Fréttablaðið - 24.08.2016, Qupperneq 38
Íslenska úrvalsvísitalan
1.705,87 -21,94
(1,26%)
Miðvikudagur 24. ágúst 2016
Stjórnar -
maðurinn
@stjornarmadur
fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
Markað rinn Viðskiptavefur Vísis@VisirVidskiptiwww.visir.is
vilja Samtök atvinnulífsins fá á
tryggingagjaldið. Það myndi samsvara
því að gjaldið lækkaði um samtals 18
milljarða króna. Samtök atvinnulífsins
segja að þrátt fyrir lækkun gjaldsins
dygðu tekjur af því til þess að standa
undir hækkun fæðingarorlofs í allt
að 600 þúsund krónur á mánuði eins
og félagsmálaráðherra hefur lagt til.
Samtök atvinnulífsins styðja það.
1,5%
lækkun
hagnaður var af starfsemi Vodafone
á öðrum fjórðungi ársins. Það er
17% lækkun frá öðrum ársfjórðungi
2015. Tekjuaukningin nam 2% miðað
við annan ársfjórðung 2015. EBITDA
hagnaður nam 751 milljón og lækk-
aði um 3% milli ára. Stefán Sigurðs-
son forstjóri sagði í afkomutilkynn-
ingu að reksturinn væri í samræmi
við væntingar.
248
milljóna
22.8.2016
Aðild Færeyja að EFTA myndi styrkja
samtökin, auka fjölbreytni í samstarfinu
og skapa tækifæri fyrir frændur okkar og vini í
Færeyjum. Með aðild gætu Færeyingar t.a.m.
gengið inn í fríverslunarsamninga EFTA við
37 ríki utan samtakanna. Við sækjumst
eftir enn nánara samstarfi við Færeyjar,
enda fara hagsmunir landanna saman á
margan hátt.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra
SH50-Fjórdálkur x 30-Auka-2 copy.pdf 1 15.8.2016 20:18
Fróðlegt hefur verið að fylgjast
með þingmanninum Ögmundi
Jónassyni í opinberri umræðu
undanfarna daga. Hafi framganga
hans verið hönnuð til þess að
vekja athygli má segja að ætlunar-
verkið hafi lukkast. Í leiðinni varð
hann hins vegar uppvís að hræsni
á háu stigi eins og ofsatrúarmönn-
um af öllum gerðum og flokkum er
svo tamt.
Ögmundi hefur allan sinn
feril verið launajöfnuður hug-
leikinn. Það er gott og blessað og
að mörgu leyti göfugt markmið.
Nýjasta útspil hans í þeim efnum
er að hvetja til lagasetningar sem
takmarkar hæstu laun ríkis-
starfsmanna þannig þau verði að
hámarki þreföld laun hinna lægst
launuðu. Nú er þetta út af fyrir
sig ekki svo galin hugmynd þótt
vissulega þurfi ríkið eins og aðrir
að geta fengið til liðs við sig gott
starfsfólk og borgað í samræmi við
það. Varla eru það hins vegar gild
rök að halda því fram að því hærri
laun sem vinnuveitandi greiði
því verri starfskraftur fáist líkt og
Ögmundur gerði.
Svona ummæli dæma þann sem
mælir úr leik í umræðunni. Ef
Ögmundur vill láta taka sig alvar-
lega væri kannski réttara að hann
afsalaði sér þeim ríkulegu eftir-
launum sem hann hefur áunnið
sér sem þingmaður og ráðherra
og þekkjast hvergi annars staðar
í atvinnulífinu. Samkvæmt
Ögmundarlógík yrði hann þá
sennilega betri starfskraftur fyrir
vikið!
Sósíalistinn og femínistinn
Ögmundur lét þó ekki þarna við
sitja heldur sakaði konur í stjórn-
málum um að beita fyrir sig kyni
sínu sér til framdráttar. Uppskar
hann fyrir vikið skammir frá ung-
liðahreyfingu síns flokks og varð
að athlægi meðal annarra sem
fylgjast með pólitík.
Ögmundur er að sjálfsögðu
yfirlýstur femínisti á tyllidögum.
Í útvarpsviðtalinu góða sást þó
líklega glitta í hans raunverulega
hugarheim. Það er alls ekkert eins-
dæmi í stjórnmálum að annað sé í
orði en á borði, en fyrr má nú rota
en dauðrota.
Gallinn við pólitískan rétttrúnað
er sá að lífið er ekki bara svart og
hvítt. Einfaldar patentlausnir eru
sjaldnast raunhæfar.
Fólk sem ætlar að hafa vit fyrir
öðrum þarf að vera með sitt á
hreinu. Fæstir eru það. Breyskleiki
Ögmundar er holl áminning um
það.
Bylur hæst í
tómri tunnu
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
5
3
-A
7
5
C
1
A
5
3
-A
6
2
0
1
A
5
3
-A
4
E
4
1
A
5
3
-A
3
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K