þar má helst nefna meistaranámskeið sem Kiri te Kanawa, ein þekkt- asta söngkona samtímans, hefur oft haldið hér. Um miðjan sept- ember munu Regine Köbler, söng- kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg, og Marcin Koziel, pí- anóleikari við sama skóla og við Kammeroper Wien og Theater an der Wien, halda meistaranám- skeið í Söngskólanum.“ Ásrún segir afar mikilvægt fyrir alla sem vilja syngja að læra frá grunni að beita rödd- inni rétt. „Misbeiting getur vald- ið varanlegum raddskemmdum. Það er svo mikilvægt að gera sér grein fyrir að það skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar maður vill helst syngja, t.d. dæg- urlög, söngleikjalög, óperettu- eða óperusöng. Þeir sem velja sér söng sem atvinnu þurfa að vera tilbúnir að söðla um og taka þátt í ýmsum sönguppá komum ef þeir ætla að gera sönginn að ævistarfi. Þetta hef ég oft feng- ið staðfest frá söngvurum sem numið hafa við skólann og byggt á þeirri tækni. Þeir eru ávallt svo þakklátir fyrir að hafa grunn- þekkingu og tækni til að byggja á, út á hvaða braut sem þeir fara í söngnum.“ Hún segir námið veita nem- endum ómælda gleði og byggja upp sjálfstraust þeirra. „Ung- viðið okkar bókstaflega blómstr- ar hér og það kemur greinilega fram á tónleikum og í söngleikja- uppfærslum sem deildin held- ur minnst tvisvar á vetri. Það ánægjulega hefur nú gerst, að tölu- vert hefur fjölgað í hópi drengja sem sækja um nám við skólann og verður verkefnaval sniðið að því.“ inntökUpróf standa yfir Margir af fyrrverandi nemend- um Söngskólans eru orðnir stór nöfn í söngvaraheiminum og er Kristinn Sigmundsson sennilega þekktastur þeirra allra að sögn Ásrúnar. „Í haust bætist nýtt nafn í þessa söngvaraflóru þegar nem- andi frá Söngskólanum stígur á svið í Scala-óperunni í Mílanó. Það er Kristín Sveinsdóttir sem mun syngja þar fyrst íslenskra söngkvenna. Einnig hafa margir af okkar þekktustu söngvurum, á léttara sviðinu, hafið söngnám hér í Söngskólanum og má þar nefna Emiliönu Torrini, Eivöru Pálsdótt- ur, Sigríði Thorlacius, Svavar Knút og Kristjönu Stefánsdóttur.“ Nú næstu daga fara fram inn- tökupróf við Söngskólann sem allir umsækjendur þreyta. „Þar er hlustað eftir því hvort röddin er óskemmd og með góða þroska- möguleika, gott tóneyra þarf að vera til staðar og önnur undirbún- ingsmenntun hjálpar auðvitað til, þótt hún sé ekki skilyrði fyrir inn- töku í Söngskólann í Reykjavík.“ Nánari upplýsingar má finna á www.songskolinn.is. Það er svo mikil- vægt að gera sér grein fyrir að það skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar maður vill helst syngja, t.d. dægurlög, söngleikjalög, óperettu- eða óperusöng. Ásrún Davíðsdóttir Tvær rísandi stjörnur úr Söngskólanum: Jóna G. Kolbrúnardóttir (t.v.) og Kristín Sveinsdóttir. Jóna var með tónleikaröð heima í sumar og Kristín mun stíga á svið í haust í Scala-óperuhúsinu í Mílanó, fyrst íslenskra kvenna. nám sem veitir ómælda gleði Söngskólinn í Reykjavík kynnir Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1973 og býður upp á fjölbreytt söngnám fyrir fólk á öllum aldri. Auk þess er boðið upp á ýmiss konar námskeið fyrir hópa og einstaklinga. Inntökupróf standa nú yfir. Innritun Skólaárið 2016-2017 w w w .s on gs ko lin n. is H 5 52 7 36 6 so ng sk ol in n@ so ng sk ol in n. is HáskóladeildFram hald sdei ld Ungli ngade ild Miðdeild Grunn deild Söngskólinn í Reykjavík Þjóðlag asöngu r Dægurlög Söngleikir Óperur Íslen sk o g erlen d sö nglö g Eitthvað! fyrir alla! ☞ • Söngnámskeið Unglingadeild Grunnnám Miðnám Framhaldsnám Háskólanám • Söngtækni Söngtúlkun Tónfræði Hljómfræði Tónheyrn Nótnalestur Tónlistarsaga • Einsöngur Samsöngur • Söngtúlkun á tónleikasviði • Söngtúlkun með hreyfingum • F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 5M i ð V i k U D a g U r 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ s k ó l a F ó l k 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -9 3 9 C 1 A 5 3 -9 2 6 0 1 A 5 3 -9 1 2 4 1 A 5 3 -8 F E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.